Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 28. apríl 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96^41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRIÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kaupfélag Eyfirðinga Árið 1992 varð Kaupfélagi Eyfirðinga þungt í skauti eins og margra annarra fyrirtækja hér á landi. Samdráttur varð á mörgum rekstrarsvið- um sem erfitt var að ganga til móts við með lækkun á þeim kostnaði er til fellur í umfangs- mikilli starfsemi. Þrátt fyrir almennan samdrátt í efnahagslífi og óhagstæð ytri skilyrði var þó unnt að komast hjá rekstrartapi. Rekstur Kaup- félags Eyfirðinga kom út með nokkrum hagnaði þótt hann væri minni en vonir höfðu staðið til í upphafi síðastliðins árs. Rekstur flestra dótturfyrirtækja félagsins var á hinn bóginn gerður upp með tapi. Ástæðna þess má fyrst og fremst leita í hinum ytri skil- yrðum því rekstur þeirra er í mörgum tilfellum viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífinu en rekstur sjálfs móðurfélagsins. Má þar meðal annars nefna að gengisbreytingar hafa meiri áhrif á rekstur útgerðarstarfsemi en flestra ann- arra atvinnugreina. Kemur það skýrt fram í rekstri Útgerðarfélags Dalvíkinga, eins af dótt- urfyrirtækjum kaupfélagsins, en rekstur þess gekk erfiðlega á liðnu ári. Má þar einkum um kenna gengisfellingu í desember þótt viðhalds- kostnaður á skipum hafi einnig skapað því erfið- leika auk fleiri þátta. Þá stendur Kaupfélag Ey- firðinga fyrir sölustarfsemi á íslensku vatni á neytendamarkaði í Bandaríkjunum. Sú starfsemi er bæði fjárfrek og áhættusöm, en engu að síður ein af þeim leiðum sem okkur er nauðsynlegt að reyna varðandi þá nýsköpun í íslensku atvinnu- lífi sem er nauðsyn. í ræðu Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfé- lagsstjóra, á aðalfundi félagsins í fyrradag kom fram að eftir fyrstu átta mánuði ársins hafi stefnt í verulega lækkun á fjármagnskostnaði á milli ára. Á síðustu fjórum mánuðum þess hafi þessi kostnaður hækkað verulega vegna þess að Bandaríkjadalur hækkaði í verði auk þess sem gengi krónunnar var fellt í desember. Þar sé að finna helstu orsakir þess að hagnaður félagsins varð minni og tap dótturfyrirtækja meira en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir. Hinir jákvæðu þættir í rekstri félagsins eru aftur á móti þeir að skuldir þess hafa lækkað og fjármunamyndun í rekstri aukist. Sú þróun skiptir verulegu máli þegar horft er til framtíðar. Fjármunamyndunin auðveldar félaginu að greiða niður skuldir og er það eina leiðin til þess að draga úr þeim fjár- magnskostnaði sem nú skapar erfiðleika í rekstri. Fjármagnskostnaður er að sliga mörg fyrirtæki í íslensku atvinnulífi. Með forsjálni og aðhaldi auk framsýni er unnt að ráðast að rótum hans hvað sem stjórnvaldsaðgerðum líður. Það hafa forsvarsmenn Kaupfélags Eyfirðinga gert. Rekstur kaupfélagsins og fyrirtækja þess er mjög mikilvægur fyrir atvinnulíf á Akureyri og í eyfirskri byggð. Því er nauðsynlegt að vel takist að stýra honum í því umróti er einkennir ís- lenskt efnahagslíf. Með aukinni fjármunamynd- un í rekstri og lækkun skulda er stefnt að því marki. ÞI Hermann Tómasson formaður BA afhendir Sigurði Hermannssyni á Verkfræðistofu Norðurlands, sigurlaunin í firmakeppni félagsins. Mynd: Robyn Firmakeppni Bridgefélags Akureyrar: Verkfræðistofa Norðurlands sigraði Firmakeppni Bridgefélags Akureyrar er nýlokið. 42 firmu tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Verkfræðistofa Norðurlands sigraði með 116 stig en spilari var Sigurbjörn Þorgeirsson. í 2. sæti varð Herradeild JMJ með 112 stig, spilari Páll Pálsson og í 3.-4. sæti Smjörlíkisgerð KEA, spilari Sverrir Þórisson og Sigtryggur og Pétur, spilari Kristján Guðjóns- son með 111 stig. Samhliða firmakeppninni fór fram einmenningskeppni félags- ins og þar sigraði Sigurbjörn Þorgeirsson einnig með 215 stig. Sigurbjörn hefur staðið sig mjög vel í vetur og sigrað á hverju mótinu af öðru. I 2. sæti varð Kristján Guðjónsson með 209 stig og í 3. sæti Sverrir Þórisson með 205 stig. Átaksverkefnið Vaki: Verkefiii næg en fjármögnun helsti þröskuldurinn - segir Elín Antonsdóttir, verkefnisstjóri Nú er hálft ár liðið frá því átaksverkið Vaki hófst. Þetta er atvinnuátaksverkefni í fjór- um sveitarfélögum við Eyja- fjörð, þ.e. Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtu- bakkahrcppi og Hálshreppi. Verkefnið hófst með Ieitarráð- stefnu síðastliðið haust en út úr henni komu 7 vinnuhópar sem eru að störfum. Að sögn Elín- ar Antonsdóttur, verkefnis- stjóra, er vinnan í hópunum mislangt á veg komin en ein- kennandi er hve mikill áhugi er meðal þátttakenda. „Ég held að verkefnið sé ekki illa á vegi statt. Byrjunin er góð en meginvandinn er að finna leið- ir til að fjármagna verkefnin. Þau eru næg,“ sagði Elín. Eins og búast má við miðað við sveitarfélögin sem taka þátt í átaksverkefninu snúast verkefnin að nokkru leyti um landbúnað. Þannig er einn starfshópanna að gera athugun á möguleikum kornræktar á svæðinu og verður í sumar ræktað korn í tilraunareit- um víða um svæðið, jafnframt sem gerðar verða hitamælingar. Ennfremur munu nokkrir bænd- ur verða með meiri ræktun á jörðum sínum, þ.e. í 1-2 hektur- um hver. Að fenginni reynslu sumarsins verður auðveldara að meta hvort aukin kornrækt er möguleg tekjulind fyrir bændur á svæðinu. í haust eru væntanlegar kart- öflur á markaðinn frá fram- leiðendum sem vinna í starfshópi undir merkjum vöruþróunar í landbúnaði. Elín Antonsdóttir segir að í starfshópnum sé þessa dagana verið að ganga frá vöru- stöðlum en tilgangurinn er sá að framleiðendur taki sig saman um að framleiða landbúnaðarvörur undir ströngum gæðaskilyrðum. Einnig er unnið að því að koma á neti ferðaþjónustuaðila á svæðinu þannig að þeir hjálpist að í sameiginlegri markaðssókn. Elín segir að á þessu sviði sé fremur horft á að nýta þá mögu- leika sem fyrir eru. Hópur vinnur að undirbúningi að stofnun sölu- og markaðsskrif- stofu og talsverð vinna er að baki en margir þættir ókannaðir enn. Skrifstofunni er ætlað að koma á tengslum milli framleiðenda inn- an svæðisins og endursöluaðila og einnig mun skrifstofan nýtast öðrum verkefnahópum innan átaksverkefnisins Vaka við að koma þjónustu og framleiðsluvörum á framfæri. Elín kvaðst líta á þetta verkefni, ef af yrði, sem traustan grunn fyrir hin verkefnin og þá framleiðslu og þjónustu sem fyrir er á átaksverkefnissvæðinu. Verktakaþjónusta í landbún- aði er til skoðunar í einum starfs- hópnum og segir Elín að þar hafi vinnan beinst að því finna út möguleg starfssvið og gera hag- kvæmniútreikninga fyrir slíkt fyrirtæki. Með þeim sé ætlunin að sýna fram á hagkvæmni fyrir bændur að kaupa þjónustu á ákveðnum sviðum og spara sér þannig vélakaup. Fyrstu útreikn- ingar hjá hópnum lofa góðu um framhaldið á þessu sviði. Stofnun svokallaðs þróunar- seturs helgast nokkuð af því hvort húsnæði fæst undir starfsemina. Ef það fæst er hug- myndin að þar fáist aðstaða til að vinna frumgerðir að ýmsu hand- verki, t.d. minjagripum og nytjahlutum sem aftur yrðu fram- leiddir víðar á átaksverkefnis- svæðinu. Sjöundi starfshópurinn skoðar möguleika í sjávarútvegi og raun- ar hefur starfið fyrsta kastið beinst að bleikjueldi og hafa full- trúar hópsins sótt námskeið í þeirri grein. Helst er þá horft til aðstöðu við Grýtubakka í Grýtu- bakkahreppi en þar telja sér- fræðingar góða aðstöðu fyrir hendi til bleikjueldis. Nú er eitt ár eftir af átaksverk- efnistímanum og segist Elín Ant- onsdóttir bjartsýn á framhaldið. Mikið sé fylst með því starfi sem fram fari innan átaksverkefnisins og þessi áhugi dragi ekki úr lík- um á árangri af verkefninu þegar upp verður staðið á næsta ári. Fiskveiðiárið 1992-1993: Heildaraflirm 1.112.643 tonn eftir sjö mánuði Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands, í september-desember 1992, og janúar/mars 1993, sem eru fyrstu 7 mánuðir yfir- standandi fískveiðiárs, liggja nú fyrir. Heildaraflinn sam- kvæmt bráðabirgðatölum það sem af er fískveiðiárinu nemur 1.112.643 tonnum, en hann var 1.039.483 tonn í sömu mánuð- um 1991-1992 og 712.268 tonn 1990-1991. Skipting aflans í ár er sem hér segir. Þorskur 135.058 tonn, ýsa 23.557 tonn, karfi 62.376 tonn (þar af úthafskarfi 1.103 tonn), steinbítur 4.216 tonn, grálúða 9.888 tonn, skarkoli 3.716 tonn, annar botnfiskafli 17.419 tonn, síld 106.470 tonn, loðna 676.953 tonn, rækja 22.931 tonn og hörpuskel 10.231 tonn. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.