Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 15

Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 15
POPP Föstudagur 24.desember 1993 - DAGUR - 15 MA6NÚS CEIR CUÐMUNDSSON Nýherjaverk - Orra Harðarsonar og Súkkat í framhaldi af trúbadoratalinu frá því í síðustu viku, má nú bæta hér við tveimur plötum frá tveimur nýliðum, sem falla vel inn í trúbadoraskilgreininguna og hvor hefur með sínum hætti hlotið veröskuldaða athygli. Er þar annars vegar um Skaga- piltinn Orra Harðarson að ræóa, en hinsvegar dúettinn óborganlega Súkkat, sem flest- um slær vió þessa dagana. Glæst byrjun Líkt og Halli, Haraldur Reynis- son, hefur hinn tvítugi Akurnes- ingur Orri Harðarson komið inn í íslenskt tónlistarlíf svo tekið hefur verið eftir. Þaó má líka e.t.v. segja að það sé ekki að ófyrirsynju sem svo er, því að baki hans fyrstu plötu, Drög aó heimkomu, liggur ótúlega mikil reynsla hjá ekki eldri tónlistar- manni. Orri var nefnilega ekki nema ellefu ára gamall þegar hann fór fyrst aó setja saman lög og texta. Hann er því mjög þroskaður listamaóur sem í ofanálag á aó baki töluveróa reynslu í spilamennsku bæói sem trúbador, einn með gítar- inn og í hljómsveitum, sem birt- ist á fyrstu plötu sinni. Drög að heimkomu inniheldur tíu lög og eru þau öll ásamt textunum eft- ir Orra. í hnotskurn má lýsa tónlistinni sem blöndu popps og þjóólagatónlistar með ang- urværum blæ á köflum, en um- fram allt er hún melódísk og mjög grípandi í flestum tilfell- um. Sér til aðstoðar vió flutn- inginn hefur Orri valinkunna menn: Jón Ólafsson hljóm- borðsleikara með meiru og Stefán Hjörleifsson gítarleikara úr Ný dönsk og „Sálarfélagana" fyrrverandi Birgi Baldursson trommuleikara og Friórik Sturluson bassaleikara, auk þess sem söngkonurnar Val- gerður Jónsdóttir og Anna Hall- dórsdóttir koma við sögu. Sjálf- ur syngur hann svo öll lögin, leikur á 6 og 12 strengja kassagítara og blæs í munn- hörpu á plötunni. Það er ekki ástæða til aö tína einhver lög sérstaklega út sem þau bestu, 'en titillagió, Jólalag, Hamingju- söm á ný og Okkar lag eru dæmi um afbragðslög. Er Drög að heimkomu glæst byrjun sem sannarlega lofar góóu með framhaldió. Fyndnir og frábærir Það er ekki ofsögum sagt að á vissan hátt hafi eitt „fyrirbæri" , sem skotið hefur upp kollinum á árinu, stolió senunni í ís- lenskri tónlist og tónlistarút- gáfu. Fyrirbæri segi ég og það ekki að ósekju, því hinum óborganlega dúett, Súkkat, sem hér er aó sjálfsögðu átt við, verður nefnilega ekki lýst með orðum svo glatt. Það vita líka eflaust allir sem séð og heyrt hafa Súkkat, sem líklega flestir landsmenn hafa gert nú, þannig að e.t.v. er engin þörf á að lýsa þeim. Annars eru stað- reyndirnar um Súkkat þær, aó það eru tveir samstarfsmenn í matreiöslu, Hafþór Ólafsson söngvari og Gunnar Örn Jóns- son kassagítarleikari, sem skipa dúettinn. Hafa þeir félag- arnir starfað saman eitthvað á fjóróa ár, en fyrst munu þeir hafa komið fram fyrir alvöru á tónleikum meó KK band í <4 Plata Orra Harðarsonar er með þeim ánægjulegri og betri á árinu. Borgarleikhúsinu á síóasta ári. Er það einmitt KK, sem m.a. stendur á bakvið útgáfuna á fyrstu plötu Súkkat er kom út fyrir skömmu. Geymir platan sú, sem heitir bara Dúettinn Súkkat, 14 frumsamin lög og texta þeirra Hafþórs og Gunn- ars og flytja þeir allt saman ein- ir með einni undantekningu. Er þaó í laginu margfræga, Kúkur í lauginni, sem þeir njóta að- stoðar KK bands, en eins og flestir vita var það fyrir tilstilli þessa makalausa söngs sem dúettinn vakti fyrst þjóóarat- hygli. Annað á plötunni er svo eftir því efninu, makalaus lög meó bráðfyndnum textum í enn makalausari og fyndnari flutn- ingi. Frábært innlegg í íslenska útgáfu, sem hrærir rækilega upp í henni. Meira af svo góóu, takk! Skerping Ný dönsk hefur síóustu þrjú til fjögur árin verió ein allra vin- sælasta hljómsveit landsins. Meó plötunum de luxe, Kirsu- ber (1991) og Himnasending frá því í fyrra hefur Ný dönsk jafnt og þétt treyst stöðu sína í íslensku rokki, sem ætti að Misjafnar myndir Meö hléum hafa þeir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason starfað saman sem Magnús og Jóhann, í yfir tvo áratugi. Endurnýjuóu þeir t.a.m. kunningsskapinn og samstarfió á síðasta ári og gerðu þá afmælisplötu í tilefni af því aó tuttutu ár voru liðin frá því þeir hófu samstarfið. Mun geró þeirrar plötu hafa heppn- ast það vel aö nú fyrir þessi jól eru þeir aftur á ferðinni meó svipaóa plötu. Eru á Lífsmynd- um Magnúsar og Jóhanns, eins og platan nefnist, 16 lög, 11 frá fyrri tíð í endurgeróum útgáfum og svo 5 ný af nálinni. Sér til fullþingis við gerð henn- ar og flutning höfóu þeir félagar svo frítt og föngulegt lió tónlist- armanna m.a. söngvarana Pálma Gunnarsson, Stefán Hilmarsson, Helga Björnsson, Rúnar Júlíusson og Pétur W. Kristjánsson (sem stendur aó útgáfunni) og hljóðfæraleikara eins og óunnlaug Briem, Frið- rik Karlsson og Jóhann Ás- mundsson úr Mezzoforte, Jón Kjell, Jón Elvar Hafsteinsson (nú í Sigtryggi dyraverði, sem reyndar er nýbúinn að senda frá sér sína fyrstu plötu) og Sigurgeir Sigmundsson. Sáu þeir svo sjálfir um útsetningar ásamt Gunhlaugi og Jóni Kjell. Nokkrar tónlist- arlífsmyndir Magnúsar Þórs og félaga Jó- hanns Helgason- ar er að finna á nýrri plötu. Má segja um þessar Lífsmynd- ir að þær gefi nokkuð góða mynd af þeim félögum líkt og afmælisplatan í fyrra um leið og aó koma nýju efni þeirra á framfæri. Þaó sem hins vegar skemmir nokkuð fyrir þessari annars ágætu plötu, er aó út- setningarnar eru ærið misjafn- ar og þar af leiðandi lögin líka. Til dæmis er útsetningin á einu þeirra þekktasta og vinsælasta lagi, Yaketty yak, smacketty smack, sem er eftir Jóhann, heldur fráhrindandi, í ankann- anlegum danspoppstíl, sem hreinlega kaffærir lagió sjálft. Er þaö mikil synd með svo ágætt lag. Aftur á móti eru Lög eins og Stríó og friður, sem Stefán syngur m.a. með Sigríói Beinteins, Heimþrá, sem Pálmi syngur og (ást) við fyrstu sýn, sem Páll Óskar syngur, smekk- lega útsett og bara nokkuð vel flutt. styrkjast enn frekar meó nýju plötunni Hunang, sem kom út fyrir skömmu. Þeir Daníel Ágúst söngvari, Björn Jörundur bassaleikari og söngvari, Jón Ólafsson hljóm- borðsleikari, Stefán Hjörleifs- son gítarleikari og Ólafur Hólm trommuleikari, sem skipað hafa Ný dönsk þennan tíma, eru þó ekki beint nýjungagjarnir nú á Hunangi frekar en fyrri daginn. Er það „fortíðarhyggjan" (nos- talgian) sem áfram ræður ríkj- um hjá þeim á nokkuð svipuó- um grunni og segja má aö hafi myndast á de luxe, í anda þeirrar tónlistar og með keim- líkum (nánast eins) hljóm, sem tíðkaðist á seinni hluta sjöunda áratugarins. Út af fyrir sig er það líka eðlilegt aó þeir félagar geri engar byltingar nú í Ijósi fyrri góðrar reynslu, sem eins og fyrr segir virðist ætla aó ganga upp bærilega áfram. Þó er óneitanlega sá munur nú fyrir hendi frá síðustu plötu allavega, aó lagasmíðarnar og hljómurinn í þeim hefur skerpst enn frekar og á margan hátt er áferðin nú harðari. Minnir „sándið" í gítarnum hjá Stefáni t.d. sterklega á Hendrix og þaó sama má segja um a.m.k. tvö laganna, Undirheima og Svita. Eru þessi lög ásamt Kvikindi, Ljósaskipti og titillaginu, líka hinar ágætustu lagasmíðar á sínu sviði. Finnst mér að Ný dönsk sé með áðurnefndri skerpu á plötunni, að nálgast erlendar stórsveitir á borð vió Black crowes, sem mörgum þætti ekki leitt að líkjast. En aft- ur á móti er varúðarbjalla farin að klingja í fjarska, sem segir manni að vart verði lengra haldið á sömu brautinni. Ég myndi a.m.k. vilja sjá meiri fjöl- breytileika hjá hljómsveitinni á næstu plötu og til þess hefur hún sannarlega alla burði. Ný dönsk er bæði hrárri og harðari en áður á nýju plötunni Hunang.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.