Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. desember 1993 - DAGUR - 5 í hættu. Ég slcppi því heldur að ná myndinni en að setja myndavélina mína í hættu. Ég passa tækin mín vel. Það neyðarlegasta sem ég hef lent í var þegar ég var að mynda krí- urnar og þær skitu á hausinn á mér. Þær hreinlega gáfu skít í mig, í orðsins fyllstu." - Er ljósmyndun hollt og gott áhugamál? Hvað gefur það þér? „Þetta er þvcröfugt við það scm ég starfa. Ef ég er stressaður fer ég út í náttúruna og hef það gott, fylgist mcð fuglunum og mynda. Þarna ræður maður sér sjálfur. Ég fæ töluvert út úr þessu. Og það er ekki alltaf sem ég mynda, hcldur ligg ég og fylgist með fugi- unum. Þó er ég tilbúinn með vélina, í von um að ná góöu skoti.“ Alæta á myndefni „En ég er ekki bara í fuglum. Ég mynda það sem ég kalla skulptura í náttúrunni. Ég cr voða hriilnn af gaddavír og girðingarstaur- um. Þaó má segja að ég sé alæta á myndefni, að öðru leyti en því að ég hef lítiö gerl af því að mynda fólk. Þó gerði ég svolítið af því í sumar að mynda trillukalla neðan við Bakk- ann, það verður svolítió að víkka sjóndeildar- hringinn í þessum efnum.“ - Hefur þú ekki fengið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir myndirnar þínar? „Ég hef ekki tekið oft þátt í ljósmyndasýn- ingum eða keppnum. En 1990 vann ég til fyrstu vcrðlauna í Ijósmyndakcppni Dags og Pedromynda. Arið eftir var Ljósmyndastofa Péturs og Víkurblaðið með keppni. Þá vann ég einn mánuðinn en held að Hafþór Hreið- arsson hafi unnið alla hina. I fyrra tók ég þátt í kcppni hjá Vikunni og Fuji, og var í 2.-10. sæti. Ég hef tekið þátt í Ijósmyndamaraþoninu á Akureyri, en ekki unnið til verðlauna. Það er toppurinn á tilverunni og mjög krefjandi. Kollegar mínir í ALKA eiga heiður skilið fyrir hvernig staðið er að þeirri keppni, og mér þótti slæmt að geta ckki vcrið með í sumar. Það er meiriháttar gaman og krefjandi að fá cina filmu og tólf verkefni. Það verður allt að takast. Þetta er mjög gaman. Það er til marks um áhugann hjá mér að ég cr líka meðlimur í ALKA og keyri til Ak- ureyrar hálfsmánaðarlega á fundi, ef ég á möguleika á.“ Almennt ekki þörf á dýrum græjum - Að hverju stefnir þú, hvað ljósmyndunina varóar? „Þaó væri gaman að geta farið að koma myndunum sínum á framfæri, og að sclja þær þannig að salan gæti staóið undir kostnaði við þetta áhugamál. Það væri toppurinn." - Eyðir fólk almcnnt ckki of miklum pcn- ingum í að taka myndir sem það hefur ekki nógu gaman af að eiga? „Margir sem ætla að fá sér myndavélar hafa talað vió mig. Þá eru þeir oft aó tala um miklar og dýrar og flottar græjur, sem þeir læra síðan aldrei að nota. Það er engin þörf á að fá sér fullkomnar græjur, nema þú hafir verulegan áhuga. Þaó cr allt í lagi að byrja með litlu myndavélarnar, sem margar hverjar eru orðnar mjög góðar. Það er ekki mynda- vélin sem tekur myndina, hcldur maðurinn sem heldur á vélinni, eins og góður maður - segir Ríkarður Ríkarðsson, áhuga- ljósmyndari á Húsavík sagói. Fólk þarl' að hugsa unt hvað þaö er að mynda, cn ckki bara smella út í bláinn. Það þarf ekki svo mikið til að taka góða mynd. Það scm þú sérð í glugganum cr myndin sem þú færð og það borgar sig að skoða hvað sést í glugganum, áður cn smellt cr af. Það er of mikið af því að fólk smelli af án þess að gefa sér tíma. Þcgar þaö fær myndina cr citthvað sem trufiar og það er óánægt og kcnnir oft myndavélinni um þó að það sé lljótfærnin sem skemmir. Þetta er dýrt sport fyrir menn scm mynda mikið, en ég vildi þó sjá ileiri úti með myndavélar. Ef fólk einbcitir sér að því aó vanda sig, gcngur betur en þegar smellt er af á hvað sem cr." Skoða oft málverk - Dæmi um áhugaverð myndcfni fyrir byrj- endur. „Þaö er svo margt til sem fólki finnst gam- an að mynda: fuglar, bátar, bílar, gömul hús, þaö cr t.d. gaman aó festa á mynd hús sem eiga aó hverl'a. Það er hægt að mynda allt, og fá út góðar rnyndir. Spurningin er um upp- bygginguna og það þarf að þreifa sig áfram og prufa. Giróingarstaur getur komið mjög vel út á mynd, það þekki ég af eigin raun. Svo má mynda hesta eða landslag, einnig er gaman að mynda hluti sem ekki sjást dags daglega á mynd. Það sem ekki er flott í um- hverfinu getur verið skemmtilegt þegar búið cr að einangra það á mynd. Oft hef ég mynd- að einföld mótív, og útkoman komið skemmtilega á óvart. Ég skoöa málverk til að sjá hvernig málarar byggja upp sínar myndir. Þar fæ ég innsýn í hvernig þeir klippa til landslag og hvað þeir hafa með í málverkinu. í rauninni byrjaði ég að taka skulpturmyndir í náttúrunni, meó það í huga aó geta teiknað eða málað myndina síðar. Því vil ég hal'a mótívin einföld." - Nýturðu áhugamálið eitthvað í starfinu? „Lögrcglan þarf oft að taka myndir, en þar liggur annað til grundvallar. Þó gott sé að kunna vel á vélina, nýti ég fæst af því sem ég hef lært vegna áhugans.“ - Hver viltu hafa lokaorðin? „Aó fólk gefi sér aðeins meiri tíma og pæli í hvað þaó er að rnynda. Það þarf ekki mikið til að myndirnar verói góðar. Svo hvet ég fólk til að ganga í Ljósmyndaklúbb Húsa- víkur eða Áhugaljósmyndaklúbb Akureyrar.“ Viðtal: Ingibjörg Magnúsdóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.