Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 1
76. árgangur Miðvikudagur 28. apríl 1993 • 78. tölublað Ökumenn þurftu að skaia snjó af bflum sínum er þeir vöknuðu í gærmorgun Réttindakennurum mun væntanlega ijölga á næsta skólaári: Umsóknum kennara fjölgar milK ára og leiðbeinendur ljúka rettindanámi Ekki er Ijóst hversu margir hafa sótt um lausar kennarastöður á Norðurlandi en umsóknir berast yfirleitt beint til skólastjóranna og það er ekki fyrr en eftir næs- tu mánaðamót sem fræðslu- stjórarnir á Blönduósi og Akur- eyri hafa yfirsýn yfir stöðu mála. Eins og undanfarin ár er alltaf einhver hópur umsækj- enda sem sækir um hjá fieirum en einum skóla og fjöldi um- sókna getur því verið nokkuð afstæður. Skólastjóramir senda fræðslu- stjórunum síöan sínar tillögur og í framhaldi af því verður auglýst að nýju ef ekki fæst réttindafólk í all- ar lausar kennarastöóur með um- sóknarfresti til loka maímánaðar. Leiðbeinendur geta því ekki vænst svara við umsóknum um kennara- starf fyrr en á miðju sumri eftir að undanþágunefnd grunnskóla hefur fjallað um beiðnir þeirra um kenn- arastarf í samræmi við ákvæði laga nr. 48/1986. Þau lög fjalla um lögvemdun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakenn- ara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. Pétur Garðarsson, skólastjóri á Siglufirði, segir nokkrar fyrir- spumir hafa borist um kennara- starf og ein umsókn hafi borist frá réttindamanneskju, sem er svipað og var vorið 1992. Hlutfall milli kennara og leiðbeinenda hefur far- ið batnandi á Siglufirði því þar hafa leiðbeinendur verið að ljúka réttindanámi og einnig er einn leióbeinandinn í Farskóla KHI. Auglýst hefur verið eftir kennur- um í Kennaraháskólanum en ljóst er að flestir þeirra sem útskrifast þaðan í vor sækjast eftir kennara- starfi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að tilltölulega fáar lausar stöður séu þar og svo eru margir búnir að stofna þar heimili og eiga ekki heimangengt úr höfuðuborg- inni. Ragnhildur Skjaldardóttir, að- stoðarskólastjóri Síðuskóla á Ak- ureyri, segir að nú þegar hafi bor- ist 9 umsóknir frá réttindafólki um lausar stööur við skólann og ein frá leiðbeinenda sem hefur há- skólamenntun og lýkur uppeldis- fræðinni á komandi vetri. „Við höfum ekki ennþá fengið uppgefin þann kennslutímafjölda sem verð- ur hér næsta vetur en ef fer sem horfir í þeim málum og þeir sem sótt hafa hér um veróa ráðnir er- um við búin að leysa ráðninga- - fékk tóg Á mánudag rak dýpkunar- pramma upp í fjöru við Skaga- strönd og strandaði þar. Pramminn er á vegum Viggó Brynjólfssonar vegna fram- kvæmda við brimvarnargarðinn á Blönduósi. Um hádegi í gær tókst að ná honum á flot og tel- ur Viggó að hann sé lítið skemmdur. Dýpkunarpramminn var áður í eigu Dýpkunarfélagsins á Siglu- Þokkaleg veiði var hjá smærri bátunum sem gerðir eru út frá Húsavík um helgina. Fanney ÞH kom með 16,5 tonn á laugar- dagskvöldið sem er óvenjugóður afli, en báturinn var á netaveið- um. Mest af aflanum er þorskur en einnig veiðist ufsi og ýsa. málin fyrir næsta vetur. Ég vil þó hafa þann fyrirvara á því að sumir umsækjendur kunna að hafa sótt um á fleiri stöðum," sagói Ragn- hildur Skjaldardóttir. Nemendum Síóuskóla fjölgar næsta vetur um nálega 30, voru 570 á yfirstandandi skólaári en verða rúmlega 600. I vetur var einn 10. bekkur en í haust verða nemendur 1. bekkjar í fjórum bekkjadeildum. GG í skrúfiina firði en er nú í eigu norsks fyrir- tækis. Hann var á leið til Skaga- strandar í var vegna veðurs þegar hann fékk tóg eða kaðal í skrúfuna og rak stjómlaust upp í fjöru. Um hádegi í gær tókst að ná pramm- anum af strandstað og sagði Vig- gó Brynjólfsson að farið verði með hann í slipp til að kanna skemmdimar. Hann taldi þær þó vera litlar og bjóst við að pramm- inn verði fær í flestan sjó á tveim- ur dögum eða svo. sþ „Smábátaútgerðin er komin á fullt, eins og venjulega á þessum tíma. Það er reytingsafli en ef það er ekki fiskur á þessum tíma þá er það aldrei," sagði Tryggvi Finns- son, framkvæmdastjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur í samtali við Dag. Næg vinna hefur verið hjá Húsavík: Afli smábáta að Skagaströnd: Dýpkunarpranuni strandaði í Ijörunni Ve ífc 1 1 it 1 klæddur $0$ IIIYI BERNHARDT 1 || || CA Thc Tad<*r-l.*K)k ennabudin 1 1 HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Meðferðarheimili fyrir unglinga í Skagafjörð - tekur til starfa á næstunni Á næstunni mun taka til starfa meðferðarheimili fyrir unglinga og verður það staðsett í Skaga- firði. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki, en forstöðumaður hefur þegar verið ráðinn. Um er að ræða tímabundið verkefni til eins árs, en að því loknu verður framhaldið metið, að sögn Ein- ars Gylfa Jónssonar forstöðu- manns Unglingaheimilis ríkis- ins. Einar Gylfi sagði að þetta sé skv. ákvörðun ríkisstjómarinnar fyrir nokkrum vikum. Fengist hafi fjárveiting til að reka þetta heimili í eitt ár og að því loknu verði ár- angurinn metinn og framtíðar- stefna mörkuð. Á heimilinu verða vistaðir 4-5 unglingar undir 16 ára aldri og er reiknað með 12 starfs- mönnum að forstöðumanni með- töldum. Starfsmenn munu vinna á vöktum. Auglýst hefur verió eftir starfsfólki og rennur umsóknar- fresturinn út 4. maí n.k.. Að sögn Einars Gylfa er að meirihluta óskað eftir menntuðum starfs- mönnum, t.d. með háskólapróf í uppeldisfræði, en einnig er ætlun- in að ráða ófaglært fólk. • Unglingaheimili ríkisins fékk leigt hús að Stórugröf ytri í Stað- arhreppi og þar verður nýja heim- ilið staðsett næsta árið. Einar Gylfi sagði meginástæðuna fyrir staðarvalinu þá að gott húsnæði hafi fengist og að hæft fólk sem kann til verka sé á svæðinu. Þar átti hann við Bryndísi Guómunds- dóttur, sem starfað hefur á með- ferðarheimili fyrir fötluó böm á Egilsá og Svein Allan Morthens, framkvæmdastjóra Svæðisstjómar um málefni fatlaóra á Norðurlandi vestra. Ekki er búið að ganga formlega frá ráðningu forstöðu- manns, en Einar Gylfi sagði geng- ið út frá því aó Bryndís muni geg- na því starfi. Hún ásamt Sveini Allan muni vinna undirbúnings- vinnuna og vera í forsvari fyrir heimilinu. Einar Gylfi sagðist ekki geta sagt nákvæmlega til um hve- nær heimilió tekur til starfa, en kvaðst vonast til að þaó verði fljótlega. sþ Kaupfélag Eyfirðinga: Um 12% veltuaukning í matvöruversluninni - samdráttur í ýmsum öðrum greinum verslunar á síðasta ári Velta verslunardeilda Kaup- felags Eyfirðinga var tæpir 3,8 milljarðar króna á síðasta ári og dróst lítillega saman í krónutölu frá árinu á undan en þá losaði velta verslunarinnar rúma 3,8 milljarða. Samdrátt- ur varð í 12 verslunardeildum félagsins af 18, aukningin varð í 4 og sala tveggja stóð því sem næst í stað á milli áranna 1991 og 1992. Mest aukning varð í sölu á matvöru á vegum félagsins og jókst velta matvörudeildar þess úr 927 milljónum í rúman einn milljarð króna á milli ára. Sala í Stjörnu-Apoteki og Byggingavöru- glæðast vinnslunni að undanfömu og vin- na þurfti sl. laugardag. „Ef eitt- hvað fiskast eru bátamir búnir með kvóta sinn um leið, svo það eiga ekki eftir að gerast nein und- ur og stórmerki,“ sagði Tryggvi. IM deild jókst einnig auk þess sem nokkur söluaukning varð á salti. Velta vöruhúss félagsins lækkaði úr 246 milljónum í 215 milljónir og einnig varð samdráttur í sölu flestra útibúa félagsins utan Akureyrar. í Ársskýrslu Kaupfélags Ey- firðinga kemur fram að árið 1992 hafi fyrir margra hluta sakir verið merkilegt fyrir Matvörudeild kaupfélagsins. Rekstri tveggja verslana hafi verið hætt, verslan- anna við Brekkugötu 1 og Höfða- hlíð 1 en í stað þeirra hafi ný verslun, KEA-Nettó, verið opnuð að Óseyri 1. Ekki sé annað að sjá en breytingar þessar hafi mælst mjög vel fyrir og viðskiptavinir hafi tekið þeim vel. Ennfremur segir að rekstur deildarinnar hafi gegnið ívíð betur en árið áður og því sé einkum tvennu að þakka; annars vegar að á síðasta ári hafi að mestu verið lokið við að taka strikamerkingu í notkun og hins vegar tilkomu KEA-Nettó. Hvort tveggja hafi orðið til þess að skapa verulega hagræðingu í rekstri og lækka rekstrarkostnað á sama tíma og um 12% veltu- aukning hafi orðið í matvöru- versluninni. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.