Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 5
Tónlist Miðvikudagur 28. apríl 1993 - DAGUR - f Tónleikar Passíukórsins verða í Glerór- kirkju í kvöld, 28. apríl kl. 20.30. Flutt verða Stabat Mater eftir G. Pergolesi og Messa eftir César Franck. Einsöngvarar: Guðrún Jónsdóttir, Þurfður Baldursdóttir, Jón Þorsteinsson og Michael Clarke. Sumarbúðirnar við Veslmannsvatn INNRITUN ER HAFIN 1. fl. 8. júní-15. júní, 2. fl. 18. júní-25. júní, 3. fl. 28. júní- 5. júlí, 4. fl. 7. júlí-14. júlí, 5. fl. 15. júlí-19. júlí, börn 7- 9 ára. stúlkur 7-12 ára. börn 7-10 ára. börn 10-12 ára. unglingar 13-16 ára. Bátsferðir, kvöldvökur, hestaferðir, kirkju- ferð, veiði, sund og margt fleira. Upplýsingar og pantanir í símum 96-27540, 96-26179,' 96-61685 og 96-43545 frá kl. 16.00-18.00 virka daga. Vestmannsvatn 1993. Þær stöllur Jennifer Spear (standandi t.v.), Hólmfríður Benediktsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir (sitjandi). Mynd: Robyn Tónlistarfélag Akureyrar: Fjórðu tónleikar vetrarins annað kvöld kl. 20.30 Fjórðu tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á þessum vetri verða í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Flytjendur eru þrír kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri, Hólmfríður Bene- diktsdóttir, sópran, Jennifer Spear, gítar, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó. Efnisskráin er í senn forvitnileg og framandi, en hún er blanda spænskrar, s-amerískrar og n-am- erískrar tónlistar frá 20. öld. Hólmfríður flytur tvo lagaflokka, til skiptis með Jennifer og Helgu Bryndísi. Annars vegar „Seven songs“ - Sjö vinsæla spænska söngva eftir Manuel de Falla og hins vegar „Hermit songs“ - Ein- setumannssöngvar (tíu lög) eftir Bandaríkjamanninn Samuel Bar- ber. Reynir Axelsson þýddi Ein- setumannssöngvana úr ensku, en upphaflega eru þeir ljóö írskra munka. Þá spilar Helga Bryndís sónötu fyrir píanó eftir Spánverj- ann Xavier Montsalvatge og Jennifer Spear tvö gítarverk, ann- ars vegar eftir Agustine Mangore Barrios frá Paraguay og hins veg- ar eftir Vincente Enrique Sojo frá Venezuela. Þessir tónleikar áttu upphaflega að vera í mars, en vegna offram- boðs á tónleikum áætlaðan tón- leikadag var ákveðið að fresta þeim þangað til eftir páska. Aðra tilraun átti að gera á sumardaginn fyrsta, en þá kom hálsbólga Hólmfríðar í veg fyrir að hægt væri að halda tónleikana. En nú er sem sagt loksins komið að þeim og verða þeir eins og áður segir annað kvöld í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þess má geta að þetta er í síð- asta skipti, aó minnsta kosti í bráð, sem Jennifer Spear kemur fram á tónleikum á Akureyri, en hún er nú á förum til Astralíu eftir tæplega tveggja ára dvöl á Akur- eyri. óþh Karlakórar Akureyrar Sumardaginn fyrsta, 22. apríl, efndu Karlakór Akureyrar - Geysir og Gamlir Geysismenn til tónleika í Glerárkirkju. Gamlir Geysismenn hófu tón- leikana. Stjórnandi þeirra er Árni Ingimundarson en undir- leikari Richard Simm. Þó að Gamlir Geysismenn séu komnir nokkuð á aldur virðist það ekki há þeim mjög. Raddirn- ar eru margar hverjar skemmti- legar. Svo er til dæmis með fyrsta tenór, sem nær allvel jafnvel hin- um hæstu tónum án þess að veru- legrar þvingunar gæti. Þá er ann- ar bassi, sem reyndar er harla fá- liðaður, merkilega góður. Hann gefur jafnan hvort tveggja: Góð- an grunn og talsvert þéttan tón í þeim stuttu sólóhlutum, sem honum féllu. Gamlir Geysismenn fluttu sex lög. Hvað best tókst í laginu Hin horfna eftir A. Jarnefelt við texta í þýðingu Sveins Bjarman. Reyndar virtist gæta smávegis óróa í hljómum í þessu lagi sem öðrum, en það getur, altént að hluta til, stafað af því, að endur- ómur kirkjuskipsins er mikill. Örn Birgisson söng einsöng í laginu í svanalíki eftir Inga T. Lárusson við ljóð Einars Bene- diktssonar. Örn söng fallega, en kórinn var ekki svo góður sem skyldi í bakröddum. Hann rann nokkuð á tónum, hljómur hans var heldur flatur framan af laginu og tónar á stundum tæplega í hæð. Þessi atriði skánuðu er á leið. Aðalsteinn Jónsson söng einsöng í rússneska þjóðlaginu Kvöldklukkan við íslenskan texta eftir ókunnan höfund. Aðal- steinn skilaði hlutverki sínu vel og hér var kórinn vel með á nót- unum, styrkur og samtaka. Að loknum söng Gamalla Geysismanna kom Karlakór Ak- ureyrar - Geysir fram undir stjórn Roars Kvams. Kórinn flutti einnig sex lög. Undirleikari hans er Richard Simm. Kórnum tókst best í laginu Sef- ur sól hjá ægi eftir Sigfús Einars- son við ljóð Sigurðar Sigurðsson- ar og náði nokkuð fjörlegum flutningi á laginu Funiculi-Funi- cula eftir L. Denza við ljóð Axels Guðmundssonar. í Sefur sól hjá ægi var kórinn allvel samtaka og söngur þéttur. Nokkur órói var hins vegar í öðrum lögum og einnig kom fyrir, að ýmis atriði, svo sem hendingalok, innkomur og áherslur væru ekki svo vel unnar, sem æskilegt hefði mátt teljast. Tónleikunum lauk á því, að kórarnir tveir sameinuðust í fjór- um lögum, sem söngstjórarnir tveir skiptu með sér. Undirleikari sem fyrr var Richard Simm. Hinn sameinaði kór er þrótt- mikið hljóðfæri, sem naut sín víða skemmtilega. Til dæmis var flutningur þýska þjóðlagsins Þú komst í hlaðið við ljóð Davíðs Stefánssonar undir stjórn Árna Ingimundarsonar góður og skemmtilega blæbrigðaríkur. Talsvert vel tókst líka flutningur lagsins Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson við Ijóð Davíðs Stefáns- sonar, sem Árni Ingimundarson einnig stjórnaði. Kórinn náði víða góðum styrk en ekki síður mýkt, þar sem þess þurfti við. Hvað best tókst þó aukalagið Þú álfu vorrar yngsta land, sem Árni Ingimundarson stjórnaði einnig. Kórinn var verulega hrífandi í túlkun sinni á þessu lagi. Undirleikur Richards Simms var traustur, studdi vel að og var smekklega útfærður. Af þessum tónleikum má ætla, að karlakórar Akureyrar séu að komast á skrið á ný. Þó að enn sé ýmislegt sem betur mætti fara, voru Kórarnir á margan hátt líflegri og skemmtilegri en á fyrri tónleikum, sem undirritaður hef- ur sótt. Það er mjög ánægjulegt og vonandi merki þess, að þessi mikilvæga starfsemi á akri tón- listarinnar sé að rísa úr þeirri lægð, sem hún hefur verið í hér í bænum nokkuð mörg undanfarin ár. Haukur Ágústsson. NU STANDA YFIR HEWLETT PACKARD nAriAP ^SLÓÐ HP LASERPRENTA^ ^ableksprautuprentar/* * Seldir á sérstöku kynningarverði til 30. apríl _ LVUTÆKI FURUVÖLLUM 5 • SÍMI 96 26100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.