Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 17

Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. mars 1993 - DAGUR - 17 Popp Magnús Geir Guðmundsson Ur ýmsum áttum Iumfjöllun um hina ört vaxandi hljómsveit Therapy? frá N.-ír- landi fyrir skömmu, var eðli máls- ins samkvæmt aðeins minnst á fræga samlanda hennar í The Undertones, sem garðinn gerði frægan fyrir rúmum áratug. Sú ágæta hljómsveit hefur að undanförnu verið í fréttum í Bretlandi vegna hugsanlegrar endurreisnar sem einhver tón- leikahaldari þar í landi vill koma á. Mun hann hafa boðið fyrrum meðlimum Undertones um 25 milljónir ísl. kr. til að hefja sam- starfið að nýju með tónleikaferð um Bretland í tengslum við end- urútgáfu á verkum hljómsveitar- innar á geisladiskum í sumar. Nú er hins vegar Ijóst að ekkert verður af slíkum áformum, því söngvarinn, Feargal Sharkey, neitaði fyrir sitt leyti tilboðinu og það án þess að gefa nokkra skýr- ingu. Höfðu aftur á móti hinir meðlmirnir, þeir O’Neil bræöur meðtaldir, samþykkt tilboðið þannig að Sharkey olli þeim nokkrum vonbrigðum. Að vísu væri ekki of mikið vit í að byrja aftur, en slíku peningaboði hefði hins vegar verið erfitt að hafna. Eins og greint var frá hér í Poppi fyrir nokkrum vikum er Sugar, með Bob Mould í broddi fylkingar, í óða önn að vinna sína aðra plötu, sem fylgja á í kjölfar hinnar velheppnuðu Copper Blue frá síðasta ári. En áður en að útgáfu hennar kemur, sem ekki er ákveðin ennþá, lítur dagsins Ijós sex laga EP plata, sem bera mun titilinn Beaster. Er um að ræða lög sem urðu til við gerð Copper Blue og sem jafnframt voru hljóðrituð þá. Hins vegar eru þau af allt öðru sauðahúsi en þau sem eru á Copper Blue. Bæði þyngri og þunglyndislegri. Segir Bob Mould að líta megi á lögin á Beaster sem hina dekkri hlið á Sugar. Þau lýsi nánast örvænt- Depeche Mode nýtur enn góðrar hylli í Bretlandi Depeche Mode enn á ferð Ásamt Duran Duran (sem nú líka er aftur komin á fullt skrið), OMD, Jaþan, Human League, Ultravox o.fl. var Depeche Mode, með Vince Clark í broddi fylkingar, ein af höfuðsveitum tölvupoppsins í byrjun síðasta áratugar. Náði Depeche Mode miklum vinsæld- um sem slík með lögum á borð við See You, Everything Counts, People Are People m.a. en sam- tals hefur hljómsveitin átt 16 smáskífur sem náð hafa inn á topp 20 og 8 breiðskífur á topp 10 í Bretlandi milli 1980 og 1990. Var það síðast platan Vialator (1990) sem Depeche Mode sendi frá sér og náði hún inn á topp 10. Depeche Mode er nú enn á ferð með nýja plötu, sem kallast Song Of Faith And Devotion og hefur forsmekkur af henni, lagið I Feel You, verið að hljóma tíðum að undanförnu. Þótt hljómsveitin hafi breyst með tíð og tíma úr tölvupoppsveit yfir í mun kraft- meira fyrirbæri (þess ber að geta að Vince Clarke stóð aðeins stutt við í hljómsveitinni. Hætti eftir fyrstu plötuna til að stofna Yazoo árið 1981) virðast vinsældirnar ekki ætla að dvína því I Feel You náði í topp 5 auk þess sem plöt- unni er spáð velgengni. Ætlar Depeche Mode ásamt Duran Duran því að reynast áfram vel lífseig, sem ekki hefur orðið raunin með flestar aðrar hljómsveitir tölvupoppsins. Þó má geta þess hér í lokin að safn með Midge Ure og Ultravox er komið út í Bretlandi og hefur fengið góðar viðtökur. Náði það í síðustu viku inn í tíunda sæti sölulistans, þannig að enn kann Bretinn að meta tölvupopþið. Sugar sendir frá sér sex laga plötu í næsta mánuði. ingu. Er því um nokkuð aðra hluti að ræða en á Copper Blue, en það á samt ekki að fæla fólk frá að kaupa Beaster segir Mould. Á hún að koma út þann 5. apríl. Þess má svo geta að Sugar verð- ur með á tónleikahátíð í Fins- burygarðinum í London 13. júní í sumar. eir sem eru vel inni í þunga- rokkinu og þá því sem er í vandaðri og betri kantinum, þekkja væntanlega kanadísku hljómsveitina Annihilator. Hefur hún hingað til sent frá sér tvær plötur, Alice In Hell 1989 og Never Neverland árið 1990, sem báðar fengu mjög góða dóma og hefur henni af mörgum verið spáð velgengni í líkingu við þá sem sveitir eins og Metallica og Megadeth hafa náð. Er það gítarleikarinn, Jeff Waters, sem er potturinn og pannan í Annihilator og þykir hann á margan hátt fara sínar eigin leiðir í tónlistarsköpuninni. ( maí næstkomandi mun vera von á þriðju plötu hljómsveitar- á tjaldinu innan skamms. innar og er hennar beðið með töluverðri eftirvæntingu. Segja sumir að ef vel muni takast til með plötuna, sem bera mun heit- ið Set The World On Fire, verði heimsfrægðin Waters og félaga og það verðskuldað. Að fenginni góðri reynslu með Veggfóður og Sódóma Reykjavík, er nú haldið áfram að gefa út plötur með tónlist úr kvik- myndum. í þetta sinn er það plata með lögum úr myndinni Stuttur Frakki, sem á eftir fregn- um að dæma að frumsýna í apríl- byrjun. Mun hún líkt og hinar tvær vera á léttari nótunum, þar sem tónlistin spilar stóra rullu. Eiga margir af helstu tónlistar- mönnum landsins lög í myndinni þ.á m. Sálin Hans Jóns Míns, Jet Black Joe, sem á tvö lög, Móeið- ur Júníusdóttir, sem syngur nýja útgáfu af laginu Án Þín, (sem Ragnar Bjarnason og Ellý Vil- hjálms sungu, ef ég man rétt og er eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Árnasyni), Ný dönsk, Todmobile, Bogomil Font og Milljónamæringarnir og fleiri. Er það Steinar sem gefur þlötuna út. Frá Steinum er einnig að koma út ný safnplata með Reiftónlist, sem ber nafnið Reif í Tætlur. Er þar á ferðinni arftaki plötunnar Reif í Fótinn, sem kom út á síðasta ári við góðar undir- tektir. Verða á Reif í Tætlur hátt í tuttugu lög, bæði með íslenskum og erlendum flytjendum og er Pís Of Keik meðal annarra sem eiga lag. Söngkona Pís Of Keik er eins og kunnugt er Ingibjörg Stef- ánsdóttir, sem söng sigurlagið í Evróvisíonkeppninni um daginn og gerði þar áður garðinn frægan í Veggfóðri. Með henni í Pís Of Keik eru þeir Máni Svavarsson og Júlíus Kemp, sem leikstýrði Veggfóðri. Alice In Chains: í djúpi drungans í framtíðinni, þegar sagnfræðing- ar líta yfir farinn veg í rokksög- unni, erekki ólíklegt að árið 1989 verði eitt af þeim árum sem þeir staldri við. Má nefnilega með nokkrum sanni segja að 1989 hafi verið tímamótaár í Ijósi þess sem nú rís einna hæst í rokkinu, þ.e. að þá komu fram á sjónar- sviðið eða vöktu fyrst verulega athygli hljómsveitir, sem nú eru meðal þeirra stærstu og vinsæl- ustu í rokkinu. Meðal þessara hljómsveita eru Mother Love Bone með plötunni sinni fyrstu og einu Apple. (Sú hljómsveit varð svo að Pearl Jam ári seinna er söngvarinn Andrew Wood lést.) Soundgarden, sem komst með látum inn á rokkkortið með sinni annarri plötu, Louder Than Love. Red Hot Chili Peppers sömuleiðis með Mothers Milk. Og síðast en ekki síst Alice In Chains, sem gaf út sína fyrstu plötu, Facelift, þetta ágæta ár. Reyndar vakti hún til að byrja með ekki of mikla athygli, en sumir gagnrýnendur þóttust sjá að hér gæti verið á ferð hljómsveit sem náð gæti langt. Sagði t.d. einn þeirra um tónlist Alice In Chains á Facelift að hún væri drungaleg og ekki auðveld áheyrnar, en með þolinmæði myndi hún sigra hlustandann og halda honum föngnum. Hún væri annað og meira en bara einfalt sköpunarverk, hún væri einhvers konar tjáning á hegðun. Eru þetta ósköp heimspekileg orð um rokkplötu, en þau hafa reynst að mestu sönn um Alice In Chains. Önnur plata Alice In Chains, Dirt, sem út kom í fyrra, er nefnilega staðfesting á orðum gagnrýn- andans hér að framan í frekara mæli, því öll lög og textar Dirt eru lýsing á hefðum eða öllu heldur sjálfsmisnotkun með neyslu heroins. Ekki beint aðlaðandi til hlustunar, hvað þá líkleg til að ná almannahylli. En samt gerist það að þessi lýsing á veru í djúpi drungans (sem að mestu á rætur að rekja til söngvarans Layne Staley, sem um skeið var heroin- neytandi) hefur farið sigurför um heiminn og selst í stórum upp- lögum. Hefur Alice In Chains í þeim efn- um siglt í kjölfar nú nær óteljandi annarra hljómsveita frá Seattle. Var Dirt svo víða í efstu sætum gagnrýnenda yfir bestu plötur 1992 t.d. í því fyrsta hjá rokk- tímaritinu Kerrang.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.