Dagur - 20.05.1993, Page 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 20. maí 1993
Þorvaldur Örlygsson, knattspymumaður frá
Akureyri, hefur leikið sem atvinnumaður
með enska liðinu Notting-
ham Forest síðastliðin ár. Hann gerði
samning við félagið þann 15. desember
árið 1989 og hefur átt bæði góða daga og
slæma hjá Forest á þessum tíma.
Félagið stendur nú á tímamótum og
sjálfsagt vilja flestir stuðningsmanna liðsins,
gleyma nýafstöðnu keppnistímabili
sem fyrst. Forest féll í 1. deild í vor og þá
var hinum litríka framkvæmdastjóra
félagsins, Brian Clough, sagt upp störfum
eftir áratuga starf. Við starfi hans er
tekinn Frank Clark, sem á ámm áður lék
með liðinu. Clark hefur undanfarin ár
stjómað Lundúnaliðinu Leyton Orient en
gerði nýlega tveggja ár samning
við Forest. Dagur hitti Þorvald að máli á
heimili hans í Nottingham fyrir
skömmu og spjallaði við hann um tíma sinn
hjá Forest, íslenska landsliðið og fleira.
Hann var fyrst spurður að því hvort það hafi
alltaf verið stefnan að gerast
atvinnumaður í fótbolta.
í atvinnumennsku eru bæði góðar stundir og
slæmar og maður reynir að nýta þær góðu
- segir Þorvaldur Örlygsson, knattspyrnumaður á Englandi í viðtali við Dag
„Ég held aó það sé stefnan hjá
hvaða strák sem spilar fótbolta að
komast í atvinnumennsku. Heima
á Islandi er það fjarlægur draum-
ur og möguleikarnir á því að
komast í atvinnumennsku eru ekki
miklir.“
Góðar stundir og slæmar í
atvinnumennskunni
- En er raunveruleikinn sá
sami og draumurinn?
„Það er langt því frá og allt
miklu tilkomumeira í fjarlægð og
manni finnst allt miklu betra ann-
ars staðar. I atvinnumennsku eru
bæði góðar stundir og slæmar og
maður reynir að nýta þær góðu.“
- Hvemig finnst þér að ganga
inn á völlinn þar sem þúsundir af
öskrandi stuóningsmönnum eru til
staðar?
„Ég held að það sé eitt af því
sem gefur lífinu gildi í atvinnu-
mennskunni. Þegar maður er að
spila, er maður eins og hver annar
leikari, maður fer inn á völlinn til
að sýna sig og sjá aðra. Maður fær
„kick“ útúrþví."
- Þorvaldur hefur verið at-
vinnumaóur hjá Forest í tæp fjög-
ur ár og því er ekki úr vegi að
spyrja hann að því hvernig þessi
tími hafi verið.
„Fyrsta tímabilió var mjög
skemmtilegt, ég komst strax í lið-
ið og mér gekk nokkuð vel. Síðan
lenti ég upp á kant við bæði þjálf-
ara og stjóm og í fyrra var ég
ekkert með aðalliðinu. Það var
geysilega erfiður tími og reyndi
mikið á taugarnar, bæði hjá mér
og fjölskyldu minni. Það var erf-
iðasti tíminn hjá félaginu og í
raun mjög lærdómsríkur en ég
mundi ekki vilja ganga í gegnum
hann aftur.“
Aðstaðan hjá Forest með því
besta semgerist
- Hvað er þú búinn að spila marga
heila leiki með aðalliði Forest?
„Já þar kom að því,“ segir Þor-
valdur og brosir. „Eg get nú ekki
svarað því nákvæmlega en ætli
þeir séu ekki um 50-60.“
Þorvaldur segir að aðstaðan hjá
Forest sé með því besta sem ger-
ist á Englandi og jafnvel þó víðar
væri leitað. „Forest er stór klúbb-
ur og fjárhagslega vel stæóur og
hann er vel rekinn.“
- Hvemig er æfingum háttað
fyrir mót og á meðan keppnis-
tímabilió stendur yfir?
„Við mætum til æfinga mánuði
fyrir mót. Þá er mikið um hlaup
og m.a. langhlaup í skóginum hér
við Nottingham. Þá er farið í
ferðalög út í heim og spilaðir æf-
ingaleikir. Erfiðast tíminn er á
undirbúningstímabilinu og í upp-
hafi móts. Eftir að deildarkeppnin
er komin vel af stað, eru æfingar
komnar í fastar skorður og þá ekki
eins erfiðar."
Er undirbúningur atvinnu-
manna hjá Forest fyrir keppnis-
tímabilið og síðan fyrir leiki, eitt-
hvað öðruvísi en t.d. hjá KA, er
þú spilaðir á Islandi?
„Undirbúningur fyrir keppnis-
tímabilió heima á íslandi er tölu-
vert erfiður, ekki síst þar sem vet-
urnir eru bæði harðir og langir og
aðstaðan léleg. Aðstaðan á Akur-
eyri er sérstaklega slæm og það er
til skammar að knattspymumönn-
um þar skuli ekki boðið upp á
betri aðstöðu. Undirbúningur fyrir
leikina sjálfa er mjög ólíkur hjá
t.d. Forest og KA. Leikmenn á Is-
landi undirbúa sig geysilega vel
fyrir leiki og gefa sér langan tíma
í það. Þar koma menn saman 2-3
tímum fyrir leik og ræða málin.
Hjá Forest mæta leikmenn
klukkutíma fyrir leik og sjá þá á
töflu upp á vegg hvort þeir eru í
liðinu þann daginn eða ekki.“
Brian Clough er skrýtin
persóna
- Brian Clough, fráfarandi fram-
kvæmdastjóri Forest, þykir litrík-
ur persónuleiki, hvemig hafa sam-
skipti ykkar verið þann tíma sem
þú hefur verið hjá liðinu?
Þorvaldur Örlygsson
framan við húseign sína í
Nottingham, ásamt
fréttaritara Dags, Kristel
Kristjánsdóttur.
Mynd: Svafa Björg.
◄
„Samskipti okkar hafa verið
bæði upp og ofan. Hann er sú
skrýtnasta persóna sem ég hef
nokkurn tíma fyrir hitt á ævinni.
Ég mun sennilega aldrei hitta jafn
sérstakan og skrýtinn náunga aftur
á ævinni. Hann hefur í rauninni
ekki haft nein samskipti við leik-
menn sína allan sinn fram-
kvæmdastjóraferil. Hann hefur
samt átt það til að vera skemmti-
legur og einnig leiðinlegur líka.
Hann fer sínar eigin leiðir og mun
gera það áfram. Ég hef þó lært
ýmislegt af honum og kem til
með að notfæra mér það í framtíð-
inni.“
- Það hlýtur að hafa verið mik-
ið áfall fyrir Forest að falla í 1.
deild?
„Já, það var geysilegt áfall fyrir
svona stóran klúbb eins og Forest
aó þurfa að horfa á eftir úrvals-
deildarsætinu og eins er þetta áfall
fyrir enska knattspymu. Forest er
með góðan mannskap og hefur
spilað góðan fótbolta en svo eru
önnur lið enn í úrvalsdeildinni,
sem bæði hafa spilað illa og hafa
ekki á að skipa eins góðum leik-
mönnum. En svona gengur þetta í
knattspyrnunni."
Þorvaldur segir ljóst að í fram-
haldinu komi til með að verða
breytingar á leikmannahópi fé-
lagsins, bæði vegna þess að liðið
féll og eins vegna þess að búið er
að skipta um framkvæmdastjóra.
„Hvort þessar breytingar komi til
með að eiga sér stað strax í sumar
eöa á næsta ári veit ég ekki en ég
á von á að stjömumar fari en
kjaminn haldi áfram.“
Þorvaldur hættir hjá Forest
Þovaldur átti allt eins von á því að
halda áfram aó leika með Forest
og þegar viðtalið var tekið í síð-
ustu viku, var hann á leið í samn-
ingaviðræður um allt 2-3 ára