Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. desember 1993 - DAGUR - 7
Prestshjónin á Húsavík:
„Þá verða jólin dýrðlegri“
- segir sr. Sighvatur Karlsson, og minnir a innri undirbuning
Prcstshjónin á Húsavík, frú Auður Björk Ásmundsdóttir og sr. Sighvatur Karlsson, með börnin sín heima í stofu að
Baldursbrckku 11. Börnin eru Ásmundur, Kristín Sara og Jónatan Karl. Mynd: im
Prestshjónin á Húsavík, frú
Auður Björk Asmundsdóttir og
sr. Sighvatur Karlsson, og börn
þeirra þrjú, Asmundur, Kristín
Sara og Jónatan Karl, dvöldust
í Bandaríkjunum sl. jól, þar sem
sr. Sighvatur stundaði fram-
haldsnám. Það er eflaust tals-
verður munur á jólahaldi fólks
á Húsavík og tvíburaborgunum,
St. Paul og Minneapolis í Min-
nesotafylki. I‘ó er ekki gott að
vita og Dagur kveður dyra hjá
fjölskyldunni til að athuga hvort
hún segi eitthvað fróðlegt eða
skemmtilegt af reynslu sinni.
„Eg var svo lánssamur að fá
námsleyfí, og við héldum vestur
um haf, eftir árs undirbúning. Eg
sótti um skólavist í Minnesotahá-
skólasjúkrahúsinu þar sem ég
gegndi starfi kapeláns um alls 15
mánaða skeið,“ sagði sr. Sighvat-
ur.
Hátíð fjölskyldunnar
- Er ekki yfirleitt áhugasamt jóla-
fólk í preststjölskyldum og því
sérstök reynsla að dvclja erlendis?
„Það fer eftir uppeldi hvers og
eins hvernig staðið er að jólahaldi
og jólaundirbúningi. Mér finnst
mikilvægt fyrir okkur, hvert og
eitt, að líta í eigin barm og hugsa
um fjölskylduna og hvernig bæta
megi samskipti innan fjölskyld-
unnar. Jólin eru jú hátíð fjölskyld-
unnar þar sem friðurinn og kær-
leikurinn á að ríkja.
Það sem vakti sérstaklega at-
hygli mína í Bandaríkjunum var
hve snemma jólaskreytingar eru
settar upp í húsagörðum og á hús-
in. Hús og tré voru hvarvetna
skreytt meö litlum hvítum ljósum
en það var ekki mikið um lituð
ljós eins og vió erum vönust. Það
var mikiö um ljósaskreytingar,
sem rnargar voru hin fegurstu
listaverk. Við sáum ekki mikið af
Ijósaskreytingum sem hengdar
voru yfir götur, en ljósin í trjánum
voru höfó uppi alveg fram í febrú-
ar,“ sagói Sighvatur.
„Þaó vakti athygli mína hve
ntiklu fyrr var farið að skreyta.
Fólkið sem ég kynntist var ekki
mjög upptekið af hinurn verald-
lcga undirbúningi og keypti ekki
dýrar gjafir. Við vorum boðin í
mjög skemmtilegt jólaboð hjá
norskri fjölskyldu á Lúsíudaginn.
Þetta var virkilega skemmtilegt,“
sagði Auður.
Heimagerð kort á snúrum
„Við bjuggum á stúdentagarði og
stúdentarnir bjuggu við fremur lít-
il efni og höfðu ekki mikil fjárráð.
Jólakortin voru heimatilbúin með
börnunum og síðan voru þau not-
uö til skrauts. Snúrur voru festar
upp, og jafnóðum og kortin komu
voru þau hengd á snúrurnar.
Heimatilbúnu kortin gátu verió
ntjög falleg og skemmtileg, og
persónulegri en aðkeypt kort,“
sagði Auóur.
- Hver er aóalmunurinn á að
vera húsmóðir á stóru heimili í
jólaönnum á Islandi, eða stúdenta-
garði í Bandaríkjunum, Auður?
„Fyrir mig persónulcga var
ntunur á þar sem Sighvatur var
ekki eins upptekinn um jólin og
sóknarpresturinn hér er í jólamán-
uðinum. Hann var meira heima og
tók þátt í jólaundirbúningnum
með mér. Móóir mín var hjá okk-
ur um jólin og áramótin, og það
var mjög gaman og sló á heim-
þrána. En við söknuðunt þess að
heyra ekki íslensku jólalögin í út-
varpinu.“
Sr. Sighvatur minntist heim-
sóknar tengdamömmu: „Hún
færði okkur blessað hangikjötió,
nýtt lambakjöt, harðfisk og annan
jólamat aó heiman.
Eg varð var vió að Bandaríkja-
menn reyndu mjög að komast
heirn og halda heilög jól með sín-
unt fjölskyldum, jafnvel þó um
Iangan veg væri að fara. En þó
voru frídagamir ekki eins margir
og við eigum aó venjast. Annar
jóladagur er ekki hjá þeim og að-
fangadagur yfirleitt ekki haldinn
hátíðlegur.
Eg varð var við að samstarfs-
fólk mitt á sjúkrahúsinu hafði
undirbúning jólanna ekki í sömu
hávegum og við erum vön. Fjöl-
skyldur virtust ekki koma eins oft
saman á aðventunni og við gerum
t.d. vió laufabrauðsgerðina.
Jólatréð er sett upp mun fyrr en
vió eigum að venjast.
Frumraun prestsins í laufa-
brauðsgerð
Fjölskylda okkar var boðin í mat á
aöventunni hjá bandarískri fjöl-
skyldu. Aóalmaturinn var fylltur
kalkúni, en síóan kontu allir meó
eitthvað matarkyns með sér. Viö
komum með íslenskar pönnukök-
ur, sem voru vinsælar, eins og
alltaf. Og einnig pakka til að sctja
í púkk sem síðan var dregið úr.
Þarna voru þrjár íslenskar fjöl-
skyldur sem ákváöu að koma sam-
an og búa til laufabrauð aö ís-
lenskum sió. Eg hnoðaði og fiatti
út laufabrauð í fyrsta sinn á æv-
inni og þurfti aó fá tilsögn frá
Haraldi Bjarnasyni, röntgenlækni,
sem starfar við sjúkrahúsiö þar
sem ég var í námi. Börnin okkar
skáru í kökurnar og þær voru síð-
an steiktar og þcim pakkað að af-
loknu dagsverki, síðan fórum við
heim ineð laufabrauðiö og borð-
uóum það á jólunum, með hangi-
kjötinu. Þetta var virkilega gaman.
Við urðum ekki vör við að fólk
kæmi saman í jólaglögg og í raun
sá ég varla áfengi á nokkrum
rnanni, allan tímann sem viö vor-
um þarna.
Syngjandi þjónar
Þann 4. desember í fyrra héldum
við upp á 10 ára brúðkaupsafmæli
okkar. Við fórum á veitingastað
sem heitir Gustino’s, í miðborg
Minneapolis, en þar gengu þjón-
amir syngjandi um beina. Þar
fengum við að heyra niörg sígild
jólalög. Þetta var virkilega gaman
og við áttum þarna ánægjulega
stund.
A aðventunni fórum við líka í
Mall of America, sem er annað
stærsta verslunarhús í heiminum
og var opnað í fyrra. Eg las í blaði
að ljósaskreytingarnar þar hafi
kostað milljónir dollara. Það er
erfitt að ímynda sér stærðina á
þessu húsi fyrir okkur Islendinga.
A opnunardaginn komu 250 þús-
und manns í bygginguna, en inn í
miðju húsinu er skemmtigarður
með ýmsum tækjum, rússíbana,
parísarhjóli og vatnsrennibrautum.
Húsið er á þremur hæðum með
kvikmyndahúsum, veitingastöðum
og ótal verslunum. Þetta var allt
meira og rninna glæsilega
skreytt.“
- Fóruð þið í messu um jólin,
Auóur?
„Já, þaö var mjög garnan að
geta farió í messu á aðfangadag.
Viö fórum klukkan tvö, öll fjöl-
skyldan saman, en það var barna-
pössun fyrir yngstu börnin, fyrir
þá foreldra sem það vildu. Fluttur
var helgileikur af börnum og ung-
lingum. Jólaguóspjallið var lesið
upp og túlkað meó helgileik.
Þarna var jatan, fallega upplýst.
Jólasöngvar voru fiuttir af kirkju-
kór og unglingahóp, sem heitir
Kings Kids. Þetta var risastór
lúthersk kirkja í St. Paul, en þó
fjöldi fólks væri í kirkjunni voru
nokkrar messur sungnar yfir dag-
inn. Söfnuöurinn er mjög stór og
virkur.
Vinafundir minnka
jólastressið
Það er mjög gaman að hitta vini á
aðventunni og það minnkar stress-
ið fyrir jólin. Við mættum vera
búin að baka smákökurnar fyrr og
gera meira af því að koma sant-
an.“
- Lærðuð þið nýja og skemmti-
lega jólasiði, sent þið hyggist ef til
vill taka upp, Sighvatur?
„Mér fannst gaman aó því þeg-
ar samstarfsfólkið kom saman í
heimahúsi á aðventunni og skipt-
ist á gjöfum. Gjafirnar þurftu ekki
að vera dýrar til að vekja mikla
kátínu. Auður fékk sardínudós, ég
fékk nokkuð sem ég hélt fyrst aó
væri hárkambur en reyndist vera
jakkafatahrcinsari. Ein konan fékk
hljóðsnældu með alls konar hljóð-
urn úr náttúrunni.“
Hvcrnig voru jólin á sjúkra-
húsinu?
Texti og mynd:
Ingibjörg Magnúsdóttir
„Eg vann á sjúkrahúsi fyrir 500
sjúklinga, en það var reynt aö út-
skrifa sent flesta fyrir jólin. Þarna
voru sjúklingar með mjög erfiða
sjúkdóma og ef þeir komust ekki
heim urn jólin, reyndu fjölskyldur
að korna og vera hjá þeim. Eg
vissi dæmi þess að foreldrar
dvöldust hjá konu á líffæraflutn-
ingadeild alveg frá því í febrúar
og fram yfir jólin. Þau veittu
henni andlegan stuðning og héldu
með henni jólin á herberginu.
Herbergin voru skreytt, eins og
mögulegt var. Ein deildin á
sjúkrahúsinu heitir Family Live.
Hún lætur færa börnum sem eiga
afmæli blöðrur sem siðan má
skrifa á og skreyta. Ameríski jól-
asveinninn kom á vegum deildar-
innar og hafnaboltahetjur frá
Twin’s liðinu. Stórir tölvuborðar
voru festir á veggi hjá börnunum
þar sem þeirn er óskað góðs bata.
Mættum senda sjúklingum
fleiri kveðjur
Kort sem sjúklingarnir fá með
bataóskum eru límd upp á veggi.
Það virðist hafa afskplega mikla
þýðingu fyrir sjúklingana að fá
slíkar kveðjur með óskum um
bata. Kortin á veggjunum minntu
á að úti voru einhverjir sem hugs-
uðu hlýlega til þeirra. Það gaf
þeim gleði í hjarta, þrátt fyrir mót-
lætið.
Vió gætum lært af þessu, aó
senda hvert öðru oftar kveðju,
senda kort til jreirra sem liggja á
sjúkrahúsum. Oll þessi kort fannst
mér frábrugðin því sem ég hef séó
hér á landi. Kortin voru ýmiskon-
ar, sum með skemmtilegu spaugi.
Við mættum gera meira af því að
senda slíkar kveðjur.
Hiö ytra skiptir ekki mestu
ntáli. Þaó sem öllu máli skiptir er
þaö sem gerist hið innra með okk-
ur. Við getum miðlaó hvert öðru,
talað við hvert annað, snert hvert
annað, faðmað nánustu vanda-
menn, sýnt stuðning og kærleika á
aðventunni. Þá verða jólin dýrð-
legri þegar við setjumst saman við
jólaborðið. Við megurn ekki
gleyma að undirbúa okkur þannig
hið innra fyrir jólin,“ sagði sr.
Sighvatur að lokum.
HATIÐARKVEÐJUR
Gleðileg jól
og heillaríkt komandi ár
Pökkum viðskiptir. i
árinu sem er að líða.
Þ/SA
VISA