Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Mióvikudagur 29. desember 1993 FRÉTTIR Norðlenskar áramótabrennur: Tvær brennur í Mývatnssveit - en aðeins ein á Akureyri Aðeins ein áramótabrenna verð- ur á Akureyri um þessi áramót rétt eins og í fyrra en þá var reyndar sótt um leyfí fyrir tvær brennur en önnur þeirra sem standa átti norðan Gúmmí- vinnslunar hf. komst aldrei á laggirnar. Það verður því væntanlega mikil umferð við Bárufellsklappir um áttaleytið á gamlárskvöld þegar kveikt verður í brennunni þar, en það eru börn og unglingar í Holta- hverfi sem standa að henni. Verulega hefur dregið úr fjölda áramótabrenna á Akureyri en til samanburðar má geta þess að árið 1976 skráði lögreglan hjá sér 12 brennur í bæjarlandinu en fyrir tíu árum síðan voru þær orónar tvær. Aðrar áramótabrennur sem blað- inu er kunnugt um eru þessar: A Grenivík verður kveikt í brennu kl. 21.00 sem stendur á Grenivíkurhólnum og sér sveitar- félagið um hana. Í Mývatnssveit sér Golfklúbb- urinn um brennu á Ytri-Höfða vió Reykjahlíð og verður kveikt í henni kl. 21.00 en á Rauðhólum við Alftargerði sér Ungmennafé- lagið Mývetningur um brennu sem hefst klukkan 24.00. A Kópaskeri verður brenna á Klifinu og hefst hún kl. 21.00. Öxarfjarðarhreppur sér um hana. A Raufarhöfn verður hefð- bundin brenna út á Höfða sem björgunarsveitin Pólstjaman hefur veg og vanda af og verður kveikt í henni kl. 21.00. A Þórshöfn verður kveikt í ára- mótabrennu á vegum Þórshafnar- hrepps kl. 20.30 á Tófutanga og eru fjölskyldur hvattar til að koma með eins og eina rakettu til að skjóta upp á staðnum. Þar munu skátar stjóma fjöldasöng. Á þrett- ándanum verður þrettándabrenna á íþróttavellinum. Safnast verður saman á lóð kirkjunnar kl. 20.00 og gengið eftir Fjarðarvegi upp Langanesveg og að íþróttavellin- um í fylgd álfadrottningar og álfa- kóngs. Það er Foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn og Sval- barðsskóli sem standa fyrir þrett- ándagleóinni. I Hrísey veróur brenna ofan Miðbrautar á vegum Slysavama- deildarinnar og verður kveikt í henni kl. 16.30. Dalvíkingar eru með brennu austur á Böggvisstaðasandi og verður kveikt í henni kl. 17.00. Það er skátahópur sem kallar sig Brennuvarga sem sér um hana. Ólafsfirðingar veröa með brennu vestan við ós Ólafsfjarðar- ár, og er það bærinn og Kiwanis- klúbburinn Súlur sem sjá um hana. Þar mun báturinn Hafey meðal annars verða brenndur en hann laskaðist fyrr á árinu í árekstri við togarann Sigurbjörgu í Ólafsfjaróarhöfn. Kveikt verður í brennunni kl. 20.00. Brenna veróur á innra hafnar- svæóinu á Siglufirði sem bæjarfé- lagið sér um og verður borinn eld- ur að henni kl. 20.00. Á þréttánd- anum munu svo álfar, tröll og þeirra skyldulið kætast við bálköst sem Kiwanisklúbburinn Skjöldur sér um. Grímseyingar verða meó sína áramótabrennu upp af býlinu Sól- brekku og standa ýmsir einstak- lingar að henni. Að sögn oddvita var farið mjög snemma að safna í hana og mun hún því verða hin veglegasta. Þar verður eldur tendr- aður kl. 20.00. Á Hofsósi verður Ungmennafé- lagið með brennu austur með Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur falið bæjarráði að athuga hvort rétt sé að skoða möguleika á sameiningu Sigluijarðar og Fljótahrepps. Að sögn Björns Valdimarssonar, bæjarstjóra, fylgja samþykkt bæjarstjórnar ákveðin skilyrði þar sem krafist Samningur Seðla- bankans, banka og sparisjóða: Verðbólgan í núlli næstu ijóra mánuði Þann 22. desember síðastliðinn samdi Seðlabankinn við banka og sparisjóði um vaxtaskipti fyrir tímabilið janúar til apríi á næsta ári. Þetta er gert í sam- ræmi við rammasamkomulag um vaxtaskipti frá í september síðastliðnum. Athyglisvert er við samkomulagið að ekki er gert ráð fyrir breytingum á verðlagi á þessum tíma. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að bankar og sparisjóðir greiói Seðlabankanum 5% nafn- vexti af samningsfjárhæð en Seðlabankinn greiði sömu aóilum á móti 5% vexti ofan á verð- tryggðan höfuóstól. Þetta er byggt á spá Seðlabankans um þróun verðbólgu miðað við lánskjara- vísitölu og að hún verði engin á tímabilinu sem um ræðir. JÓH Siglufjarðarvegi og hefst hún kl. 21.00. Sauðkrækingar verða með brennu á Nöfunum sem hefst kl. 22.00 og sér Ungmennafélagið Tindastóll um hana. Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd verður með áramóta- brennu á Fellsmelum kl. 20.30. Áður verður farin blysför að brennustað. Blönduósingar hafa sína brennu á Miðholti, suðvestan bæj- arins, og er það bærinn, einstak- lingar og Kiwanisklúbburinn Borgir sem hafa veg og vanda af henni. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30. Fyrir Hvammstangabúa verður brenna suóur undir Vallarhöfða í umsjá Ungmennafélagsins Kor- máks og munu fyrstu logamir teygja sig til himins upp úr kl. 20.00. GG er svara við stóru spurningun- um er tengjast sameiningarmál- unum. Eftirfarandi gögn þurfa að liggja fyrir áður en farið verður að skoóa sameininguna: Ársreikningar beggja sveitarfé- laganna fyrir árið 1993. Skýrari upplýsingar um hvern- ig staðið verði að verkefnatilflutn- ingi frá ríki til sveitarfélaga og hvaða tekjustofnar fylgi verkefn- unum. Nánari útfærsla á því hvernig Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til tekju- og þjónustujöfn- unar í framhaldi af verkefnatil- flutningi. Einnig verði aflað svara við því hvort og þá hvernig sjóð- urinn veröi notaður til að hafa áhrif á sameiningu sveitarfélaga. „Ég sat í umdæmanefndinni hér í kjördæminu og þetta voru spumingarnar sem dundu á okkur þar. Vió viljum fá svör við þess- um stóru spurningum áður cn lengra er gengið. Þaö voru skiptar skoðanir í bæjarstjórninni hvort við ættum yfirhöfuð að fara í sam- einingarmál, en menn voru tilbún- ir til aó kanna þau mál þegar svör við grundvallarspurningum liggja fyrir,“ sagði Björn. Hann sagði að með þessu væri möguleika á sameiningu haldið opnum, en menn hefðu ekki talið það þjóna neinum tilgangi að vinna í þessu máli meðan jafn mikið er óljóst um þátt ríkisins og raun ber vitni. Um leið og skýrar upplýsingar fengjust væri hægt aó hefjast handa. SS ganga aó tilboði frá Júlíusi Viöarssyni og Tréverki hf. vegna múrverks innan húss við nýja sundlaugarbyggingu. Til- boðið hljóóar upp á kr. 4.991.167,- en kostnaóaráætlun hönnuða upp á kr. 5.236.624,- og er því 95,3% al' áætlun. ■ Húsnæðisnefnd hefur borist beiðni frá Magnúsi Hafsteins- syni og Sólborgu Ingimarsdótt- ur um innlausn íbúðar þeirra aó Lækjarstíg 5 og var samþykkt að innleysa íbúóina og úthluta aftur. Nefndinni hefur enn- fremur borist bréf frá Hclgu Dögg Sverrisdóttur og Sigurói Jóni Guðmundssyni þar sem þau óska eftir aóstoð Húsnæð- isnefndar til að leysa úr hús- næðisvanda sínum en þeim hefur verið sagt upp núvcrandi leiguhúsnæói og þurl'a að losa það sem fyrst. ■ Starfskjaranefnd hafa borist umsóknir um styrki úr starfs- menntunarsjóði frá 5 sjúkralió- um á Dalbæ vegna 2ja eininga áfanga á vegum VMA í lyfja- hrifaffæði og hjúkrun krabba- meinssjúkra. Ennfremur um- sókn frá 6 starfsmönnum á skrifstofu og tæknideild vegna 3ja námskeióa, þ.e. Windows, Word for Windows og Excel. Að lokum frá forstöóumanni Dalbæjar vegna leiöbeinenda í tómstundastarfi aldraðra og Huldu Þórsdóttur vegna bók- haldsnámskeiðs. Allar um- sóknimar fengu einhverja úr- lausn. ■ Skólanefnd hafa borist um- sókn um kennarastöóu frá Am- ari Símonarsyni og mælir nefndin eindrcgió með um- sókninni. ■ Þómnn Bergsdóttir skóla- stjóri hefur kynnt skólanefnd hugmyndir sem unnar hafa verió v/stofnunar framhalds- skóla á Dalvík. Skólanefnd fagnar framkomnum hug- myndum um stofnun fram- haldsskóla á Dalvík og vill beina þeim tilmælum til þeirra er málið varðar að lögó verði rík áhersla á framgang málsins. ■ Þrjú tilboð bárust í þakviö- geröir á Heilsugæslustöðinni. Frá Tréverki hf. kr. 1.423.474; frá Árfeili hf. kr. 1.870.254 og frá Kötlu hf. kr. 1.161.250. Stjóm Heilsugæslustöðvarinn- ar á Dalvík samþykkir að yfir- fara ofangreind tilboð og sann- reyna nióurstöður. Jafnframt verða tilboóin send byggingar- nefnd heilbrigðisráðuneytisins til endanlegrar samþykktar. ■ Stjóm Heilsugæslustöðvar- innar samþykkir aó ítrcka beiðni um að lagfæringar á gólfefnum í Heilsugæslustöð- inni á Dalvík verói heimilaóar hið fyrsta. Jafnframt samþykk- ir stjóm Heilsugæslustöðvar- innar að óska eftir úttekt mál- arameistara á staönum um fyrr- greindar lagfæringar ásamt til- boóum í verkió. Harmoniku- dansleikur Munið áramótadansieik Félags harm- onikuunnenda við Eyjafjörð á Fiðlaran- um, 4. hæð Alþýðuhússins, fimmtudag- inn 30. desember kl. 22.00. Sýnum samstöðu og mætum hress og kát. Stjórnin. F Islandsbankamót í bridds íslandsbanki og Briddsfélag Akureyrar gangast fyrir opnu briddsmóti sunnudaginn 2. janúar. Spilað verður í Skipagötu 14, 4. hæð og hefst spila- mennskan kl. 10.00. Skráningu lýkur kl. 9.40 á spilastað. Pör geta tilkynnt þátttöku til Páls Jónssonar í síma 21695 eða Hermanns Tómassonar í síma 26196. ISLAN DSBANKI frsstróstft FM 98,7 • Sími 27687 Þú græöir á því að hlusta á Frostrásina Auglýsingar sími 27693 Hljóðstofa sími 27687 Börn og unglingar í Holtahverfi standa að brennu á Bárufcllsklöppum á Akureyri á gamlárskvöld. Mynd: Robyn. Bæjarstjórn Sigluíjarðar: MöguleiM á sameiningu við Fljótahrepp kannaður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.