Dagur - 03.07.1993, Page 14

Dagur - 03.07.1993, Page 14
14 - DAGUR - Laugardagur 3. júlí 1993 Um VÍÐAN VÖLL Umsjón: Stefán Sæmundsson Krafan er... Krá í Kaupang. Það er með öllu ófært að Brekkusniglar skuli sitja þurrbrjósta meöan Þorparar, Innbæingar og Eyrarpúkar geta þjórað að vild á næstu krá, svo ekki sé minnst á þá sem eru svo heppnir að búa í Miöbæn- um. Fyrst Þorparar eru að fá krá eóa einhvers konar veit- ingastaó í Sunnuhlíð er það höfuðkrafa þeirra sem Brekkuna byggja að fá sam- bærilega þjónustu í Kaup- angi. Eins og staðan er í dag þurfa menn aó fara langar leiðir ofan af Brekku niður í bæ til að fá sér í glas og njóta kráarstemmningar og þetta útheimtir mikinn leigubílakostnað eða kallar í versta falli á ölvunarakstur. Brekkusniglar eru ekki síður þyrstir og þeir eiga rétt á aó sitja viö sama borð og aðrir bæjarbúar. Verði ekki orðiö við þessari sjálfsögðu kröfu á næstu vikum munu þrýsti- hópar fara af stað með und- irskriftalista, kröfugöngur verða famar og bílflautur þeyttar. Og það er bara byrj- unin. Alfræði Goggunarröð: Stigskipt félagskerfi hjá dýrum sem lifa í hópum, eink- um algeng hjá fuglum. I hverjum hópi ríkir eitt dýr, þ.e. er efst í goggunarröðinni, og sýnir öllum öðrum í hópnum ýgi og yfirgang. Önnur dýr hópsins raðast á mishá þrep í goggunarröðinni og lúta þeim er ofar standa en kúga þau sem skipa neðri þrepin. Norski félags- og dýrasálfræðingurinn Thorleif Schjel- derup-Ebbe (1894-1976) lýsti fyrir- bærinu fyrstur. Dagskrá fjölmiðla Furður Fyrirtæki í New York sem framleiddi billjarðskúlur bauð árið 1860 10 þúsund dollara verólaun hverjum þeim sem gæti fundið upp efni sem komið gæti í staö fílabeins, sem þá var notað í kúlumar. Maóur nokkur aö nafni John Wesley Hyatt vann til verðlaunanna meö efni sem hann kallaði celluloid. Það var fyrsta plastefnið. Fyrsta plastió sem eingöngu var unnið úr gerviefnum var framleitt 1907 af Belganum Leo Baekeland og fékk nafniö Bakelit. „Hvernig er nýi kennarinn?" „Ekkert sérstakur. Hann skilur varla það sem ég skrifa.“ Bandarískur rithöfundur lýsti því yfir á góðri stundu aö þegar hann hefði tíma myndi hann taka saman bók sem ætti að heita: Hvað vita karlmenn um konur? - Bókin á vera 500 blaðsíður og þær munu allar verða auðar. Skipstjóri á stóru farþegaskipi hafði lagt sig til svefns en varð fyrir ónæði af hjónum í lúkarn- um við hliðina og festi ekki blund. Hjónin voru að rífast og leið alllöng stund áður en þau höfðu sig til koju. En þá tók ekki betra við. Frúna tók að iðra allt hið illa sem hún hafði sagt um manninn sinn. Bað hún hann að lokum að kyssa sig en maður- inn var líklega enn reiður. Varð nú kyrrt um stund en síðan hrópaði konan í angist: „Kysstu mig, Anton, kysstu mig.“ Ennþá varð alllöng kyrrð áður en konan hrópaði á ný: „Þú verður að kyssa mig, Anton. Þú verður að kyssa mig góða nótt.“ Enn varð kyrrð í næstum hálfa klukkustund og skipstjór- inn var næstum sofnaður þegar konan fór aftur aö hrópa: „Kysstu mig, Anton. Ég get ekki sofnað fyrr en þú hefur kysst mig...“ Nú var skipstjóra nóg boðið svo hann bankaði þéttingsfast í vegginn og kallaði skipandi: „Flýttu þér að kyssa hana, Anton, annars get ég ekki sofn- að heldur.“ Orðahókin vakka, -aði S reika, vappa, vera á vakki: v. kringum e-n; v. yfir e-u gæta e-s, líta eftir e-u, láta [skip] v. v/ð láta skip lóna áöur en þaó er sett á fulla ferð. Málshættir Dregst margur með djúpa und, þó dult fari. Margar eru óhaglegar unn- ustur. Sjónvarpið Laugardagur 3. júlí 09.00 Morgunsjonvarp barn- anna. Sómi kafteinn (8). Sigga og skessan (4). Litli ikorninn Brúskur (20). Nasreddin (14). Galdrakarlinn í Oz (4). 10.30 Hlé. 16.30 Mótorsport. 17.00 íþróttaþátturinn. í þættinum verður meðal annars fjallað um íslands- mótið í knattspymu. 18.00 Bangsibestaskinn(21). 18.25 Spíran. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Strandverðir (21). 20.00 Fréttir. 20.30 Veður. 20.35 Lottó. 20.40 Hljómsveitin (8). 21.30 Uppkoma svik um síðir. Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1991. Atta ára drengur missir móður sína í bilslysi. Þegar grennslast er fyrir um föður hans kemur margt óvænt á daginn. Aðalhlutverk: Steven Weber, Katherine Helmond og Robert Gorman. 23.10 Vígaslóð. Bandarísk spennumynd frá 1987. Lögreglumaður, sem er á lejð að taka við nýju starfi i smábæ í Kaliforníu, er myrtur. Árásarmaðurinn vill- ir á sér heimildir og gengur inn í hlutverk hins látna. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki við hæfi áhorfenda yngri en 16 ára. 00.40 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 4. júlí 09.00 Morgunsjónvarp barn- anna. Heiða (27). Leikíöng á ferðalagi. Gosi (2). Hlöðver grís (20). Felix köttur (25). 10.30 Hlé. 16.45 Svanur. Ný, íslensk kvikmynd þar sem segir frá rosknum manni sem kemur til Reykja- víkur í fyrsta skipti til að leita sér lækninga. 17.35 Síldarréttir. Síðasti þáttur. 17.50 Sunnudagshugvekja. Séra Torfi Hjaltalín Stefáns- son flytur. 18.00 Gull og grænir skógar (1). (Guld og grönne skove.) Fyrsti þáttur af þremur um fátæka fjölskyldu í Kosta Ríka sem bregður á það ráð að leita að gulli til að bæta hag sinn. 18.25 Fjölskyldan í vitanum (10). (Round the Twist.) 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Roseanne (10). 19.30 Auðlegð og ástríður (125). 20.00 Fréttir og íþróttir. 20.35 Veður. 20.40 Húsið í Kristjánshöfn (23). 21.10 Ásdís Jenna. Mynd um Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur ljóðskáld. Ásdís Jenna á við alvarlega fötlun að stríða en mætir amstri dagsins með bros á vör staðráðin í að lifa lífinu eins og henni sjálfri hentar. 21.45 Herragarðseigandinn. (Master of the Manor.) Bandarísk verðlaunastutt- mynd frá 1987. Þetta er. saga um græðgi, morð og hefnd og segir frá samskiptum herragarðseig- anda og þjónustustúlku hans. Aðalhlutverk: Charles Keating og Naomi Riseman. 22.15 Töfratónar. (Magic of the Musicals.) Marti Webb og Mark Rattray syngja lög úr þekktum söng- leikjum, meðal annars úr Vesalingunum, Köttum, Evítu og Ungfú Saigon. 23.10 Sænska mafían. Þáttur um sænsk áhrif í íslensku þjóðfélagi fyrr og nú. 23.45 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 5. júlí 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Töfraglugginn. 20.00 Fréttir og íþróttir. 20.35 Veður. 20.40 Simpsonfjölskyldan (20). (The Simpsons.) 21.10 Fólkið í landinu. Þú veist ég er álfadrottn- ing. Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir við Unni Eyfells um æskuár hennar við Tjörnina í Reykjavík og námsferil í Bandaríkjunum. Unnur ræðir einnig um tilurð Þjóðdansa- félags Reykjavíkur en hún var einn af stofnendum þess og auk þess syngur hún tvö lög í þættinum. 21.30 Úr ríki náttúrunnar. Lífið við ána. (Wildlife on One: Red River Safari) 22.05 Frjáls Frakki (2). (The Free Frenchman) Bresk/franskur myndaflokk- ur byggður á sögu eftir Piers Paul Read. í myndaflokknum segir frá Bertrand de Roujay, frönskum aðalsmanni sem hætti lífi sínu í baráttu frönsku andspyrnuhreyfing- arinnar gegn herliði Þjóð- verja í síðari heimsstyrjöld- inni. Aðalhlutverk: Derek de Lint, Corinne Dacle, Barry Foster, Jean Pierre Aumont og Beatie Edney. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Laugardagur 3. júlí 09.00 Út um græna grundu. 10.00 Lísa í Undralandi. 10.30 Skot og mark. 10.50 Krakkavísa. 11.15 Ævintýri Villa og Tedda. 11.35 Furðudýrið snýr aftur. (The Return of the Psammead.) 12.00 Úr ríki náttúrunnar. (World of Audubon.) 12.55 Sigrún Ástrós. (Shirley Valentine.) Það er breska leikkonan Pauline Collins sem fer með hlutverk Sigrúnar Ástrósar í þessari mynd. Með önnur hlutverk fara þau Tom Conti og Alison Steadman. 14.40 Paradís á jörð. (Lost Horizon.) Ævintýraleg og ljúf kvik- mynd með Peter Finch, Michael York og Liv Ullman í aðalhlutverkum. Peter leikur Richard Conway, heimsfrægan sendifulltrúa Bretlands, sem er rænt ásamt bróður sínum (Michael York) og fluttur til Shangri-La. 17.00 Leyndarmál. 17.50 Falleg húð og frískleg. 18.00 Á hljómleikum. í þessum þætti kynnurhst við tónlistarmönnunum John Mellancamp og Van Morrisson og einnig kemur fram ný hljómsveit sem nefnist Merchants of Venus 18.45 Menning og listir Barcelona. (Made in Barcelona.) Fróðleg þáttaröð þar sem fjallað er um list og menn- ingu í Barcelona á þessari öld. I þættinum er sjónum áhorf- enda beint að arkitektúr. (1) 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldu- myndir. 20.30 Morðgáta. (Murder, She Wrote.) 21.20 Tónlistarverðlaunin 1993. (The 1993 World Music Awards.) Næstu tvær klukkustundirn- ar fylgjumst við með þegar margt af þekktasta popp- tónlistarfólki heims tekur á móti viðurkenningum fyrir framlag sitt. 23.20 Blekkingar tvíbura- bræðranna. Rachel Marks er eftirsótt sýningarstúlka í Bandaríkj- unum sem gerir það gott. Það líf veitir henni þó ekki þá fyllingu og ánægju sem henni finnst hún eiga skilið og því leitar hún til sálfræð- ingsins Jonathans McEwan. Aðalhlutverk: Aidan Quinn og Isabella Rossellini. Bönnuð börnum. 00.50 Afturgöngur geta ekki gert það. (Ghosts Can't Do It.) Myndin fjallar um ástfangin hjón, Scott og Kate, í þessari skemmtilegu og erótísku kvikmynd. Scott fellur frá fyrir aldur fram en snýr aftur til þess að njóta samvista með Kate. Andar geta ekki notið ásta og með aðstoð eiginkonu sinnar reynir Scott að yfirtaka líkama ungs manns til þess að geta risið upp og gagnast henni á ný... Aðalhlutverk: Anthony Quinn, Bo Derek og Don Murray. 02.20 Náttfarar. (Nightfighters.) Stranglega bönnuð börnum. 03.45 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 4. júlí 09.00 Skógarálfarnir. 09.20 Sesam opnist þú. 09.50 Umhverfis jörðina í 80 draumum. 10.15 Kristófer Kólumbus. 10.35 Ferðir Gúllivers. 11.00 Kýrhausinn. 11.40 Stormsveipur. (Eye of the Storm.) Ævintýralegur og spenn- andi, leikinn myndaflokkur um feðgin sem komast í kynni við gömul og dul- mögnuð öfl þegar þau reyna að fletta ofan af samsæri. 12.00 Evrópski vinsældalist- inn. 13.00 íþróttir á sunnudegi. 15.00 Framlag til framfara. íslensk þáttaröð sem hefur það að markmiði að draga fram jákvæðari sýn á mögu- leika og frámtíð þjóðarinnar. 15.30 Saga MGM-kvikmynda- versins. 16.30 Imbakassinn. 17.00 Húsið á sléttunni. 18.00 Úr innsta hring: Leigu- morðinginn. Við fyrstu kynni virðist Michael Townley ósköp venjulegur maður en þegar farið er að kanna fortíð hans kemur annað í ljós. 19.19 19:19. 20.00 Handlaginn heimilis- faðir. 20.30 Heima er best. (Homefront.) 21.20 Leiðin heim. (The Road Home.) Á yfirborðinu er unglingur- inn Tim Dolin harður náungi, kaldur strákur sem veit hvað hann vill. Á bak við grímuna býr hins vegar óöruggur, ungur maður sem á erfitt með að horfast í augu við vandamál sín og takast á við lífið eins og það er. Aðalhlutverk: Adam Horovitz, Donald Sutherland, Amy Locane og Don Bloomfield. 23.10 Charlie Rose. 00.00 Saklaust fórnarlamb. (Victim of Innocence.) Myndin segir frá hjónunum Barry og Lauru sem eiga lítið barn, fallegt heimili og eru hamingjusöm í hjónabandi en atvik úr fortíð Barrys reyna mikið á samband þeirra. Aðalhlutverk: Cheryl Ladd og Anthony John Denison. 01.35 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 5. júlí 16.45 Nágrannar. 17.30 Regnboga-Birta. 17.50 Skjaldbökurnar. 18.10 Á hijómleikum. 19.19 19:19. 20.15 Grillmeistarinn. 20.45 Covington kastali. (Covington Cross.) Fjórði þáttur. 21.40 Vegir ástarinnar. (Love Hurts.) 22.30 Blaðasnápur. (Urban Angel.) 23.20 Trúnaðarmál. (Hidden City.) Þessi spennumynd segir frá rithöfundinum James Richards og ungri konu, Sharon Newton, sem kemur honum algerlega í opna skjöldu með opinskárri fram- komu sinni. Aðalhlutverk: James Richards, Cassie Stuart og Bill Paterson. Bönnuð börnum. 01.05 Dagskrárlok. Rás 1 Laugardagur 3. júlí HELGARÚTVARPIÐ 06.45 Veðurfregnir. 06.55 Bæn. 07.00 Fréttir. Söngvaþing. 07.30 Veðurfregnir. - Söngvaþing heldur áfram. 08.00 Fréttir. 08.07 Músík að morgni dags. 09.00 Fréttir. 09.03 Funi. 10.00 Fréttir. 10.03 Lönd og lýðir - Pólland s.hl. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 í vikulokin. 12.00 Útvarpsdagbókin og dagskrá laugardagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hljóðneminn. 16.00 Fréttir. 16.05 í þá gömlu góðu. 16.15 Rabb um Ríkisútvarpið. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Málgleði. 17.00 Tónmenntir. 18.00 „Hjá sumum slotar óveðrinu aldrei." Þáttur um Björn Gíslason fjármálamanna, útvegs- mann og stórkaupmann. Höfundurinn, Steingrímur St. Th. Sigurðsson les. 18.48 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. 19.00 Kvöldfrettir. 19.30 Auglýsingar • Veður- fregnir. 19.35 Djassþáttur. 20.20 Laufskálinn. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. (Frá ísafirði.) 21.00 Saumastofugleði. 22.00 Fréttir • Dagskrá morg- undagsins. 22.07 Tónlist. 22.27 Orð kvöldsins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.