Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 23

Dagur - 03.07.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 3. júlí 1993 - DAGUR - 23 í UPPÁHALDI 99 Spila af mér rassgatið - Jóhann, Skriðjökull, Ingvason 66 Jóhann Ingvason er Akur- eyringum að góðu kunn- ur fyrir þátttöku sína í gleóisveitinni Skriðjökl- um. Þar hamrar hann á hljóm- borð eins og hann eigi lífió að leysa og þykir nokkuð snjall. Hann hefur síðustu vetur verið í námi við upptökustjóm og píanóleik í Bandaríkjunum en kemur heini á Frónið milli missera. Jóhann hefur um ára- bil verið einn uppáhalds hljómborðsleikari undirritaðs í Skriðjöklum. Því þótti tilvalið að heyra hvað helst er „í uppáhaldi" hjá honum. Hvað gerirðu helst ífrístundum? „Ég hlusta mikið á tónlist og horfi mikið á kvikmyndir. Ætli frítíma mínurn sé ckki lýst þannig í hnotskum.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Við skulum segja að þaó sé kjöt og fiskur en ef þú vilt fá það nákvæmara þá get ég sagt fiskur og lamb.“ Vppáhaldsdrykkur? „Engin spurning, íslenska vatnið.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heimiUnu? „Þegar ég kenist á skrið fær ekkert stoppað mig. Sérstak- lega þyki ég laginn við upp- vask og eldamcnnsku.“ Spáirðu mikið í heilsusamlegt líf- crni? „Já, ég geri það. Hollur og Jóhann Ingvason. góður matur og hæfilcg hreyf- ing er mín blanda. Ég reyni að sleppi fitunni úr fæðunni." Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Ég kaupi fagtímarit hljóm- borðsleikara scm heitir Key- bord.“ Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér? „Bíddu aðeins ég ætla rétt að gá að því___vildi bara vera viss um að segja þér satt. Það er lítið kver sem heitir Vináttan, einhvers konar spakmæla- bók.“ Hvaða hljómsveitltónlistarmaður er í uppáhaldi lijá þér? „Tónlistarmaðurinn heitir Pat Metheny og er gítarleikari. Ætli uppáhaldshljómsveitin sé ekki bara hljómsvcitin hans.“ Vppáhaldsíþróttamaður? „Það er Þorvaldur Örlygsson, atvinnumaóur hjá Stoke City, engin spuming." A hvað horfirðu helst í sjónvarpi? „Um þessar mundir horfi ég mest á Simpson fjölskylduna á mánudögum.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Djö... maður, þcir eru svo rosalegir“ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimaliagana? „Núna bý ég á Akurcyri og heimahagamir eru því væntan- lega hér. Við hjónin vorum búin að finna einhvern stað en ég bara man ekki hvar hann er. Ætli ég vildi nokkuð fara úr heimahögunum.“ Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? (Dreymandi) „Vá! Mikið væri gott að hafa bíl til eigin af- nota.“ Hvernig langar þig til að verja sumarleyfinu? (Enn meira dreymandi) „A sundlaugarbamii á Edduhóteli." Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Spila af mér rassgatið. Fyrir Vinbæinga á Siglufirói og á Breiðabliki á Snæfellsnesi. Síðan verður Reykvíkingum kitlað á sunnudag og mánu- dag. Aukaspurning: Af hverju „spila af sér rassgatið“? „Ég veit þaö ekki. Líklega af því að þaó er svo mikið um rassaköst í þcssum feróum okkar.“ w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Vátryggingafélag íslands hf., Akureyri, ósk- ar eftir tilboöum í eftirtaldar bifreiöar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Suzuki Swift 4x4...........árgerð 1992 MMC Galant GL ............árgerð 1990 Toyota Corolia Sedan ....árgerð 1987 Volvo 340 ................árgerð 1985 MMC L300 4x4 .............árgerð 1985 Mazda 626 ................árgerð 1984 Isuzu Trooper DLX..........árgerð 1986 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunar- stöð VÍS að Furuvöllum 11, Akureyri, mánudaginn 5. júlí nk. frá kl. 9.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. Kjörbúðarstjóri Kaupfélag Eyfirðinga auglýsir eftir verslunarstjóra í eina af kjörbúðum félagsins á Akureyri. Leitað er eftir starfsmanni, sem hefur reynslu af smásöluverslun og æskilegt að viðkomandi hafi menntun á sviði verslunar og reksturs. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfiö gefur Hannes Karlsson, deildarstjóri Matvörudeildar KEA, sími 96-30300. Umsóknir er tilgreini aldur og menntun ásamt starfsreynslu, þurfa að berast aðalfulltrúa fé- lagsins, Sigurði Jóhannessyni, fyrir 20. júlí næstkomandi. Kaupfélag Eyfirðinga, EFST í HUGA Jóhann Ólafur Halldórsson Að loka augum og lifa áfram f draumaheimi Þá er þessi vika senn á enda runnin og þjóðin getur haldið áfram að njóta lífs- ins, fara í teygjustökk fyrir stórfé, kaupa milljónabíla með innifalinni gistingu á ferðaþjónustubæjum út um allt land eða bara kaupa sér flugmióa til útlanda í fríið enda hlýtur aó vera allt annaö líf aó ferðast eftir að veröið hækkaði á flug- miðunum. Þetta er bara smávægilegt brot af andstæöunum í þjóðfélaginu þessa dagana. Við látum okkur greini- lega í léttu rúmi liggja þótt fyrirsjáanlega verði verulegur tekjusamdráttur á næst- unni hjá þjóðinni og atvinnuleysistölur geti rokið upp í óþekktar stærðir. Enn skal eytt en við förum að spara eyrinn; nei fjandakornið. Mér fannst ærió merkilegt aó fylgjast meó umræðunni í byrjun vikunnar þegar Ijóst var hvert stefndi í fiskveiðum þjóð- arinnar. Upphrópanir stjórnmálamanna voru sem endranær úr takti, stjórnar- andstaóan var sem fyrr á móti til að vera á móti og ráðherrar og stjórnarliðar í meginatriðum með til aö vera með. Skynsamlegar virðist þó farið í umræó- una meðal þeirra sem hvað gleggst þekkja til auðlindarinnar, nefnilega sjó- manna og útgerðarmanna því þeir vita vel aó það fæst varla bein úr sjó þessa dagana og hefur svo verió lengi. En þaó fer í taugarnar á mér þegar reynt er að slá ryki í augun á fólki meö yfirborðslegri umræðu eins og gerðist strax á fyrsta degi eftir að kvótaskerðingin var ákveð- in. í aðalfréttatíma Ríkisútvarpsins kom skyndilega viðtal við sjómann sem lýsti yfir að allar tillögur fiskifræðinga væru rugl, það ætti bara að veiða nógu mikið, helst nokkur hundruð þúsund tonn. Þannig yrðu fiskistofnarnir byggðir upp. Þarna var enn komin eyðsluröddin, enn var komin til sögunnar rödd sem vildi ekki horfast í augu við þá staðreynd að hvað sem iíður öllu kvótatali þá fæst nær enginn fiskur úr sjó. Eða halda menn eins og hann að það sé fyrir aum- ingjaskap aó þrautreyndir sjómenn á stöóum eins og Grímsey gefast upp á miðjum degi úti á sjó og halda til lands vegna þess að það er enginn afli. Taka þeir undir tal um að margfalda þorsk- veiðarnar frá því sem nú er? Ég held varla enda er allt tal á þessum nótum dæmi um að menn vilja lifa í drauma- heiminum áfram, bruóla og sóa og neita aö horfast í augu við staðreyndir og taka á vandamálunum. Og nú er aó bíða og sjá hvað stjórn- málamennirnir ætla aó gera. Veróur skorið nióur hjá ríkinu eins og þarf eóa á sem fyrr að göslast áfram og bjóða okkur upp á yfirlýsingar eins ég sá einhvers staðar frá einum ráðherranum á dögun- um að í sínu ráðuneyti ætti núna að fara varlega í sakirnar af því að svo vel hafi verið skorið niður áður. Ef þetta er al- mennt viðhorf hjá ráðherrum landsins þá getur hæglega farið fyrir okkur eins og frændum vorum í Færeyjum. FgR Læknastöður \/ á Siglufirði Auglýstar eru stöður tveggja heilsugæslulækna við heilsu- gæslustöð og sjúkrahús Siglufjarðar. Önnur staðan er laus frá 1. september 1993 eða um áramót. Hin staðan losnar sumarið 1994. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérfræðimenntun í heim- ilislækningum. Vegna starfa við sjúkrahúsið er reynsla annars læknisins í svæfingum (6 mán.) æskileg. Umsóknir berist til stjórnar fyrir 1. ágúst 1993. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri eða yfirlæknar í síma 96-71166. Stjórn heilsugæslustöðvar og sjúkrahúss Siglufjarðar. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða yfirlæknis við Barnadeild F.S.A. er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ianúar 1994. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1993. Meðal verkefna yfirlæknis verður undirbúningur að flutningi deildarinnar í nýtt húsnæði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veitir Baldur Jónsson yfirtæknir. 70% staða sérfræðings í háls-, nef- og eyrna- lækningum við HNE-deild F.S.A. er laus til umsoknar. Staðan veitist frá 1. október 1993 eða eftir sam- komulagi. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1993. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Sveinsson yfirlæknir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.