Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4. ágúst 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Landsmóti skáta slitið með glæsilegri flugeldasýningu: „Það fóru allir hamingjusamir úr Kjarnaskógi“ Landsmóti skáta var slitið með stórglæsilegri flugeldasýningu í Kjarnaskógi við Akureyri um miðnætti sl. sunnudagskvöld. Mótið hafði þá staðið yflr í viku og að sögn Asgeirs Hreiðarsson- ar, upplýsingafulitrúa, fór mót- ið í alla staði vel fram, þótt veðrið hafi verið upp og ofan mótsdagana. Auk þess hafi við- skilnaðurinn í Kjarnaskógi í mótslok verið til mikillar fyrir- myndar. „Menn fóru aö tala um í gríni aö lengja mótió um viku, eftir að rættist úr veðrinu og voru margir jákvæöir fyrir því en auðvitað þurftu menn að snúa til síns heima. En það er ljóst að það fóru allir hamingjusamir úr Kjarnaskógi.“ Rúmlega 2000 manns gistu í tjöldum yfir mótsdagana og auk þess komu fjölmargir gestir í hcimsókn og þá sérstaklega á sunnudaginn cn þá var sérstakur heintsóknardagur. Alls sendu 31 íslenskt skátafélag þátttakendur á mótið og auk þcss komu skátar frá 16 öðrunr löndum. 1 heild voru um 60 hópar á mótinu og t.d. voru hóparnir 8 frá gestgjöfunum, Skátafélaginu Klakki á Akureyri, cn Klakkur er stærsta skátalélag landsins, nteð yfir 300 lélaga. Um Akureyri Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt aö ganga til samn- inga viö Pípulagningaverktaka hf. á Blönduósi um byggingu skólpdælustöðvar og lagnir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Kostnaóaráætlun tækni- deildar, VST og Raftákns hljóðaði upp á 6,4 milljónir króna og bárust fimm tilboð. Tilboð Pípulagningaverktaka hf. var rúmar 5,5 milljónir, eða sem nemur 86,7% af kostnað- aráætlun. ■ Bæjarráð hefur falið bæjar- lögntanni aö taka upp viðræóur við eigendur hússins númcr 9 við Kalbaksgötu um niðurrif þess. ■ Félagsmálastjóri hefur lagt fyrir bæjarráð greinargerð vcgna Atvinnuleysistrygginga- sjóðs í samvinnu við fyrirtæki á Akureyri. Bæjarráð hefur vís- að nrálinu til atvinnumála- nefndar bæjarins til afgreiðslu. ■ í framhaldi af fundi alþing- ismanna á Norðurlandi eystra, stéttarfélaganna á Akureyri, bæjarráðs Akureyrar og at- vinnumálanefndar bæjarins hefur bæjarráð samþykkt að stofna samráðshóp fyrrnefndra aóila um atvinnumál og hvcrn- ig brcgóast skuli við þeim vanda sem við blasir í atvinnu- málum bæjarbúa. Bæjarráó hefur tilnefnt Heimi Ingimars- son, Birnu Sigurbjömsdóttur og Guðmund Stefánsson í sam- ráðshópinn. ■ Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað að gengið verði til samninga vió VélsmiðÍJ Stein- dórs á Akureyri um srníði á reiðbrú á Glcrá. - segir Asgeir Hreiðarsson, upplýsingafulltrúi 170 félagar frá Klakki tóku þátt Skátar á lands- móti mættir í nafnakail og að sjálfsögðu allir á réttum tíma. A innfeildu mynd- inni eru fransk- ar skátastúlkur að matbúa sér góðgæti í Kjarnaskógi. Myndir: Robyn Reikningar EyjaQarðarsveitar fyrir síðasta ár afgreiddir: Rekstrargjöld tæpar 6 miHjónir umlram tekjur Reikningar Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 1992 voru samþykktir á fundi sveitarstjórnar sl. fimmtudag. Samkvæmt þeim námu gjöld umfram tekjur tæp- um 6 milljónum króna en Pétur Þór Jónsson, sveitarstjóri, segir að þrátt fyrir þetta sé fjárhags- leg staða sveitarfélagsins sterk. Pétur Þór segir tvö atriði ráða miklu um niðurstöðuna af rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári. Ann- ars vegar hall málaflokkar verið útgjaldafrekari en fjárhagsáætlun hafi gert ráð fyrir og sömuleiðis hafi tekjur verið lægri en ráð var fyrir gert. Skatttekjur sveitarfélagsins námu liðlega 101 milljón króna. Til málaflokka fóru liðlega 63% af skatttekjunum og taka fræðslu- málin þar af um 50 milljónir króna. Pétur segir að rekstur mála- flokka hafi lækkað fyrst eftir sam- einingu sveitarfélaganna í Eyja- fjarðarsveit en síðan hafi þessi út- gjaldaliður hækkað á nýjan leik. Því ráði félags- og fræðslumála- flokkarnir helst en til félagsmála telst rekstur leikskóla og heimilis- þjónusta. Hvað varðar peningalegu stöð- una um síðustu áramót segir Pétur Þór að hún hafi verið jákvæð þá um 12,4 milljónir króna. Heildar- skuldir sveitarfélagsins voru um síóustu áramót tæpar 50 milljónir króna, þar af skammtímaskuldir um 17,8 milljónir og höfðu hækk- að á árinu en Pétur Þór segir skammtímaskuldirnar lækka á nýjan leik strax á þessu ári. Lang- tímaskuldir upp á 32 milljónir segir hann fyrst og fremst til komnar frá gömlu sveitarfélögun- um en langtímalán hafi ekki verið tekin eftir sameiningu þeirra í nýtt svcitarfélag. Fjárhagsáætlun fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að rekstur sveitar- sjóðs verði í jafnvægi en búist cr við að áfram dragist skatttekjurnar saman frá fyrra ári. JOH Stöður heilsugæslu- lækna á Siglufirði: Umsóknirnar lofa góðu Umsóknarfrestur um stöður tveggja heilsugæslulækna við heilsugæslustöð og sjúkrahús Siglufjarðar rann út á sunnudag- inn. Fjórar umsóknir hafa borist, en Jón Sigurbjörnsson, forstjóri, segir að enn gætu komið umsóknir sem hefðu verið póstlagðar um helgina og verði umsóknirnar sendar til stöðunefndar Iækna þeg- ar víst væri að allar væru komnar. Jón Sigurbjörnsson segir aó um- sóknirnar lofi góðu og að þær sýni að áhugi sé fyrir stöðunum. IS •bá: /r>í ISTÉÍuMr 93 Miðvikudagur 4. ágúst: Listamið- stöóin Deiglan; í gær var opnuð Örsögusýning Kristlaugar Sigurð- ardóttur; opiö kl. 15-19, virka daga, og kl. 13-19 um helgar. Skrifstofa Listasumars er í Kaupvangsstræti 23, sími 12609. mótinu, auk fjölmargra félaga, ungra sem aldinna, sem lögðu hönd á plóginn við sjálfa fram- kvæmdina. „Það var stanslaus dagskrá frá morgni til kvölds alla dagana og þó veðrið hafi verið upp og ofan, hafði það lítil áhrif á mótshaldið. Við fluttum að vísu eina kvöld- vöku inn í Iþróttahöllina og þar voru saman komnir urn 2Ó00 manns,“ sagði Asgeir Hreióars- son. KK Norrænn öldrunarmáladagur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið boðar til norrænnar ráðstefnu um öldrunarmál að Hótel Loftlelðum fimmtudaginn 19. ágúst 1993. Allir frummælendur gegna lykilstöðum varð- andl öldrunarmál. Dagskrá verður, sem hér segin N. 09:00 Skróning. Kl. 09:20 Ráöstefnan sett: Hr. GuðmundurÁmi Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðhena. Kl. 09:30 Greiðslufyrirkomulag fyrir öldrunarþjónustu. Fyririesari verður Sigbrit Holmberg deildarstjóri, frá Svlþjóð. Kl. 10:00 Sjálfboöaliöar f öldrunarþjónustunni. Fyrirlesari verðurEti Sundby deildarstjóri, frá Noregi. Kl. 10:30 Kaffihlé. Kl. 11:00 Breytingar á þjónustustigi. Fyririesari verður Dorte Höeg deildarstjóri, frá Danmörku. Kl. 11:30 Breytingar á öldrunarþjónustunni i Finnlandi. Fyririesari verðurMarja Vaarama öldrunarfræðing- ur, frá Finnlandi. W. 12:00 Hádegisverður. KI. 13:30 Fjármál og rekstur. Nýjar hugmyndir og spumingar. Fyririesari verður Ásgeir Jóhannesson, fomnaður Samstarfsnefndar um máléfni aldraðra, frá Islandi. Kl. 14:00 Umræður verða I hópum um fyririestrana. Kl. 15:00 Kaffihlé. Kl. 15:30 Niðurstöður hópumræðna. Kl. 16:00 Dagskráriok. fslenskum ágripum úr fyrirlestrunum veröur dreift til þátttakenda. Auk þess sem túlkur verður á staðnum. Fundarstjóri verður Hrafn Pálsson, deildarstjóri öldrunarmála I Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Ráöstefnugjald verður 2.500 krónur. Innifalinn er hádegisverður og kaffi. Þátttaka tilkynnist ráðuneytinu fyrir 10. ágúst 1993. Heilbrigðis- og trygglngamálaráðuneytið Hestamenn Eyjafirði og Þingeyjarsýslum Dómar kynbótahrossa fara fram í tengslum viö hestamannamót Hrings aö Flötutungu í Svarfaðar- dal föstudaginn 6. ágúst nk. og hefjast þeir kl. 10. f.h. Skráning fer fram hjá búnaðarsamböndunum í síö- asta lagi 4. ágúst nk. Búnaðarsamböndin og Hrossaræktarsambandið. Einingar- félagar Ferð aldraðra Einingarfélaga verður farin laugardaginn 14. ágúst nk. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14 kl. 9.00. Ekið verður um Húnavatnssýslur og fyrir Vatnsnes. Fargjald er kr. 1.000,- og skráning í ferðina er til 12. ágúst. Ferðanefnd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.