Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudaqur 4. ágúst 1993 - DAGUR - 7 ÍÞRÓTTIR Svanur Valgeirsson hversu stóran og góðan hóp vió höfum,“ sagði Hermann og bætti við að nú ætluðu menn sér að komast upp úr fjóröu deildinni, á það væri kominn tími. KS KS-ingar féllu úr þriðju deildinni í fyrra og eiga góöa möguleika á aö komast í úrslitakeppnina. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með 17 stig. Baldur Benónýsson er þjálf- ari liðsins: „Ég hefði viljað fá ein fjögur stig í viðbót og við það hefði ég verið sáttur. Það var stefnt að því að veröi í öðru af tveimur efstu sætunum og þar erum við núna. Mér líst nokkurð vel á möguleika okkar að komast í úrslitakeppnina. HSÞ-b er búið aó leika einum leik fleira en við og þeir sitja hjá í næstu umferð. Ef við náum sigri í þeirri umferð má segja að vonir okkar séu góðar,“ sagði Baldur. SM Lió SM er nú þegar komið með helmingi fleiri stig en það fékk í fyrra. Siguróli Kristjánsson, þjálf- ari liðsins er samt ekki sáttur. „Ég er hundsvekktur með stöð- una eins og hún cr. Við ættum að vera komnir með mun meira af stigum. Ég hugsa að ef hjartað í okkur væri örlítið stærra værum við komnir með 19 stig,“ sagði Siguróli. Hann sagðist fyrirfram ekki hafa gert sér neinar hug- myndir varðandi gengið en séð að liöið gæti ýmislegt þegar mótið var komiö af stað. HSÞ-b HSÞ-b er nú í þriðja sæti og á enn möguleika á að fylgja Hvöt í úr- slitakeppnina.Til þess að það tak- ist þarf liðið að sigra KS, og lík- lega það sem eftir er. Skúli Hall- grímsson er þjálfari liðsins: „Við höfum átt í miklum meiðslum í sumar og kenni ég þar um m.a. lélegri vallaraðstöðu. Við erum aó æfa í hálfgcröri mýri sem er mjög óslétt. Það má kannski segja að okkur hafi gengið ágæt- lega miðað við aðstæður en nú þurfum við að vinna rest til þess að eiga möguleika á því að kom- ast í úrslitakeppnina. Það er alveg raunhæft en hins vegar ekki að ætla sér upp,“ sagði Skúli. Þrymur Þrymur byrjaði aó spila í deildinni Spennan er inikil í 1. deild kvenna. Tekst Eygló Marinósdóttur og stöllum hennar hjá ÍBA að halda sér í dcildinni? 1990 og liðið var með 9 stig öll árin fram til þessa; að nú eru 10 stig þegar í höfn. Guðbrandur Guðbrandsson er þjálfari liósins. „Ég er mjög svo sáttur og geta varla annað því þetta hefur aldrei verið betra. Stígandinn í liðinu undanfarið er augljós og ég held að við getum vel við unað jafnvel þótt við fengjum ekki tleiri stig,“ sagði Guóbrandur. Neisti Neisti er í fjórða sæti deildarinnar og er eitt þeirra liða sem á rnögu- leika á að komast í úrslitakeppn- ina. Jóhann Sigmarsson er fram- kvæmdastjóri liðsins: „Fyrirfram voruni við aó gæla við að komast í úrslitakeppnina og sá draumur er ekkert úti þótt stað- an sé kannski ekkert sérlega góð. Viö höfum ekki verið að spila eins vel og ég hafði vonað að við myndum gera og erum t.d. að spila verr en í fyrra að mínu mati. Sex jafntefli í níu leikjum er ein- um of mikið af því góða,“ sagði Jóhann. Dagsbrún Lið Dagsbrúnar hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sumarsins og kannski væri réttara aó segja sem svo að reiskjótinn hafi enginn verið. Liðið er neðst í deildinni, hefur ekkert stig hlotið og tapað öllum leikjum sumarsins með tals- vert miklum mun. Sveinn Reynis- son cr framkvæmdastjóri liðsins. „Það er eðlilegt að illa gangi þeg- ar mcnn hafa ekki áhuga á því að standa í þessu. Við höfum átt í erfióleikum með aó fá menn til þess að mæti í leiki hvað þá á æf- ingar,“ sagði Sveinn. Hann sagðist ekki reikna með að liðió yrði með í keppninni að ári. Staðan í 4. deild, C: Hvöt 10 8 2 0 48 7 26 KS 9 5 2 2 28 11 17 HSÞ-b 10 5 1 4 30 29 16 Neisti 9 2 6 1 16 13 12 SM 9 3 1 5 22 19 10 Þrymur 10 2 4 4 17 22 10 Dagsbrún 9 0 0 9 6 66 0 Dalvíkurliðið hefur staóið sig vel í sumar og betur en í fyrra. Nú er liðið í fjórða sæti, aðeins tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum frá Húsavík, cn slapp rétt fyrir horn við fall í tjórðu deild. Eiríkur Eiríksson er þjálfari liðsins: „Ég held að þaó sé óhætt að segja jtó við séum bara á góðu róli. Ég geröi mér ýmsar hug- myndir varðandi gengið í sumar og er bara sáttur. Við hefðum get- að verió enn ofar með smá heppni og það er greinilegt að við getum unnið alla en jafnframt tapað fyrir öllum,“ sagði Eiríkur. Hann sagði dcildina mjög jafna og taldi mögulcika liósins á að komast upp jafnmikinn og annarra liða. „Það er svo aftur spurning hvort karakterinn, sálin eða hjartað koma í veg fyrir að menn klári dæmið.“ Magni Nói Björnsson þjálfar Magna frá Grenivík. Hann stýrði liðinu í 6. sæti deildarinnar í fyrra og segir menn hafa ætlað aó gera betur þá. Nú er liðið neðst og segist Nói af- ar óhress með gengið það sem af er. Pétur Björn Jónsson og félagar hjá Leiftri hafa misst dampinn í siðustu lcikjum. Þcir eiga möguleika á sæti í 1. dcild að ári ef þeir taka sig á. aldurinn, getum við búist við að fá þær á fullu inn sem leikreynda spilara eftir nokkur ár,“ sagði Katrín. Staðan í 2. deild kvenna: Dalvík 43 0 114 29 Tindastóll 4 3 0 1 114 9 Völsungur 4 2 0 2 4 5 6 Leiftur 4 0 0 4 2 20 0 3. deild: I þriðju deild leika þrjú lið af Noróurlandi, Völsungur, Dalvík og Magni. Deildin er orðin nokk- uð tvískipt þar eð langt bil er á milli efsta og neðsta liósins. Þrátt fyrir þaö er engan veginn orðið út- séð með það hvaða lið koma til með aó berjast um topp- eða botn- sæti. Völsungur Völsungar lentu í strögli í þriðju deildinni í fyrra og ekki var útséó með að þeir næðu að forða sér frá falli fyrr en í lok keppnistímabils- ins. Gengið hefur verió gott það sem af er; liðið er í þriðja sæti deildarinnar og á góða möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í 2. deild. Aðalsteinn Aðal- steinsson er þjálfari liðsins: „Það má segja að gegnió hafi verið viðunandi það sem af er. Við erum nú að berjast í efri hluta deildarinnar en vorum í þeim neðri í fyrra svo að þaó út af fyrir sig er jákvætt." Aöalsteinn sagði aðspurður um möguleika liðsins á sæti í 2. deild að ef liðið næði sér vel á strik væru helmingslíkur á að liðið yrði í baráttu um sætið. „Það er mikið eftir og brugóið getur til beggja vona,“ sagði Aðal- steinn. Dalvík „Ég er allt annað en ánægður með það sem búið er af boltanum í sumar. Ég átti von á jafnri deild og við höfum að mínu mati ekkert verið að spila verr en liðin fyrir ofan okkur. Vndamálið er að við skorum ekki nóg,“ sagði Nói Björnsson og bætti því við aö stefnan yrði sett á að koma sér úr fallsæti og vonaði að í hönd færi betri tími. Staðan í 3. deild: Selfoss 11 8 1 220 12 25 HK 11 7 22 30 13 23 Völsungur 11 63222 1621 Dalvík 11 6 1 4 16 14 19 Víðir 11 443 14 11 16 Haukar 11 5 1 5 17 17 16 Grótta 11 3 26 17 20 11 Reynir 11 3 1 721 28 10 Skallagr 11 227 1930 8 Magni 1113 7 8 23 6 4. deild, C: Staðan í 4. deild einkennist fyrst og fremst af því hversu mikill munur er á efsta liðinu og því neðsta. Önnur lið eru nokkuð jöfn og þegar þrjár umferðir eru eftir er enn ekki útséð meö hvaða lió fylgir Hvöt í úrslitin. Hvöt Hvöt hefur verið með besta liðið í deildinni mörg undanfarin ár og engin breyting er þar á í ár. Her- mann Arason er þjálfari Hvatar: „Ég get nú ekki annað en verið ánægður. Deildin hefur reyndar spilast ööruvísi en ég átti von á því KS hefur ekki komið eins sterkt út og ég hafði reiknað með. Gengið í bikarnum er líka það sem stendur upp úr og við hefðum bara viljað fara lengra. Það sem við höfum fram yfir önnur lið er Góður árangur Sigurpáls Geirs Sigurpáll Geir Sveinsson, hinn bráðefnilegi golfari frá Akur- eyri, stóð sig vel á landsmótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Sigurpáll varð í 8.-9. sæti í meistaraflokki karla og náði bestu skori 21 árs og yngri, á alls 315 höggum. Fyrir það hlýtur hann ferð á sterkt mót í Þýskalandi. Sex aðrir keppendur frá Akureyri voru á mótinu og þykir það nokkuð lítið frá svo stórum golf- klúbbi sem GA er. „Ég var ekki að spila mitt besta golf þarna en það var mjög gott að ná að vera efstur í flokki 21 árs og yngri. Sá besti á landsmóti í flokki 21 árs og yngri og unglingameist- arinn fara í keppni til Þýska- lands,“ sagði hinn 18 ára gamli Sigurgeir Páll Sveinsson. Hann sagði það skipta sig miklu aó komast erlendis á mót. Hann hafi nú þegar sett stefnuna á að reyna að komast í skóla í Bandarikjun- um í gegnum golfið og ef vel - varð efstur í flokki 21 árs og yngri Sigurpáll Geir Sveinsson, gengi á mótum erlendis yrði það mun auðveldara. Hann sagðist ánægður með mótiö í Leiru; rokiö hafi að vísu sett strik í reikninginn en þegar lægði hafi hann náð að spila vel. Sigurgcir sagðist vera í golfi alla daga. „Ég leiðbeini ungu fólki hér á vellinum framan af degi og síðan er ég á vellinum fram að kvöldmat og það kemur oftar en ckki fyrir að ég skrepp hingað eftir matinn til þess að slá." Arangur annarra kcppenda frá Akureyri er sem hér segir: Meistaraflokkur: Björgvin Þorsteinsson, 31. sæti, 338 högg Orn Arnarson, 32. sæti, 341 högg 1. flokkur karla: Skúli Ágústsson, 14. sæti, 321 högg Þorleifur Karlsson, 35. sæti, 333 högg 2. flokkur karla: Einar Viðarsson, 25. sæti, 348 högg Ólafur Hilmarsson, 55.-57. sæti, 360 högg sv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.