Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. ágúst 1993 - DAGUR - 11 Giftingar í Hvanneyrarskái - settu svip á Sildarævintýrið á Siglufirði Síldarævintýrið á Siglufírði var haldið í þriðja sinn nú um versl- unarmannahelgina og talið er að á fímmta þúsund manns hafí komið til bæjarins af því tilefni. Eftir slæmt veðurfar það sem af er í sumar glaðnaði til á Iaugar- dagsmorgun - brast á með blíðu eins og Theódór Júlíusson, framkvæmdastjóri Síldarævin- týrisins, kaus að orða umskipt- in. Dansinn stiginn. Sildarsöltun stóó yfir allan laugardaginn og lagói fjöldi fólks leið sína á söltunarplanið til að fylgjast með hinni einu sönnu stemmningu þegar sild var söltuð og nikkan þanin og dansinn stig- inn í pásum. Auk söltunarinnar var fjölmargt annað til skemmtun- ar á Siglufirði í tilefni síldarævin- týrisins. Harmonikusveitir spil- uðu, landleguböll voru haldin inn- anhúss og utan, fjölbreytt barna- og fjölskyldudagskrá var á sviðinu við torgið í hjarta bæjarins og tí- volíport var við barnaskólann. Þá var haldið sjóstangaveiðimót og fíeira mætti telja. Auk dagskráratriða settu óvænt atriði svip á hátíóarhöldin því segja má að auk söltunarinnar hafí tvær giftingar, sem fram fóru í Hvanneyrarskál, verið hápunktur helgarinnar á Siglufírði. Þar voru gefin saman þau Ulfur Guð- mundsson og Kristín Einarsdóttir, sem komu ríðandi á hestum til vígslunnar ásamt Sr. Braga J. Ingibersssyni og siglfírskum hestamönnum. Einnig voru þau Rafn Elvar Svanbergsson og Sig- ríður Þórdís Reynisdóttir Bardal gefín saman. Talið er að um sjö hundruð manns hafi fylgst með.at- höfninni í skálinni, sem fram fór í óvæntu blíðviðri. ÞI HHlNNING Brúðhjón koma til afhafnarinnar i Hvanneyrarskál Örsögusýning Kristlaugar Siguröardóttur í Deiglunni Örsögusýning Kristlaugar Sig- urðardóttur var opnuð í lista- miðstöðinni Deiglunni á Akur- eyri í gær. Sýningin er opin alla virka daga kl. 15.00 til 19.00 og kl. 13.00 til 19.00 um helgar, og lýkur 16. ágúst. Á sýningunni eru 40 örsögur sem fíestar eru unnar á þessu ári. Kristlaug er fædd á Akureyri árið 1964. Árið 1991 vann hún Gcnfar-Evrópuvcrðlaun fyrir drög aó sjónvarpshandriti. Tvö útvarps- lcikrit, Brúnu Leðurskórnir og Helgríman, voru frumfíutt í Ríkis- útvarpinu Rás 1 1992. Þetta er fyrsta sýning þessarar tegundar sem haldin er á Akur- eyri. Ingólfur Ásbjömsson Ij Fæddur 21. april 1907 - Dáinn 26. júlí 1993 „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sœll er sigur unniijn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. “ Kallið er komið. Heiðursmaður er fallinn. Ingólfur Ásbjörnsson, Byggða- vegi 115, fyrrum bóndi í Stóradal í Eyjafjarðarsveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. júlí sl. eftir langa vanheilsu og var jarðsunginn í gær, 3. ágúst frá Akureyrarkirkju. Hann fæddist 21. apríl 1907 í Miðhúsum í Eyjafjarðarsveit, kominn af sterkum eyfírskum og þingeyskum ættstofni. Foreldrar hans voru: Ásbjörn Árnason, sem lengi bjó í Torfum, og Guörún Jó- hannesdóttir ljósmóðir. Albræður hans voru: Árni, sem lengi bjó í Kaupangi og látinn er fyrir nokkr- um árum, og Jóhannes, sem búið hefur á Stöð í Stöðvarfírði. Foreldrar hans slitu samvistir er hann var aóeins sjö ára að aldri og mun það hafa verið mikið áfall l'yrir hans viðkvæmu sál, er föður- umhyggjan brást honum á svo ungum aldri. Skömmu síðar fíutt- ist hann til frændfólks síns á Grýtubakka í S.-Þingeyjarsýslu. Dvaldi hann hjá því góða fólki fram yfír fermingu, en lluttist svo til móður sinnar, sem þá bjó í Grjótgarði á Þelamörk. Hálfsyst- kini Ingólfs urðu sjö talsins og er ein systirin látin, Magdalena í Ár- gerði í Eyjafjarðarsveit. Ingólfur var mikill hamingju- maður í sínu einkalífí. 29. sept. 1935 kvæntist hann ungri blóma- rós, af skagfirsku kyni, Maríu Guðmundsdóttur, sem lluttist eftir lát móður sinnar aö Samkomu- gerði, til Maríu móðursystur sinn- ar og Kristins manns hcnnar, en faðir hennar, Guómundur, hafði farist af slysförum á Sauóárkróki, er María var um tveggja ára aldur. María er alsystir hins ástsæla óperusöngvara Stefano Islandi, sem allir þekkja, og eru miklir sönghæfileikar í ættum þcirra systkina. Ingólfur og María eignuðust eina dóttur, Guðrúnu, sem búsett er hér í bæ, gift Inga Jóhannessyni og eiga þau fimm dætur. Eina fósturdóttur áttu þau hjón, Sóleyju Kristjánsdóttur, sem kom til þeirra á öðru ári og er búsett hér í bæ. Hug sinn til fósturföður síns sýndi hún með því að láta son sinn heita Ingólf. Einnig er María, dótturdóttir þeirra, uppalin aó miklu leyti hjá þeim hjónum. Þau keyptu jörðina Stóradal í Eyjaíjarðarsvcit árið 1936 og bjuggu þar til ársins 1972, er þau fluttu til Akureyrar. Margmennt var löngum í Stóradal, cinkum á sumrum, er dótturdæturnar og systurdóttir Maríu hröðuðu sér í sveitasæluna á vorin, er skólum lauk. Mjög stórt bú var í Stóradal hjá þeim hjónum og þurfti margar hendur til aóstoðar við bústörfin. Dóttir þeirra og tengdasonur bjuggu nokkur ár félagsbúi með þeim, en fíuttu síðan til Akureyr- ar. Eignuóust þau fjórar dætur í Stóradal, en sú fimmta fæddist á Akureyri. Ingólfur var eðlisgreindur mað- ur og mjög laghcntur. Mun hugur hans á unga aldri hafa staðið til smíðanáms, en cfni til þeirra hluta voru þá af skornum skammti, cn marga notadrjúga hluti smíóaði hann fyrir heimili sitt og var ætíð sjálfbjarga um alla hluti. Hrcin- skiptinn var hann við alla menn og vildi aldrei skulda nokkrum manni eyris virði, áreiðanlegur og mátti ckki vamm sitt vita í neinu máli. Hann var ákaflega barngóð- ur og undi sér vel með ungu fólki, traustur og mjög umhyggjusamur um velferð allra sinna nánustu. Ingólfur Ásbjörnsson var grandvar og góður maður. „Fari hann í l'riði, frióur Guös hann blessi.“ Við hjónin sendum Maríu og fjölskyldu hcnnar innilcgar sam- úðarkveðjur og þökkum fjölmarg- ar yndisstundir á þeirra góóa heimili, bæði l'yrr og síðar. Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth. Mig langar að minnast vinkonu minnar Sigríðar Albertsdóttur, sem til grafar verður borin í dag. Sigríður var gift Jóni Hjálmars- syni skósmið. Sigríði kynntist ég fyrir ellefu árum er ég kom á heimili þeirra hjóna Jóns og Sig- ríóar. Þótt hafi verió nærri hálfrar aldar aldursmunur á okkur Sigríði uróum við vinkonur þetta vor. Ég minnist næstu áramóta á eftir, en þá var ég á Siglufirði hjá þeim hjónum. Ég kvartaði yfir því að hafa það of gott og vildi hjálpa Sigríði en mér var sagt að ég væri gestur og ætti að slappa af. Fyrir nokkrum árum þegar Sig- ríður missti mann sinn eftir langan hjúskap, þá stóð hún sig eins og hetja sem og alltaf. Sigríði fannst maóur gera alltof mikið fyrir sig ef eitthvað var gert fyrir hana hversu lítið sem það var. Hafði Sigríður gaman af að gera litla hluti og gefa, og vildi hclst ekki aö maður væri að gefa sér neitt í staðinn annað en þakklæti. Eitt sinn spurði Sigríður mig af hverju ég héldi vinskap viö sig svona gamalt hró, ég svaraði því til að aldur vina skipti ekki máli og það gladdi hana. Álltaf var stutt í brosið og góða skapið hjá henni sama á hverju gekk. Sigríói þótti miður ef fólk birtist fyrirvaralaust, því þá sagð- ist hún ekkert eiga með kaffinu, þótt borð væri fullhlaðið af brauði. Ég kem til með að geyma minningu um vinkonu mína í hjarta mér, og er þakklát fyrir þau ár sem vinátta okkar varði. Þau hjónin Jón og Sigríður eignuðust tvo syni, Hjálmar og Magnús. Eina sonarbarnið sem Sigríður átti heitir Sigríður eftir ömmu sinni. Að endingu vil ég senda Hjálmari, Magnúsi, Sigríði yngri og systkinum hinnar látnu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Dýpsta sœla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Siguróardóttir frá Hlöðunt.) Ilulda Jóhannesdóttir. FÉSÝSLA DRÁTTARVEXTIR Júní 16,00% Júlí 15,60% MEÐALVEXTIR Alm. skuldabr. lán apríl Alm. skuldabr. lán maí Verðtryggð lán apríl Verðtryggð lán maí 13,10% 12,40% 9,20% 9,30% LÁNSKJARAVÍSITALA Júlí 3282 Ágúst 3307 SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Tegund K gengi Káv.kr. 89/1D5 1,8832 6,20% 90/1D5 1,4636 6,23% 91/1D5 1,2652 6,98% 92/1D5 1,0974 7,00% 93/1D5 0,9942 7,10% HÚSBRÉF Flokkur K gengi K áv.kr. 92/2 100,85 7,17% 92/3 98,29 7,10% 92/4 95,92 7,10% 93/1 92,63 7,10% VERÐBRÉFASJÓÐIR Avöxtunl.janumfr. verðbðlgu síðustu: (kí) 29. júlí Kaupg. Sölug. 6mán. 12 mán. Fjárfestingarfélagið Skandiahf. Kjarabref 4,725 4,871 23,9 •212 Tekjubréf 2,548 2,627 20,9 -21,4 Markbréf 1,524 1,571 23,8 -19,4 Skyndibréf 1,961 1,959 5,0 4,8 Kaupþing hf. Einingabréf 1 6,750 6,874 4,5 5,2 Einingabréf 2 3,754 3,773 9,4 7,9 Einíngabréf 3 4,436 4,517 5,7 5,4 Skammtimabréf 2,315 2,315 7,9 6,8 Verðbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxtarsj. 3,315 3,332 5,3 5,8 Sj. 2 Tekjusj. 1,991 2,011 7,6 7,7 Sj. 3 Skammt. 2,284 Sj. 4 Langt.sj. 1,570 S|. 5 Eignask.frj. 1,419 1,440 7,8 8,1 Sj. 6 island 808 848 Sj. 7 Þýsk hlbr. 1,372 1,413 Sj. 10 Evr.hlbr. 1,372 Vaxtarbr. 2,336 5,8 5,8 Valbr. 2,1897 6,5 6,5 Landsbréí hf. íslandsbrél 1,440 1,467 6,8 6,8 Fjórðungsbrél 1,163 1,180 8,0 7,9 Þíngbréf 1,553 1,573 19,5 13,7 Öndvegisbrél 1,463 1,482 10,2 9,5 Sýslubréf 1,302 1,320 -5,3 •1,6 Reidubréf 1,412 1,412 6,8 6,8 Launabréf 1,035 1,050 8,5 8,4 Heimsbrél 24,2 16,7 HLUTABREF Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi íslands: Hagst. tilboð Lokaverð Kaup Sala Eimskip 3,89 3,86 4,08 Flugleiðir 1,02 1,02 1,25 Grandi hf. 1,85 1,88 1,99 íslandsbanki hl. 0,87 0,86 0,87 Olís 1,75 1,75 1,80 Útgerðarlélag Ak. 3,30 3,25 3,50 Hlutabréfasj. VÍB 0,97 0,98 1,04 isl. hlutabréfasj. 1,05 1,05 1,10 Auólindarbréf 1,02 1,02 1,09 Jarðboranir hf. 1,87 1,81 1,87 Hampiðjan 1,20 1,15 1,45 Hlutabréfasjóð. 1,00 1,00 1,22 Kaupfélag Eyf. 2,13 2,13 2,23 Marel hf. 2,50 2,46 2,90 Skagstrendingur hl. 3,00 2,95 Sæplast 2,70 2.60 3,00 Þormöður rammmi hl. 2,30 1,40 2,15 Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum: Aflgjafi hf. Alm.hlutabr.sj.hf. 0,88 0,95 Ármannsfell hl. 1,20 Árnes hf. 1,85 Bilreiðaskoðun isl. 2,50 1,60 2,40 Eignfél. Alþýðub. 1,20 0,90 1,50 Faxamarkaðurinn hf. 2,25 Fiskmarkaðurinn 0.80 Gunnarstindur 1.00 Halörninn 1,00 Haraldur Bððv. 3,10 1,40 2,70 Hlutabréfasj. Norðurl. 1,07 1,07 1,12 ísl. útvarpsfél. 2,40 2,55 3,50 Kögun hl. 3,90 Olíufélagið hf. 4,80 4,52 5,30 Samskip hl. 1,12 Samein. verklakar hf. 6,50 6,50 6,80 Sfldarvinnslan hl. 2,80 2,00 2,00 Sjóvá-Almennar hl. 3,40 3,50 Skeljungur hl. 4,15 4,05 4,18 Soltis hl. 30,00 Tollvörug. hf. 1,10 1,10 1,35 Tryggingarmiðst. hf. 4,80 Tæknival hf. 1,00 Tölvusamskipti hf. 7,75 6,90 Þróunarfélag islands hl. 1,30 GENGIÐ Gengisskráning nr. 189 3. ágúst 1993 Kaup Sala Dollari 72,10000 72,31000 Sterlingspund 107,99400 108,31400 Kanadadollar 55,89100 56,12100 Dönsk kr. 10,56120 10,59720 Norsk kr. 9,74670 9,78070 Sænsk kr. 8,95370 8,98570 Finnskt mark 12,35400 12,39700 Franskur franki 12,04020 12,08320 Belg. franki 1,97500 1,98300 Svissneskur franki 47,95230 48,12230 Hollenskt gyllini 37,34760 37,50460 Þýskt mark 42,07300 42,19300 itölsk líra 0,04499 0,04518 Austurr. sch. 5,97930 6,00030 Port. escudo 0,41210 0,41420 Spá. peseti 0,51400 0,51660 Japanskt yen 0,68881 • 0,69091 írskt pund 101,16000 101,57000 SDR 100,59230 100,93230 ECU, Evr.mynt 80,33780 81,64780

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.