Dagur - 19.03.1993, Side 5

Dagur - 19.03.1993, Side 5
Föstudagur 19. mars 1993 - DAGUR - 5 Bílgreinasambandið mótmælir nýrri reglugerð um endurskoðun bifreiða: Reglugerðin táknar verri þjónustu fyrir landsbyggðina Dómsmálaráðuneytið setti á síðasta ári strangar reglur um starfshætti þeirra sem sem annast lögboðna skoðun öku- tækja skv. reglugerð nr. 144, 27. apríl 1992. Reglugerðinni er ætlað að afnema einokun Bifreiðaskoðunar íslands hf. á skoðun ökutækja. Reglugerð- in tekur gildi um næstu áramót og því þurfa reglur um fram- kvæmd og aðlögun að liggja fyrir hið fyrsta. í tilkynningu frá Bílgreinasam- bandinu segir að hér sé verið að setja mjög strangar reglur sem fáir eða engir geta uppfyllt og virðist í fljótu bragði að hér sé verið að stefna að strangari kröf- um en almennt eru þekktar í öðr- um Evrópulöndum. Eins og þetta mál snýr að Bílgreinasamband- inu í dag virðist ólíklegt að samkeppni verði um almenna skoðun ökutækja vegna hinna ströngu krafna. f dag er fram- kvæmd endurskoðunar á bifreið- um þannig að hægt er að fara með bílinn á viðurkennt verk- stæði og fá viðgerð á þeim atriðum, sem fengið hafa athuga- semd í skoðun og þarf bíleigand- inn ekki að fara með bílinn aftur í skoðun. Bílgreinasambandið telur það víst að ef þessar reglur gangi eftir muni það liafa áhrif um allt land og þýða í raun minni og verri þjónustu í þessum mál- um fyrir bifreiðaeigendur, ekki síst á landsbygðinni. GG Jón í Fremstafelli og EES Framsóknarflokkurinn hélt almennan stjórnmálafund að Ýdölum sl. þriðjudagskvöld. Um 50 manns mættu á fundinn og voru umræður líflegar. Á myndinni er heiðurskarlinn Jón Jónsson í Fremstafelli í ræðustól, og lætur þingmennina Guðmund Bjarnason og Halldór Ásgrímsson vita hvað Steingrímur sinn Hermanns- son hafi sagt sér um EES samningana. Fundarstjóri er Indriði Ketilsson. Mynd: im KEA Byggðavegi 98 Tilboð helgarinnar Blandað hakk - kr. 590 kg. Coca Cola 1 Vz I - kr. 139 stk. Saltkjöt - kr. 539 kg. KJ tví pakk Ý2 d - kr. 165 KJ Sjödagasíld tvípakk. Eðalbrauð - kr. 99 stk. Hvítlauksbrauð - kr. 138 Kynningar á „Norðlenskum dögum“ Föstudagur 19. mars Fiskeldisstöðin Hlíð Reyktur lax Laugardagur 20. mars Sana sykurskertur djús Sana majónes Kutter síld Sunnudagur 21. mars Ferskju/jarðarberjaskyr Fjölkornabrauð Fjallabrauð - kr. 59 stk. Parísarpylsa Berlínarpylsa Allar vörur sem kynntar verða eru á tilboði Tónlistarskóli Eyjafjarðar spilar létta músik fyrir viðskiptavini föstudag kl. 16.00 Munið 3 faldur Lottó Opið alla daga til kl. 20.00 v—................. . Sauðárkrókur: Bflasala Baldurs starfsemi flytur og eykiu* nú geta Króksarar látið þvo og bóna Bílasala Baldurs á Sauðárkróki er flutt frá höfninni og í nýtt húsnæði að Borgarflöt 5. Jafn- framt hefur starfsemin verið aukin og ráðinn nýr starfsmað- ur vegna þessa. Bílasala Baldurs hefur verið rekin um 10 ára skeið af Baldri Heiðdal. Baldur rak áður veit- ingasölu ásamt bílasölunni, en á síðasta ári seldi hann veitinga- reksturinn og fór að fást ein- göngu við bílana. Hann hafði plan fyrir bílana á hafnarbakkan- um, en ekkert húsnæði sem kall- ast gat. Nú hefur verið bætt úr því, en Baldur hefur tekið á leigu nýtt 200 fermetra húsnæði að Borgarflöt 5. Þar er innipláss fyr- ir 6 bíla og einnig aðstaða til að þvo, þrífa og bóna bíla. Nýja aðstaðan var formlega tekin í notkun 6. mars s.l. og segir Bald- ur að fólk notfæri sér að geta lát- ið þrífa og bóna bílana, enda er þetta eina þjónustan af þessu tagi á Króknum. Hann segir bílasöl- una ganga sæmilega, nokkur hreyfing sé á markaðnum. sþ VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING EB 6 ai 6 3 12.100.000.- ETV 5 af 6 CŒ+bónus 0 443.468.- 5 316 5 69.688.- | 4 af 6 305 1.817.- n 3 af 6 t*B+bónus 1.103 215.- Aöaltölur: BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 13.600.000.- UPPLÝSINQAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKUUNA 90 10 00 - TEXTAVARP 4S1 Borgarflöt 5 á Sauðárkróki þar sem Hilasala Baldurs er nú til húsa, ásamt fleiri fyrirtækjum. PIZZUTEEBOÐ 12“ pizza m/sósu, osti, nautahakki, lauk, papriku og V21 kók í dós 690 kr. 12“ pizza m/sósu, osti, skinku, ananas, papriku og ]/21 kók í dós 690 kr. Opið frá kl. 18-23.30 alla daga -Frí heimsending- ©11077 *uaLvsmo*STQCA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.