Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 27. mars 1993 Kynskipt kvöld í félagsmiðstöð Síðuskóla: Tískusveiflur eiga nokkra sök á vaxandi lystar- stoli (anorexiu) meðal ungra stúlkna í félagsmiðstöðinni í Síðuskóla hefur verið haldið uppi öflugu starfi í vetur og nýlega var bryddað upp á þeirri nýjung í samstarfi Félagsmálaráðs og Iþrótta- og tómstundaráðs að hafa kynskipt kvöld, þ.e. aðeins annað kynið fær aðgang að þeirri dagskrá sem þá fer fram. Hugmyndin er að nokkru leyti fengin frá félags- miðstöðinni Yitanum í Hafnar- firði. A umræddu kvöldi mætti Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur hjá Félagsmála- stofnun Akureyrar og ræddi við stúlkur um matarvenjur og áttengd vandamál og var heitið á kvöldinu meðal annars valið með tilliti til þess að óttast var að ef aðeins hefði verið kynnt að ræða ætti um anorexiu eða lystarstol þá þætti það of slá- andi og jafnvel fráhrindandi. Komið var inn á hugsanlegar afleiðingar anorexiu sem og bulimiu sem er andstæða þess, þ.e. mikið og stöðugt át sem jafnvel getur orðið allt að 5 kg á dag. Valgerður Magnúsdóttir lagði áherslu á það í erindi sínu hversu góðar matarvenjur væri nauðsyn- legar og hverjar afleiðingar óreglulegra matartíma og matar- venja geta orðið. Síðari hluti kvöldsins fór að mestu í spjall um ýmis málefni eins og t.d. stress, af hverju sumir borða ekki morg- unmat, hverjir væru mjóir og hverjir feitir og hugsanlegar skýringar á því. Lögð var áhersla á mikilvægi hollra matarvenja fyrir ungar stúlkur sem enn eru að vaxa og að lokum var eins konar afslöppunartími þar sem setið var og rætt saman við kerta- ljós, djúsdrykkju og flöguát. Vart hefur orðið við aukin til- felli anorexiu og er orsaka sjálf- sagt víða að leita, en þegar ungar stúlkur reyna eftir mætti að líkj- ast fyrrum fyrirsætu Twiggy, sem var eins og kústskaft í vextinum, þá getur það orðið erfitt sérstak- lega ef vaxtalag viðkomandi stúlku er þannig að engum dettur Twiggy í hug við það eitt að horfa á hana. Stúlkurnar fjölmenntu á fyrir- lesturinn og slökun sem var hluti af honum og virtust hafa bæði gagn og gaman af. Þrjár af þess- um stúlkum, Ragnheiður Þór- hallsdóttir og Ásta Magnúsdóttir nemendur í 8. bekk og Monika Stefánsdóttir úr 9. bekk Síðu- skóla ræddu við blm. að lokinni þessari kvöldstund með Valgerði Magnúsdóttur. Fyrst var huganum leitt að því hvort lystastol væri eins algengt og sögur fara af og hvort þær þekktu einhverja stúlku sem haldin væri lystarstoli og reyndist vera a.m.k. um eitt tilfelli að ræða. Þær töldu þetta ekki enn vera vandamál í sínum hópi, en eftir tvö til þrjú ár mundi örugg- lega fara að bera meira á því og sögðu að stelpur ræddu talsvert um þetta sín á milli og oft væru þetta stelpur sem væru grindhor- aðar en fynndist þær vera feitar og væru stöðugt að ala á þeim ranghugmyndum. Ekki feitar, bara ruglaðar Þær stöllur voru spurðar hvort fundurinn hefði orðið öðruvísi ef strákar hefðu líka tekið þátt í honum. „Þeim hefði ekki tekist að vera slíku kvöldi? „Ætli þeir vilji ekki helst horfa á léttgeggjaðar klámmyndir og spila borðtennis. En þeir gætu auðvitað rætt um kynsjúkdóma, orsakir þeirra og afleiðingar en auðvitað þurfum við stelpurnar líka að ræða það mál því það þarf oftast tvo til, ekki satt! Við get- um líka bent þeim á að ræða um einelti og ofbeldi. Það eru ýmis mál sem unglingarnir eiga erfitt með að ræða um við hitt kynið og því eru kynskipt kvöld alveg til- valin því strákarnir reyna svo oft að gera lítið úr því sem við erum að segja og snúa jafnvel út úr því. Þeir telja sig vera svo mikla „tappa“ og við eigum þá að vera „grúví gellur" og því yrði svo lít- ið um alvarlegar umræður. Við getum kannski slegið þá út af lag- inu með því að sýna danskar fræðslumyndir sem eru djarfar því Danir eru svo frjálslyndir." En hvaða umræðuefni vildu þið helst hafa á næsta „stelpu- kvöldi"? „Ætli það væri ekki eitthvað efni sem tengdist kynsjúkdómum og eins einelti, en kannski væri betra að reyna að ræða fyrst við strákana um eineltið.“ Hallærislegt göngulag Er ofbeldi meðal unglinga að aukast? „Já, það er að aukast og t.d. vitum við um strák sem hafði hallærislegt göngulag og þá var hann tekinn fyrir af einhverju gengi og reynt að niðurlægja hann á allan hátt. Það vantar hins vegar eitthvað í þá sem eru að eyðileggja eigur annarra af ein- tómri skemmdarfýsn. Við höld- um hins vegar að það sé mikið heimilunum að kenna hvernig komið er fyrir svoleiðis ungling- um og við þekkjum stelpu sem kemur frá heimili þar sem for- eldrarnir skildu og þá fór hún að reykja og drekka án þess að nokkur virtist skipta sér af því, var algjör aukahlutur á heimil- inu. Hún er alltaf að reyna að ganga í augun á fólki, auglýsa sig. Við þekkjum líka unglinga sem koma frá góðum heimilum en lenda í slæmum félagsskap, stundum án þess að foreldrarnir hafi hugmynd um það.“ Ber meira á neyslu áfengis og vímuefna hjá unglingum í dag og eiga þau hægara með að útvega sér það sem þau sækjast þá eftir? „Sumir bera sig eftir áfengi en aðrir láta sér nægja að tala um það og segjast jafnvel hafa farið á fyllerí, en hafa svo kannski aðeins drukkið tvo til þrjá sopa eða jafn- vel ekkert og svoleiðis „drykkju- skapur" er algengari meðal stelpnanna. Það er oft gert meira úr gleðskapnum en efni standa til og við drögum það í efa að þeim sem raunverulega hafa farið á fyllerí þykir það mjög æskilegt eða gott þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta snýst oft um það að vera ekki öðruvísi en aðrir og vera „kaldur". Og svo eru það reykingarnar. Best væri að enginn reykti, en margir eru sveiflandi sígarettun- um í kringum sig, rekast í aðra og jafnvel brenna göt á föt án þess að það sé gert viljandi. Sumir veitingastaðir hér á Akureyri banna reykingar við ákveðin borð en það hefur ekkert að segja því reykurinn fer um allt og er oft þykkur eins og veggur og ekkert er gert í því af hálfu starfs- 'fólksins. GG Frá leiklistarnámskeiði. Flestir þátttakendur voru stúlkur en eini „steggurinn“ í hópnum stillti sér að sjálfsögðu fyrir framan stelpurnar. eðlilegir og tala um þetta eins og við gerðum og síðan hefðu þeir gert grín að þessu og þetta kæmi bara fyrir stelpur því þær væru ruglaðar. Þeir segja oft að stelpur séu ekkert feitar, bara ruglaðar, og því hefði ekkert komið út úr fundinum, strákarnir hefðu eyði- lagt hann. Við vorum búnar að ímynda okkur hvernig þessi fundur með Valgerði yrði en þær hugmyndir voru margar rangar og m.a. vissum við ekki að þetta gæti leitt til dauða.“ Ef skólasystir ykkar eða vin- kona væri haldin lystarstoli, munduð þið reyna að hafa þau áhrif á hana að því linnti? „Já, með því að tala við hana og ef það gengi ekki þá mundum við tala við foreldra hennar og skólahjúkrunarfræðinginn. Við gætum ekki hoft aðgerðarlausar á það að manneskjan tærðist upp, gætum ekki haft það á samvisk- unni.“ Boðað verður til svipaðrar kvöldstundar með strákunum strax og þeir hafa fundið sér það efni sem þeir vilja ræða um á einni kvöldstund en þeir reyndust verða mjög svekktir yfir því að fá ekki aðgang að félagsmiðstöðinni til að ræða við stelpurnar um lystastol. En hvað halda stelpurn- ar að strákarnir vilji helst gera á Þeim Ragnheiöi Þórhallsdóttur, Moniku Stefánsdóttur og Ástu Magnúsdóttur þótti góð tilbreyting í því að hafa kynskipt kvöld í félagsmiðstöðinni. Myndin GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.