Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 28.04.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. apríl 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs hf., um ástand Sigluflarðarflugvallar: Sigluflörður er efst á „umhugsuuarlistanum" Gunnar Þorvaldssson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs hf., segir ekkert launungarmál að áætlunarflug til Siglufjarðar sé efst á „umhugsunarlista“ fyrir- tækisins. Engar ákvarðanir hafl þó verið teknar, en óviðunandi ástand Siglufjarðarflugvallar auðveldi ekki að halda uppi áætlun á þessari leið. í Degi í gær kom fram að Siglufjarðarflugvöllur hafi verið samfleytt lokaður í átta daga fyrr í þessum mánuði vegna aurbleytu. Völlurinn opnaðist sl. sunnudag, en eftir frostnótt í fyrrinótt lokað- ist hann aftur og segir Brynja Svavarsdóttir, umboðsmaður Is- landsflugs á Siglufirði, að svo kunni að fara að völlurinn verði lokaður næstu daga. Það fari þó eftir tíðarfari. Siglfirðingar eru orðnir lang- Reyklaus dagur 29. april 1993: Hvatt til lífs í hreinu lofti! Reyklausi dagurinn í ár er á morgun, 29. apríl. Reyklaus dagur hefur orðið mörgum tímamótadagur og frá klukkan 12,00 til 16,00 verður opið hús hjá Krabbameinsfélagi Akur- eyrar og nágrennis í nýjum húsakynnunt félagsins að Gler- árgötu 24,2. hæð. Halldóra Bjarnadóttir, formað- ur Tóbaksvarnanefndar, segir, að mörgum þyki heppilegt að miöa á sérstakan dag til að hætta reyking- um. og til þess sé reyklausi dagur- inn vel fallinn. „Þeir reykinga- menn sem ekki eru reióubúnir að stíga skrefið til fulls, geta sýnt þeim sem ætla að hætta að reykja 29. apríl mikilvægan stuðning með því aö reykja ekki þann dag. Annar mikilvægur tilgangur með reyklausum degi er að vekja at- Jóhann Tómas Sigurðsson, nemandi á öðru ári við Mennta- skólann á Akureyri og jafn- framt í ntúraranámi við Verk- menntaskólann á Akureyri er einn sjö námsmanna sem Landsbanki íslands úthlutaði í gær svokölluðum Námustyrk. Tæplega 500 umsóknir bárust að þessu sinni um styrk úr Nám- unni, námsmannaþjónustu Lands- bankans, en félagar í henni eru um 10 þúsund. I dómnefnd, sem sá um val á styrkþegum, voru dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, Almar Eiríksson, formaður BISN, Sverrir Her- mannsson, bankastjóri, Kjartan Gunnarsson, starfandi formaður bankaráðs Landsbankans og Kristín Rafnar, útibússtjóri Vest- urbæjarútibús L.I. óþh hygli á afleiðingum tóbaksreyk- inga og ekki síður óbeinna reyk- inga. Undanfarið hefur mikil áhersla verið lögð á baráttuna fyrir reyklausum vinnustöðum og vill Tóbaksvamanefnd enn á ný hvetja fólk til að nota tækifærið á reyk- lausum degi að ræða tóbaksvamir á vinnustöðum, einkum þar sem reykingar hafa ekki enn verið tak- markaóar,“ segir Halldóra Bjama- dóttir. ój þreyttir á þessu ástandi og krefjast þess að flugvellinum verði komið í viðunandi horf. Bjöm Valdi- marsson, bæjarstjóri á Siglufirði, segir að þetta mál hafi margoft veriö rætt í bæjarstjóm og það hafi einnig verið rætt oft við þing- menn Norðurlands vestra. „Þetta er eitt af þeim þrem málum sem við höfum lagt mikla áherslu á við þingmenn. Mér sýnist að í ljósi ástandsins að undanfömu, þá verðum við að fá sérstakan fund um þetta mál með þingmönnum, eða grípa til einhverja ráðstafana," sagöi Björn. Ekki fengust upplýsingar hjá Flugmálastjóm í gær um hvenær áætlað væri að fara í endurbætur á Siglufjarðarflugvelli, en eftir því sem næst verður komist er hann ekki ofarlega á framkvæmdalista Flugmálastjómar. „Þetta er árlegt vandamál. Við þurfum að aflýsa flugi til Siglu- fjarðar af og til allan veturinn, en áberandi mest á vorin,“ sagði Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri fslandsflugs hf. Samkvæmt áætlun er flogið fimm sinnum í viku til Siglufjarðar, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtu- daga, föstudaga og sunnudaga, en þá daga sem einhverra hluta vegna er ófært til Siglufjarðar, er vélum félagsins flogið til Sauðárkróks og vörur og farþegar fluttir landleið- ina til Siglufjarðar. Þessi fylgir mikill kostnaður, að sögn Gunn- ars, fyrir svo utan óhagræði af slíku. „Mér er engin launung á því að Siglufjörður er langefst á umhugs- unarlistanum. Það gildir það sama um íslandsflug og önnur fyrirtæki að við þurfum aó hagræða. I því sambandi hef ég verulegar áhyggjur af Siglufirði, enda hefur ítrekað verið óskað eftir lagfær- ingum á fiugvellinum. Þrátt fyrir óviðunandi ástand vallarins hefur ekki verió gefinn afsláttur af lend- ingargjöldum á Siglufirói og hið opinbera hefur því ekki komið til móts við okkur,“ sagði Gunnar. óþh Breytingar á yfírstjórn íslandsbanka: Valur Valsson eini bankastjórinn - en framkvæmdastjórarnir eru fimm Bankaráð íslandsbanka sam- þykkti á fundi sínum í vikunni nokkrar breytingar á yfirstjórn bankans. Þessar breytingar, sem taka þegar gildi, eru að mati bankaráðs eðlilegt framhald af samruna bankanna Qögurra og miða að því að aðlaga bankann að breyttum ytri og innri að- stæðum. Þær munu ennfremur styrkja yfirstjórn bankans og Öryggisþjónustan Vari og Raflagnaverkstæði Tómasar: Sýning öryggistækja að Hótel KEA í gær kynnti Öryggisþjónustan Vari og Raflagnaverkstæði Tóntasar Sæmundssonar á Ak- ureyri samvinnu sína í öryggis- málum á Akureyri að Hótel KEA. I máli Viðars Agústssonar, framkvæmdastjóra Vara, kom fram að Öryggisþjónustan Vari hefur frá stofnun veitt alhliða þjónustu á sviði öryggismála fyr- irtækja, stofnana og heimila. Starfssvið fyrirtækisins hefur spannað brunaviðvaranir, þjófa- varnir, aðgangsstjómkerfi, örygg- isgæslu öryggisvarða, neyðar- hnappa sjúklinga ásamt mörgu fieiru. „Raflagnaverkstæði Tómasar gerðist umboðsaðili Öryggisþjón- ustunnar Vara sl. haust og síðan hefur Tómas setið námskeið hjá Vara og öðlast viðurkenningu sem þjónustuaðili öryggiskerfa Vara. Tómas hefur ennfremur viður- kenningu Brunamálastofnunar rík- isins, sem fullgildur prófunar- og úttektaraðili á brunavamarkerfum frá Vara,“ segir Viðar Ágústsson. ój A sýningu Öryggisþjónustunnar Vara og Raflagnavcrkstæðis Tómasar að Hótel KEA á Akureyri talið frá vinstri. Tómas Sæmundsson framkvæmdastjóri, Jóhann Ólafsson söiustjóri Vara, Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri Vara og Baldur Ágústsson forstjóri Vara. í bakgrunni er hluti þess öryggisbúnaðar sem var á sýningunni. Mynd Robyn einfalda ákvarðanatöku. Bankastjóm samþykkti bókun varðandi þessar breytingar á fundi sínum og þar segir m.a.: Banka- stjóm Islandsbanka hf. fer með daglega framkvæmdastjóm bank- ans en í henni sitja bankastjóri, sem er formaður bankastjómar, svo og framkvæmdastjórar. Bankastjóri er ráðinn af banka- ráði og eru ábyrgur gagnvart því. Framkvæmdastjórar eru ráðnir af bankaráði að fengnum tillögum bankastjóra og ákveður bankaráö fjölda þeirra. Bankaráð ákveður laun og önn- ur ráðningarkjör bankastjóra og framkvæmdastjóra og setur þeim erindisbréf. Bankaráð ákveður einnig verkaskiptingu þeirra að fengnum tillögum bankastjórnar. I kjölfarið ákvað bankaráð að ráða Val Valsson bankastjóra Is- landsbanka. Þá var ákveðið að eft- irtaldir gegni störfum fram- kvæmdastjóra við bankann: Ás- mundur Stefánsson, sem ber ábyrgð á rekstrardeild og fjárfest- ingalánum, Bjöm Bjömsson, sem ber ábyrgð á útibúaþjónustu og markaósdeild. Hann verður jafn- framt staðgengill bankastjóra. Kristján Oddsson, sem ber ábyrgð á starfsmannaþjónustu og tölvu- og upplýsingadeild. Ragnar Ön- undarson, sem ber ábyrgð á lána- eftirliti og lögfræðideild og Tryggvi Pálsson, sem ber ábyrgð á alþjóðadeild og fjarstýringu. Þeir sem ráónir hafa verið í stöðu bankastjóra og fram- kvæmdastjóra hafa allir langa reynslu vió störf að bankamálum og atvinnu- og vinnumarkaðsmál- um. Þeir eru jafnframt gjörkunn- ugir málum Islandsbanka. DC - 486SX 25 MHz vinnsluíiraði - stœfifmnleg { 50 MHz 4 MB minni - stœfikaniegt í 18 MB X-VGA sfijáfíort m/Win S3 firaðli Local bus - 120 MB diskur Dos 5.0 og Dos 6.0 - Windows 3.1 og mús Vifctor M 486 DX33 4 MB minni - stœfifianieg í 32 MB 105 MB diskur - SVGA skjár Dos 5.0 og Dos 6.0 Windows 3.1 og mús Bjóðum upp á góð greiðslukjör T.d. ekkert út og eftirstöðvar á allt að 30 mán. EST hf. K Glerárgötu 30 • Símar: 12290 & 12291 1*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.