Dagur - 03.07.1993, Page 18

Dagur - 03.07.1993, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 3. júlí 1993 Kvikmyndir Kennedy; höggvið í sama knérunn Hollywood virðist aldrei ætla aó fá leiða á Kennedyum. Ég held svei mér þá að hver einasti með- limur þessarar umtöluðu ættar hafi fengið gerða um sig bíómynd eða sjónvarpsþætti. Og enn eru Kennedyar viðfangsefni kvik- myndagerðarmanna meó þeirri breytingu að silkihanskarnir hafa verið lagðir til hliðar. Bobby fékk að kenna á því í Hoffa og nú er verið að vinna að gerð myndar um Marilyn Monroe og samband hennar viö bæði John F. og Bobby bróður hans. Hver sem útkoman vcrður þá er hitt víst að hún fæst ekki ódýrt. Tæpir þrír milljarðar fara í að fullkomna verkið en hvað er það á milli Dino De Laurentiis framleiöanda myndarinnar og UIi Edel leikstjóra, hins sama og leikstýrði Madonnu í Body of Evidence. Sagt er að Edel vilji ekki minni stjörnu en Sharon Stone til að vera Marilyn Monroe. Schwarzenegger í banastuði Arnaldi hefur alltaf fallið sú hugmynd vel að vera eitthvað annað og meira en bara harði naglinn cr drepur mann og annan - og hefur tekist það með miklum ágætum bæði sem litli bróöir Danny Devitos og sem barnfóstra. I nýjustu mynd sinni, The Last Action Hero, fer minna fyrir þcssum „mjúku“ eiginleikum en Arnaldur hefði kosið. Hann hefur því samþykkt að taka að sér hlutvcrk álfs í Sweet Toth en þar á cftir mun hann taka upp dráps- þráðinn aftur í Sgt. Rock. Hinn magnaói Paul Verhoeven leik- stýrir en handritið er ekki aðeins eftir John Milius (skrilaöi Conan) hcldur einnig David Peoples (Unforgiven). Rambo allur? Hver getur fylgt í fótspor Arnalds Schwarzcneggers nema Stallone? Það dregst þó enn að Rambó gangi í endurnýjun lífdaganna. Stallonc hefur haft öðrum hnöppum að hneppa og fyrirsjáanlegt að þetta ár er gjörsamlega frátekió fyrir aðrar persónur. I Demolition Man leikur Stallonc mcð Wesley Snipes og í bígeró er önnur mynd í umsjá hins síðhæröa Finna, Renny Harlin sem gerði CliffTianger. The Chinese Bandit heitir sú. Þessi vcrkefni munu vafalaust endast Sly út árið. Rambó veróur því enn að bíða um sinn. Stone og Gere í Intcrsection deila Sharon Stone og Lolita Davidovich sjarmörnum Richard Gere. Þetta er þriðja myndin scm Gere leikur í á skömmum tíma sem á rætur aö rekja til franskrar frummyndar. I Brcathless fcr hann í skóför Bel- mondo og í Sommcrspy er það Depardicu cr hefur kannað slóðina á undan. Intcrsection byggir á gamalli franskri mynd er Michale Piccoli lék í. Hlutverk Stone er sagt frábrugðió öðrum er hún hefur leikið en ég fæ ekki betur séð á stuttri cfnislýsingu cn aö í því séu sömu áhcrslur á kynferðis- atriði og Stone hefur orðið hvaó frægust fyrir. Það er ekki þar með sagt að hún geymi ísfork undir rúrninu sínu. I ágúst mun Stone leika í myndinni Pin Cushion sem ég veit ekkert frekar um. Strcisand fékk töluvert minna fyrir að sjá um The Prince of Tides en Whoopi fyrir Sister Act tvö; þar munaði hundruðum milljóna íslenskra króna. Sharon Stone. Flintstone Jabba dabba dei, hrópaói Flint- stone hér áður (eða þannig glymur það í minningu minni að minnsta kosti). Nú mun John Goodman, sá góði faðir og eiginmaður Rós- önnu, æfa sig af kappi að reka upp þctta óhljóó. Spiclberg ætlar nefnilega að filma Flintstone og Goodman mun túlka kappann en Rick Moranis verður nágranninn, Barney. Jim Belushi var lengi ætl- að hlutverk Flintstones en varó um síðir af með það. Bctty og Vilma eru eftir því sem ég best veit á lausu enn og gárungarnir gantast með að líklega hreppi Sharon flint-Stone hlutverk ann- arrar en að Julia Robcrts eigi ekki mögulcika, þrátt fyrir að hafa eitt sinn verið í miklu uppáhaldi hjá Spielbcrg. Nú og þaö er rétt að minnast á þaö að tveir íslenskir strákar leika mikilvæg hlutverk í myndinni eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum að und- anförnu. Clancyfúll Tom Clancy var langt frá því að vcra ánægður með Patriot Games og vill að leikstjórinn Phil Noyce komi ekki nálægt næstu mynd um Jack Ryan, að öðrum kosti muni hann ekki skipta frekar við Para- mount. Og lesendur hans eru sammála, að minnsta kosti sá sem þetta skrifar. Hvorki Alec Bald- win, hvað þá Harrison Ford, hafa náð að skapa þann Ryan sem Clancy vill sjá. Það má líka segja að Paramount-stjórarnir hafi gjör- samlega misskilió persónu Ryans. A meðan þcir standa í þeirri trú að hann sé 007 er Ryan í raun George Smiley í blóma lífsins. Sly hefur engan tíma á þessu ári til að endurvekja Rambó. Nicholson hcfur áhyggjur af vaxandi ofbeldi í kvikmyndum. Arnaldur fer bráðum úr hlutverki dráparans og breytist í álf. Clancy var á sínum tíma líkt við Frederick Forsythe en hefur á skömmum tíma umturnast yfir í flokk með John Le Carre. Og hann vill la Allen Drury í næstu mynd er snýst aó miklum hluta um Hvíta húsið. En þaó má meó sanni scgja að bækur Clancys verði að minnsta kosti stærri (og sumir segja sífellt betri). Sú nýj- asta, The Sum of all Fears, er 1.047 blaösíður (eitthvað fyrir íslenska bókagagnrýnendur sem eru sífellt að skammast yfir því að íslenskir höfundar skril'i of stuttar sögur). I The Sum er Ryan oróinn yfirmaöur í CIA cr þarl' aó kljást vió hryðjuvcrkamenn er eiga í fórum sínum kjarnorkusprengju. Whoopi milli Whoopi Goldberg cr nú hæst launaðasti kvenlcikarinn í Holly- wood. Fyrir Sister Act tvö fær hún litlar 840 milljónir íslenskra króna (12 milljónir dollara). Þetta cr töluvert meira en Barbara Strei- sand Ickk fyrir að framleiða, leik- stýra og leika aóalhlutverkið í The Prince of Tides. Bette Midlcr á hins vegar ekki sjö dagana sæla eftir að hafa hafn- að Sister Act. Disney er að refsa henni og helur gefió Midler hlut- verk galdranornar að leika í myndinni Hocus Pocus. Er Hannibal Lecter dauður? I Hollywod cru menn ákaflega áhyggjufullir þcssa dagana. Astæðan er sú að Sir Anthony Hopkins er mjög cfins um hvort það væri rétt af honum að vekja Hannibal Lecter aftur til lífsins. Það er ofbcldið sem fælir Hopkins frá hlutvcrkinu. I staðinn er hann að vinna með öðrum sör, Richard Attenborough, að myndini Shadowland mcð Debru Wingcr. Hann cr einnig með í takinu myndina Mario and the Magician er byggir á bók cftir Thomas Mann. Mótleikari hans er Klaus- Maria Brandauer. Nicholson þreyttur á ofbeldinu Þrátt fyrir að Jack Nicholson hafi vissulcga leikið aragrúa vondra manna og gert mörg fólskuverk á hvíta tjaldinu þá hefur hann vax- andi áhyggjur af olbcldi í kvik- myndum. „Þetta cr cin ástæða þcss að ég skammast mín fyrir að vera hluti af þessum iönaði“, útskýrir hann, „þessi ofbeldisdýrkun cr hömlu- laus. Morð eru ekki Icngur alvar- legur hlutur. Þau cru umvafin Iétt- úð og menning okkar er aó verða ónæm l'yrir þessu. Við höfum ekki lengur réttar tilfinningar til aö skynja hvcrsu alvarlegt þctta er. Dauðinn er ckkert til að gantast með. Við förum jalnvel að jarðar- för meó öóru hugarfari, þykjumst léttlyndari, veróum full og af- skræmum þá kvcóju sem jarðar- förin í raun er. Aður fannst mér kvikmyndaframlciðendur ckki nógu hreinskilnir þegar kom að ofbeldi, og kynlífi svo að vikið sé að því. En núna cr ég á því skciði að mér finnst rétt að draga mig út úr þessu ofbcldi scm ræður ríkjum í bíóinu. Og svo verður það auðvitað að vióurkcnnast að kvikmyndir í dag cru gerðar eftir föstu tímaplani, rétt cins og aug- lýsingar í útvarpinu, á átta mín- útna frcsti á maður annað hvort að drepa cinhvcrn eða ríöa cinhverri. Sem leikara finnst rnér þetta ansi heftandi.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.