Dagur - 19.03.1993, Side 2

Dagur - 19.03.1993, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 19. mars 1993 Fréttir Hugmyndir um stofnun upplýsinga- skrifstofu fyrir ferðamenn á Akureyri: Tel miklu nær að efla þá skrifstofu sem fyrir er - segir Hrafnhildur Karlsdóttir hjá Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn „Eg sé ekki þörf á því aö stofna til þess sem til er fyrir,“ segir Hrafnhildur Karlsdóttir, hjá Upplýsingamiöstöö fyrir ferðamenn á Akureyri, í tilefni hugmynda sem ræddar hafa verið í atvinnumálanefnd Akureyrar um hugsanlega stofnun óháðrar upplýsinga- skrifstofu fyrir ferðafólk í bænum. Eins og fram kom í Degi í vik- unni hafa ferðamálin verið rædd Akureyri: Ók á ljósastaur Laust eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins ók ungur piltur á Ijósastaur sunnan gatnamóta Réttarhvamms og Hlíðar- brautar á Akureyri. Miklar skemmdir urðu á bifreiðinni, en pilturinn slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var ekki vitað fyrr en undir hádegi í gær hver ók á ljósastaur- inn þar sem ökumaðurinn til- kynnti ekki atburðinn. „Við eftir- grennslan fannst ökumaðurinn og hann var færður til yfirheyrslu grunaður um ölvun við akstur,“ sagði talsmaður lögreglunnar á Akureyri. ój að undanförnu í atvinnumála- nefnd Akureyrarbæjar og á fundi hennar 2. mars sl. var Heimi Ingimarssyni, formanni nefndar- innar, og Jóni Gauta Jónssyni, atvinnumálafulltrúa, falið að vinna áfram að málinu á grund- velli umræðna á fundinum. Hrafnhildur Karlsdóttir segir að frá sínum bæjardyrum séð sé svolítið öfugsnúið að eyða bæði tíma og fjármunum í að setja á stofn nýja upplýsingamiðstöð í bænum. Miklu nær væri að efla þá skrifstofu sem fyrir er, en að henni standa Bifreiðastöð Norðurlands og Akureyrarbær. Hlutur bæjarins á þessu ári til reksturs Upplýsingamiðstöðvar- innar er 1,5 milljón króna. Upp- lýsingamiðstöðin er til húsa að Hafnarstræti 82 á Akureyri, í sama húsi og Umferðarmiðstöð- in. „Við teljum að við séum hér á mjög góðum stað og hingað koma ferðamennirnir. Upplýsingamið- stöðvar á íslandi fá mest af fólki sem við köllum lausatraffík, þ.e. ferðafólk sem ferðast með rútum, í flugi eða á bílaleigubíl- um. Ég tel tvímælalaust að þeim fjármunum sem Akureyrarbær leggur í þessa Upplýsingamið- stöð sé mjög vel varið,“ sagði Hrafnhildur. óþh Frystitogarar eða fullvinnsla: Fundur Stafnbúa á Sauðárkróki Stafnbúi, félag sjávarútvegs- fræðinema við Háskólann á Akureyri, hefur hrundið af stað fundaherferð á Norður- og Austurlandi um sjávarútvegs- mál. Næstkomandi sunnudag verður haldinn fundur á Sauð- árkróki, þar sem umræðuefnið er frystitogarar eða fullvinnsla. Fundurinn sem haldinn er í samstarfi við sveitarstjórn Skagastrandar og bæjarstjórn Sauðárkróks, fer fram í Fram- sóknarhúsinu og hefst kl. 14.00. Fyrirlesarar verða Gunnar Már Kristjánsson frá íslenskum sjáv- arafurðum hf., Magnús Magnús- HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH M H 111--27.1 \ mars l H H H H H H H H H H HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH son frá Útgerðarfélagi Akureyr- inga hf. og Jón Karlsson frá Verkamannafélaginu Fram á Sauðárkróki. Á eftir framsögum verða opnar umræður og er fund- urinn öllum opinn. -KK Framkvæmdum við 1. áfanga viðbyggingar við Hvamm, dvalarheimili aldraðra á Húsavík er að Ijúka. Samninga- viðræður standa yfir við Smáverktaka, lægstbjóðanda í lokaáfanga byggingarinnar, sem áætlað er að taka í notkun vorið 1994. Mynd: IM Fulltrúar Slippstöðvarinnar Odda hf. komnir frá Indlandi: Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf í skipasmíðum Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akureyri og Þórhallur Bjarna- son, tæknifræðingur hjá sama fyrirtæki, eru nýkomnir frá Indlandi þar sem þeir voru í boði þarlendrar skipasmíða- stöðvar er leitað hafði til SIipp- stöðvarinnar eftir tækniaðstoð við smíði fiskiskipa. Ferðin gekk vel og málsaðilar undir- rituðu viljayfirlýsingu um samstarf. Að sögn Þórhalls Bjarnasonar er umrædd skipasmíðastöð á miðri austurströnd Indlands í borginni Kakinada. Hjá stöðinni vinna 120 starfsmenn við smíði fiskiskipa, sem eru að lengd 22 til 25 metrar. Indverska skipa- smíðastöðin hefur nokkra sér- stöðu meðal þarlendra skipa- smíðastöðva þar sem þeir eru eina stöðin sem hefur selt skip til útlanda, þ.e. tvö skip til Japans. „Það sem að okkur snýr er hönnun, tækniaðstoð og ráðgjöf við val á búnaði og margt bendir til að af þessari samvinnu geti orðið. Indverjamir eru áhugasam- ir og telja sig geta aukið fjár- streymi til fyrirtækisins til að auka gæði þeirra skipa sem fram- leidd verða á ókomnum árum. Innan þriggja mánaða er ætlað að samningar hafi tekist, en að þeim samningum þurfa að koma fleiri en við Sigurður. Samstarf sem þetta er ekki aðeins mikilvægt fyrir Slippstöðina Odda hf. held- ur allan íslenskan skipasmíðaiðn- að. Á þennan hátt ættum við að geta markaðssett íslenska hönn- un á fiskiskipum á Indlandi, í Afríku og Mið-Austurlöndum. Annar þáttur er einnig til athug- unar. Indverjar þarfnast aðstoðar við að byggja upp viðgerðarþjón- ustu á fiskiskipum og fleiri hundruð skip bíða þess að fá and- litsupplyftingu,“ segir Þórhallur Bjarnason. ój Húsavík: Níundi hver byggingamadur atvinnulaus „Horfur eru ekki góðar og erf- iðir tímar framundan. Ekki eru horfur á neinu stórverkefni utan viðbyggingarinnar við Hvamm, dvalarheimili aldr- aðra,“ sagði Aðalsteinn Bald- ursson, starfsmaður verkalýðs- félaganna á Húsavík. Bygginga- mannafélagið Arvakur á Húsa- vík og í S.-Þing. hélt félags- fund sl. þriðjudag og sam- þykkti ályktun þar sem lýst er Húsavík: Harður árekstur Allharður árekstur tveggja fólksbfla varð um kl. 14 í gærdag á Garðarsbraut, á móts við Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Verulegt eignatjón varð á bifreiðunum, en ökumenn sluppu án meiðsla. Hálku- blettir mynduðust á götum Húsavíkur í gær eftir snjó- komu í gærmorgun. IM þungum horfum í atvinnumál- um byggingamanna á svæðinu. í ályktunni segir: „Sú stað- reynd liggur fyrir, að á sama tíma og félagsmenn úr Bmf. Árvakri ganga um atvinnulausir, hafa verktakar í byggingariðnaði á Húsavík og S.-Þing verið að láta vinna fyrir sig verk utan félags- svæðis Bmf. Arvakurs. Við slíkt verður ekki unað. Því skorar fundurinn á fyrirtæki og alla verktaka í byggingariðnaði á félagssvæði Bmf. Árvakurs að taka höndum saman, með það að markmiði að efla atvinnu í heimahéraði.“ Að sögn Aðalsteins eru fimm félagar af 45 í Árvakri á atvinnu- leysisskrá, eða níundi hver félagi, auk þess sem þrengingar eru hjá verkstæðum í bænum vegna verkefnaskorts. IM Héraðsdómur Norðurlands eystra: Sveinberg sýknaður Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Sveinberg Laxdal, bónda í Túnsbergi á Svalbarðsströnd, af kröfu Eiríks Sigfússonar, bónda á Sflastöðum í Glæsibæjar- hreppi, um greiðslu á um einni milljón króna á verðlagi ársins 1986. Eiríkur höfðaði mál vegna millifærslu frá Félagsbúinu á Síla- stöðum til Sveinbergs Laxdals 15. mars 1986 í Kaupfélagi Sval- barðseyrar, sem var úrskurðað gjaldþrota síðar það ár. Lögfræðingur Sveinbergs í málinu var Haraldur Blöndal en Gísli Baldur Garðarsson var lög- fræðingur Eiríks Sigfússonar. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðs- dómari, kvað upp dóminn í Hér- aðsdómi. óþh Dalvík: ■ A fundi bæjarráðs nýlega gerði bæjarstjóri grein fyrir umsóknum um starf aðalbók- ara og mælti með að Jóhann Magnússon yrði ráðinn til starfsins. Bæjarráð samþykkti samhljóða að ráða Jóhann. ■ Bæjarráð samþykkti nýlega samhljóða erindi frá Verka- lýðsfélaginu Einingu, þar sem félagið býðst til að taka að sér atvinnuleysisskráningu fyrir kr. 30.000 á mánuði. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá stjórn S.T.D., þar sem gerðar eru athugasemdir við lista um hverjir megi vinna í verkfalli: Hafnarvörður verði einungis á neyðarvakt, bæjar- stjóri verðí einungis á neyðar- vakt, veitustjóri verði einungis á neyðarvakt og launafulltrúi sinni eingöngu launaútreikn- ingi. Bæjarráð hafnar erind- inu. ■ Á fundi stjórnar Dalbæjar nýlega lýsti Kristján Þór bæjarstjóri yfir ánægju með rekstur og afkomu Dalbæjar á síðasta ári. Forstöðukona upplýsti að tekjur heimilisins hefðu hækkað og að launa- kostnaður hefði lítillega lækkað. Hún tjáði einnig fundarmönnum að kvenfélag- ið Vaka hefði fært Dalbæ að gjöf blóðþrýstimæli og blóð- sykurmæli. Stjórnin fól for- stöðukonu að færa gefendum alúðarþakkir. ■ Á fundi stjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar nýlega kom frarn að gerðar hafa verið breytingar á stjórn stöðvarinn- ar. Valgerður Jóhannsdóttir er fulltrúi starfsfólks í stjórn í stað Braga Stefánssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.