Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 04.08.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudaaur 4. ánúst iqqt Íþróttir Svanur Valgeirsson Púls norðlenskrar knattspymu Knattspyrnuvertíðin er nú kom- in vel á veg og þegar gert hefur verið hlé á boltanum er ekki úr vegi að velta fyrir sér örlítið stöðu liðanna á Norðurlandi og heyra hljóðið í forsvarsmönnum liðanna. 1. deild karla: Aóeins eitt lió af Norðurlandi leikur í fyrstu deild karla þetta sumarið, þ.e. Þór á Akureyri. Lió- ið stóð sig mjög vel í baráttunni á liðnu sumri en gengió í sumar hef- ur valdið mönnum nokkrum von- brigóum. Eftir jafnmargar umferð- ir í fyrra var liðið með 18 stig en nú eru þau tólf. Staðan í 1. deild: IA 10 9 0 1 33 8 27 Fram 10 6 0 4 28 17 18 FH 10 5 3 2 18 15 18 KR 10 5 1 4 21 15 16 ÍBK 10 4 2 4 14 19 14 Valur 10 4 1 5 13 12 13 Þór 10 3 3 4 9 11 12 ÍBV 10 3 3 4 15 20 12 Fylkir 10 3 1' 6 13 21 10 Víkingur 10 0 2 8 8 32 2 1. deild kvenna: A liðnu hausti voru Akureyrarlió- in í kvennaboltanum, Þór og KA, sameinuð og leika nú undir nafni IBA. Menn geróu sér grein fyrir að svo gæti farið að á brattann yrði að sækja með nýtt lið en engu að síður er líklega óhætt að segja aö gengið hafi verið verra en menn höfðu vonað. Fjórir leikir eru eftir og lióið er nú í næst- neðsta sæti. Sigurbjörn Vióarsson þjálfar liðið: „Gengið er ekki eins og ég hafói óskaó mér og í raun áít von á. Við klúðruóum tveimur leikjum sem við áttum aó vinna og þar fóru sex stig fyrir lítið. Vió eigum erfitt verkefni fyrir höndum, að reyna aö halda okkur uppi en ég er hvergi banginn. Andinn í liðinu er góður og stelpurnar geta þetta ef þær vilja.“ Staðan í 1. deild: KR 7 5 2 0 19 8 17 UBK 8 4 2 2 18 13 14 Valur 8 4 1 3 15 10 13 Stjarnan 8 2 3 3 21 19 9 Þróttur N 8 2 2 4 11 21 8 ÍBA 8 2 1 5 10 16 7 ÍA 7 1 3 3 9 16 6 2. deild karla: Þrjú lið af Noróurlandi leika í 2. deild, Leiftur, Tindastóll og KA. Leiftur Leiftursliðið byrjaói af miklum krafti og var á tímabili við topp- sætið. Einhver hiksti virðist vera í gangnum í síðustu umferóum og liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu þremur leikjum í deildinni. Marteinn Geirsson er þjálfari liðsins: „Undanfarið hefur þetta ekki verið nógu gott hjá okkur en ég vona að okkar tími sé kominn. Fríið hjá okkur lengdist aðeins fyrst fresta þurfti leiknum gegn BI og mér þótti það miður,“ sagði Marteinn. Hann sagöist vera bjart- sýnn á framhaldið; leikimir í sum- ar hefóu spilast vel fyrir lióið og þeir ætluöu sér stóra hluti. „Vió vorum fyrirfram staðráðnir í að gera betur en í fyrra. Þá lentum við í fjórða sæti og þriðja sætið í ár væri mjög gott og allt þar fyrir ofan yrði góður bónus.“ Tindastóll Tindastóll fékk fimm stig út úr fyrstu þremur umferðunum en eft- ir það komu fimm tapleikir í röð. Tveir sigrar og eitt jafntefli er svo niðurstaðan út úr síðustu þremur umferðunum og lióið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Olafur Jónsson er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls: „Við vildum auövitaö vera með meira af stigum en verður maður ekki aó vona aö við eigum eftir að reita eitthvað af stigum til okkar. Þaó er nóg af stigum eftir í pottin- um.Við gerðum okkur grein fyrir því í upphafi að deildin yrði jöfn og spennandi, eins og komið hefur á daginn. Eg hef löngum sagt að það sé betra aö klífa brekkumar upp á við en aó renna sér á rassin- um niður þær og með það að leið- arljósi ætlum við okkur aó mæta grimmir til leiks eftir hlé,“ sagði Olafur Jónsson. KA KA-menn fóru ákaflega illa af staó í sumar og um tíma voru þeir í neðsta sæti deildarinnar. Liðið sem kom úr fyrstu deild stefndi hraðbyri niður á við en hefur held- ur betur rétt úr kútnum og unnið þrjá síðustu leiki, þar á meðal tvö efstu liðin í deildinni. Njáll Eiðs- son er þjálfari: „Eg er auðvitað ekki sáttur við stöðuna en mjög ánægður meö aö við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð. Eg vissi það strax í vor að þetta gæti oróið spurningarmerki en ég vonaðist þó eftir betri ár- angri en þetta. Framundan cru margir sex stiga leikir og fram- haldið ræðst á næstu tveimur vik- um,“ sagöi Njáll Eiðsson. Staðan í 2. deild: UBK 11 7 2 2 20 6 23 Stjarnan 11 7 2 2 21 11 23 Leiftur 10 5 2 3 19 16 17 Þróttur R 11 4 3 4 17 17 15 Grindavík 11 4 3 4 12 13 15 ÍR 11 4 1 6 16 17 13 KA 11 4 1 6 14 19 13 Tindastóll 11 3 3 5 18 23 12 Þróttur N 11 3 2 6 12 24 11 BÍ 10 2 3 5 13 16 9 2. deild kvenna, B: Kvennadeildin er spiluó í riólum og í Norðurlandsriðli eru Dalvík, Tindastóll, Völsungur og Leiftur. Dalvík Dalvíkurliðið verður að teljast sig- urstranglegast í B-riðli kvenna- boltans. Liðið á eftir að leika við Leiftur á útivelli og síðan Tinda- stól heima. Eins og kunnugt er komst liðið í undanúrslit í bikar- keppninni og á liðið örugglega eftir að búa að því þegar kemur aó úrslitaleiknum gegn Stólunum. Þórunn Sigurðardóttir er þjálfari liösins: „Ég er mjög ánægð meö sum- arið. Ég setti mér strax það mark- mið að koma liðinu í úrslit og sá draumur gæti orðið að veruleika ef við náum hagstæðum úrslitum úr þeim leikjum sem við eigum eftir. Það hefur verið ákveðinn stígandi í þessu hjá okkur og lióið er á uppleið,“ sagði Þórunn. Tindastóll Tindastóll er eina liðió sem gæti komió í veg fyrir aó Dalvíkingar færu í úrslitin. Vinni lióið leikinn gegn Dalvík verður sætió í úrslit- unum væntanlega þeirra. Guð- bjartur Haraldsson er þjálfari liðs- ins, ásamt Stefáni Péturssyni. „Þetta hefur verið ágætt í sum- ar. Vandamálið hjá okkur er aö vió spilum of fáa leiki hér fyrir noröan. Við gerðum okkur fyrir- fram engar vonir um að komast í úrslitin en vorum í góðum málum allt þar til við töpuðum óvænt fyr- ir Völsungsstúlkum á dögunum. Nú þurlum við að vinna Dalvík og það væri gaman ef það gæti geng- iö eftir. Við erum meó mjög cfni- legt lið því þetta eru mest stelpur úr 2. flokki sem eru að spila,“ sagði Guóbjartur. Völsungur Völsungur á enn fræðilega mögu- leika á því að blanda sér í barátt- unu um sæti í úrslitum. Liðið kom nokkuð á óvart mcð því að vinna Tindastól og því ætti ekkert lið aó geta bókaó sigur gegn því. Völs- ungsstúlkur eiga eftir aó leika vió Leiftur á heimavelli og síðan við Tindastól úti. Þjálfari liðsins er Sveinn Pálsson: „Þetta hefði getað oróið sæmi- lcgt ef við hefðum haldið þeim mannskap sem við lögðum upp með í vor. Miðið við þaö aö vió crum að nota stelpur úr 3. llokki má segja aó árangurinn sé vióun- andi,“ sagði Sveinn Pálsson. Leiftur Kvennalió Leifturs hefur ekki enn nælt sér í stig í sumar og virðist ekki líklegt til stórræða. Félagió hefur mjög ungu liði á að skipa. Katrín Jónsdóttir þjálfar liðió: „Þetta er sami vandi hjá okkur og venjulega; við komum ekki boltanum í netið. Ahuginn hér er mjög mikill og þrátt fyrir að gegn- ið hafi ekki verið upp á það besta er engan bilbug á stelpunum að finna. Meó því að taka ungu stelp- urnar inn, allt nióur í fermingar- Sverrir Sverrisson og félagar hjá Tindastóli hafa gert góða hiuti í síðustu leikjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.