Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 12
Hafnarsamlag við utanverðan EyjaQörð enn í undirbúningi: „Prófsteinn á vilja opinberra aðHa í sameiningarmálinn sveitarfélaga“ - segir Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði Ekki hefur enn orðið af stofnun fyrirhugaðs hafnasamlags, sem verið hefur í bígerð milli Olafs- fjarðar, Dalvíkur og Arskógs- hrepps, en áður en til þess kem- ur þarf að liggja fyrir fram- kvæmdaröðun og stytting á framkvæmdatíma þeirra fram- kvæmda sem fyrirhuguð eru við viðkomandi hafnir og að fyrir liggi samþykkt samgönguráðu- neytisins í málinu. Málið er allt í vinnslu, bæði hjá forsvarsmönn- um viðkomandi sveitarfélaga og vita- og hafnamálstofnunar auk samgönguráðuneytis. Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, segir að þetta mál sé prófsteinn á vilja opinberra aðila á það hvort sameiningarmál sveitarfélaga, sem mjög eru í um- ræðunni um þessar mundir, gangi eftir og ef svo slysalega vilji til að það gangi ekki sé það afturför til a.m.k. 6 til 8 ára. M.a. eru gámar með fiski til útflutnings fluttir með bílum um Ólafsfjarðargöng til útskipunar á Dalvík og það skapast stundum vandræði í göng- unum, sérstaklega cf mæta þarf öðrum bílum, því tengivagnar til gámaflutninga cru orðnir hærri nú en áður og litlu má muna svo þeir komist ekki í gegn. Viðbúið er að þessi akstur með gámana um göngin til Dalvíkur leggist af ef ekki vcrður af stofnun hafnasam- lagsins og útflytjendur fisks í Ól- afsfirði munu þá skipa út frá höfn- inni þaðan. „Þaó er höfuðatriði að gera framkvæmdaáætlun með sam- Sauðárkrókshöfn: Hagvirki-Klettur og Hagtak með lægsta tilboð Tilboð í 160 m langt stálþil sem reka á niður við höfnina á Sauð- árkróki voru opnuð í gær. Fimm aðilar buðu í verkið og var Hagvirki-Klettur hf. og Hagtak hf. með lægsta tilboð. Um er að ræða 160 m langt stálþil sem veróur rekið niður við svonefnt Syðraplan, en þar er nú gömul trébryggja sem er ónýt. I verkinu er m.a. innfalið að reka niður stálþilið og steypa kant ofan á. Fimm aðilar buðu í verkið. Þeir voru Hagvirki-Klettur hf. ásamt Hagtaki hf. lægstir með tæpar 27 milljónir, Lárus Einarsson sf. úr Mosfellsbæ næstlægstir með tæp- ar 30 millj., þá Steypustöð Skaga- fjarðar með 32,6 millj., Völur hf. í Reykjavík með tæpar 40 millj. og Hafverk hf. úr Garóabæ með rúm- ar 45 milljónir. Kostnaðaráætlun gerði ráó fyrir tæpum 39 milljón- um. sþ þykki allra sem að þessari hafna- samlagsstofnun koma og fá síðan samþykki ráðuneytisins fyrir þeir- ri áætlun. Nokkuð er um liðið frá því að hafnirnar komu sér saman um þessa áætlun en m.a. forgangs- verkefna er styrking á brimvöm norðurgarðs Dalvíkurhafnar," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Dalvík. GG Kaupfélag Þingeyinga: 30 ráðin tll sumar- afleysinga Rúmlega 30 manns á aldrinum 16-25 ára hafa verið ráðnir til sumarafleysinga hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Um 60 manns skrif- uðu sig á lista til að sækja um störfin og nokkrir höfðu áður sótt um endurráðningu við af- leysingar. Flest sumarafleysingafólkið fær vinnu í 2-3 mánuði. Pétur Jónsson, fulltrúi hjá kaupfélaginu, sagði að í byrjun maí yrði sumara- fleysingafólkið kallað saman og því kynnt starfsemi kaupfélagisns, bæði með erindi og skoðunarferð um deildir fyrirtækisins. IM í gær unnu starfsmcnn Rafveitu Akureyrar að skiptum á spenni í spenni- stöð sem er til húsa í Sundlaug Akureyrar. Umrædd spennistöð þjónar Gagnfræðaskóla Akureyrar, íþróttahúsinu við Laugargötu, íþróttahöllinni og Sundlaug Akureyrar. Nýi spennirinn er 11 kW en sá sem fyrir var er 6 kW. í haust verða 11 kW spennar komnir í allar spennistöðvar innan Gler- ár, sem er til samræmis við spcnnistöðvarnar í Glerárhverfí. Nýju spenn- arnir veita mun meira öryggi í dreifingu rafmagns á Akureyri. Mynd Robyn. Sigluflarðarbær: Umsókn til Atvirmuleysistryggmgasjóðs - hugmyndin að nýta hana til þjónustu við ferðafólk Siglufjarðarbær hefur sent um- sókn til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs um fjármagn til greiðslu launa fyrir tíu starfsmenn í at- vinnuskapandi verkefnum á vegum bæjarfélagsins í sumar. Kaupfélag Eyfirðinga: Tólf hlutu styrk úr Menningarsjóði Tólf aðilar hlutu styrk úr Menn- ingarsjóði Kaupfélags Eyfirð- inga að þessu sinni, hver 60 þús- und krónur, en tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum á aðal- fundi félagsins síðast liðinn mánudag. Að þessu sinni bárust 37 umsóknir um styrki en 27 umsóknir bárust á árinu á und- an. Guðríður Eiríksdóttir, for- O VEÐRIÐ Búast má við vorlegra veðri í dag en að undanförnu því gert er ráð fyrir að hlýni nokkuð á næstunni - að minnsta kosti í bili. Um norðanvert landið mun létta til með morgninum og blása nokkuð af suðvestri þegar líður á daginn. maður stjórnar sjóðsins, sagði er úthlutunin var kunngjörð, að fleiri aðilar hefðu sótt um en oftast áður og hefði stjórnin átt úr vöndu að ráða því vilji væri til að veita fleirum stuðning en tök væru á. Tekjur Menningar- sjóðsins afmarkast nú af þeim vaxtatekjum er höfuðstóll hans gefur af sér en meðan Efnaverk- smiðjan Flóra var starfrækt rann hagnaður af rekstri henn- ar til sjóðsins. Þeir sem hlutu styrki úr Menn- ingarsjóðunum að þessu sinni eru; Jóhanna Sara Kristjánsdóttir veg- na náms til að þjálf'a í listhlaupi á skautum, Halldór Már Stefánsson vegna náms í gítarleik, Rósa Kristín Baldursdóttir vegna söng- kennaranáms, Birgir Snæbjöm Birgisson vegna myndlistamáms, Sigtryggur Bjami Baldvinsson vegna myndlistamáms, Kammer- sveit Akureyrar vegna tónleika- halds á árinu 1993, Menningar- vika Eyjafjarðarsveitar vegna menningarviku, dagana 17. til 25. apríl, Jóhann Olafsson vegna náms í orgelleik, Vísindafélag Norðlendinga vegna útgáfu á af- mælisfyrirlestrum, Jón Amþórs- son vegna söfnunar til sögu skin- Hængsmótið, opið íþróttamót fyrir fatlaða, verður haldið í 11 sinn í íþróttahöllinni á Akureyri um næstu helgi. Keppendur koma frá 13 félögum víðs vegar af landinu. Að þessu sinni eru 200 keppendur skráðir til leiks, eða fleiri en nokkru sinni fyrr og er aukningin um 75-80% frá síðasta móti. Keppt er í fjórum greinum, boccía, bæði einstaklings- og na- og ullariðnaðar Sambandsins, Orn Viðar Erlendsson vegna gítar- hátíðar, sem haldin verður á Akur- eyri í júlí næstkomandi og Þor- steinn Þorsteinsson til könnunar á fuglalífi í Hrísey. ÞI sveitakeppni, borðtennis, bogfimi og lyftingum. Mótið verður sett á föstudag kl. 17.00 og verður keppt í boccía fram á kvöld. Kcppni hef- st síðan aftur kl. 9.00 á laugar- dagsmorgun og er stefnt að móts- lokum um kl. 16.00. Um kvöldið verður haldið veglegt lokahóf þar sem fram fer verðlaunaafhending, flutt verða skemmtiatriði og stig- inn dans fram á nótt við undirleik hljómsveitarinnar Karakter. Bjöm Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, segir að hug- myndin sé sú að nýta þessa starfs- menn til ýmissa verkefna sem miði að þjónustu við ferðafólk. „Eg get nefnt verkefni í tengslum við Síldarminjasafnið, áframhald- andi lagfæringar á veginum yfir Siglufjarðarskarð og gerð leik- svæóis á Hóli,“ sagði Bjöm. Þessa dagana eru um 40 manns á atvinnuleysisskrá á Siglufirði. Mótið er tileinkað ’lþróttafé- laginu Eik á Akureyri, í tilefni 15 ára afmælis félagsins. Heiðurs- gestur mótsins er Ólafur Jensson, formaður ’lþróttasambands fatl- aðra og mótstjóri og yfirdómari er Þröstur Guðjónsson. Öll framkvæmd mótsins og undirbúningur er í höndum Lions- klúbbsins Hængs og er þetta eitt stærsta verkefni klúbbsins á hverju ári. KK óþh Hængsmótið á Akureyri um næstu helgi: Um 200 keppendur skráðir til leiks

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.