Dagur - 24.12.1993, Page 8

Dagur - 24.12.1993, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 24. desember 1993 strandhögg á Bretlandsevjum Norðanpiltarnir Guðbrandur Sigiaugsson og Jón Laxdal. Inga Sólveig Friðjónsdóttir Ijós- myndari, Svanhiidur Konráðsdóttir rithöfundur og Ali Khan arkitekt. Meólimir þjóðlagahópsins Is- landica, skipaður þeim Inga Gunnari Jóhannssyni, Guðmundi Benediktssyni ásamt Jóni Ingólfs- syni, léku einnig í Lauderdale House og Art Centei í Essex og samanstóð dagskrá þeirra af göml- unt og nýjunt þjóölögum í nýstár- legum útsetningum. Fjöllistamennirnir, Jón Laxdal, Guðbrandur Sigurlasson og Krist- ján Pétur frá Akureyri, sent nefna sig Norðanpilta, fluttu eigin ljóö og söngva jafnframt því sem myndverk Jóns Laxdals voru á tveimur samsýningum í báðum borgum. Norðanpiltar létu ekki einungis aó sér kveða á ljóða- kvöldum, tónleikum og myndlist- arsýningum, heldur komu þeir Sigrún Gidjárn ræðir við gest á opnun sýningarinnar í Lundúnum. Norðanpiltar frá Akureyri flytja dagskrána Skáldskapur og rósir við góðar undirtektir. F.v. Kristján Pétur, Jón Laxdal og Guðbrandur Siglaugsson. Á fjórða tug íslenskra listamanna tók þátt í tveimur samhliöa listahá- tíðum sem haldnar voru í Lundún- um og í Colchester í Essex á Bret- landi og stóðu frá 4. nóvember til 16. desember síðastliðinn. Lund- únahátíóin bar yfirskriftina Winter Tales, en hátíóin í Essex var helg- uó list þeirra þjóða er byggja eyj- amar í norður Átlantshafi nteð sér- stakri áherslu á verk íslenskra listamanna. Islenski hópurinn samanstóð af fulltrúum velflestra listgreina og var listamönnum hvarvetna vel tekió. Tónskáldió og sellóleikarinn Hafliði Hallgrímsson hélt tónleika ásamt Kolbeini Bjarnasyni flautu- leikara í Town Hall í Colchester, þar sem nær eingöngu voru flutt verk Hafliða en hann var gestatón- skáld Essex hátíðarinnar og dvaldi þar á meðan á henni stóð. Þá kom Hafliói Hallgrímsson einnig fram á tónleikum í St. Wilfrid’s Hall í Lundúnum ásamt Kolbeini Bjarna- syni, en á þeim tónleikum kom einnig fram Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari ásamt píanóleikaran- um Peter Maté og fluttu þau verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Myndlistarmennirnir Tolli, Sig- urður Orlygsson og Jón Axel sýndu verk sín í Minories Galleri- es í Colchester, en verk þeirra hafa á undanfömum mánuóum verið sýnd víós vegar um Bretland. Auk þess að vera mjög vel sóttar, hlutu Tveir vinir og annar í London. Fyrrum Kamarorghcstar Kristján og Krist- ján Pctur á íslenskri myndlistarsýningu í London. Flosasyni, Tómasi R. Einarssyni og Einari Val Scheving, en sér- stakur gestaspilari á tónleikum kvartettsins var hinn þekkti breski trompetleikari Guy Barker sem ásamt þeim félögum flutti íslenska og bandaríska jasstónlist. I kjölfar tónleikanna í Lundúnum var Jass- kvartett Reykjavíkur boðið aó leika í hinum heimsþekkta jassklúbbi Ronnie Scott's dagana 7.-14. febrúar á næsta ári. sýningarnar einróma lof gagnrýn- enda. Sigrún Eldjárn sýndi einnig olíumálverk á báðum hátíðum þar sem mótívið var íslenskt þjóölíf og bar sýningin yfirskriftina Fólk. Ljósmyndarinn Inga Sólveig hélt sýningar á svart/hvítum ljós- myndum á báðum hátíðunum und- ir yfirskriftinni In Memoriam. Fulltrúar jasstónlistar voru Jasskvartett Reykjavíkur sem hélt tónleika í Lauderdale House í Lundúnum og einnig í Art. Center í Essex. Kvartettinn er skipaður þeim Eyþóri Gunnarssyni, Sigurði Jakob Frímann Magnússon ásamt Sigrúnu Eldjárn og flcirum. einnig fram í bama- og háskólum í Lundúnaborg. Islensku söngkonumar Ragn- hildur Gísladóttir og Elísa (Kol- rassa) Friðriksdóttir sem einnig leikur á fíðlu, fluttu eigin tónsmíð- ar í bland við íslenskar stemmur vió undirleik stórsveitar í Art Center í Colchester. Islenski kórinn í Lundúnum söng undir stjóm Aagot Óskars- dóttur lög eftir íslenska höfunda í Lauderdale House í Highgate. Tómas Tómasson baritónsöngvari flutti íslensk þjóðlög án undirleiks. Islensk Ijóðlist átti marga góða fulltrúa á listahátíðunum og ber þar fyrstan að nefiia Matthías Jo- hannessen sem las úr bók sinni The Naked Machine sem Marshall Brement þýddi á ensku og gefin var út í Bretlandi af Forest Books. I Lundúnum kom Matthías Jo- hannessen fram í salarkynnum hins gamalgróna og virta ljóðafé- lags Poetry Society, þar sem hann las upp ásamt sænska ljóðskáldinu Kjell Espmark, forseta sænsku Nóbels-akademíunnar. Sexmenningarnir Sjón, Linda Vilhjálmsdóttir, Sigfús Bjartmars- son, Bragi Olafsson, Einar Már Guðmundsson og Elísabet Jökuls- dóttir lásu einnig úr verkum sínum á báóum hátíðum, í Poetry Society í London og víðs vegar í Essex. Sjón og Linda Vilhjálmsdóttir voru gestaskáld á Essex-hátíðinni og nú eru nýútkomnar tvær þýð- ingar á verkum þeirra í Bretlandi hjá Grayhound Press útgáfufyrir- tækinu, sem ráðgerir útgáfu á verkum fleiri íslenskra skálda á næsta ári. Þekktasti sonur Islands á Bret- landseyjum, Magnús Magnússon, flutti myndskreyttan fyrirlestur um íslensku fomsögurnar, en hann opnaöi jafnframt sýningar íslensku myndlistarmannanna í Minories sýningarsalnum og University Gallery í Colchester. Þrjár íslenskar kvikmyndir voru sýndar í tengslum við hátíðarnar: Sódóma Reykjavík eftir Oskar Jón- asson, Börn Náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og Karla- kórinn Hekla eftir Guðnýju Hall- dórsdóttur og hlutu myndirnar all- ar mjög góóar viðtökur áhorfenda. Mynd Oskars Jónassonar, Sódóma Reykjavík, var einnig valin til aó taka þátt í hinni þekktu kvik- myndahátíð London Film Festival. Guðbergur Bergsson, rithöf- undur, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Linda Vilhjálms- dóttir, Gunnar og Davíð Haraldur Cauthery og hljómsveitin Ný- dönsk, voru meðal þeirra sem komu fram á sérstakri hátíóardag- skrá helgaðri 75 ára afmæli full- veldis Islendinga, sem haldin var í Lundúnum í desemberbyrjun. BBC og Channel 4 sjónvarps- stööin gerðu ásamt ýmsum blöð- um og tímaritum, listamönnum og sýningum þcirra góð skil og í des- entberbyrjun var sýndur þáttur um Island í breska sjónvarpinu, þar sem landi og þjóð var hælt í há- stert. Inn í þáttinn var fléttaó vió- tölum við íslensk skáld og tónlist- armenn. Á næsta ári eru fyrirhugaðar heimsóknir fjölmargra íslenskra listamanna til Bretlandseyja, meó- al annars í tengslum við afmæli lýðveldisins og útgáfu á íslenskum rit- og tónverkum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.