Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 4
I - DAGUR - Laugardagur 27. mars 1993 i ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Lýst eftir stuðningi við ný atvinnutœkifœri Fyrirtæki um land allt hafa átt í mikilli tilvistarkreppu þrátt fyr- ir að gripið hafi verið til ýmissa aðgerða á síðustu mánuðum. Þessar aðgerðir hafa verið hálf- gerðar smáskammtalækningar og sumar tvíeggjaðar mjög, eins og gengisfelling, en menn verða að hafa það í huga að all- ar efnahagsráðstafanir verður að ígrunda í víðara samhengi. Fyrirtæki eru ekki einangruð bókhaldsdæmi í pappírsflóði þjóðfélagsins. Þau eru vinnu- staðir fólks, fólks sem skapar þjóðartekjurnar, fólks sem byggir þetta land og lifir og hrærist í þjóðfélaginu. Fyrir- tækið lifir ekki án starfsmanna sinna og vissulega er vandlifað hjá starfsmönnunum ef fyrir- tækisins nýtur ekki lengur við. Norðlendingar hafa verið að fylgjast með afkomutölum hjá sínum fyrirtækjum að undan- förnu og fréttum af gjaldþrot- um og öðrum erfiðleikum. Eitt mesta áfallið var gjaldþrot niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar & Co. en nýtt hlutafélag hefur bjargað rekstrinum fyrir horn. Fleiri fjölmenn fyrirtæki á Akureyri eiga í erfiðleikum, eins og flestum er kunnugt. íslenskur skinnaiðnaður hf. tapaði 95 milljónum króna á síðasta ári og búist er við að tap Foldu hf. verði hlutfallslega svipað. Stórfyrirtæki víðar á Norðurlandi hafa skilað óviðun- andi afkomu, t.d. var Þormóður rammi hf. á Siglufirði með 45 milljóna króna tap á síðasta ári miðað við 85 milljóna króna hagnað árið undan. Bókfært tap, sem rekja má til hækkunar skulda við gengisfellinguna í nóvember, nemur um 70 millj- ónum króna og sést glöggt á þessu hvað gengisfellingin er tvíeggjað vopn. Fréttir af afkomu fyrirtækja eru sem betur fer ekki allar nei- kvæðar. Þannig var rekstrar- hagnaður Kaupfélags Skagfirð- inga 41 milljón króna á síðasta ári og skuldir félagsins lækk- uðu um 200 milljónir. Kaupfé- lag Eyfirðinga og Útgerðarfélag Akureyringa hf. voru rekin með hagnaði á síðasta ári þótt reyndar næmi hann ekki nema um 10 milljónum króna hjá hvoru fyrirtæki. En meðan risarnir bogna ekki í bálviðrinu er ástandið ekki alvont. Hins vegar þolir ekkert fyrirtæki tap- rekstur til lengdar og sú ábyrgð hvílir á herðum stjórnvalda að skapa þeim viðunandi rekstrar- umhverfi. Innan fyrirtækja og sveitar- félaga hefur þróttur manna far- ið í það að halda í horfinu og bjarga því sem bjargað verður. Nýsköpun í atvinnulífinu hefur verið sáralítil og á sama tíma og uppsagnir og aðhaldsað- gerðir hafa riðið yfir hefur nýj- um atvinnutækifærum ekki fjölgað og ástandið hefur því farið hríðversnandi. Hér verður að horfa til framtíðar, ýta undir og styðja atvinnuskapandi hugmyndir, hlú að þeim vaxtar- broddum sem þó eru farnir að myndast, nýta menntun og reynslu manna og umfram allt að leggja ekki árar í bát. En hversu mikið sem menn ham- ast er ekki hægt að líta fram hjá því að þjóðarauðnum er stór- lega misskipt og ójöfnuður, óréttlæti og ósanngirni aukast frekar en hitt. Þetta er ein mesta meinsemd sem íslenskt þjóðfélag býr við og hreinlega til skammar að aldrei skuli stungið á kýlinu. SS Hræringur Stefón Þór Sæmundsson Elli kerling og kmmingi í heimsókn Ég hitti gamlan kunningja um daginn, verkamann með rúnum rist andlit og vinnulúnar hendur. Mér fannst hann vera orðinn roskinn og skildi ekkert í því hvað hann hafði elst mikið á fáum árum. Það rann þó upp fyrir mér ljós þegar ég leit í spegil; sjálfur var ég ekkert unglamb lengur. Oft er eins og myndin af eilífri æsku standi í stað og maður þarf helst napra áminningu til að horfast í augu við raunveruleikann, eins og um daginn þegar konan leit undirfurðulega á mig og virtist sérstaklega starsýnt á höfuð- búnað minn. „Hvað er að?“ spurði ég óstyrkur og þreifaði á höfði mínu til að athuga hvort ég væri nokkuð með skyr í hárinu eins og sonur minn við kvöldverðar- borðið. „Hemm, ekkert,“ flissaði konan og hljómaði afar ósann- færandi. Ég var á nálum. Það var ekk- ert skyr í hárinu og ég var áreið- anlega ekki með kæfu á enninu eða bananaklíning á nefinu. Sonur minn sér alveg um slíka andlitsförðun. „Já, nú skil ég,“ sagði ég kalt þegar konan hallaði undir flatt og einblíndi á vanga mér. „Ég veit vel að hárið á mér er byrjað að grána.“ „Ég sagði ekkert,“ sagði hún sakleysislega og glotti. Sjálfsmynd mín var í molum. Það var nógu slæmt þegar ég var að plokka eitt og eitt grátt úr höfðinu en nú var slikjan greinilega orðin áberandi. „Finnst þér nokkuð skrítið þótt maður láti á sjá eftir tæp- lega tíu ára hjónaband með þér,“ skaut ég á hana og smjatt- aði hæðnislega á hverju orði. Konan brosti bara góðlátlega og skildi mig eftir með gauð- rifna sjálfsvirðingu og grátt í vöngum. Að lesa ævisögur og sofa í náttfötum Þetta er spurning um að sætta sig við aldurinn, hlusta á Gest Einar og harmonikuþáttinn í útvarpinu, dansa í Lóni og á Hótel KEA, byrja að safna gömlum munum, lesa ævisögur og sofa í náttfötum. Best að ég fái svefntöflur og magamixtúru hjá heimilislækninum. Fylgir það ekki aldrinum? Nei, þetta er ekkert grín og í rauninni hef ég gaman af því að hlusta á Gest og gömlu lummurnar hans og ég veit ekki betur en dans- leikur á Hótel KEA bíði mín í kvöld. Snúum okkur þá aftur að vini mínum verkamanninum. Hann er farinn að taka í nefið og ræða fjálglega um veðrið og pólitík- ina eins og menn á þessum aldri gera. „O, jæja,“ sagði vinur minn og snússaði sig. „Nú ætla þeir að fara að fella gengið og lækka kaupið. Já, kostnaðarlækkunar- leiðin, það held ég nú. Skyldu launin líka verða lækkuð hjá bankastjórunum, ha? Til dæmis Landsbankastjórunum sem eru með milljón á mánuði af því þeir bera svo mikla ábyrgð en núna þegar á reynir þá bera þeir enga ábyrgð heldur sólunda fé skattborgaranna og halda sinni milljón samt sem áður. Já, ríkið blæðir fyrir óráðsíuna, ríkið er fólkið í landinu, áttaðu þig á því.“ Auðheyrt var á öllu að hon- um var mikið niðri fyrir. Nef- tóbakið gekk til skiptis upp og niður úr nösum hans og öðru hverju sturtaði hann úr pungn- um á handarbak mitt og ég þáði nokkur korn af því ég er kom- inn á þennan aldur. Gamli verkamaðurinn sá rautt Bankastjórarnir voru tættir í sundur, stjórnmálamenn, ríkis- stjórnin og veslings stýri- mennirnir á Herjólfi sem fá ekki hækkun á laun sín sem rétt slefa á þriðja hundrað þúsundið á mánuði. Gamli verkamaður- inn sá rautt, enda fyrrverandi byltingarmaður og maóisti. „En þjóðfélagið er á heljar- þröm,“ sagði ég og reyndi að sýnast ábyrgur þegn og víðsýnn. „Fiskurinn okkar, hvort sem hann er af norrænum eða rúss- neskum ættum, selst ekki nema fyrir afar lágt verð. Útgerðin er rekin með bullandi tapi, fyrir- tækin í landinu eru á hausnum, atvinnuleysisvofan vælandi við hvers manns dyr, heilbrigðis- kerfið í hnút, skólarnir yfirfull- ir, landbúnaðurinn á vonarvöl og unglingarnir farnir í hund- ana.“ Einhverja fleiri frasa nefndi ég en verkamaðurinn beraði geiflurnar og spýtti mórauðu. „Að heyra til þín, Stefán minn. Þú talaðir ekki svona þegar við vorum í bygginga- vinnunni í gamla daga. Blessað- ur láttu ekki þessa amlóða slá ryki í augun á þér, þetta er bara enn eitt herbragðið til að breikka bilið milli ríkra og fátækra og að skapa hér viðvar- andi atvinnuleysi sem þeir hafa reiknað út að sé þjóðhagslega hagkvæmt upp að vissu marki. Þeir ætla að kýla launalækkun í gegn ef við gerum ekkert í mál- inu. Veistu hvað það þýddi fyrir mig ef launin mín lækkuðu um 10 þúsund á mánuði? Ég myndi tapa íbúðinni. En bankastjór- inn myndi ekki finna fyrir því þótt tekinn yrði 100 þúsund kall af honum.“ Þegar berstrípaðir taxtarnir standa eftir Ég var sem í öðrum heimi með- an vinur minn lét móðan mása. Hann talaði um verkalýðsfor- ystuna, spurði hvers vegna þess- ir menn gætu aldrei híft taxtana upp til að tryggja fólkinu mannsæmandi lágmarkslaun. Þess í stað væri samið um ein- hvers konar bónus, yfirborgan- ir, premíur og aðrar auka- greiðslur sem vinnuveitendur gætu jafnvel fyrirvaralaust kippt af starfsmönnum ef þeim sýnd- ist svo og eftir stæðu smánar- taxtarnir sem verkalýðsforkólf- arnir hefðu haldið vörð um. Ég var hættur að hlusta, vildi ekki blanda mér í umræðu um verkalýðsmál, vildi ekki segja honum að ég væri í samninga- nefnd hjá mínu stéttarfélagi. Ég þáði örlítið meira í nefið, strauk gráyrjótt hárið og dæsti. Æ, já. Maður er sennilega orðinn of gamall til að standa í þessu þrefi. Ég kvaddi vin minn þegar hann var farinn að tala um veðrið. Skyld’ann snjóa um helgina?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.