Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 29. desember 1993
í Þ RÓTTA A N N A L L
á fætur öðrum. Guðmundur Bene-
diktsson hjá Ekeren var meiddur
lengst af en er nú óðum að koma
til. Hann gerði nýjan samning við
liðið. Húsvíkingurinn Guðni Rún-
ar Helgason fær líklega atvinnu-
leyfí í Englandi nú um áramótin
og skrifar þá undir samning viö
Sunderland.
Norðlendingar áttu sem fyrr
einn alþjóðlegan knattspymudóm-
ara, Braga V. Bergmann. Hann
dæmdi m.a. leik Dana og Litháa á
Idretsparken og úrslitaleikinn á
Olympíuleikum æskunnar í Hol-
landi.
Körfubolti
Gengi úrvalsdeildarliðs Tindastóis
var rysjótt sl. vetur og svo fór að
lokum aö það þurfti að leika auka-
um aó vinna sig upp að þessu
sinni og margt bendir vissulega til
að af því geti orðið, enda Þórsarar
með eitt sterkasta lið deildarinnar
og hafa fengið tvo sterka leik-
menn, annan erlendan, eftir að
mótið hófst.
Norðlenskir lyftingamenn létu
fara fremur lítið fyrir sér á árinu.
Islandsmet í yngri flokkum fuku
þó á móti hjá Lyftingafélagi Akur-
eyrar í byrjun febrúar. Þá komu
tveir Islandsmeistaratitlar í hlut
félagsins á Meistaramóti Islands.
Akureyringar stóðu sig einnig vel
á Meistaramótinu í kraflyftingum,
sem fram fór síóast í mars. Eitt ís-
landsmet var sett á Opna Akureyrar-
mótinu í kraftlyfingum í byrjun maí.
Þór og Tindastóll kljást á Haustmóti Greifans. Birgir Örn Birgisson með
boltann en Robert Buntic og Ingvar Ormarsson sækja að honum.
Mynd: Robyn.
leiki um að halda sæti sínu í deild-
inni, sem reyndar unnust auðveld-
lega. Talsveró breyting varð á lið-
inu fyrir yfirstandandi keppnis-
tímabil og er mjög ungu liði teflt
fram að þessu sinni. Sama má
segja um kvennalióið sem kom
nokkuð á óvart sl. vetur og hefur
staðið sig vel það sem af er þess-
um. Sl. vetur stóðu yngri llokkar
Tindastóls sig sérlega vel eins og
reyndar oft áóur og framtíóin því
sannarlega björt. Yngri flokkarnir
unnu 3 gull og 2 silfur á íslands-
móti og í bikarkeppni KKÍ.
Þórsarar léku í 1. deild sl. vetur
og komust örugglega í úrslita-
keppnina. Þar sagði þó reynslu-
leysi hins unga liðs til sín og 1.
deildin því áfram hlutskipti liðsins
í vetur. Mikill hugur er í Þórsur-
Tveir Eyfiróingar, Jens Gíslason
og Laufey Kristjánsdóttir, fóru á
Norðurlandamót í optimistasigl-
ingum í Noregi í lok júií.
Tveir strákar af Norðurlandi,
Bjarmi Skarphéðinsson og Gísli
Már Helgason, tóku þátt í Olymp-
íudögum æskunnar á Ítalíu. Hauk-
ur Eiríksson og Sigurgeir Svavars-
son kepptu á HM í norrænum
greinum í Falun í Sviþjóð.
Akureyri var svo sannarlega
miðpunktur skíöafólks í apríl og
Páll Kolbeinsson:
Fráhvarf Michaels Jordan
Það sem fyrst
kom upp í hug-
ann var fráhvarf
besta körfuknatt-
leiksmanns heims
og allra tíma, Mi-
chaels Jordan,"
sagói Páll Kol-
beinsson, körfu-
knaUleiksmaður á Sauðárkróki.
„I öðru lagi var ég að leika með
nýju félagi hér á Sauðárkróki og
lenti í fallbaráttu, sem var alveg ný
reynsla fyrir mig. Þá kemur mér
einnig í hug góður árangur
drengjalandsliðsins á Evrópumót-
um sl. sumar. Ég er Iíka mikill
knattspyrnuáhugamaður og þar ber
hæst frábæra framistöðu IA í Evr-
ópukeppninni ásamt því að rúlla
upp mótinu héma heima.
Almennt held ég að megi segja
um liðió ár aó það hafi sýnt hversu
frambærilegir íslenskir íþrótta-
menn eru og það er aðeins tíma-
spursmál hvenær um stórafrek á al-
þjóðavettvangi verður aö ræða. Þar
má nefna þessi tvö atriói sem ég
var með áðan meó IA og drengja-
landsliðið og einnig handboltann,
sem auðvitaö er búinn að vera
lengi í fremstu röð.“
Svifið til sigurs
Skíðastökk er tignarleg íþrótt og hér svífur Ólafur Björnsson til sigurs á Skíðamóti íslands á Akureyri.
Mynd: Halldór.
rak hver stórviðburðurinn annan.
Skíðamót Islands fór fram 1.-4.
apríl, alþjóðlegt FIS mót var hald-
ið 16.-17. apríl og hinir árlegu
Andrésar Andar leikar ráku síðan
lestina helgina 22.-24. Unglinga-
landsmót 15-16 ára fór hins vegar
fram á Siglufirði helgina 26.-28.
mars og þar unnu Norólendingar
lang flest verðlaun.
A Skíðamóti Islands urðu Ak-
ureyringar sigursælir í alpagrein-
um og fóru Harpa Hauksdóttir og
Vilhelm Þorsteinsson þar fremst.
Isfiröingar einokuðu göngugreinar
en Ólafsfirðingar stökk og nor-
ræna tvíkeppni.
Hinir árlegu Andrésar Andar
leikar voru nú haldnir í 18. sinn
og voru þeir fjölmennustu frá upp-
hafi. Veðrið lék við keppendur og
víst aö allir fóru ánægðir heim,
ekki síst Siglfírðingar sem unnu til
flestra verðlauna.
Sund
Ómar Þorsteinn Árnason var kjör-
inn sundmaður ársins 1992 hjá
Óðni á Akureyri og átti eftir að
Ómar Þ. Árnason:
Mínii- fyi-stu íslands-
meistaratitlar
„Þaó sem
bcr hæst hjá
mér á árinu
eru mín
fyrstu verð-
laun á inn-
anhúss-
mcistara- ^
móti ís-
lands, cn þá náöi ég 2. sæti í
200 m flugsundi og 200 m
fjórsundi og 3. sæti í 100 m
flugsundi. I báðum flugsund-
unum setti cg Akureyrarmct í
karlaflokki," sagði sundmaður-
inn Ómar Þ. Árnason úr Óðni.
„Innanhússmeistaramótiö er
þaö mót sem allir stefna á að
ná sínum besta árangri og
miða undirbúning ársins við
það.
í maí fór ég til Luxemborg-
ar með unglingalandsliðinu og
í júlí var síöan Sundmeistara-
mót íslands. Þá vann cg minn
fyrstíi ísiandsmcistaratitil í
fullorðinsllokki. Um leió er
þetta unglingameistaramót í
langri laug og í þeim flokki
vann ég 3 gull. í nóvember var
síðan unglingameistaramótió í
stuttri laug og þá vann cg allar
greinamar 4 sem ég keppi I,
100 og 200 m flugsund, 100 m
skriðsund og 100 m baksund.
Síðan varð ég líka Akureyrar-
meistari í sundi.“
vera áberandi á árinu. Hann var
m.a. valinn í unglingalandsliðið
eftir góóa frammistöðu á Innan-
hússmeistaramóti Islands. Á
Sundmeistaramóti Islands 17.-18.
júlí unnu Akureyringar 3 gull, þau
fyrstu sem Akureyringar vinna í
áratug og á Unglingameistaramót-
inu komu 6 gull í hlut Akureyr-
inga. Ómar Þorsteinn varð Akur-
eyrarmeistari í sundi.
Vaxtarrækt
Deyfð hefur verið yfir vaxtarrækt
sem keppnisíþrótt sl. tvö ár af
ýmsum orsökum. Þrír Akureyr-
ingar fóru á Isl.mótið og 2 þeirra
urðu íslandsmeistarar. Haraldur
Haraldsson í -80 kg flokki og
Rúnar Kristjánsson í -70 kg flokki.
Snjólaug Vilhelmsdóttir:
íslandsmet í boðhlaupi
„Það sem ég man
kannski fyrst eft-
ir er Islandsmet í
boðhlaupi, sem
ég átti þátt í aó
setja,“ sagði frjáls-
íþróttakonan Snjó-
laug Vilhelms-
dóttir úr UMSE,
sem nú er á leið til Bandaríkjanna.
„Bikarkeppnin er eftirminnileg
og ég náði að bæta mig í nokkrum
greinum. Síóan var HM í frjálsum
í Stuttgart. Reyndar vorum við
einmitt að keppa í Noregi þegar
þetta var, á Norðurlandamóti ung-
linga, en viö reyndum að fylgjast
meó.“ Hún viðurkenndi síðan að
þessa stundina væri væntanleg
Bandaríkjadvöl ofarlega í huga.
Ein stærstu tíðindin í handboltahciminum hcr innanlands á árinu voru fé-
lagaskipti Valdimars Grímssonar úr Val í KA. Valdimar hefur svo sannar-
lega blómstrað með sínu nýja félagi og er lang markahæstur í 1. deild þegar
mótið cr hálfnað. Mynd: Robyn.