Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 28. apríl 1993 Fréttir Frá og með 1. maí nk. verða reykingar ekki leyfðar í sameign verslunarmiðstöðvarinnarSunnuhlíð og það ákveðið í samrœmi við lög um tóbaksvarnir. Átaksverkefni í atvinnumálum í Mývatnssveit: Kanna möguleika á byggingu þjón- ustumiðstöðvar Vs Verslunarmiðstöðin Sunnuhlfð .. — ENSKUNÁM í ENGLANDI Virtur einkaskóli á fallegum staö á suður- strönd Englands býður fjölbreytt námskeið allt árið. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 96-24293, kvöld og helgar. AKUREYRARB/CR FRÁ FÉLAGSSTARFI ALDRAÐRA Handavi n n usýn ing Sunnudaginn 9. maí kl. 14.00 verður sýning í Félagsmiðstöðinni við Víðilund á ýmiskonar hannyrðum, myndlist o.fl. sem aldraðir hafa unnið í félagsstarfi í vetur. Einníg verður kaffisala og söluhorn með unnum munum. Takið eftir! Þeir sem vilja lána muni á sýninguna komi með þá fimmtudaginn 6. maí á milli kl. 10.00 og 17.00. AÐ l-rm. &VATMI FORELDRAR! FORELDRAR! Innritun er hafin í sumarbúðirnar Hólavatni Dvalarflokkar sumarsins fyrir börn 8 ára og eldri verða: DRENGIR 1fl. 8. júní -15. júní 7 dagar 2. fl. 18. júní - 25. júní 7dagar STÚLKUR 3. fl. 28. júní- 5.júlí 7 dagar 4. fl. 8. júlí -15. júlí 7dagar 5. fl. 19. júlí-26. júlí 7dagar DRENGIR 6. fl. 29. júlí - 5. ágúst 7dagar Rútugjald er innifalið í dvalargjaldinu. Innritunargjald er kr. 2.500 og er óafturkræft en dregst frá dvalargjaldinu. Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og K, Sunnuhlíð 12, mánudaga og miðvikudaga kl. 17-18 í síma 26330 og utan skrifstofutíma í síma 23929 hjá Önnu og 23939 hjá Hönnu sem einnig veita allar nánari upplýsingar. SUMARBÚÐIRNAR HÓLAVATNI. verð kr. 13.200. verð kr. 13.200. verð kr. 13.200. verðkr. 13.200. verð kr. 13.200. verð kr. 13.200. » Ymislegt er á döfínni á vegum átaksverkefnis í atvinnumálum í Mývatnssveit. Auk athugunar á starfrækslu skólabúða í sveit- inni næsta haust, sem greint var frá í Degi í gær, er m.a. í athug- un að koma á fót þjónustumið- stöð í Mývatnssveit. „Vió auglýstum um daginn eft- ir aðilum sem heföu hug á að vera meö í byggingu þjónustumið- stöðvar hér í sveitinni. Við teljum að mikil þörf sé fyrir hana til þess að geta þjónustað bæði heima- menn og ferðafólk. Þessi þjón- ustumiðstöð er fyrst og fremst hugsuð fyrir opinbera aðila, en einnig má hugsa sér að þar verói einnig t.d. veitingastaður, upplýs- ingaþjónusta fyrir ferðamenn og banka. Þama mætti líka hugsa sér að væri aðstaða fyrir fólk sem vildi prófa eitthvað nýtt í atvinnu- málum,“ sagði Hulda Harðardótt- ir, framkvæmdastjóri átaksverk- efnis í atvinnumálum í Mývams- sveit. Hún sagði að þetta mál væri í skoðun og erfitt væri aö segja á þessari stundu hver niðurstaðan yrði. Af öðrum verkefnum, sem átaksverkefniö hefur komið að, nefndi Hulda að stefnt væri að því að hópur handverksfólks í sveit- inni myndi standa fyrir markaðs- degi þann 3. júlí í sumar þar sem á boðstólum yrðu ýmsar heimaunn- Hrímbakur EA kom til löndun- ar si. föstudag eftir fjögurra daga veiðiferð. Aflinn, 120 tonn, ar vörur. Þá sé ætlunin aó hand- verkshópurinn taki þátt í markaðs- dögum í Eyjafjarðarsveit dagana 18. og 19. júní nk. „Auk þessara verkefna má nefna athugun á því hvemig væri unnt að bæta heilsuræktaraðstöðu hér, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðafólk og hvort hugsan- lega væri hægt að koma hér upp afurðasölufyrirtæki fyrir landbún- aðarafurðir," sagði Hulda Harðar- dóttir. óþh var að uppistöðu ufsi, en í lok síðustu viku var mikil ufsa- gengd á Víkurálssvæðinu fyrir vestan. Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. hafa gert góða túra aó undanfömu, en þorskinn vantar sem fyrr. Grálúðuveiói hefur verið treg ólíkt því sem var á vordögum fyrir fjórum til fímm ámm og skipstjómarmenn, sem blaðamað- ur ræddi við, vilja kenna um of- veiði fyrri ára. Harðbakur EA landaói í gær 190 tonnum, þ.e. 3400 kössum. Liðlega helmingur aflans var ufsi, 850 kassar grálúða og karfi 650 kassar. Svalbakur EA kom til löndunar í nótt. Aflinn sem landað verður í dag er 150 tonn, að uppistöðu karfi. Og þá er það frystitogarinn Sólbakur EA, sem kom í morgun. Aflinn er 172 tonn fryst, að afla- verðmæti 31,3 milljónir króna. ój Sauðárkrókur: Prír buðu í jarðvegsskipti - Steypustöð Skagaflarðar lægst Á mánudag var opnað tilboð í jarðvegsskipti í Túnahverfi og við Ártorg á Sauðárkróki. Steypustöð Skagafjarðar var með lægsta tilboð, 6,1 milljón, en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 8,6 millj. kr. kostnaði. Um er að ræða jaróvegsskipti viö tvær nýjar götur í Túnahverfi, Brekkutún og Eyrartún, sem eru sunnan Túngötu. Einnig eiga aó fara fram jarðvegsskipti við Ár- torg á svæði sunnan Kaupfélags Skagfirðinga. Þrír aðilar buðu í verkið. Það var Króksverk hf. með 6,9 millj., Fjörður sf. meö 6,4 millj. og Steypustöð Skagafjaróar með 6,1 millj., sem var lægsta til- boð. Kostnaöaráætlun gerói ráð fyrir að verkið kosti 8,6 milljónir. sþ Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Tíðar landanir - mokveiði í Víkurál Lifandi skógur í Borgarhólsskóla: „Eigum Norðmönnimum mikið að þakka,“ - segir Árni Sigurbjarnarson. Um 500 áhorfendur komu á tvær samvinnusýningar norskra og íslenskra barna á söngleikn- um Lifandi skógi á sumardag- inn fyrsta í Borgarhólsskóla. Alls tóku milli 130-140 nemend- ur þátt í sýningu verksins. Sýn- ingarnar tókust Ijómandi vel, að sögn Árna Sigurbjarnarsonar, skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. Verkið var einnig tekið upp af Sjónvarpinu, sem vinnur að gerð sjónvarpsþáttar. Hljómsveit Tónlistarskólans fyl- gdi síðan norsku gestunum til Akraness og lék einnig undir flutning verksins þar, svo og söng norska kórsins á kóramóti í Perlunni sl. sunnudag. Það voru 70 norsk böm sem heimsóttu jafnaldra sína í sjöunda bekk Borgarhólsskóla. Meðan á dvölinni á Húsavík stóð var farið í skoðunarferð að Mývatni og Skógrækt ríkisins bauð til grill- veislu á Húsavík, einnig var hald- in kvöldvaka og dansleikur. Árni sagði að Norðmennimir hafi verið mjög hrifnir og allir hafi lært mik- ið af uppsetningu verksins sem verið hafi mjög gefandi. „Þetta voru ekki bara þessir dagar meðan heimsóknin stóð, hcldur líka upp- setning verksins og að sjá árang- urinn af því þegar menn leggja sig virkilega fram. Eg vona að ekki sé búið að klippa á þau bönd sem þama bundust. Við eigum Norð- mönnunum mikið að þakka, því ráðist var í uppsetningu verksins að þeirra frumkvæði. Þeir hafa sýnt okkur hvað hægt er að gera meó góðu skipulagi, dugnaði, elju og bjartsýni. Það er meira en að segja það að fara með 130 manna hóp milli landa, en þama virðist það hafa gengið upp og tekist mjög vel,“ sagði Ámi. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.