Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 29. desember 1993
Memungarannál 1993
Árið 1993 var mjög blómlegt á sviði menningar og lista á Norðurlandi.
Þetta kemur berlega í ljós þegar flett er í gegnum árganginn af Degi. Kynn-
ingar, viðtöl, fréttir og umsagnir af hinum ýmsu menningarviðburðum eru
áberandi á síðum blaðsins og hér er aðeins hægt að stikla á stóru á þessu
sviði.
Mikil gróska var að vanda í leiklistar- og tónlistarlífinu um allt Norður-
land. Sumarið var óvenju litskrúðugt á Akureyri og ber þar hæst Lista-
sumar-Festival ’93 og opnum Listasafnsins á Akureyri. Þá var nýr sýning-
arsalur opnaður í bænum og nýtt líf kviknaði í Grófargili. Hér verður
nokkurra menningarviðburða ársins getið í annálsdúr. SS
Opnunarsýning Listasafnsins á Akurcyri undirbúin. Forstöðumaðurinn Haraldur Ingi Haraldsson er þriðji frá
vinstri.
Listasafnið á Akureyri
Laugardaginn 28. ágúst urðu tímamót í sögu Akureyrarbæjar. Þá var Listasafnið á Akureyri vígt við hátíð-
lega athöfn. Fjölbreytt sýning myndlistarmanna var opnuð og tónverk eftir Jón Hlöðver Askelsson flutt.
„Þetta er eins og ævintýri. Eg lít á þetta hús sem musteri myndlistar á Akureyri," sagði Helgi Vilberg,
myndlistarmaður og skólastjóri Myndlistaskólans, í samtali við Dag. „Eg tel aó þetta sé einhver viturlegasta
fjárfesting sem bærinn hefur lagt út í,“ sagói Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins.
Ljóðasamkeppni
Dags og MENOR
Dagblaðið Dagur og Menningarsamtök Norðlendinga gengust fyrir
ljóðasamkeppni og bárust dómnefnd alls 109 ljóð. Niðurstöður voru
kunngeróar í hófi á Fiólaranum 4. apríl. Aðalsteinn Svanur Sigfússon
hlaut fyrstu verðlaun fyrir ljóó sem heitir „Geigur“ og Björn Ingólfsson
hlaut önnur verðlaun fyrir ljóó sitt „Mynd“. Tilgangurinn með sam-
keppni þessari var aö freista þess að blása í glæóur sem víða leynast í
þeirri von aó einhvers staóar magnaðist myndarlegt bál.
Kristján í Metropolitan
Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, var í sviðsljósinu á árinu. Hann
steig sín fyrstu skref á sviöi Metropolitan-óperunnar í New York 20.
febrúar þar sem hann söng aðaltenórhlutverkið í II Trovatore eftir Verdi.
Hann vakti víða athygli á árinu og kom svo heim síðla árs til að fylgja
geisladisknum sínum eftir og sló einnig í gegn í sjónvarpinu hjá Hemma
Gunn. Gott ár hjá Kidda Konn.
Leðurblakan á loft
Leikfélag Akureyrar kætti marga með óperettunni Leóurblökunni eftir
Strauss. Leðurblakan var frumsýnd 26. mars. Kolbrún Halldórsdóttir,
leikstjóri, vakti athygli fyrir þessa frumraun sína á sviöi atvinnuleikhúss.
Hljómsveitarstjóri var Roar Kvam og í helstu hlutverkum voru Jón Þor-
steinsson, Ingibjörg Marteinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Michael Jón
Clarke, Aðalsteinn Bergdal, Steinþór Þráinsson, Þuríóur Baldursdóttir,
Már Magnússon, Þráinn Karlsson, Sigurþór Albert Heimisson og Bryn-
dís Petra Bragadóttir.
Michacl Jón Clarkc kom víða fram á árinu, t.d. í Lcöurblökunni hjá Lcikfc-
lagi Akureyrar, Astardrykknum og á tónlcikum Kammerhljóm.sveitar Ak-
ureyrar og Kórs Akureyrarkirkju í maí.
Ástar-
drykkurlnní
Laugarborg
Nemendur og kennarar söngdeild-
ar Tónlistarskólans á Akureyri
settu óperuna Astardrykkinn eftir
Donizetti upp í Laugarborg 22.
janúar og var troðfullt á fimm
sýningar. Már Magnússon og Að-
alsteinn Bergdal leikstýrðu, Guð-
mundur Oli Gunnarsson haföi tón-
listarstjóm á sinni könnu og Helga
Bryndís Magnúsdóttir annaðist
undirleik á píanó. Meðal ein-
söngvara voru Michael Jón
Clarke, Hólmfríöur Benediktsdótt-
ir, Dagný Pétursdóttir, Orn Viðar
Birgisson og Baldvin Baldvins-
son, en einnig kom fram kór. „Þó
að ýmsu megi finna, eins og hér
hefur verió gert, er uppsetningin
glæsilegur vitnisburður þess, hve
Birta í landslagi
Einar Helgason sýndi málverk í Deiglunni 11.-19. september. Sýningin
bar yfirskriftina Birta í landslagi, enda landslagsmyndir í fyrirrúmi. Ein-
ar hafði ekki haldið sýningu á Akureyri í 13 ár en tilefnið sagði hann
vera þau tímamót í lífinu að hann hefði nú látið af kennslu eftir 40 ára
starf.
Örn Viðar Birgisson kom fram í hinum vinsæla Ástardrykk sem ncmendur
og kcnnarar söngdeildar Tónlistarskólans á Akurcyri settu upp í Laugar-
borg.
góðum árangri er unnt að ná, þeg- I njóta sín,“ skrifar Haukur Ágústs-
ar hugsjónin og starfsgleðin fá að I son.
Brekkugata
„Verkió er samið fyrir Kammer-
hljómsveit Akureyrar og tileinkað
stjórnanda hennar, Guðmundi
Óla,“ sagði Atli Ingólfsson, höf-
undur tónverksins Brekkugötu,
sem Kammerhljómsveit Akureyr-
ar flutti í Glerárkirkju 7. fcbrúar.
Á cfnisskránni voru einnig Epi-
tafion eftir Jón Nordal og St.
Kentigern Suite eftir Thomas Wil-
son. „I heild er verkið skemmti-
legt áheyrnar og vekur áhuga á
því aó heyra meira úr penna tón-
skáldsins," skrifar Haukur Ágústs-
son um Brekkugötu.
Einar Ilelgason sýndi 47 vatnslitamyndir og 19 olíumálverk í Deiglunni.
Kirkjulistavika
Kirkjulistavika var haldin t Akureyrarkirkju dagana 2.-9. maí. Merkir
listviðburóir og fjölbreytt helgihald einkenndu vikuna en slík tenging
listastarfsemi og kirkjulífs er oróinn fastur liður í Akureyrarkirkju.
Þátttakendur í kirkjulistavikunni voru auk Akureyrarkirkju, Listvina-
félag Akureyrarkirkju, Kór Akurcyrarkirkju, Bamakór Akureyrar-
kirkju, Sinfóníuhljómsveit íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar,
Leikfélag Akureyrar, Minjasafnió á Akureyri, Tónlistarfélag Akur-
eyrar og Þjóóminjasafn íslands.