Dagur - 19.03.1993, Side 4

Dagur - 19.03.1993, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 19. mars 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Lestrarkeppnin mikla íslendingar hafa gjarnan þann háttinn á að þegar þeir fá samviskubit vegna vanrækslu eða lélegrar frammistöðu í einhverjum málum þá blása þeir til átaks, söfnunar, samkeppni eða hátíðar. Höfðað er til samkenndar landsmanna og hún reynist rík þegar á hólminn er komið. Margt smátt gerir eitt stórt og undraverður árangur hefur náðst í ýmsum átaksverkefnum sem þannig hefur verið stofnað til eins og alkunna er. Slík merki iðrunar eru vissu- lega af hinu góða þótt oft megi spyrja hvers vegna viðkomandi málaflokki hafi ekki verið sinnt jafnar og betur þannig að ekki hefði þurft að koma til þess ófremdarástands sem yfirleitt er undirrót fjár- söfnunar, fjölmiðlavakningar og átaks á hinum og þessum sviðum. Síðastliðinn fimmtudag lauk Lestrarkeppninni miklu, sem efnt var til í samvinnu yfirvalda menn- tamála og nokkurra fjölmiðla meðal grunnskól- abarna. Tilefni þessa átaks voru þau uggvænlegu tíðindi að ólæsi væri að aukast meðal íslenskra barna, bókin ætti undir högg að sækja í samkeppni við æsandi myndbönd og æskan væri hreinlega á leiðinni til glötunar einn ganginn enn. Við svo búið mátti ekki una, enda til skammar fyrir bókaþjóðina á sögueyjunni og afkomendur íslendingasagnarit- ara að láta ólæsi grafa um sig hjá skólabörnum án þess að sporna við fótum, en ólæsi hefur verið vax- andi vandamál í mörgum ríkjum hins vestræna heims þrátt fyrir mikilvirkt skólakerfi. Einhverjar efasemdarraddir heyrðust í upphafi lestrarkeppninnar og allmargir skólar kusu að taka ekki þátt í henni, enda nægar annir fyrir hjá nemendum. Hitt hefur þó sýnt sig að lestrarkeppn- in hefur verið mjög jákvæð örvun og börn sem lesa að jafnaði ekki nema eina bók á mánuði hafa gleypt í sig eina bók á dag og án efa hefur opnast fyrir þeim nýr heimur því „blindur er bóklaus maður". Mitt í öllu fárinu sem skapast hefur í afþreyingarheimi barnanna er gott að setjast niður með bók og vandaðar barnabækur eru mun betur til þess fallnar að auka þroska og víðsýni og að rækta hið góða í manninum heldur en þau mynd- bönd og tölvuleikir sem tröllríða íslenskum heimil- um. Það er auðvelt að virkja börnin til góðra verka, þau hafa mikið keppnisskap og ríka rétt- lætiskennd. Komandi kynslóð mun til dæmis verða mun meðvitaðri í umhverfis- og heilbrigðismálum en sú sem nú ræður ríkjum, enda hefur skólinn virkjað nemendurna í þessum málaflokkum. Það er engum blöðum um það að fletta að átak á borð við lestrarkeppni á líka fullan rétt á sér því ólæsi má ekki bætast við aðra óáran. Hins vegar má fólk ekki einblína á skólakerfið í þessu sambandi. Foreldrar hafa margir hverjir viljað kenna skólunum um ólæsi barna og hrakandi móðurmálskunnáttu en þeir ættu að líta sér nær. Það eru foreldrarnir sem hafa mest um uppeldi barna sinn að segja, heima- lærdóminn og tómstundirnar. Foreldrarnir eru leið- beinendurnir - og fyrirmyndin. ______SS Leiklist LOCOS, leikklúbbur Verk- menntaskólans á Akureyri, frum- sýndi verkefni sitt á þessu starfs- ári mánudaginn 15. mars. Leik- stjóri hópsins að þessu sinni er Jón Bjarni Guðmundsson, sem starfar nú um stundir með Leik- félagi Akureyrar. Verkefni leikklúbbsins er leikritið „Fyrir austan mána“, sem er eftir Cheryl Churchill og í þýðingu leikstjórans. Textinn er lipur og fer vel í munni. Hluti hans er í bundnu máli og að hluta með stuðlum og höfuðstöfum. Þetta gefur textanum verulegan lit og lyftir honum skemmtilega. Efni verksins er hluti ferils fjöl- skyldu, sem við hittum fyrst í einni nýlenda Breta í Afríku árið 1880. Þar eru nokkrir óróatímar. Sýndar eru hinar skemmtilegu andstæður erlendra yfirboðara og getið óskemmtilegra atburða, sem tengjast þeim óróa, sem ríkir. Fyrst og fremst er áherslan þó á innra lífi fjölskyldunnar og einstaklinganna innan hennar í þeirri einangrun, sem fylgir lífi þeirra, sem sendir eru að til þess að stýra sér framandi fólki. Síðari hluti verksins gerist árið 1980 í Bretlandi. Höfundur lætur sama fólkið koma fyrir að hluta, en bætir við nýjum vinum og kunningjum. í lífi persónanna eru samt ekki liðin nema 25 ár en ekki eitt hundrað á milli fyrri og seinni hluta. Enn er það líf ein- staklinga fjölskyldunnar, tengsl þeirra hver við annan og við kunn- ingja og vini, sem eru á yfirborði verksir.s. Undir ytra borði sínu er „Fyrir austan mána“ flókið verk og fullt tilvísana og tákna. Sumt liggur í augum uppi, svo sem það að gera ráð fyrir karlmanni í hlutverk húsmóðurinnar, Bettyar, í fyrri hluta verksins og konu í hlutverk sonarins, Edvards, til þess að leggja áherslu á þætti í stöðu konunnar annars vegar og innri gerð sonarins hins vegar. Einnig er táknun í því, að yngra barn fjölskyldunnar, Victoria, er leik- ið af brúðu í fyrri hluta leikrits- ins, en bæði það og nafnið beinir sjónum að þáttum í viðhorfb tímabilsins til barna og þeirri stöðu, sem Bretar höfðu á valda- tíma Victoríu drottningar, þegar sólin í sannleika settist aldrei í hinu víðlenda heimsveldi þeirra. Lausung í samlífi og einkum kynlífi, þar sem samkynhneigð er mjög áberandi, er einnig áhrifa- mikil í táknun sinni. Hún myndar stóran hluta yfirborðs verksins, austan en er alls ekki einungis stílbragð höfundar til þess ætlað að hnykkja áhorfendum upp úr værð sinni, heldur fyrst og fremst táknun og skýring þeirrar hnign- unar og falls, sem er hinn rauði þráður verksins. Enn frekari áhersla er lögð á þetta í tilvísun- um til Rómarveldis hins forna og ekki síst í hápunkti verksins, þeg- ar fjölskyldufaðirinn, Clive, segir undir lok seinni hluta, að hann hafi í eina tíð verið stoltur af því að vera Breti, en í orðum hans liggur, að hann sé það ekki lengur. Fleira mætti fram tína af tákn- um og tilvísunum, sem Jón Bjarni Guðmundsson, leikstjóri, dregur fram í natinni samvinnu sinni við hina ungu leikara. Hann hefur unnið verk sitt af kost- gæfni. Langvíðast gengur sviðs- setningin vel upp og er áhrifamik- il. Hreyfingar og stöður eru almennt góðar og vel hefur tekist í flestum tilfellum að móta fas flytjenda. Sviðsbúnaður er einfaldur en fullnægjandi og verkið fer vel í Gryfjunni, sem verkar eins og opið svið, þar sem við borð liggur, að áhorfendur séu sem þátttakendur í ferli verksins. Lýsing, sem einnig er einföld, kemur vel út og nær að undir- strika einstaka þætti á greinar- góðan hátt. Leikstjórinn hefur að því er virðist valið lítils háttar „mekan- ískt“ fas, sem fellur vel að þessu nokkuð „absúrda" og táknræna verki og eykur því þunga. Leikendur valda þessu yfirleitt vel. Það er ekki síst að þakka góðri framsögn þeirra flestra og tilgerðarlausum flutningi þeirra á textanum. Hjálmar Arinbjarnarson fer með hlutverk fjölskylduföðurins, Clive. Hann gerir yfirleitt vel, en verður að stundum nokkuð um of stífur. Betty, kona hans, er leikin í fyrri hluta af Gunnari Berg- mann Steingrímssyni, hann gerir hlutverkinu skemmtileg skil og nær iðulega umtalsverðu flugi í túlkun sinni. Joshua, hinn afríska þjón, ieikur Jósep B. Helgason. Hlutverkið bíður ekki upp á ýkja mikil átök, en Jósep tekst vel að túlka kyrrstöðu þess. í nokkrum tilfellum hefði mátt gera innkom- ur og útgöngur Joshuas lipurri. Rósa Rut Þórisdóttir fer með hlutverk Edwards, sonarins, í fyrri hluta verksins. Rósa fer vel með hlutverkið og nær víða skemmtilegum tilþrifum. Rósa Rut leikur einnig Lin, vinkonu mána Victoriu, í seinni hluta verksins og gerir einnig vel í flestum til- fellum í því hlutverki. Guðbjörg I. Guðmundsdóttir fer með hlutverk Maud, móður Bettyar. Hlutverkið er ekki átaka- mikið, en Guðbjörg gerir því all- góð skil. Ellen, barnapía hjón- anna, er leikin af Fanneyju Ósk- arsdóttur. Hlutverkið er dauflegt frá höfundarins hendi og Fann- eyju tekst ekki að lyfta því. Hlut- verk frú Saunders er í liöndum Rutar Hermannsdóttur. Henni tekst allvel við þessa grófu og sjálfstæðu persónu og gæðir hana lífi. Oddur Bjarni Þorkelsson leik- ur Harry Bagley í fyrri hluta verksins og Martin í síðari hluta þess. Oddur Bjarni hefur báðar persónurnar vel á valdi sínu og tekst að gefa hvorri um sig sín sérkenni. Hann á sérlega góða kafla í einleik á nokkrum stöðum ekki síst í seinni hluta. Betty árið 1980 leikur Aldís Birna Björnsdóttir. Aldís Birna er skemmtilega áköf í hlutverki þessarar óöruggu, miðaldra konu, sem er að leita fótanna í nýju samfélagi nýrrar aldar, þar sem ríkja ókunnugleg .viðhorf og mæti. Kristján Árnason leikur Edward árið 1980. Kristján nær ekki fullum tökum á hlutverki sínu og líður meðal annars fyrir það, að framsögn hans er ekki svo skýr sem skyldi. Victoria árið 1980 er leikin af Sif Sigurðardóttur. Sif fer hóg- lega með hlutverk sitt og gerir því snyrtileg skil. Hið sama er um Maríu Jespersen að segja í hlut- verki Cathyar, dóttur Linar, og einnig Kristinn Þey Magnússon í hlutverki Bills, afturgengins bróður hennar. Arnar Hrólfsson leikur Gerry, vin og sambýlismann Edwards. Arnar vinnur í raun leiksigur í frammistöðu sinni í þessu hlut- verki. Hann er sérlega sterkur og nær umtalsverðum hrifum ekki síst í einleiksköflum sínum, þar sem hann fer nánast á kostum. „Fyrir austan mána“ í uppsetn- ingu LOCOS er frumsýning verksins á íslandi. Það er metn- aðarfullt verkefni og verðugt þess að leikhúsunnendur gefi sér kvöldstund til þess að berja það augum. Efni þess er ekki bundið hinu breska heimsveldi og hnign- un þess, heldur á erindi til þeirra, sem eru hugsandi yfir samtíð okkar, kringumstæðum okkar og framtíð. Haukur Ágústsson. Hollustuvernd ríkisins: Vamareftii í gulrótum undir viðmiðunargilduni - garðávexti má snæða með góðri samvisku Vegna umræðu um sveppalyf og rotvarnarefni í innfluttum gulrótum hefur Hollustuvernd ríkisins sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem slíkum sögu- sögnum er vísað á bug. Holl- ustuvernd hefur eftirlit með varnarefnum í innfluttu græn- meti og ávöxtum og hefur jafn- framt kannað innihald slíkra efna í innlendum garðávöxt- um. „Athuganir á gulrótum hafa sýnt að þær geta innihaldið plöntulyf (tiltekið sveppalyf), og kemur það ekki á óvart, þar sem notkun efnisins er heimil hér á landi og erlendis við ræktun vörunnar. Niðurstöður athugana Hollusturverndar á árunum 1991 og 1992, og athugana á nýlega innfluttum gulrótum, sýna að magn sveppalyfs í innfluttum vörum er ekki meira en í innlend- um gulrótum, sem hafa verið hér á markaði að undanförnu. Magn sveppalyfs í gulrótum, bæði íslenskum og innfluttum, er mis- jafnt eftir framleiðenduin, en í flestum tilvikum er það langt undir viðmiðunargildum í reglum eða stöðlum um hámarksmagn þessara efna í grænmeti og ávöxt- um. Mest hefur magn viðkom- andi sveppalyfs mælst í innlendri afurð, sem var á markaði á fyrri hluta ársins 1992, og hafði efnið þá verið notað til að auka geymsluþol vörunnar eftir upp- skeru,“ segir orðrétt í tilkynning- unni. Hollustuvernd tekur fram að neytendur geti neytt garðávaxta hér á markaði með góðri sam- visku og mættu gjarnan auka neysluna í samræmi við tilmæli Manneldisráðs íslands. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.