Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 3
BOKARKYNNI NO Föstudagur 24. desember 1993 - DAGUR - 3 Útgáfufyrirtækið Fróði sendi nýlega frá sér bókina „Þú gefst aldrei upp, Sigga!“ eftir Elísabetu Þorgeirs- dóttur. Bókin hefur að geyma ævisögu Sigríðar Rósu Kristinsdóttur á Eskifírði. Sigríður Rósa er löngu landskunn fyrir pistla sína í Ríkisútvarpinu þar sem hún talar jafnan tæpitungulaust um það sem henni liggur á hjarta. Sigríður Rósa ólst upp í Eyjafírði. Hún átti heima í nokkur ár í Hringsdal á Látraströnd en fluttist síðan með fjölskyldu sinni að Höfða í Höfðahverfí og þar átti hún heima til fullorðinsára. Fjölskyldan var stór, því Sigríður Rósa átti fjórtán systkini. Árið 1947, er Sig- ríður Rósa hóf búskap fluttist hún til Eskifjarðar og hefur átt þar heima síðan. Þú gefet aldrei upp, Sigga! Hér á eftir fer kafli úr bókinni þar seni Sigríóur Rósa fjallar um þaö mikla umrót scm fylgdi komu er- lendra herntanna á heimaslóöir hennar í Eyjafirói og einnig er gripið niður í kafla sem fjallar urn námsdvöl hennar í Héraðsskólan- um að Laugarvatni. Herinn „Vorið 1940 koniu stríðsárin eins og fellibylur inn í friðsælt líf ís- lendinga. Seinna um sumarið kom brcskur her til Grenivíkur þegar íbúar staðarins áttu sér cinskis ills von. Það stóð yfir héraðsmót Ung- mennasambands Eyjafjarðar og því voru margir samankomnir í gamla barnaskólanum á Grenivík en þar var kaffisala og dansleikur um kvöldið. Af íþróttavellinum á Grenivíkurhólum sést yfir Höfóa- hverfió og sást mikill rykmökkur liðast áfram út Hverfið þegar her- inn kom akandi á bílum og vél- hjólum í átt að Grenivík. Héraðs- mótið hefur líklega bjargað skól- anum frá hersetu en þeir tjölduðu í túninu á Höfðabrekku þar sem Axel, móðurbróðir minn, bjó. Þegar þeir ætluðu að tjalda og róta upp túninu benti Axel þeim á að þeir skyldu slá fyrst og þaó geróu þeir, slógu og rökuðu af túninu áður en þeir tjölduðu. Svo settu þeir upp varðstöö á Skælunni, ystu klettunum í Höfðanum, rétt sunnan við Grenivík. Ef við geng- um vestan í Höfóanum til Greni- víkur þurftum við að ganga fram- hjá varðstöðinni og líkaði það ekki sérlega vel. Þctta sumar og fram á haust var heilmikill her á Grenivík en þegar fór að hausta og snjóa urðu sex hermenn cftir í þorpinu og bjuggu á bæ sem hét Grenivíkurkot. Þess- um strákum gekk ágætlega að laga sig að samféla^inu. Um haustiö iorum við Ragga systir ásamt bræðrunum á ball á Grenivík og daginn cftir birtust tvcir af her- mönnunum heima. Eftir það urðu þeir nánast daglegir gestir og var altalað á Grcnivík að um leið og birti upp snjóél eða rigningu sæist undir iljarnar á hermönnunum á leið í Höfða. Þeir sóttu í vcnjulegt heimilislíf og báðu mömmu að selja sér smjör og egg. Það borg- uðu þeir meö kexi og nióursoónu nautakjöti frá Argentínu sem vió kölluðum seinna „soldátarassa". Þeir voru svo hrifnir af mömmu, kölluðu hana mömmu, eins og við. Sumum þótti nóg um og settu ofan í við hana, hún ætti ekki að vcnja þetta á sig, eins og það var orðað. En mamma sagðist ekki geta rckió þá í burtu. „Eg er vió þá alveg eins og ég vildi að komið væri fram við mína stráka ef þeir yrðu reknir út í stríð,“ sagói hún og lét sér hvergi bregóa. Það var líka talað um að þcir væru aö sverma fyrir okkur og auðvitað voru þeir að því en þaó bar bara cngan árangur. Einn var alltaf að biðja mín og biðja mömmu um ntig. Við kunnum ekkert í cnsku en þeir kunnu svo- lítið í íslensku og einu sinni kom ég að þessum hermanni, sem hét Tom Johnson, og Sigurði bróður með ensk-íslenska orðabók undir - Bókarkafli úr samnefndri ævisögu Sigríð- ar Rósu Krist- insdóttur lampanum í stofunni. Þá var hann aó læra að biðja mín upp úr orða- bókinni!“ segir hún og hlær. Hafði þetta engin áhrif? „Nei, mér datt aldrei í hug að taka þetta alvarlega. Eg var bara 17 ára krakki og leit á þá sem vini mína. Eg hef líklega veriö svona óskaplega saklaus. Þó að strákar væru aó reyna við mig áttaði ég mig ekkert á því. Einu sinni kom strákur með mér heim eftir ball og hefur líklega gert sér einhverjar vonir. Eg bauð honum inn og við sátum lengi og spjölluðum og borðuðum pottbrauð og smjör af bestu lyst. Mér fannst mjög eðli- legt að honum þætti pottbrauðið hennar mömmu gott. Hann þakk- aði svo auðvitað fyrir sig og fór þegar hann sá að ég skildi ekkert. Það gekk hægt og seint aö kenna mér táknmálið. Reyndar var ég búin að finna upp mótleik vió þessari kvöð sem alls staðar lá í loftinu varðandi samskipti kynjanna. Ég ætlaói aó stofna klaustur og bað pabba um lóð undir bygginguna, sem átti aó verða í kastalastíl, í Innri Kvígu- dölum. Ég ætlaði að búa til sér- staka reglu eöa trúarbrögð þar sem stúlkur gætu dvalið og unnið fyrir sér. Ég gerði mér auðvitað grein fyrir því að af einhverju þyrftum við að lifa og hugsaði mér að hægt yrði að stunda iistiðnað, handa- vinnu og garðrækt. Ég hef stund- um hlegið að því að einmitt á þessum stað brutu bræður mínir seinna land til kartöfluræktar. Það var eflaust einhver ögrun sem lá að baki hugsuninni urn klaustur og ég sagði óhikað frá þessum fyrir- ætlunum. Þá var mikið hlegið aó mér. Ég ætlaði að auglýsa eftir þeim sem væru sama sinnis og hafði þá í huga stúlkur sem lentu illa úti í karlamálum. Unt þær var mikil umræða á þessum árum. Reglan átti alls ekki að vera lok- uð, stúlkurnar gætu farið þcgar þær vildu en þetta átti að verða fínasta uppeldisheimili og lær- dómssetur kvenna," segir hún stolt og það færist glampi í augun. Með komu hersins hafði heimsmyndin við Eyjafjörð rask- ast eins og annars staðar en lífið gekk samt sinn vanagang. Ungt fólk tekur lífinu létt og það átti við um stóra systkinahópinn í Höfða og nágranna þeirra á Kljáströnd þar sem einnig bjó margt ungt fólk. Börn Sigurðar Ringsted og Guðríðar Gunnarsdóttur voru fimm á svipuðum aldri og Höfóa- systkinin, og börn Olafs Gunnars- sonar og Onnu Vigfúsdóttur voru átta en þau bjuggu í tvíbýli við Sigurð og Guðríði. Einu sinni var unga fólkið á leið heim af balli á Grenivík þegar heil flotadeild breska hersins sigldi inn friðsælan fjörðinn í átt til Akureyrar. Það var svo fram- andi að þeirn fannst allt í einu að þau væru ekki lengur heima hjá sér. Þau höfðu aðeins séð síldar- skip og Færeyinga undir seglum sigla um fjörðinn. Það var bara heimilislegt því það gat tekið Fær- eyinga viku að sigla út fjörðinn ef ekki gaf byr í seglin. Þeir virtust aldrei þurfa að flýta sér. „Sambýlið við Kljástrandar- fólkið var skemmtilegt og mér þykir vænt unt það fólk þó ég hafi lítið umgengist það síðan á þess- urn gömlu góðu dögum,“ segir hún með vingjarnleik. „Jólaboðin hjá Önnu og Ólafi voru sérlega skemmtileg og tjörug. Anna bak- aði svo góðar kökur. Eitt sumarið tókum við stelpurnar, ég, Ragga systir, Ella Ringsted og Jagga Gunnars, að okkur að kenna strák- unum aö dansa. Við höföum sjálf- ar lært að dansa á böllum og mamma stóð oft upp frá verkun- um og kenndi okkur að dansa gömlu dansana við lög í útvarp- inu. Ég myndi gefa mikið fyrir að eiga þessar dansæfingar á mynd- bandi. Þetta var gamansamur og skemmtilegur hópur og eftir að við vorum búnar að kenna þeim nóg ætluðum við að halda ball og bjóða krökkum af Grenivík og of- an af bæjurn. Það varð þó aldrei úr því en við skeggræddum þetta og töluðum um hverjum við ætluóum aó bjóða. Mcðal þeirra var stúlka ofan af bæjurn sem var mjög há- vaxin. Þá sagði einn af Kljástrand- arstrákunum sem var frekar lág- vaxinn: „Er hún ekki svo djöfull löng? Sér maður nokkurn tímann fyrir endann á henni?“ I landlegum voru oft haldin böll á Kljáströnd og ég á cnnþá miða þar sem á stendur: ^Hjónin Sigríður Rósa og Ragnar. „Ball í Gúttó Kljástrandar í kvöld klukkan níu. Sig.Ring.“ Við vildum náttúrlega ekki vera minni en Akureyringar og Reykvíkingar sem áttu sitt Gúttó þó að okkar Gúttó væri bara í dag- stofunni hjá Sigurði og Guðríði. Ólafur Sigurður Baldvinsson í Bræðratungu, sem var kot á milli Höfða og Kljástrandar, var sendur með svona tilkynningar hcim í Höfða og við létum ekki á okkur standa aó niæta á böllin. I Höfða var líka dansað og þá í gamla kon- tórnum. Það var t.d. haldið mikið ball í tilefni af tvítugsafmæli Röggu systur þó ekki þætti öllum viðeigandi að dansa á jóladag en hún átti afntæli á aðfangadag. Það var oft mikill galsi í strák- unurn á Kljáströnd og þeir voru hrifnir af Þjóðverjum á stríósárun- um. Ég man einu sinni eftir þeim koma marsérandi heim túnið í Höfða með hakakrossinn á kústs- skafti, sem Óli Balda bar í broddi fylkingar, syngjandi Deutchland, Deutchland, úber alles. Þetta vakti auóvitað hlátur en við vorum ekki ginkeypt fyrir nasismanum heima, vorum eindregið á móti honum. Þeir höfðu líka málað hakakross- inn með tjöru á vegg eins beit- ingaskúrs niðri á KljásU-önd en þegar Bretarnir komu var þeim skipað að mála yfir hann. Það gekk þó erfiðlega því að tjaran sást lengi í gegnum málninguna en þeir þurftu að skýra út fyrir Bretunum hvemig stæöi á þessum hakakrossi. Margt sjálfstæðisfólk var hlynnt Þjóðverjum í stríðinu. Það þýðir ekkert fyrir það að afneita því núna. Ég skrifaðist á við strák frá Kljáströnd þegar hann var í M.A. og ég á Laugarvatni 1942. Hann hafði þá oróið vitni aó því að bresk hcrflugvél sökk á Pollin- um á Akureyri og velti því fyrir sér hvort slík myndu verða enda- lok breska heimsveldisins. Við uröum auðvitað vör við veru hcrsins í Eyjafirói. Það var ekki búió að leggja þjóðveginn út með firðinum austanveróum svo ef okkur langaði til Akureyrar fór- urn við stundum á trillu yfir fjöró- inn, lentum í Rauðuvík og tókum svo áætlunarbílinn frá Dalvík til Akureyrar. Einu sinni fórum vió Ragga meó þremur strákum af Kljáströnd snemma morguns á trillunni alla leiö til Akureyrar. Um daginn hvessti af suðri og var kominn strekkingsvindur þegar við lögðum af stað heim. Við sigldum því nærri landi og það var farið að skyggja þegar við fórum framhjá Hjalteyri en þar var bresk varðstöð og þeir lýstu með sterk- um kastljósum um allan fjörðinn á kvöldin. Þeir sáu okkur auðvitað, enda með sterka sjónauka, og geislinn fór oft yfir okkur á leið- inni. En þegar við komum aó bryggjunni á Kljáströnd stöðvuðu þeir kastljósið á meðan viö vorum að koma okkur upp úr bátnum í myrkrinu. Þeir þekktu okkur krakkana eflaust því þegar þeir voru að lýsa yfir fjörðinn sáu þeir okkur oft að leik. Ef við urðum vör við að þeir fylgdust með okk- ur áttum við það til að stökkva í skugga til að athuga hvort þeir tækju cftir því. Þetta var mjög gaman því þeir létu ekki plata sig. Þeir leituðu aó okkur ef við hurf- um allt í einu á göngu okkar.“ Vinir frá Kljáströnd í blómagarðinum í Höfða. F.v. Árni Ólafsson, Sigríður Rósa, Sigurður Ringstcd, Ragnhciður og Gunnar Óiafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.