Dagur - 03.07.1993, Side 22

Dagur - 03.07.1993, Side 22
22 - DAGUR - Laugardagur 3. júlí 1993 Popp Magnús Geir Guðmundsson Frumtilraun til frægðar og frama? - Miklar vonirbundnar við nýju plötu Bjarkar Guðmundsdóttur Hér í Poppi og víða annars staðar hefur að undanförnu mátt lesa og heyra mikið um Björk Guómundsdóttur Sykur- molasöngkonu og hennar fyrstu einherjaplötu fyrir alþjóð- legan markað Debut. Er nú platan komin út hér á landi, en alþjóólegi útgáfudagurinn er á mánudaginn kemur 5. júlí. í þessum umfjöllunum, sem og í fréttum, hefur verió sagt frá þeirri miklu og góðu athygli sem Björk hefur fengið áður en þlatan hefur litið dagsins Ijós í Bretlandi, en það hefur alltaf þótt góð viðurkenning fyrir við- komandi tónlistarfólk. Var þar m.a. um að ræða ýtarlegt viðtal í hinu virta vikutímariti Melody Maker þar sem Björk prýddi forsíðuna að auki á því tölu- blaði (15. maí). Þá náöi fyrsta smáskífan af plötunni meó laginu Human Behaviour inn á Topp 40, sem telja verður viðunandi árangur, þótt reyndar hafi vonir verið bundnar við að hún næði enn hærra, eða m.o.ö. seldist bet- ur. Hins vegar er búist við að næsta smáskífa með laginu Venus As A Boy sem út á að koma í ágúst, nái örugglega hærra, jafnvel inn á Topp tíu, því það sé á flestan máta mun aðgengilegra en Human Be- haviour. Er þar á ferð hugljúft og seiðmagnað lag hjá Björk þar sem hún notast meðal ann- ars við strengjahljómsveit frá Indlandi. Er indverska strengja- sveitin einmitt dæmi um vissan fjölbreytileika sem er hjá Björk á plötunni, en þar er t.d. einnig að finna lag þar sem hún not- ast aðeins við rödd sína með slaghörpuundirleik. Meirihluti laganna telst þó vart til annars en hús/danspopps, sem alla jafna er ekki sérstaklega aðlað- andi til langtímahlustunar, en Björk glæðir lífi meó sinni sér- stæóu og í raun einstöku rödd. Eru öll lögin á Debut eftir Björk sjálfa, en upptökustjórinn Nellee Hooper hefur aó einhverju leyti líka lagt eitthvaó til þeirra. Nellee Hooper er annars þekktur sem forsprakki dans- hljómsveitarinnar Soul II Soul, sem mjög var vinsæl fyrir ekki löngu síðan. Fór upptakan að mestu fram í heimahljóðveri Hoopers, en verkinu síðan lok- ió í stóru hljóóveri í London. Hefur Björk einmitt verió búsett þar í borg síóasta hálfa árið. Er það útgáfufyrirtækið One Little Indian sem gefur Debut út, en sem kunnugt er gáfu þeir einnig út plötur Sykurmolanna í Bretlandi. Munu forráðamenn One Little Indian vera mjög bjartsýnir fyrir hönd Bjarkar og vona þeir, líkt og með næstu smáskífuna Venus As A Boy, aö Debut nái inn á Toþþ tíu, jafnvel Topp þrjú, strax í fyrstu viku. Er vonandi að það takist hjá stúlkunni, því hún væri vel að því komin að ná svo langt meó sína sérstæðu hæfileika. Björk fær lof og prís fyrir nýju plötuna Debut, en gagnrýnendur í Bretlandi hafa haft hana til umfjöllunar nú skömmu áður en hún kemur út þar. Það verður þó að teljast víst að hún nái ekki toppsætinu, að minnsta kosti ekki í fyrstu atr- enu, því á mánudaginn kemur einnig út hin nýja og umtalaóa plata U2 Zooropa, þannig að toppsætió er fyrirfram frátekið eins og gefur að skilja þegar ein vinsælasta hljómsveit heims á seinni árum á í hlut. Reyndar er það líka rétt að vera ekki með of mikla bjart- sýni fyrir hönd Bjarkar, því þótt byrjunin lofi góóu þá er ekki víst að velgengni fylgi sjálfkrafa í kjölfarið. Eru Sykurmolarnir einmitt dæmi um þaó, en þeir náðu eins og vió vitum aldrei þeirri alheimsfrægó sem menn héldu oftar en einu sinni aó biói þeirra handan við hornió eftir góó fyrirheit. Samt sem áður veróur það spennandi aó sjá hvernig Debut gengur og er ekki að efa að þjóóarstoltió mun rísa í landanum ef bjart- sýnisspárnar rætast. Það veró- ur þó örugglega ein manneskja sem ekki mun kippa sér upp við gengi plötunnar, á hvorn veginn sem þaó verður, en þaó er Björk sjálf. Mun hún áreió- anlega halda ótrauð áfram hvort sem hún selur 30 eða 300.000 eintök af Debut. Að lokum má geta þess að Debut er þriója plata Bjarkar undir eigin nafni. Sú fyrsta kall- aóist einfaldlega Björk, en inn á hana söng hún aóeins tólf ára gömul. Þar á meðal var lagið um Jóhannes Kjarval list- málara sem vakti mikla athygli á stúlkunni ungu. Önnur platan var svo Gling Gló, sem Björk gerði með jasstríói Guómundar heitins Ingólfssonar píanóleik- ara með meiru. Kom hún út ár- ið 1990 og varó mörgum aó óvörum mjög vinsæl. Mun hún hafa selst í um sjö þúsund ein- tökum. Rífandi drífandi - GCD-rokkið enn á ferð Gott er rokkið hjá GCD á nýju plötunni Svefnvana. Það vakti undrun margra fyrir rúmum tveimur árum og það mikla undrun er helsta popp- goð landsins þá og nú Bubbi Morthens, tók upþ samstarf við „garnla" poppgaurinn Rúnar Júlíusson og gerói með honum plötuna GCD. Hrifning varð þó fljótlega undruninni yfirsterkari og uróu þeir Bubbi og Rúnar ásamt þeim Bergþóri Morthens og Gunnlaugi Briem, sem hljómsveitin GCD, gríóarlega vinsælir um allt land sumarið 1991. Hópaóist fólk hvarvetna á böll hljómsveitarinnar og tón- leika og platan seldist í þús- undum eintaka. Það kom því ekki á óvart eftir velheppnaða sumarvertíð að þeir Bubbi og Rúnar lýstu því yfir að leikurinn yrði endurtekinn í náinni fram- tíð, svo vel hefði tekist til og verió gaman. Eins og menn vita svo þá hafa þeir staðið við orð sín í sumar og sent frá sér aóra plötu sem kom út í mai. Er þar sami mannskapur á ferðinni, en í þetta skipti ekki merktur þeim Rúnari og Bubba sérstaklega, heldur sem hljóm- sveitin GCD með plötuna Svefnvana. Geymir platan samtals tólf lög sem eins og lög gera ráð fyrir eru öll í hinum hefðbundna og margkveðna rokk og ról stíl. Það hefur reyndar orðið sumum tilefni til gagnrýni aó ekki séu breyting- arnar miklar milli platnanna. Hin nýja sé aóeins stæling á þeirri fyrri með sömu gítarfrös- unum í anda Creedence Clear- water Revival, Rolling Stones o.fl. Er það vissulega rétt aó ým- islegt hjá GCD minnir á þessar hljómsveitir m.a. og mun ég koma frekar inn á það á eftir, en það er bara ekkert meira en gengur og gerist í tónlistar- sköpun svo margra annarra nú um stundir og gildir það bæói um íslenska tónlistarmenn og erlenda. Þá voru Rolling Stones, Creedence o.s.frv. sjálfir að skapa sín verk undir áhrifum frá fyrri tíð, frumherjum rokksins á borð vió Chuck Berry og blúshetjum eins og Muddy Waters, Willie Dixon o.fl. Það er þess vegna ekki sanngjarnt eóa réttlætanlegt aó gagnrýna þá félaga í GCD á þeim forsendum aó mínu mati. Þeir eru aóeins aó bera fram einfalt þriggja hljóma gítarrokk af því að þá langar til þess. Á öðrum vettvangi geti þeir sinnt tónlistarlegum metnaði meira, en sá sé einfaldlega ekki aðal tilgangurinn nú. Það er þó ekki þar með sagt að engin séu sérkennin, því þau eru vissulega fyrir hendi. Er þar helst tvísöngur þeirra Bubba og Rúnars og svo ekki hvað síst gítarleikur Bergþórs. Hann veróur reyndar seint tal- inn til ofursnilli eða mikilla til- þrifa, en hljómur hans og ein- faldleiki sem og kraftur, er þannig að eftir er tekið. Gítar- leikur Bergþórs á svo jafnframt einna stærsta þáttinn í hversu platan er í senn rífandi, drífandi og jú líka hrífandi á köflum. En svo nánar sé vikið að einstökum lögum, þá er ekki úr vegi til gamans að taka nokkur dæmi um blæbrigói annarra í þeim, sem óneitanlega eru fyrir hendi og eru bara skemmtilega fjölskrúðug aó því er mér finnst. Það skal skýrt tekió fram að auðvitaó er hér bara um mínar vangaveltur að ræða, þannig að ekki ber að taka þær sem einhvern allsherjar sann- leik. Fyrst má nefna annaó lag- ið á plötunni Litli Prinsinn, sem ekki er laust vió að minni mann á Bítlana, en líka á Egó, þar sem þeir Bubbi og Bergþór voru líka saman eins og menn vita. í næsta lagi á eftir, Sumir fá allt, og svo ekki síður í Nú- tímamanninum, eru það amer- ísku sveitarokksáhrifin sem svífa yfir vötnum, samanber Creedence og fleiri. Slæmt karma og Dragðu út naglann draga hins vegar dám af Stones í nokkrum mæli, en þó enn frekar af gömlu góðu Stat- us Quo, sem hafa verið viö sitt sama rokkheygarðshorn í yfir þrjátíu ár. Á samanburðurinn við Quo sérstaklega við um Slæmt karma, sem myndi sóma sér ágætlega á plötu meó þeim. Síóast en ekki síst má svo nefna Svörtu Söru, sem er kraftmesta og þyngsta lag plötunnar. Það minnir mann á margt sem hljómsveit- irnar bresku Slade og Nazareth voru aó gera á sinni gullaldar- tíð fyrir um tuttugu árum síóan. Komu þær m.a. báðar hingaó til lands á sínum tíma og héldu tónleika við gríðargóðar undir- tektir. Man ég meira aó segja ekki betur en að liðsmenn ann- arrar hvorrar hljómsveitarinnar hafi komió hingaó noróur í skoðunarferó, en þaö er nú önnur saga. Þaó er ekki neina sérstaka gallla að finna vió Svefnvana, nema ef vera skyldi varóandi umbúnað hennar, þ.e. myndina á geislaplötunni, sem er ekki sú smekklegasta sem maóur hefur séð. En hvað sem því líð- ur, þá er Svefnvana hin ágæt- asta rokkplata, sem fyllilega er verðugur arftaki GCD plötunn- ar. Þaö má svo sem deila um hvor sé betri, en víst er að sú nýja er öllu vandaóari og meira í hana lagt. Hins vegar er þaö svo annaó mál hvort tíðarand- inn er jafn hagstæóur þeim GCD félögum nú og fyrir tveim- ur árum, hvort þeir selji jafn vel og þá o.s.frv. Um það dæmi ég ekki en segi þó að ekki eru þeir síðri nú en þá og ef eitthvaó er betri. Verslunarhúsnæði óskast Rótgróið fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir verslunarhúsnæði ca. 100-200 m2 til afhendingar nú þegar. Lysthafendur sendi tilboð merkt „MÓ“, pósthólf 606, 101 Reykjavík, eða fax 91-625303.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.