Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 4. ágúst 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1368 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERD M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRlÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DA3SPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ytt undir óstöðugleikann Sú ákvörðun forráðamanna íslandsbanka að hækka nafnvexti á óverðtryggðum útlánum bankans um 5% hefur vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Hér er um að ræða hækkun um tæplega 35 af hundraði og kemur hún í kjölfar annarrar vaxtahækkunar sem átti sér stað ell- efu dögum fyrr. Nærri lætur að nafnvextir óverðtryggðra lána hjá íslandsbanka hafi ver- ið hækkaðir um helming á tæpum tveimur vikum og er það örugglega íslandsmet. Það met verður ekki slegið nema óðaverðbólgan haldi innreið sína í íslenskt efnahagslíf á nýj- an leik. Með þessari gífurlegu vaxtahækkun á ör- skömmum tíma markar íslandsbanki sér al- gera sérstöðu meðal innlendra peningastofn- ana. Vextir allra hinna eru að vísu háir en þó ekkert í líkingu við þá okurvexti sem íslands- banki krefur lántakendur sína um. Vaxta- hækkunina byggja stjórnendur bankans að sögn á skammtíma verðbólguspá og þeir segjast munu lækka nafnvexti á nýjan leik, gangi spáin ekki eftir. Því loforði er vænlegast að taka með fyrirvara. Fram til þessa hefur reynslan sýnt að vextir hækka hratt og mikið við minnstu teikn um aukna verðbólgu en lækka seint og hægt að nýju, þótt tilefni gefist til vaxtalækkunar. Þessi síðasta vaxtahækkun íslandsbanka er ekki aðeins ósvífin. Hún er jafnframt ótíma- bær, óskiljanleg og óheppileg, hvernig sem á málið er litið. í fyrsta lagi er ljóst að enginn lántakandi hefur efni á að greiða þá okurvexti sem bankinn krefst. Því er viðbúið að vanskil við bankann muni aukast mjög í náinni fram- tíð. í annan stað virðist sem stjórnendum bankans sé fyrirmunað að skilja að vaxta- hækkanir eru ávísun á verðbólgu. Með ákvörðun sinni um 50% nafnvaxtahækkun á örfáum dögum stuðla þeir beinlínis að því að svartsýnustu verðbólguspár verði að veru- leika. Slík vaxtasprenging er ekki í nokkrum takti við það sem er að gerast í þjóðfélaginu né heldur í öðrum löndum heims. Forráðamenn íslandsbanka hafa kosið að ýta undir óstöðugleikann í efnahagslífinu, þótt ekki verði séð hvernig sú ráðstöfun geti komið bankanum til góða. Furðu sætir að stjórnvöld skuli ekki sjá ástæðu til að grípa fram fyrir hendurnar á þeim í þessu efni. Þau láta það óátalið þótt nafnvextir íslandsbanka séu nú nokkru hærri en almennir dráttarvext- ir - en það er einsdæmi í íslandssögunni. Um leið viðurkenna þau fullkomið getuleysi sitt við að hafa stjórn á helstu þáttum efnahags- málanna. BB. ég er búin að bíða svo lengi Sem ungur drengur fékk ég oft þaö hlutverk að fara í búðina fyrir móóur mína. í þá daga voru engar kjörbúðir, heldur voru viðskiptavinir afgreiddir yfir búðarborðið eins og nú tíðkast að- eins hjá hinni deyjandi stétt kaup- mannsins á hominu. Einn morguninn var óvenjumikil örtröð í búðinni og því þurfti ég að bíða lengi eftir því að röðin kæmi að mér. Þar kom þó að því, en í sömu mund og ég rétti fram handskrifaðan innkaupamiðann frá móður minni, gall við hvell rödd konu (kellingar hefðum við strákamir venjulega sagt) út við dyman „Eg var ábyggilega næst. Eg er búin að bíða svo lengi.“ Með þessum orðum tróðst hún fram og stjakaði mér um leió út á mitt gólf. Eg vissi ekki hvaðan á mig stóó veðrió. Eg hafói stundum séó þessa konu ásýndar, en aldrei fyrr í þessari búð og vissi því ekki alveg hvemig bregóast skyldi við. Þótt ég væri að- eins á tíunda árinu lét ég þó kelling- amar venjulega ekki troóa mér um tær. Einhverjir tuldruðu sín á milli um frekju, en sú gamla lét þaó ekki aftra sér og hélt áfram með þjósti: „Eg versla nú yfirleitt annars staóar. Það er svo skelfilega lélegt vöruúrval hér.“ Þannig uröu lyktir þessa atburóar. Frúin hlaut afgreiðslu, hvarf á braut og sást ekki framar í þessari verslun. En eftir sat ég og reyndi á ný að vinna mér sæti í röðinni. Þetta atvik úr æsku minni rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég renndi augun- um yfir grein Valdimars Gunnarsson- ar, kollega míns úr MA, á þriðjudag- inn. Þar er hann ósáttur við nokkur ummæli sem tengjast framhaldsskól- unum á Akureyri og höfó voru eftir þingmanni okkar, Sigbirni Gunnars- syni, í Alþýðublaðinu á dögunum. Einkum virðist honum vera í nöp við þá skoðun Sigbjöms, aó Ijúka beri byggingu Verkmenntaskólans áður en ráðist er í framkvæmdir við MA. Það gerist ekki oft hjá mér aó blaðagreinar kalla fram slík minningabrot svo ég ákvað að gera smávægilega grein fyrir þeim. I grein sinni segir Valdimar m.a.: „Síst af öllu vil ég verða til þess að leggja stein í götu Verkmenntaskól- ans, en sú uppbygging hans, sem ver- ið hefur síðustu árin, má ekki lengur tefja fyrir byggingu við Menntaskól- ann enda hefir nú verið samið um að á nœsta ári skuli hefjast handa við slíka byggingu og er undirbúningur kontinn vel á veg. “ Þama stendur það svart á hvítu: Uppbygging Verkmenntaskólans hef- ur tafið fyrir byggingu við Mennta- skólann. Ljótt er ef satt er aó VMA hafi staóið í veginum fyrir þeim fom- fræga skóla MA. En áður en mat verður lagt á það, skulum við skoóa lítillega aðstæður beggja skólanna. Fram til ársins 1990 var MA ríkis- skóli. I því fólst m.a. að ríkið greiddi allan kostnað vió rekstur skólans hvort heldur um var aó ræða laun starfsmanna, skrifstofuhald, hrein- gerningar, vióhald eða nýbyggingar. Menntaskólinn þurfti sem sagt sjálfur, einn og óstuddur, aó sækja fjárveit- ingar til ríkisins til að kosta nýbygg- ingar sínar. VMA á hinn bóginn var skóli í eigu Akureyrarbæjar og ríkis- ins og greiddi bærinn hálfan rekstrar- kostnaó hans utan beinna launa til kennara. Nýbyggingarkostnaói var skipt þannig aó ríkið greiddi 60% af áætluðum kostnaói og Akureyrarbær 40%. Sem eiganda skólans bar Akur- eyrarbæ að eiga fmmkvæói aö upp- byggingu hans og þessu hlutverki sinnti skólanefnd VMA (og bygging- arnefnd meóan hún var við lýði) dyggilega fyrir hönd bæjarins. Því er ekki að leyna að án stuðnings bæjar- fulltrúa og skólanefndarmanna hefói uppbygging VMA oróið hægari en hún hefur orðið. Með nýjum lögum um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga svo og lög- um um framhaldsskóla verður breyt- ing á rekstrarformi framhaldsskóla. Ríkió yfirtekur allan rekstur þeirra, en nýbyggingar skulu greiddar aó 60% úr ríkissjóói og 40% frá sveitarfélögum. Skólamir teljast eign ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem sameinast um rekst- ur þeirra. Um svipað leyti taka öll sveitarfélög við Eyjaföró (Héraðs- nefnd) höndum saman um rekstur framhaldsskólanna og teljast þar með eigendur þeirra. Við þessar breyttu aóstæður verður staða VMA og MA hin sama gagnvart eignaraðilum. Bar- átta Menntaskólans fyrir fé til bygg- inga var Iengi vel einmanaleg og ár- angurslítil enda naut hann einskis stuónings í henni, en hann var fljótur aó notfæra sér breyttar aðstæóur og leita liðsinnis bæjarfulltrúa. I oróabók Valdimars heitir þetta að uppbygging VMA megi ekki lengur tefja fram- gang mála í MA, en þetta minnir mig frekar á kellinguna sem tróð sér inn í röðina. I grein sinni minnist Valdimar á rammasamning þann sem geróur hef- ur verið á milli Héraðsnefndar og Menntamálaráöuncytisins og fjallar um það hvcmig verja skuli fé til bygg- ingaframkvæmda næstu 8 árin. Mig langar að fjalla lítilsháttar um hann. í októbcr 1991 sctti Héraósnefnd á laggimar ncfnd sem fjalla átti um skólaskipan framhaldsskólanna í Eyjafirði. Nefndin skilaði inn áliti sínu í upphafi árs I992 og í því kemur m.a. fram að byggja þurfi 3300 fer- metra til viðbótar við VMA og 2200 fermetra vió MA. Á grundvelli skýrsl- unnar er ákvcóið að ganga til samn- inga við Mcnntamálaráðuncyti um llalló Akureyri - Halló 16.000.000.- Föstudaginn 30. júlí síðastlióinn birt- ist hér í blaðinu grein eftir Olaf Rafn Olafsson leiösögumann þar sem hann gerir að umtalsefni styrkveitingu Ak- ureyrarbæjar vegna hátíðarinnar „Halló Akureyri". Ólafi er mjög mik- ið niðri fyrir og leyfir hann sér aó nota oró eins og „spilling, eyósla og vit- leysa“ þegar hann lýsir fyrirætlunum þeirra sem stóðu að hátíðinni. Einnig finnur Ólafur hjá sér þörf til að fjalla sérstaklega um þátt minn í umræddri hátíó og lætur aó því liggja að styrkur atvinnumálanefndar hafi runnið beint í vasa þeirra sem stóðu að hátíðinni. Ólafi hefði verið betra að kynna sér með hvaða hætti staðið var að upp- byggingu og fjármögnun hátíðarinnar áður en hann skrifaði grein sína því þá hefði honum orðió Ijóst að hún ein- kennist af misskilningi og hróplegu skilningsleysi á því hvað aðstandend- um hátíóarinnar gekk til. Á vordögum, þegar hugmyndir um hátíðina kviknuðu, var óskaó eftir að Akureyrarbær kallaði saman til fundar fulltrúa frá hagsmunaaóilum í ferða- þjónustu til að kanna hug þeirra til há- tíðarinnar og hvort þeir væru tilbúnir til aó vinna að henni í sameiningu. I framhaldi af þeim fundi var skipaður vinnuhópur og honum falið að vinna kostnaðaráætlun vegna kynningar á hátíðinni og að auglýsa eftir fram- kvæmdastjóra. Kostnaðaráætlun vinnuhópsins var eftirfarandi: (Sjá töflu hér að neóan) Hér er miklu kostað til enda Ijóst að ef takast á að beina fólki til bæjar- ins í samkcppni við hinar heföbundnu hátíóir sem haldnar eru um Verslunar- mannahelgi þarf umtalsvert auglýs- inga- og kynningarátak til. Undirritaóur var ráóinn fram- kvæmdastjóri hátíóarinnar þann 10. júní úr hópi 14 umsækjenda í fram- haldi af auglýsingu vinnuhópsins. Þá- þegar var hal'ist handa við fjármögnun meó sölu auglýsinga í bæklinginn, á veggspjaldið og í útvarp hátíðarinnar. Þcgar upp var staðið höfóu fyrirtækj- um í Reykjavík verið seldar auglýs- ingar aó upphæð tæp ein milljón króna og frá fyrirtækjum á Akurcyri kom rúm ein milljón króna. Þar að auki lagöi Atvinnumálanefnd Akur- cyrar til þær 400.000 krónur scm 01- afur gerir að umtalsefni í grein sinni. Ólafi má vcra ijóst, enda kemur þaó skýrt fram í fundargeröum atvinnu- málanefndar, að ég tók ekki á nokkurn liátt þátt í afgreiðslu nefndarinnar á umræddri styrkveitingu. Þar sem Ólafur fullyrðir í grein sinni að auglýsingabæklingur vegna hátíðarinnar hafi vcrið gefinn út af auglýsingastofunni Auglit hf. og reyn- ir að gera aðild hennar að kynningar- átakinu tortryggilega skal bent á cl'tir- farandi: Hagsmunahópurinn stóð aó útgáfu kynningar-bæklingsins eins og annarra liða í ofangreindri kostnaóar- áætlun. Það cr hins vegar rétt aó Aug- lit hf. vann aö uppsetningu bæklings- ins og vcggspjaldsins og fékk fyrir þá vinnu greiddar samtals um 200.000 krónur með virðisaukaskatti. Jafn- framt lagði stofan til vinnu og efni að upphæð um 50.000 krónur sem fram- lag sitt til hátíóarinnar. En snúum okkur að því sem skiptir livað mestu máli. Hvcrju skilar hátíðin „Halló Akureyri" og hvaóa þýóingu hefur hún fyrir bæjarfélagið? Hvað fæst fyrir þær 400.000 krónur sem Akureyrarbær lagði í sameiginlegan kostnað vegna hátíðarinnar og áttu samkvæmt Ólafi „aó fara í hreina eyðslu og vitlcysu um Verslunar- mannahelgina'"? Aðstandendur hátíð- arinnar telja aó um 2.000 manns liafi komið til bæjarins um Verslunar- 1. Útgáfa bæklings í 70.000 eintökum til dreifingar á heintili í landinu : ...,kr. 550.000,- 2. Útgáfa veggspjalds: ,...kr. 210.000,- 3. Dreifing bæklings nteð Pðsti og sínta: ... kr. 525.000,- 4. Gerð útvarpsauglýsinga: ....kr. 60.000,- 5. Birting útvarpsauglýsinga: ....kr. 800.000,- 6. Rekstur útvarpsstöðvar í santvinnu við Landsntót skáta: ....kr. 60.000,- 7. Launakostnaður: ... kr. 200.000,- 8. Annar ótilgreindur kostnaður: kr 100.000,- kr. 2.505.000,- Allar tölureru nteð virðisaukaskatli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.