Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 24. desember 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Sameining fjölskyldunnar Jólin eru tími sameiningar og sátta. Fjölskyldur koma saman, ættingjar og vinir skiptast á jóla- kveðjum og óskum um gæfuríkt komandi ár. Frið- ur og helgi hvílir yfir mannlífinu. Deilur eru látnar niður falla, dægurþrasi frestað og allir einbeita sér að því að gera vel við sjálfa sig og aðra. Vonandi fylgir þar hugur máli. Margir sækja hugarró og há- tíðleik í kirkjur og minnast þess að „í dag er oss frelsari fæddur". Sú andlega næring sem fólk meðtekur yfir jólahátíðina og þær innilegu sam- verustundir sem fjölskyldur eiga eru nauðsynleg- ur orkugjafi og veganesti inn á viðsjálar brautir nýs árs. Viðhorf almennings til ýmissa hluta breytist um jólin og eitt af því sem greinir íslendingar frá mörgum öðrum þjóðum er hvernig viðhorf þeirra í áfengismálum kúvendist á augabragði. í Morgun- blaðinu 19. desember sl. sögðu fjórir erlendir stúdentar frá jólahaldi í heimalandi sínu. Flestir þeirra eyddu töluverðu rými i frásögn af drykkju- siðum yfir jólin, t.a.m. virðast Bretar neyta áfengis í ríkum mæli á aðfangadagskvöld og jóladag og kokkteilboð eru mun útbreiddari en kaffiboð. í Finnlandi fer fólk út að skemmta sér á jóladag enda vínveitingastaðir opnir. í Suður-Afríku fer fólk ýmist í kirkju eða á diskótek á aðfangadags- kvöld og þannig mætti áfram telja. íslendingar verða á hinn bóginn skyndilega mjög reglusamir á fæðingarhátíð frelsarans og fæstum dytti í hug að krefjast þess að skemmtistaðir yrðu hafðir opnir. Vera má að þeir sem eru veikir fyrir noti jólin eins og hvert annað tækifæri til að svolgra áfengi og megi Guð hjálpa þeim. Meginþorri almennings leggur hins vegar ríka áherslu á að drykkjusvall sé forboðið um jólin og er það vel því neysla áfengis, með öllum þeim fylgifiskum sem hún hef- ur óhjákvæmilega í för með sér, á einfaldlega ekki heima á fjölskylduhátíðum. Óskandi væri að þessi viðhorfsbreyting íslendinga einskorðaðist ekki við jólin. Jólin eru hátíð fjölskyldunnar og ekki síst barnanna. Eftirvænting þeirra er einlæg og gleðin sönn. Leyfum ljósinu að skína og látum hvergi bera skugga á. Leyfum börnunum að hafa for- gang og gleymum þeim ekki í erli jólaundirbún- ingsins. „Leyfið börnunum að koma til mín“. Dagur óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Megi árið 1994 standa undir nafni sem Ár fjölskyldunnar og verða hinni ís- lensku þjóð til heilla. SS I UPPAHALDI Svínakambur a la - segir Pálmi Óskarsson, afgreiðslumaður Pálmi Óskarsson afgreiðslumaður í Bókabúðinni Eddu á Akureyri hefur haft í mörg horn að líta á undanförnum dögum enda bóksalan í hámarki. Framund• an eru nokkrir frídagar sem verða kcerkomnir eftir annrík- ið og þá liggur leiðin heim í foreidrahús á Dalvík. Þar œtl- ar hann að njóta jólahátíðar- innar. Hvað gerirðu helst ífrístundum? „Þær eru mjög fáar þessa dagana en alla jafna les ég bækur og spila fót- bolta.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er eigin heimatilbúin pizza og jólamaturinn, svínakambur a la mamma.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ég held aó það hljóti að vera Coca- Cola.“ Ertu hamhleypa t'd allra verka á heimilinu? „Já, já. Ég geri allt sem þarf að gera, bæói strauja og vaska upp.“ Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugi hjá þér? „Já, heilsusamlegt líferni hcfur alltaf verið ofarlega hjá mér.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Pálmi Óskarsson. „Eg kaupi engin. Eg hef þetta hérna í vinnunni og glugga annað slagið í þau ef tími cr til. Þaó eru þá helst ís- lensku tímaritin og svo er ég alltaf dálítið veikur fyrir fótboltabliiðun- uni.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Það cr nýja íslandshandbókin frá Emi og Örlygi. Verulega góð bók.“ Hvaða hljómsveit/tónJistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég held að cg verói að segja að það séu Bretamir í Smiths eins og cr.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Ég segi Dagur Sigurósson, hand- boltamaður í Val. Hann er mjög góð- ur og framtíóarleikmaöur." Hvað horfirðu mest á í sjónvarpinu? ,Ég horfi mest á íþróttir." Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Þama ætla ég að segja pass. Ég er svo ópólitískur aó ég held aó best sé að sleppa þessari." Hvar á landinu vildirðu lielst búa fyrir utan heinmhagana? „Ef \óð segjum að Dalvík séu heima- hagamir þá vildi ég helst búa á Ak- urcyri.“ Hvaða lilut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Mér finnst þetta nú dálítið krítískur tími fyrir svona spumingu. Ætli ég segí ekki góðar bækur til að lesa yfir jólin.“ Hvernig œtlar þú svo að verja jólun- um? „Yfir jólahátíðina sjálfa veró ég t foreldrahúsuni á Dalvík en svo tekur bara vinnan aftur við millt' jóla og nýárs. Það er ólíkt styttra fríið cn þegar maóur var í skólanunt." JÓH Vídeó-Skann sf. í Ólafsfirði: Kapalkerfið býður upp á 5 erlendar rásír, Stöð 2, heimatilbúinn fréttaþátt og bæjarstjómarfundi Rekstur Vídeó-Skann sf. í Ólafs- firði gengur vel að sögn eigand- ans, Skúla Pálssonar, en fyrir- tækið hóf rekstur lokaðs kapal- kerfis í Ólafsfirði árið 1980. Skúli segir að ekki hafi margir haft trú á þessu í upphafi, talið þetta hálfgert feigðarflan en annað hafi svo sannarlega kom- ið á daginn. Um 85% allra húsa í Ólafsfirði eru tengd Vídeó- Skann sf. og njóta þess að geta horft á 5 erlendar rásir auk Stöðvar 2 fyrir nánast sama verð og sjónvarpsnotendur í öðrum byggðarlögum greiða fyrir Stöð 2 eingöngu. I upphafi sendi Skúli út dag- skrá Stöðvar 2 tvisvar í viku af vídeóspólum en þegar settur var upp sendir á Vaólaheiði 1987, sem gerði Akureyringum mögu- legt að ná sendingum stöðvarinn- ar, gerói Skúli sér lítið fyrir og setti upp móttakara uppi á Múla- kollu með aðstoð þyrlu. Merkið var svo sent áfram í móttakara á Kleifum og þaðan fór dagskráin svo inn á kapalkerfió. Einmuna tíð hafði verið allt haustið en þegar framkvæmdum var lokið uppi á fjallinu brast á snælduvitlaust veður svo Skúli komst vió illan ieik til manna- byggða vió annan mann. Þegar jarögöngin í Ólafsfjarð- armúla voru opnuð 1990 var mót- takarinn færður aó syðri enda ganganna og merkið síðan flutt umgöngin í kapli. A laugardögum gefst Ólafsfirð- ingum kostur á aö sjá heimagerð- Skúli Páisson, vídeókóngur Ólafs- firðinga. Auglýsingar cru scndar út á sérstakri rás í kapalkerfinu allan sólarhringinn og á skjánum er ein slík þar sem vcrið er að auglýsa þá þjónustu að setja myndir á postu- línsdiska. Mynd: GG an fréttaþátt sem bcr heitið „Á heimaslóð" en Ágúst Sigurlaugs- son hefur haft veg og vanda af fréttaöfluninni og lesið það jafn- framt fyrir sjónvarpsáhorfendur. Ágúst hefur látið af því starfi og segir Skúli aó nú standi yfir grimm leit að manni í hans hans. Það verði ekki erfið leit því í Ól- afsfirói búi mikill fjöldi fjölhæfs fólks. Auk heimagerðs fréttaþáttar er Vídeó-Skann með beinar út- sendingar frá bæjarstjórnarfund- um. Þeir eru tvisvar í mánuði og segir Skúli að Ólafsfiröingar séu miklu fróðari um bæjarmálefni eftir að farið var að bjóða þá þjón- ustu. Svipuð kapalkcril cru starfrækt á Höln í Hornafirði, Skagaströnd og Ólafsvík og auk þess var gott samstarf milli kapalkcrfisins Vídcólundar á Akureyri og Vídeó- Skann fram til ársins 1987 er Stöö 2 hóf útsendingar frá Vaölahciði en þá lagðist starfsemi Vídeólund- ar af. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.