Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 9
; i Laugardagur 27. mars 1993 - DAGUR - ! Viðtal og mynd: Sigríður Þorgrímsdóttii I < sem hafði verið að vinna hér og tjáði sig un þörfina. Ég reyndi að koma á samvinnu vii Framsókn, en tókst ekki, þeir vildu far; aðrar leiðir. í kjölfarið komu Sjálfstæðis menn með tillögu um sérfræðingateymi ; Norðurlandi vestra og hún var samþykkt En það var mín vinna sem skilaði þein árangri að þörfin var viðurkennd, þó að til lagan lenti síðan niðri í skúffu þar til nýlega. , Þetta eru þau mál sem hafa valdið mest-' um látunum, en svo hafa menn oft verið aðj æsa sig út af smámálum.“ - Hvaða skýringu hefur þú á þessu? „Ég held að það helgist að einhverju leytij af því að ég er kvenmaður og þeir eigi erfit| með að taka mér sem jafningja. Ég er eina ] konan í bæjarstjórn sem er talsmaður flokk eða framboðs. Það kemur manni beinlínis* fyrir sjónir eins og þeim finnist allt í lagi að hafa konur með, en þær eigi bara að sitja og vera prúðar. Ég finn það vel að ég er ekki „ein af strákunum“. Ég hef ítrekað verið gagnrýnd úr ræðustóli í bæjarstjórn fyrir að koma undirbúin á fundi og það hefur verið kvartað hástöfum yfir að ég hafi alltof mik- inn tíma til að sinna þessu! Ég átti ágætis samstarf við Framsóknar- flokkinn í upphafi þessa kjörtímabils og bauð þeim samvinnu. Ég átti t.d. hugmynd- ina að stofnsetningu félagsmiðstöðvar fyrir unglinga og fulltrúi Framsóknar flutti hana með mér. Einn bæjarfulltrúa Framsóknar hefur síðan, það sem af er þessa kjörtíma- bils, nýtt alla sína krafta til að ráðast á mig og það hefur gert öðrum erfitt fyrir með samstarf. Ég gafst upp á að reyna og fer mínar eigin leiðir. Meirihlutinn lætur sér auðvitað vel líka og leyfir honum að kúra í hjónasænginni. Það er eins og það sé að renna upp fyrir honum smá ljós núna, að hann sé ekki í meirihlutasamstarfi og það sé nær að gagnrýna meirihlutann og veita aðhald. Ég hef stundum borið þetta ástand saman við það ef Steingrímur Hermannsson einbeitti sér að því að ráðast á Kvennalist- ann og Alþýðubandalagið á Alþingi. Það væri skringilegt, svo ekki sé meira sagt. Mér finnst þetta stundum erfitt, en sem betur fer hef ég aldrei misst stjórn á skapi mínu. Ég kem vel undirbúin á fundi og veit nákvæmlega hvað ég ætla að segja. Ég tala af sannfæringu og stend við mína skoðun þó að ég viti að hún kalli oft á mjög harkaleg viðbrögð. Auk þess eru viðbrögðin ekki málefnaleg nema í undantekningatilfellum. Umfjöllunin snýst oftast um formsatriði, venjur eða heimatilbúið „heiðursmanna- samkomulag" og ég á því oftast auðvelt með að láta þetta sem vind um eyrun þjóta. Það :ru málefnin sem skipta máli.“ Hættir ekki í pólitík - Er þetta ekki mikil vinna fyrir fjögurra barna móður? „Þetta bjargast af því að við hjálpumst öll að. Tvö elstu börnin eru mjög dugleg að hjálpa til og líta eftir systrum sínum þegar með þarf. Þetta gengi ekki upp nema skiln- ingur sé sýndur á heimilinu. Mér finnst þetta það krefjandi að ég vildi ekki vinna utan heimilis að auki.“ - Ef þú dettur út úr bæjarstjórn, ertu þá hætt í pólitík? „Örugglega ekki. Ég myndi þá vinna í grasrótinni. Ég hef aflað mér talsverðrar reynslu og álít nauðsynlegt að skila henni til þeirra sem taka við.“ - Áttu þér önnur áhugamál en stjórnmál- in? „Ég hef mikinn áhuga á jafnréttismálum og lít á þátttöku í stjórnmálum sem framlag til þeirra mála. Ég er þeirrar skoðunar að konur þurfi að taka málin í sínar hendur ef á að breyta einhverju. Alþýðubandalagið er örugglega eini flokkurinn sem hefur átt konu í efsta sæti til bæjarstjórnar hér og það tvisvar sinnum. Annars eru áhugamál mín lestur og að hlusta á tónlist, ég hef mjög gaman af handa- vinnu og garðyrkju og að ferðast." - Ertu ásátt við að lifa og starfa á Sauðár- króki? „Já, mér finnst það gott.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.