Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 6
6 DAGUR - Miðvikudagur 28. apríl 1993 Skógræktarfélag Eyfirðinga. Aðalfundur Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn fimmtudaginn 29. þ.m. í Galtalæk, húsi F.B.S.A., og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fræðsluerindi um lerkikynbætur, Pröstur Eysteinsson. Önnur mál. Stjórnin. AKUREYRARB/ER Lokafrestur Eigendum og umráðamönnum þeirra númers- lausu bifreiða sem fjarlægðar voru á vegum Heil- brigðiseftirlits Eyjafjarðar á árinu 1992, í sam- ræmi við ákvæði 3. kafla heilbirgðisreglugerðar nr. 149/1990, og enn eru í vörslu Akureyrarbæj- ar, er hér með gefinn lokafrestur til 6. maí 1993 til að leysa þær út gegn áföllnum kostnaði. Eftir þann dag verður bifreiðunum hent. Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar, Akureyrarbær. Hrossaræktar- samband Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Eftirtaldir stóðhestar verða notaðir á vegum sam- bandsins og deilda þess vor og sumar 1993: Nafn Húsnotkun Fyrra gangmál Seinna gangmál Baldur frá Bakka Búlandi Eyjaf. Hjörtur frá Tjörn Bitru Eyjaf. Angi frá Laugarv. Höskuldsst. Eyjaf. Aðalbóli S.-Þing. Asi frá Brimnesi Svarfaðardalur Hektor frá Akureyri Hranast. Eyjaf. Reykur frá Hoftúni Möðruv. Eyjaf. Sólon frá Hóli Skógum S.-Þing. > Pantanir berist formönnum deilda fyrir 10. maí 1993. Stjórnin. Umboðsmaður Dagblaðið Dagur á Akureyri óskar eftir að ráða umboðsmann til dreifingar á blaðinu í Reykja- hlíð (aðeins þorpið). Upplýsingar gefa Hafdís eða Edda í síma 24222 á skrifstofutíma. Bifvélavirki óskast til starfa á bifreiðaverkstæði á Akureyri. Umsóknir er greini frá nafni, kennitölu, heimili og fyrri störfum, sendist á afgreiðslu Dags fyrir 5. maí, merkt: „Bifvélavirki". Öllum umsóknum verður svarað. Um íþróttaþjálfun barna og unglinga Aundanförnum árum hefur mikið verið deilt um réttmæti og skipu- Iag keppnisíþrótta fyrir börn og unglinga. Á meðan þorri ríkja hins vestræna heims eyðir bæði fjármagni og kröftum í að fræða þegna sína um slæm áhrif hreyfingarleysis, hlýtur það að vera ánægjulegt að sjá aukinn áhuga á keppnisíþróttum meðal barna og unglinga. Eða er ekki svo? Er hugsanlega eitthvað athugavert við það hvernig við höfum skipulagt þetta jákvæða og heilsusamlega tómstundargaman barna okk- ar? Menn hafa m.a. bent á að oftar en ekki sé lögð ofuráhersla á keppni en ekki sé tekið tillit til þroska barnanna og sérþarfa þeirra. í dag hallast æ fleiri að því að börn undir ákveðnum aldri ættu ekki að taka þátt í harðri keppni, þar sem sigur er settur ofar öllu. ÁHRIF ÞROSKA Á AFREKSGETU Á síðustu misserum hafa sífelt fleiri orðið til að lýsa áhyggjum sínum af því að böm hreyfi sig of lítið, að þau fylgi ekki eðlilegum hreyfiþroska og að foreldramir séu að fita bömin fyrir framan sjónvarpið eða tölvuskjáina. Þetta er vandamál sem við gætum þurft að hafa áhyggjur af í framtíðinni. Það er löngu þekkt staðreynd að hreyfingarleysi og offita auka hættuna á hjarta- og æðasjúkdóm- um. Þótt þessir sjúkdómar komi helst fram hjá fullorðnum, er grunnurinn að þeim hugsanlega lagður í bemsku og iengi býr að fyrstu gerð. Á bamsaldri og á unglingsárum mótast margar lífs- venjur og hugsanlega einnig við- horf til líkamsþjálfunar. Fleiri en ein rannsókn hafa sýnt fram á að þeir sem eru líkamlega virkir í æsku og standa sig vel á líkams- hreystiprófum, eru mun líklegri en þeir sem ekki eru virkir, til að vera í góðu líkamsformi fram eftir aldri. I bemsku ætti því að virkja sem flesta og stuðla að því að reynsla þeirra af líkamsrækt og íþróttaþjálfun sé jákvæð og hvetj- andi. Böm eru mismunandi að upp- lagi og þroskast mishratt. Eins og málum er háttað í skipulögðum keppnisíþróttum fyrir böm eru það þeir sem skara fram úr, sem hljóta mesta umbun. Þeir fá alla athygli þjálfarans, þeir eru í liðinu og fá að keppa en aðrir verða að gera sér það að góðu að vera vara- skeifur og verma bekkina. Hinir góðu verða sífellt betri en hinum lakari fer sáralítið fram. Bam eða unglingur sem lendir í þessum að- stæðum er ekki líklegt til að hafa mjög gaman af æfingum eða halda þeim áfram til lengdar. Eitt er það sem ekki hefur komið fram í umræðunni hér að framan og ekki má gleyma. Sum böm em ekki þannig af guði gerð að þau eigi jafn auðvelt með að stunda íþróttir og jafnaldrar þeirra. Hér er átt við „feitu böm- in“ eða „klaufsku bömin“, einmitt þau sem þyrftu mest á því að halda að geta upplifað gleói í gegnum íþróttir. Þau standa að baki hinum og verða utanveltu jafnvel í íþróttatímum í skólanum þar sem síst skyldi. Þessum böm- um yrði mikill greiði geróur ef einhvers staðar innan íþróttahreyf- ingarinnar væri til rúm fyrir þátt- töku þeirra. Hér yröi of langt mál að fara nákvæmlega út í sérstöðu bama til þjálfunar en þá á ég aðallega við þol og styrktarþjálfun og meiðsla- tíðni sem fer vaxandi og meiðsli verða sífelt alvarlegri. Þess má þó. geta að fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að loftfirrt þol bama er marktækt minna en þol fullorð- inna og þar til áreiðanlegar heim- ildir sýna fram á að það sé óhætt, ættu böm og unglingar að forðast lyftingar, kraftlyftingar, vaxtar- rækt og notkun hámarksþyngda í styrktarþjálfun (á við upp að c.a. 14 ára aldri). Til þess að koma í veg fyrir meiðsli ætti í öllum íþróttagreinum að leggja áherslu á fjölbreytta þjálfun fyrir allan lík- amann og að forðast einhæft og óhóflegt áiag. Það getur enginn ætlast til þess að bam eóa ung- lingur geti orðið þroskaður íþróttamaður meö æfingum í að- eins einni íþróttagrein. Það er bæði óheilsusamlegt og óeðlilegt. Böm eiga að fá tækifæri til að æfa og kynnast hinum ýmsu íþrótta- greinum. Teygjur em einnig mik- ilvægar, sérstaldega hjá bömum í örum vexti. ERT ÞU ÞJALFARI... I íþróttum bama og unglinga er þjálfarinn oftast miðpunktur starf- seminnar. Hvemig hann skipu- leggur starf sitt, raðar markmiðum upp í forgangsröð og hvemig hann kemur fram við bömin, em grundvallarforsendur þess að þjálfunin skili tilætluðum árangri og aó iókendumir séu ánægðir. Nauósynlegt er að þjálfarar geri sér grein fyrir því hversu mikil áhrif þeir geta haft á mótun sjálfs- ímyndar þeirra ungu íþróttamanna sem undir stjóm þeirra eru. Þjálf- arar þurfa að vita hvemig best er að ná til bama og virkja þau á mismunandi aldri, hvemig þau bregðast við gagnrýni og hvemig þeim er eðlilegt að haga sér gagn- vart hinum í hópnum og þjálfaran- um. Ein helsta forsenda þess að þjálfarar séu vel upplýstir er góð menntun þeirra, en því miður er víða pottur brotinn í því efni. Svo virðist, að flestir sem vilja geti gerst þjálfarar í íþróttum bama og Það getur enginn œtlast til þess að barn eða unglingur geti orðið þroskað- ur íþróttamaður með œfingum í að- eins einni íþróttagrein. unglinga, óháð menntun eða kunnáttu á því sviði. Undirritaður gerði könnun á menntun hand- knattleiksþjálfara 5., 6. og 7. flokks drengja og stúlkna á öllu landinu á tímabilinu 1990 - 91. Um var að ræða krakka frá 5 - 6 ára aldri upp að fjórtán ára aldri. Alls náðist í 31 þjálfara eða rúm 70% þeirra og undir þeirra hand- leiðslu voru um 830 böm. I ljós kom að aðeins átta, eða 26%, höfðu nægilega þekkingu til að leiðbeina börnum og unglingum, skv. skilgreiningu ISI. Meðalaldur leiðbeinenda var 23,5 ár og 16 voru á aldrinum 20 - 25 ára. Það er því varla hægt að segja að leið- beinendur þessir geti falió þekk- ingarleysi sitt bakvið mikla reynslu. Þessar staðreyndir tala sínu máli og styðja þann grun manna að það séu þeir ungu og óreyndu sem fái það erfiða hlut- verk að þjálfa bömin. Við getum spurt okkur hvort við séum að kasta höndunum til þjálfunar bamanna og hvort við eigum eftir aó uppskera eftir því. Verður reyndin sú að mörg þeirra heltast úr lestinni eða verða fyrir tjóni sem oft er erfitt að bæta ? Við I slendingar erum enn aó slíta bamsskónum hvað þetta varðar og því ættu íþróttafélög og aðstand- endur að sjá sóma sinn í því að skipuleggja þessi mál út frá reynslu annara þjóóa og með vel- ferð og framtíð bamanna í huga. HEGÐUNARVANDAMÁL, AFLEIÐING STREITU í ÍÞRÓTTUNUM Margir hafa bent á þau slæmu / dag hallast œ fleiri að því að b 'órn undir ákveðnum aldri œttu ekki að taka þátt í harðri keppni, þar sem sigur er settur ofar 'öllu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.