Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 12
STÆKKANIR ^Pcáío myndif" SKIPAGATA 16 SÍMI: 23520 Umsjónarmaður tjaldsvæðisins á Akureyri er allt annað en ánægður mcð umgengnina þar um helgina. Gestir á svæðinu voru 300-400. Mynd: Robyn Órói í Vaglaskógi en rólegt í Ásbyrgi - töluverð ölvun ungmenna í Vaglaskógi Sigurður Skúlason, skógarvörð- ur í Vaglaskógi, sagði helgina hafa verið erfiða og þá sérstak- lega aðfaranótt sunnudagsins, þrátt fyrir að ekki hefði verið margt fólk. Hann sagði að í skóginum hafí verið um 600 hundruð manns þegar mest var og þar af giskaði Sigurður á að hefði verið um 500 ungmenni á aldrinum 17-25 ára. Þeim hafi fylgt mikil ölvun og á tímabili var ástandið mjög erfitt. Auk starfsmanna skógræktarinnar voru björgunarsveitarmenn og lögregla á staðnum við gæslu- störf og höfðu þeir í nógu að snúast. Eitthvað var um rysk- ingar og eins og frani hefur Slík uppákoma verður ekki endur- tekin á tjaldsvæðinu á Akureyri - segir ívar Sigmundsson en hann telur að framkvæmdin á „Halló Akureyri“ hafi gjörsamlega misheppnast og sé bænum til háborinnar skammar ívar Sigmundsson, umsjónar- maður tjaldsvæðisins á Akur- eyri, var frekar óhress eftir helgina og sagði í samtali við Dag, að framkvæmdin á „Halló Akureyri“ hafi gjörsamlega misheppnast, þó svo að hug- myndin á bak við hátíðina sé góðra gjalda verð. „Það er Ak- ureyrarbæ til háborinnar skammar hvernig framkvæmd- in á þessari uppákomu var. Bærinn er að setja í þetta 400 þúsund krónur á sama tíma og ekki fæst króna til að gera eitt- hvað fyrir tjaldsvæðið.“ Engin dagskrá fyrir utan dansleikina Ivar segir að hann og hans fólk hafi verið búið að segja að það þýddi ekki að vera með allt þetta fólk sem gisti bæinn inn á tjald- svæðinu og aó það yrði að finna unga fólkinu annan stað til að tjalda á. „Þarna var fólk bindfullt allan heila tímann og stór- skemmdi m.a. gróður á svæðinu. Þeir sem stóðu fyrir hátíðinni, eiga heióur skilinn fyrir aó ná hingað fjórum bestu unglinga- hljómsveitum landsins en fyrir ut- an þessa dansleiki var engin dag- skrá í boði fyrir unglingana og ekkert eftirlit meó einu eða neinu. VEÐRIÐ Veðurstofa Islands spáir í þetta sinn heldur hlýnandi veðri á Norðurlandi. Veður ætti að geta orðió svipað og var í gær, þokubakkar á mið- um úti fyrir Noróurlandi en skýjað meó köflum inn til landsins. Á stöku staó gætu orðið smávægilegir skúrir síð- degis en annars þurrt og stillt veður. - Og eftir að dansleikjunum lauk, hélt fólk áfram að skemmta sér á tjaldsvæðinu, með öllu því ónæði sem því fylgdi fyrir aðra tald- gesti.“ Fólk ælandi og mígandi í görðum í kring Ivar sagði að þetta hafi verið við- urstyggilegt í einu orði sagt og fólk hafi verið ælandi og mígandi í görðum þarna í kring, við litla hrifningu nærliggjandi íbúa. „Auk þess var stolið frá útlendum gestum sem gistu tjaldsvæðið.“ Hann sagöist reikna með að á milli 300-400 manns hafi gist tjaldsvæðió á Akureyri um helg- ina en þó gat hann ekki gefið upp nákvæma tölu. „Við náðum ekki að rukka nema um 250 manns enda erfitt að rukka fólk sem lá í brennivíns- dauða í sínum tjöldum, eða ráfaði kófdrukkið um svæðió.“ Atvinnumálanefnd Akureyrar veitti 400 þúsund króna styrk vegna hátíðarinnar og sagöi Ivar að á sama tíma fengist ekki króna til tjaldsvæðisins. „Framkvæmda- stjóri hátíðarinnar situr í atvinnu- málanefnd og rekur auk þess aug- lýsingastofuna sem sá um allar auglýsingamar og maður spyr sig aó því, hvort ekki hafi hreinlega verið að styrkja þessa ákveönu auglýsingastofu.“ Lögreglan talaði um hlutina eins og þeir voru Ivar sagði það jafnframt athyglis- vert að allir þeir sem talaðvarvið á útihátíðunum víðs vegar um landið, voru að draga úr fylliríinu á hverjum stað, nema lögreglan á Akureyri. „Lögreglan á Akureyri talaði um hlutina nákvæmlega eins og þeir voru og dró ekkert undan. Hins vegar var lögreglan hér undirmönnuð og ekki í stakk búin aó mæta öllum þeim fjölda sem hér var um helgina. Eg heyrói haft eftir framkvæmda- stjóra hátíðarinnar að vel hafi til tekist um helgina og ætlunin væri að endurtaka leikinn á næsta ári. Það er hins vegar alveg ljóst að slík uppákoma verður ekki endur- tekin á tjaldsvæðinu á Akureyri á næsta ári.“ KK komið í fréttum var ein alvar- leg árás í skóginum, þar sem flytja þurfti ungan mann tölu- vert slasaöan á sjúkrahús á Ak- ureyri eftir árásina. Sigurður sagói skemmdir ckki miklar á staðnum og sagði hann skemmdir olt hafa verið mciri. Brotinn var einn klósettkassi og ein hurö og þá voru ekki neinar gróóyrskcmmdir unnar á staðnum. Sigurður vildi taka það fram að ekki heföu allir unglingarnir verió mikið ölvaðir og innan um hcfðu verið fyrirmyndarunglingar, sem ckki þurl'ti aó hafa afskipti af. Sigurður ságði að ástandið um verslunarmannahclgina undanfar- in ár, hefði vcrið misjafnt. Svæð- ið væri einungis opið scm almennt tjaldsvæði og yfirleitt gengið stór- slysalaust. Hann bjóst þó við breytingum eftir að ný brú yfir Fnjóská verður tckin í notkun, en það veróur að öllum líkindum fyrir næstu verslunarmannahelgi. „Þá höfum við meiri möguleika til að loka svæðum af og sía út þá sem gista skóginn, auk þess scm vió getum þá selt inn á svæðið og fengið eitthvað í kassann." Það var ekki ólátunum fyrir að fara í Asbyrgi um helgina og gisti fátt fólk á tjaldsvæðunum um helgina. Um 30 manns gistu á tjaldsvæðunum aðfaranótt laugar- dags og sunnudags, auk hópa scm telja um 100 manns og flestir voru tjaldbúarnir af erlendu bcrgi brotnir. PS Vegagerð í Bólstaðarhlíðarbrekku: Hagvirki-Klettur með lægsta tilboð Tilboð í lagningu vegar um Ból- staðarhlíðarbrekku í A-Hún. voru opnuð í gær. Atta aðilar buðu í verkið og var Hagvirki- Klettur með lægsta tilboð, 64% af kostnaðaráætlun. Aætlað er að verki Ijúki í ágúst á næsta ári. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 148 millj. kr. kostnaði og er þá Verslunarmannahelgin á Norðurlandi: Rólegt á flestum þéttbýlisstöðum Það var rólegt á flestum þéttbýl- isstöðum á Norðurlandi, utan Akureyrar, um verslunar- mannahelgina og samkvæmt upplýsingum lögreglu á svæðinu var fátt fólk á ferli í bæjunum og greinilegt að íbúar voru á faraldsfæti um þessa mestu ferðahelgi ársins, þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið í allt of góðu skapi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Siglufirði var mjög ró- legt þar um helgina, þrátt fyrir að fjölmenni hafi sótt „Síldarævin- týri“ í bænum. Þrír fengu aö gista fangageymslu um helgina og var það einungis til að sofa úr sér áfengisvímu. Ohappalaust var með öllu ef frá er talið eitt rúðu- brot og var umgengni í bænum til fyrirmyndar að mati lögreglunnar. Það var gott hljóðið í lögreglunni á Olafsfirði. Mjög rólegt var í bænum, fátt fólk á ferli og engin óhöpp urðu. Sömu sögu hafði Stefán Hallgrímsson lögreglumaó- ur á Húsavík að segja, ef frá er talin líkamsárás í Vaglaskógi að- faranótt sunnudags. Jón Stefánsson lögreglumaður á Þórshöfn sagði í samtali við Dag að Þórshöfn og Raufarhöfn væru líkastir svefnbæjum yfir þessa helgi og að mjög rólegt hefði ver- ið á því svæöi sem lögreglan á Þórshöfn hefur eftirlit með. Hann sagði að eitt umferðaróhapp hefði orðið á veginum upp með Jökulsá á mánudag, þar sem ung kona missti stjórn á ökutæki sínu og ók útal' veginum. Hún slapp með skrekkinn, en eignatjón mikið. Þá var einn tekinn fyrir ölvun við akstur á Melrakkasléttu. Um var að ræða mann á þrítugsaldri og að sögn Jóns hefði ökumaðurinn virst vera verulega ölvaður og akstursmáti ekki til fyrirmyndar. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkj- um lögreglu og stöðvaði ekki fyrr en lögreglan hafði fylgt honum í um níu kílómetra. PS bundið slitlag ekki talið með. Það veróur boðið út sér á næsta ári, að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisverkfræðings Vegagerð- arinnar á Noróurlandi vestra. Atta aðilar buðu í verkið og var Hag- virki-Klettur með lægsta tilboð, 94.851.000,- kr„ eða 64% af kostn.áætlun. Næstlægst tilboó átti Suóurverk hf. á Hvolsvelli, 96.351.750,- sem var 65,1% af kostn.áætlun. Þriðju í röðinni voru Króksverk hf. á Sauðárkróki ásamt Loftorku hf. í Rcykjavík, þeir buöu 96.648.058,- kr„ eða 65,3% af kostn.áætlun. Hæsta til- boð átti G. Hjálmarsson á Akur- eyri, 109.329.810,- sem var73,9% af kostn.áætlun. Aðrir sem buðu í verkið voru Völur hf„ Reykjavík, Ræktunarsamband Flóa og Skeiöa, Ellcrt Skúlason hf. og Klæðning hf. í Garðabæ. Um er að ræða lagningu á 5,4 km löngum vegarkafla á þjóðvegi 1, um Bólstaðarhlíóarbrekku. Heimamcnn voru ekki sammála Vcgagerðinni um vegarstæðið, en umhverfisráðuneytið úrskurðaði í málinu og var sá úrskurður sam- hljóða óskum Vegagcrðarinnar. Framkvæmdir hefjast væntanlega nú í haust og á þcim að ljúka að ári. sþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.