Dagur - 20.05.1993, Side 1
76. árg. Akureyri, fimmtudagur 20. maí 1993 94. tölublað
ft/rs
Stúdentastjörnur
14 kt. gull
Verð kr. 3.000.
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Ríkisstjórnin samþykk byggingu nýrrar álmu við FSA:
Vil helst að byggingin verði tekin í notkun eftir þqú ár
- segir Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra
Sighvatur Björgvinsson, heil-
brigðisráðherra, segist vænta
þess að undirbúningur að fram-
kvæmdum við byggingu nýrrar
álmu við Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri hefjist sem fyrst og
byggingin verði tekin í notkun
eigi síðar en eftir þrjú ár.
Sighvatur segir að unnið hafi
verið að víótækri könnun á því
hvert sjúklingar leiti eftir aðgerð-
um. „I ljós hefur komió að sjúk-
lingastraumurinn hefur ekki verið
í sömu átt og fjárveitingastraum-
urinn, sem þýðir að við höfum
verið að setja peninga í að byggja
upp aðstöðu, m.a. í aðgerðum og
fæðingum, á stöðum þar sem að-
gerðir og fæðingar fara ekki leng-
ur fram. Við erum því með tals-
verða offjárfestingu í sjúkrahús-
um og má segja að þar vanti ekk-
ert nema sjúklingana. Þróunin er
sú að það eru að verða tveir raun-
verulegir aðgerðastaðir, Akureyri
og Reykjavík, m.a. vegna fram-
fara í læknisfræði og aukinna
krafna um öryggi í skurðaðgerð-
um. Ég tilkynnti ríkisstjórninni og
fékk samþykki fyrir að lokið yrði
við þau verkefni sem unnið er nú
að utan Akureyrar og Reykjavík-
ur, en ekki yrðu hafnar nýjar
framkvæmdir að svo stöddu.
Jafnframt verði lögð höfuðáhersla
á aó byggja upp sjúkrahúsin á
Akureyri og í Reykjavík sem að-
geróaspítala landsins. I framhaldi
af samþykki ríkisstjórnarinnar
fyrir þessari stefnumörkun, þá
legg ég til að farið verði í bygg-
ingu nýrrar álmu við FSA, sem
hafist verði handa við á þessu
vori,“ sagði Sighvatur. „Menn
hafa verið með bráðabirgðalausnir
á Akureyri vegna fjárskorts og
menn hafa rætt um bráðabirgða-
lausn til þess að leysa vanda
bamadeildar. Eins og þessi stefnu-
mótun kveöur á um, þá vil ég
helst aó menn takist á viö varan-
leg verkefni, sem eru að vísu mun
dýrari. Það þýðir með öðrum orð-
um að væntanlega verður byrjað á
framkvæmdum við byggingu
nýrrar álmu við FSA í sumar og
Útgerðarfélag Akureyringa:
Fituflegimi ufsi til veit-
ingahúsa í Bandaríkjimum
- markvisst unnið að því að flytja
fullvinnslu á físki heim til íslands
Síðustu daga hafa fulltrúar veit-
ingahúsafyrirtækis í Texas í
Bandaríkjunum, sem sl. 28 ár
hefur keypt fisk af Coldwater,
dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í Bandaríkj-
unum, verið hjá Utgerðarfélagi
Akureyringa og leiðbeint starfs-
fólki um skurð á fituflegnum
ufsa. Um er að ræða vinnslu
sem veitingahúsin hafa til þessa
sjálf annast, en gangi þessi til-
raunavinnsla ÚA vel er ljóst að
framhald verður á og þegar
fram í sækir kann þessi nýja
vinnsla, sem er töluvert vinnu-
aflsfrek, að þýða fjölgun starfa
í fiskvinnslunni.
Páll Pétursson, framkvæmda-
stjóri gæða- og vöruþróunarsviðs
Coldwater, segir að í hnotskurn
snúist þetta mál um það að færa
Stóru-Laugar í Reykjadal:
Ær og lömb
skorin vegna riðu
Öllu fé á bænum Stóru-Laugum
í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu
var fargað nú í miðjum sauð-
burði, alls 130 fullorðnum ám
og 100 lömbum, eftir að riðu-
veikitilfelli greindist á bænum.
Ekki hefur greinst riðuveiki á
þessu svæði sl. tvö ár. Árið 1986
var allt fé skorið á Stóru-Laugum
vegna riðu en bóndinn tók fé aftur
árið 1988. Þetta kemur fram í
Víkurblaðinu á Húsavík. KK
fullvinnslu á Fiskinum frá Banda-
ríkjunum heim til Islands, aó því
sé markvisst unnið. Páll segir ekki
tilviljun að Útgerðarfélag Akur-
cyringa hafi verið valið fyrst ís-
lenskra fiskvinnsluhúsa í þessa
fullvinnslu. Þar á bæ séu viðhöfð
vönduð vinnubrögð eins og
gæðaviðurkenningar undanfarinna
ára vitni um.
Gunnar Aspar, framleiðslu-
stjóri Útgeróarfélags Akureyringa
hf., segir að um sé að ræða meiri
skurð á fiskinum en starfsfólk
ÚA hafi áður kynnst. „Ufsinn er
raunverulega skorinn tilbúinn
beint á pönnu veitingahúsanna í
Bandaríkjunum. Þessir kaupendur
hafa tvo veitingastaði á sínum
snærum og nota að jafnaði 3000
pund á viku á hvorum þeirra. Ef
dæmið gengur upp ráðgera þeir
að bæta við 3-4 veitingastöðum á
næsta ári. Við getum orðað það
svo að meó þessari vinnslu séum
við aö lyfta ufsanum um eitt stig
og á þennan hátt nálgast hann
þorskinn í verðum.“
Gunnar segir aö þessi vinnsla
gangi ljómandi vel og hann vænt-
ir þess að unnt verði aó afgreiða
tilraunasendingu á ufsanum í lok
mánaðarins eða byrjun næsta
mánaðar.
„Þessi fullvinnsla er mannfrck
og Bandaríkjamennirnir eru mjög
hrifnir af starfsfólkinu hér. Þeir
áttu ekki von á því að fólk væri
svo fljótt að aðlaga sig þessum
nýju vinnubrögðum. Fyrir okkar
starfólk var mikill plús að heyra
það,“ segir Gunnar Aspar. óþh
reynt að ljúka þeim á tiltölulega
skömmum tíma. Ég vil helst að
byggingin verði tekin í notkun
eftir þrjú ár.“
Frá fyrra ári eru 30 milljónir
króna til framkvæmda við FSA
og á fjárlögum þessa árs eru 20
milljónir króna. I allt eru því 50
milljónir króna í fyrsta áfanga
byggingarinnar. „Við eigum að
geta klárað fyrsta áfanga án þess
aó þurfa viðbótarfé á þessu ári.
Við þurfum hins vegar að skuld-
binda okkur um framlög til næstu
ára. Þessu til viðbótar hef ég gert
ráðstafanir til þess að veita 12
milljónum króna sem viðbótar-
fjárveitingu til FSA þannig að
hægt verði að takast á við við-
haldsverkefni innanhúss og hugs-
anlega að lagfæra eitthvað strax
fyrir bamadeildina."
Gert er ráð fyrir að umrædd
bygging snúi í austur- vestur,
austur af svokallaðri tengibygg-
ingu. Samkvæmt áætlunum kost-
ar hún á þriðja hundrað milljónir
króna og greiðir ríkið 85% stofn-
kostnaðar cn Akureyrarbær 15%.
Sighvatur segir að nú þegar verði
hafnar viðræður ríkis og Akureyr-
arbæjar um málið og stjóm FSA
muni væntanlega fjalla um það
fyrr en síðar.
„Gert er ráð fyrir að húsið
verði hannað sem þriggja hæða
bygging, en í fyrsta áfanga verði
byggðar tvær neðri hæðirnar og
sett á þær þak til bráðabirgða,
þannig að hægt verði síðar að
byggja ofan á þær,“ sagði Sig-
hvatur.
„Við þurfum líklega einhverja
fyrirgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum
á Akureyri vegna þess að við vilj-
um klára þessa byggingu sem
allra fyrst. Þá þurfum við að gera
samning við bæinn um það að
hann hugsanlega útvegi lán á
byggingartímanum, sem ríkið síð-
an greiðir til baka.“
Eins og Dagur hefur greint frá
áður hafa staðið yfir viðræður
eigenda Amaro-hússins á Akur-
eyri og heilbrigðis- og fjármála-
ráðuneyta um kaup ríkisins á
hluta Ámarohússins fyrir Heilsu-
gæslustöðina á Akureyri. Heil-
brigðisráðherra segir að búið sé að
leggja fram kauptilboð og hann
væntir þess að samningar takist á
grundvelli þess. „Ég vænti þess
aó nauðsynlegar breytingar á hús-
næðinu hefjist strax á þessu ári,“
sagði heilbrigðisráðherra. óþh
Víkingur Gunnarsson og Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautar Búnaðarfélags íslands, að dómsstörfum á
Hlíðarholtsvelli ofan Akureyrar. Eitt hundrað og tuttugu hross voru dæmd kynbótadómi, cn á laugardaginn vcrður
yfirlitssýning á Melgerðismelum, þar sem fram koma þau hross sem hæf cru talin tll ræktunarstarfsins. Mynd: Robyn
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs veitir styrkjum til
nokkurra sveitarfélaga á Norðurlandi:
Getum ráðið marga sem orðnir
voru langeygir eför vinnu
- segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði
Björn Valdimarsson, bæjar-
stjóri á Siglufirði, segir nýja af-
greiðslu á umsókn bæjarins til
stjórnar Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs gott framlag til upp-
byggingar á síldarminjasafninu
í bænum. Stjórn sjóðsins lagði
til við félagsmálaráðherra að
bærinn fengi í heild sem næmi
launum átta starfsmanna í þrjá
mánuði og fjögurra starfs-
manna í tvo mánuði. í af-
greiðslu sjóðsins nú í vikunni
var einnig samþykkt að veita
styrkjum til nokkurra annarra
sveitarfélaga á Norðurlandi.
Bjöm Valdimarsson segir að
Siglufjarðarbær hafi sótt um að
stærstum hluta til uppbyggingar á
Síldarminjasafninu og umhverfi
Roaldsbrakka en einnig til upp-
byggingar á leik- og tjaldsvæði
við Hól. Þessi úthlutun segir hann
að skipti miklu máli fyrir at-
vinnumál á Siglufirði en þar eru
nú 37 á atvinnuleysisskrá. „Þetta
er mjög gott og þó atvinnuleysið
hafi minnkað hér þá voru margir
orðnir langeygir eftir vinnu og
við getum ráðið talsvert af þessu
fólki núna,“ sagði Bjöm.
Dalvíkurbæ var einnig úthlutað
til sex verkcfna sem veitir 30
manns vinnu í eina viku og 30 í
tvær vikur. Þá fengu sjö hreppar á
Norðurlandi vestra úthlutun til
hreinsunarstarfa sem veitir sjö
starfsmönnum vinnu í þrjá mán-
uði.
Loks fékk Blönduós úthlutun
vegna verkefnis á sauma- og
prjónastofunum en vegna þess er
miðað við að sex starfsmenn fái
vinnu í sex mánuði. JÓH