Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 11
F RAMHALDSSACA BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN Föstudagur 24. desember 1993 - DAGUR - 11 Saga Natans og Skáld-Rósu 13. kafli - framhald Um haustiö 1815 giftust þau Páll og Anna Sigríóur 2. dag nóvembermánaóar. Brúðkaupið var á Möóruvöllum aó ráói Stef- áns amtmanns og er eigi getið um hve fjölmennt samkvæmi það var. Eftir brúðkaupió fór Páll austurtil sýslu sinnar. Kona hans var eftir hjá foreldrum sín- um veturinn og fram eftir sumr- inu 1816. Fæddi hún barn á Möóruvöllum um sumarió. Þaó var mær og hét Ragnheióur. Hún varó síðar kona Vigfúsar Sigurðssonar Thorarensens, sýslumanns í Strandasýslu. Það ár voru þau hjón Páll og Anna Sigríður talin burt vikin frá Möðruvöllum að Ketilsstöóum. Enda sýtti Páll konu sína þá fyr- ir haustið. Þá er þau komu aö Ketilsstöðum var komió fram yf- ir háttatíma og allt fólk komið í svefn. Vakti Páll eigi upp, en tók sjálfur af hestum þeirra og sleppti þeim. Síðan fór hann með konu sína í svefnherbergi sitt, háttuöu þau þar og sváfu til morguns. Um morguninn sáust hestarnir og vissi fólkið þá, aó sýslumaður var kominn. Færói Rósa honum morgunkaffi, sem hún var vön, er hann var heima. Þá er hún kom í svefnherbergið þennan morgun brá henni í brún, því Anna Sigríóur svaf fyr- ir ofan Pál. Hann var vaknaður, leit upp fyrir sig í rúmið og mælti til Rósu meó sinni vanalegu stillingu: „Einhvern tíma var þér nú ætlað að sofa þarna.“ Fleiri oró hafói hann ekki. Rósa svaraði engu og gekk þegar út. Páll hafði eigi komið sér að því, að segja Rósu frá því aó hann væri giftur. Þó hún hafi heyrt það utan að sér, þá hafði henni ekki dottið í hug að trúa því, svo heilluð var hún. Nú sá hún allt í einu hvernig komió var og varð mikið um. En þá kom henni í hug, að ef hún sýndi nú þrekleysi, þá mundi Páll líta svo á, að hún hefði ekki verið hans verðug og þaó vildi hún ekki. Eigi ásakaði hún hann í huga sínum, heldur taldi fyrir sér það, er honum var til máls- bóta. Honum hafði verió nauó- syn á aó gera eftir vilja amt- manns og mægjast vió hann, ella hefói verió útséó um, að hann kæmist áfram í heiminum. Hann hafði gjört það af nær- gætni til sín og velvilja vió sig, aó dylja í lengstu lög fyrir henni hvernig komið var, - þ.e. „frestur er á illu bestur". Og nú hafði hann af ásettu ráói stillt svo til, að eigi væru fleiri menn vió- staddir, er hún sæi von sína brostna, svo enginn hefói af því að segja, þó henni kynni aó bregóa. Hún sá líka, aó hjónabands- hamingja Páls var undir því komin, aó enginn grunur félli á samband milli sín og hans. Því mátti hún ekki láta á neinu bera. Og þar eó hún gat unnt ástvini sínum þeirra hagsmuna, sem hann hafði af því aó eiga dóttur amtmanns, þá leit hún svo á, aó hún fórnaói gæfu sinni og lífs- gleði fyrir vininn. Það sýndist henni fagurt hlutverk, þó eigi væri það létt. Gjörói hún sér það aó hugfró og fékk hresst sig svo, að enginn sá breytingu á henni og var hún jafn glaóvær og hún átti að sér, þá er aðrir voru við. En á einverustundum lét hún tárin renna, sem þau vildu, til aó létta á hjarta sínu, sem hún kvað: Augaó snart er tárum tært. Tryggó í partast mola. Mitt er hjarta sárum sært. Svik er hart aó þola. Er að sjá, sem hvarflaó hafi að henni að ásaka Pál. En hitt mátti þá jafnan meira. Enda fann hún enga breytingu á hon- um sér til handa og eigi mátti hún til þess hugsa aó taka sig burtu frá honum. Þó fann hún mjög til einstæóingsskapar þann vetur. Um vorið, 1817, brá faóir hennar búi. Kona hans var þá dáin. Réóst hann þá að Ket- ilsstöðum og varó ráósmaóur sýslumanns. Jón sonur hans kom þangað með honum. Hann var þá á 17. ári. Þá er þeir voru komnir leiö Rósu betur. Má vera að það hafi verið meðfram fyrir hennar tilstilli. Hitt segir sig nokkurn veginn sjálft, aó Guó- mundur hefir ekki vitaó sam- bandió milli Páls og Rósu, því ella er lítt hugsanlegt, aó hann hefði fengið að sér að fara þangað. Það er líka víst, að enginn, nema þau tvö ein, vissu hió minnsta um þaó; fyrr en hún sagði frá því löngu síðar. Hún vildi ekki einu sinni leggja leyndarmálió undir trúnaó föóur síns, þó hann væri á heimilinu. Mundi hún lítt hafa glatt hann. Leió árið svo ekki bar til tíóinda. UM VIÐAN VOLL UMSJÓN: STEFÁN SÆMUNDSSON Spaug Tvær fyllibyttur voru slangrandi heim á leió kvöld eitt. Annar segir vió hinn: „Nei, sjáóu, þarna er tunglið." Þá svarar hinn: „Þetta cr sko aldcilis ekki tungliö, þctta er sólin.“ Svona þráttuóu þeir drykklanga stund þar til þriöja fyllibyttan gengur másandi fram hjá. Þeir stoppa hann og spyrja: „Heyrðu vinur, segöu okkur hvort þetta er tunglið eða sólin sem þarna skín.“ Sá nýkomni glápir um stund upp í loft cn segir svo: „Ég gct ekkert um þaö sagt, því ég er alveg ókunnugur hérna í þessu hverfi." Skólakennarar sátu saman í kennarastofunni og voru aö spjalla saman. „Ég hefi nýlega lesið um þaö í frönsku vísindariti, að menn scm neyti mikiö áfengis hafi yfirleitt minni kvenhylli en aörir karl- mennsagói cinn kcnnarinn. „Aftur á móti er því haldið fram í ritinu, aö þeir sem drekka mikió te gangi öórum fremur í augu kvenfólksins.“ Kennari, sem haföi tekió sér Afmæli$barn mánudagsins Þú getur verið bjartsýnn á nýju ári því fjármálin eru stöbug og velgengni í starfi eykst. Mundu samt aö þú verbur líka ab leggja nokkub ab mörkum. Ár- ib einkennist af stöbugleika í einkalífi og lítil hætta erá hlibarsporum. drjúgum í staupinu um dagana, verður til andsvara og segir: „Og þctta kalla menn vísindi! Mikil endemis vitleysa er þetta. Ég held þaö mætti öllu fremur snúa þessu við.“ Kennarinn þagnar litla stund, cn bætir svo viö: „En þaó er svo sem ekki þar fyrir, aó ég hef alltaf verið mesti tesvelgur.*4 Furður Hinn æruverðugi erkibiskup Jam- es Ussher (1580-1656) í Armagh á Irlandi skrifar í árbækur sínar frá 1650-54 aö Guö hatl byrjað á sköpunarverki sínu 23. október 4004 l'yrir Krist, klukkan 9.30. Fimm dögum síðar var tími kom- inn til þess scm Friedrich Nietz- sche (1844-1900) kallaði „önnur mistök Guös“, þ.e. sköpun manns- ins. Alfræði Jól: Fæðingarhátíó Jesú, 25. des- ember; upphaflega heióin hátíð um vetrarsólhvörf til dýrðar frjósemis- guðum. Við lögfestingu kristins siöar var jóladagurinn settur 25. desember og var hann talinn ný- ársdagur til loka 16. aldar. (íslensku alfræðioróubókin. Örn og Örlygur 1990) Orðabókin jólafeitur L sern átti að ljúka fyrir jól en tókst ckki: flíkin varð jóla- feit. Gáta Eg er lipur, léttur, litum mörgum settur; ég er allur heimur, utan himingeimur, ég er lönd og lendur, langar sjávarstrendur. Oft ég ligg á hlið eða hrygg, það hendir sig að ég standi. Hnöttóttur, flatur, heldur er ég latur, óglöggur, skýr, oft er ég dýr. Aldrei tygg og ekkert þigg, oft er mig að grannskoða vandi. Ráðning uobjnpun'i frsitráslft FM 98,7 • Sími 27687 Óskum Norðlendingum Blebfltotn fóla og farsældar á komandi ári Jól ☆ Jól ☆ Jól Húsnæði til sölu Til sölu er 585 fermetra atvinnuhúsnæði í Ólafsfirði þar sem Laxós hf. rekur fiskeldis- stöð. Tilboðum skal skila fyrir 31. desember 1993 til Byggðastofnunar Akureyri, pósthólf 240, 602 Ak- ureyri. Nánari upplýsingar veittar í síma 96-12730. Byggðastofnun SÝSLUMAÐURINN Á AKUREYRI Greiðsluáskorun Sýslumaðuririn á Akureyri skorar hér með á gjaldend- ur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögó 1993, og féllu í gjalddaga til og með 15. desember 1993 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtu- manni ríkissjóós, aö greiöa þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur og tekjuskattshækk- un, virðisaukaskattur fyrir september og október ásamt virðisaukaskattshækkunum vegna fyrri tímabila, stað- greiðsla og tryggingajgald fyrir október og nóvember og aðstöðugjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því aó auk óþæginda hefur fjárnáms- aðgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000,- fyrir hverja gerð. Þinglýsingagjald er kr. 1.000,- og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til aö foróast óþægindi og kostn- að. Jafnframt mega þeir sem skulda viróisaukaskatt, staógreiðslu og tryggingagjald búast við að starfsstöð verði innsigluð nú þegar. Sýslumaðurinn á Akureyri, 20. desember 1993. it Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Skjaldarvík, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. desember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28. des- ember kl. 13.30. Sigurbjörg Sveinsdóttir, Gudmundur Kristinsson, Sigrún Sveinsdóttir, Herbert Ármannsson, Andri Páll Sveinsson, Guðrún Sigurðardóttir, Helga Sveinsdóttir, Karl Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.