Dagur


Dagur - 04.08.1993, Qupperneq 2

Dagur - 04.08.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 4. ágúst 1993 Húseigendur - Húsfélöa Eru sprungur? Laus múrhúð? Flögnuð málning? Er leki? Kemur saltlausn út á veggjum? Tökum að okkur múrvið- gerðir, sprunguviðgerðir, háþrýstiþvott og sílanböðun. Hafið samband og leitið upplýsinga. Greiðslukjör til allt að þriggja ára. B. Bjarnason og Co., Glerárgötu 14, sími 27153. GLERÁRGÖTU 36 SÍMI 11500 A söluskrá: * Móasíða: 4ra herb. raðhús ásamt bílskúr, ekki alveg fullgert. Áhvílandi húsn.lán um 7.6 millj. Skipti á minni eign hugsanleg. ★ Kjalarsíða: 2ja herb. íbúð í svalablokk um 60 fm. Áhvílandi húsn.lán um 2.5 millj. + Vantar: Góða 3ja herb. íbúð á 1. hæð í Lundarhverfi. * Heiðarlundur: 5 herb. raðhús á tveimur hæðum ásamt garðstofu, samtals um 157 fm. Mjög falleg eign. Skipti á 3ja-4ra herb. eign á jarðhæð á Brekkunni hugsanleg. Áhvílandi húsn.lán um 5 millj. + Þórunnarstræti: 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð um 85 fm. Skipti á rúmgóðri 2ja herb. íbúð koma til greina. * Lækjargata: Gamalt og gott einbýlishús - all- mikið endurnýjað - 3-4 svefnher- bergi. Áhvílandi húsn.lán um 3.1 millj. Laust 1. september. FASTÐGNA& (J SKIPASALA NORÐURLANDS O Glerárgötu 36, sími 11500 Opið virka daga frá kl. 9.30-11.30 og 13-17. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. Vinninc laugari (fj (3 stölur 31. iúlí ’93 (T2)l DK36 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAF UPPHÆÐ Á HVERN A VINNINGSHAFA 1. 5aí5 4 0 2.145.527,- 2. W 1 372.587,- 3- 4af5 141 4.558,- 4. 3ai5 2.988 501,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.657.780.- 2 M & w 1 I UPPLÝSINGAfl:SlMSVARl91 -681511 lukkuUna991002 Fréttir * Atfft'T, F0jtí-Af OiaIL ^ R 3o 9 C| OOc SJgPócv.aí J HfiíO! HJA fílVNk óú. jOui 'R3 5 ÓJ Í&IR K ! Kv :r/ X/ Tpun 'Pöxm Zf S'Rt'VKAU^. •'í . n v. & rrKK P. rKi-. •'■■.T'VX.v'K. ,/. f -? ;... * V * Ótti við fangann Flótti þriggja fanga frá Litla Hrauni í síðustu viku olli ótta fólks víða um land. Lögreglan á Akureyri svipaðist síðdegis á föstudag eftir einum þeirra, Björgvini Þór Ríkarðssyni, en hann var talinn hættulegur. Tal- ið var að til hans hefði sést á Akureyri en á föstudagskvöld var hann handtekinn í Reykja- vík. Hér að ofan sjást skilaboð sem hengd voru upp í mörgum stigagöngum fjölbýlishúsa í Lundahverfi á Akureyri eftir að til fangans náðist og sýna þau vel þær áhyggjur sem fólk hafði af íausagöngu þessa hættulega fanga. Hann var sem kunnugt er dæmd- ur til fangavistar vegna líkams- árásar í Reykjavík og nauðgunar á Akureyri. JOH heyra í hundunum hvernig þeir urruðu að mér í hvert skipti sem ég tók á steininum - og ekkert þess á milli,“ sagði Njáll í samtali við Dag. Njáll er nú í fríi norðan heiða og tók m.a. þátt í Síldarævintýri nú um helgina. Hann sagði að afl- raunamaðurinn, Guðni Sveinsson, sem er í lögreglunni á Siglufirði, hefði í vörslu sinni tíukrónupcn- ing sem Njáll beygði í vióurvist fimm lögreglumanna svo sjónar- munur var á auk þess sem lögregl- an hefði fengið hann til þess að lyfta 50 kg lóói með litla putta upp í höfuðhæó eins og skálað væri; geröi hann þetta bæði með hægri og vinstri hendi. GT Myndir: Sævar Herbertsson. Njáll Torfason Vestfjarðaskelfir: Lyfti stein- imuní Laufási Þessi mynd var tekin um hádeg- isbil í gær þegar Njáll Torfason Vestfjarðaskelflr lyfti hesta- steininum eða aflraunasteinin- um í Laufási í tvígang með ann- arri hendi en steinninn vegur að sögn 260-270 kg. Að sögn Njáls voru prestshjón- in í Laufási viðstödd þessa aflraun og var haft eftir séra Pétri Þórar- inssyni aö Fnjóská hefði getað runnið undir steininn í einu lagi. Eins og sjá má á myndinni hefur Njáll lyft steininum hátt í tíu sentimetra í seinna skiptið. Ekki verður fullyrt um hvort krafturinn er af sama tagi og sá sem gerir Njáli kleift að festa við sig hluti „en það var gaman aó Skagafjörður: Þnár líkamsárásir Tveir menn voru fluttir á sjúkrahús vegna áverka eftir slagsmál á balli í Miðgarði á föstudagskvöldið, en þrír dans- leikir voru í sýsíunni um helg- ina. Umferð gekk slysalítið fyrir sig, tvö minniháttar óhöpp urðu á laugardag. Tvö böll voru í Miógarði um helgina, á föstudags- og laugar- dagskvöld. Tveir voru fluttir á sjúkrahús á föstudagskvöld með alvarlega áverka eftir slagsmál, annar var nefbrotinn cn hinn með alvarlega áverka á auga og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. A laugardagskvöldið urðu einnig slagsmál í Miðgarói og hlaut einn maður minni háttar áverka í andliti. Einn ökumaður var tekinn vegna gruns um ölvunarakstur á laugardag, 13 voru stöðvaóir vegna hraðaksturs um helgina. Keyrt var á lamb og það drcpið við bæinn Fremri-Kot á laugar- dag. A laugardagskvöld var ekið á umferðarskilti við Narfastaði á Siglufjarðarvegi og fór bíllinn út- af. Engin slys uróu þó á fólki. sþ Húnaþing: Umferðin gekk greiðlega Að sögn lögreglu á Blönduósi gekk umferðin um verslunar- mannahelgina áfallalítið. Um 70 manns voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þar af voru tveir sviptir ökuleyfi. Eitt umferðaró- happ varð á laugardag, en lítil meiðsl á fólki. Frá föstudegi til og með mánu- dags voru um 70 ökumenn stöðv- aðir fyrir of hraóan akstur af lög- reglunni á Blönduósi. Tveir öku- menn voru sviptir ökuleyfi á staðnum vegna hraðaksturs og tveir voru teknir vegna gruns um ölvunarakstur. A Iaugardag ók bíll út af veginum og valt, við Ytri- Löngumýri í Langadal. Tveir voru í bílnum og sluppu án mikilla meiösla. sþ Mikil loðnuveiði undanfarna daga: Um 34 þús tonn á land á Siglufírði Mok loðnuveiði var um helgina á miðunum um 300 mílur norð- ur af landinu og náðu allflest loðnuskipin að fylla sig á ör- skömmum tíma. A annað hundrað þúsund tonn eru kom- in á land það sem af er sumar- vertíð. Astand loðnunnar er misjafnt að sögn viðmælenda Dags, en mun þó fara skánandi. A Raufarhöfn hefur verið land- að um 24 þúsund tonnum. Um og eftir helgina lönduðu Guðmundur Ólafur ÓF tæpum 600 tonnum, Kap VE 680 og Grindvíkingur 979. Þórður Jónsson hjá SR-mjöl á Siglufiröi segir að verksmiðjan hafi tekið á móti um 34 þúsund tonnum það sem af er vertíðar. Frá sunnudegi hafa tjögur skip landað á Siglufirði og hafa þau öll verið meó fullfcrmi. Súlan kom með 710 tonn, Sunnuberg með 810, Háberg 640 og Þórshamar 580, auk þess scm Hábergið var á leið inn aftur mcð sama magn. I Krossanes eru komin rúmlega sjö þúsund tonn á land, en á mánudag landaði Þórður Jónasson um 690 tonnum. A Vopnaflrði hefur verið landað um 3900 tonnum, auk þess sem Súlan EA kom með 750 tonn þangað í gær. Á Þórshöfn voru í gær komin um 12 þús. tonn á land en þá lönduðu Bjarni Ól- afsson og Svanur samtals 1400 tonnum. Auk þessa má geta að Júpíter landaði um 1400 tonnum á Seyðisfirði í gær. PS Sigurður Guðmundsson forstjóri látinn Sigurður Guðmundsson, for- stjóri Klæðaverslunar Sigurð- ar Guðmundssonar á Akur- eyri, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri sl. mánu- dag. Sigurður fæddist 17. nóvem- bcr 1914 á Ferjubakka í Mýrar- sýslu, sonur hjónanna Guð- mundar Andréssonar, bónda þar og konu hans, Ragnhildar Jóns- dóttur. Siguróur stundaói nám í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútallrði 1934-35 og Héraðs- skólanum í Reykholti 1935-36. Hann nam klæöskeraiðn í Borg- arnesi 1937-41 og tók próf í þeirri grein frá Iónskóla Akur- eyrar 1942. Sigurður rak eigin sauma- stofu á Akureyri 1947-55 en það ár stofnaði hann Klæða- verslun Sigurðar Guðmunds- sonar þar í bæ og var eigandi þess fyrirtækis til dauðadags. Sigurður var formaður Ung- mennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi 1939-40 og í stjórn Iónaðarmannafélags Akureyrar 1952. Hann var yfirmeistari Oddfellowstúkunnar no. 2 Sjöfn IOOF á Akureyri 1973 og 1974 Sigurður Guðmundsson. og starfaði innan reglunnar allt til haustsins 1990, er hann veikt- ist alvarlega. Hann var sæmdur 25 ára fornliðamerki Odd- fellowa 1973 og fyrrummeist- arastjörnu Oddfcllowa 1976. Eftirlifandi eiginkona Sigurð- ar er Guðrún Karlsdóttir og eiga þau tvö börn; Guðmund, versl- unarstjóra á Akureyri, og Karí- tas Ragnhildi, hjúkrunarfræðing íReykjavík. BB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.