Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 29. desember 1993 Þá er komið að íþróttaannál fyrir árið 1993. Hann er með sama sniði og á síðasta ári, hver íþróttagrein er tekin fyrir sig og farið eftir stafrófsröð. Af skiljanlegum ástæðum er mjög stiklað á stóru og margt sem verður útundan, þó verður svo að vera. Að auki eru viðtöl við íþróttafólk sem verið hefur áberandi á árinu sem er að Iíða og það beðið að rifja upp minn- isstæða atburði af íþróttasviðinu. En þá er bara að rifja upp helstu íþróttaafrek Norðlend- inga á árinu og vona að enn betri árangur náist á næsta ári. Almenningsíþróttir Samtökin Iþróttir fyrir alla, sem starfa innan ISI, stóóu í lok maí aö svokölluóum Hversdagsleikum sem er alþjóðleg keppni milli bæja og héraða í mismunandi löndum um hvor aöilinn fær stærri hluta íbúanna til þátttöku í ein- hvers konar heilsurækt einn tiltek- inn dag. Akureyri keppti vió Ashkelon í Israel og sigraði meö yfirburðum. Kvennahlaupið fór fram 19. júní og var mjög fjölsótt. Akstursíþróttir Norðlendingar hafa mikla yfir- burði í einni grein akstursíþrótta, vélsleðaakstri. Enda fór svo að þeir einokuðu Islandsmeistaratitla á því sviði. Bílaklúbbur Akureyrar hélt tvær torfærukeppnir og sigr- aði Akureyringurinn Einar Gunn- laugson í þeirri fyrri, Greifator- færunni. Einnig stóð BA fyrir götumílu og sandspyrnu að ógleymdri hinni árlegu bílasýn- ingu 17. júní. Sauðkrækingar héldu einnig sandspyrnukeppni þar sem Islandsmetin fuku. Badminton Guórún Erlendsdóttir varð þre- faldur Akureyrarmeistari í bad- minton annað árið í röð, en mótið fór fram um miðjan mars. I yngri flokkum varð Sigurður Tómas Þórisson fjórfaldur meistari og nokkrir spilarar þrefaldir meistar- ar. Opna alþjóðlega Pro Kennex mótið fór fram í Iþróttahöllinni á Akureyri síóustu helgina í mars og var vel heppnað. Þar kepptu bestu spilarar landsins auk tveggja útlendinga. Olöf Guðrún Olafs- dóttir úr TBA þykir mjög efnileg og vann m.a. þrefaldan sigur á unglingameistaramóti TBA. Billiard Um miðjan janúar var haldið stórmót í billiard í Billiardstofunni Hrefna Brynjólfsdóttir: Úrslitaleikur bikarkeppninnar Hrefna Brynj- ólfsdóttir hefur undanfarin ár verið einn af máttarstólpum kvennaliðs KA í blaki. Sl. vetur lék KA úrslita- leik bikarkeppn- innar við Víking en mátti þola tap en Hrefna sagði þetta þó auðvitaó vera minnisstætt. „Þó man maður kanski enn betur eftir því þegar við unnum ÍS í undanúrslitum, því hitt fór auðvitað ekki eins og það átti að fara. Síðan er líka leikur KA, og Vals í handbolta á dögunum mjög ofarlega í huga þegar KA komst áfram í bikarkeppninni. Vonbrigðin eru hins vegar að detta út úr lands- liðshópnum og komast ekki til Möltu á Smáþjóðaleikana. Gilinu á Akureyri. Var þetta 5. stigamót Billiard- og snókersam- bands Islands og mættu nokkrir sterkustu spilarar landsins. Sigur- vegari varð Eðvarð Matthíasson frá Vestmannaeyjum. Blak Gengi kvenna- og karlalióa KA, sem bæði kepptu í 1. deild, var nokkuð rysjótt sl. vetur en bæði komust þó í úrslitakeppni deildar- innar. IS-stelpur sigruðu KA nokkuð örugglega í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en KA-strákar voru hins vegar hársbreidd frá því að leika til úrslita um Islands- meistaratitilinn. Þar hafði HK þó betur og vann síðan Þrótt í úrslita- leikjum. Kvennalió KA í blaki komst í úrslit bikarkeppninnar en tapaði fyrir Víkingi. Lið Snartar frá Kópaskeri komst í undanúrslit hjá körlunum, lék við Islands- og bik- armeistara HK og mátti játa sig sigrað. Snörtur sigraði síðan í 2. deild. SI. vor voru 4 leikmenn úr lið- um KA valdir í Iandsliðið til þátt- töku á Smáþjóóaleikunum á Möltu. Mikil endumýjun átti sér staó fyrir yfrrstandandi tímabil á kvennaliði KA. Liðið hefur þó sýnt að þaó er til alls líklegt í framtíðinni. Karlaliðiö hefur verió á mikilli uppleió að undanförnu og lagt tvö af topplióum deildarinnar. Borðtennis Grenvíkingar héldu sem fyrr uppi merki borðtennisíþróttarinnar á Norðurlandi og geróu það með sóma. Þeir unnu til fjölda veró- Iauna á Unglingameistaramótinu í byrjun apríl og 4 Islandsmeistara- titla. Grenvíkingar áttu síðan helming keppenda í unglinga- landsliðinu sem fór til Skotlands í júní og tvo fulltrúa í landskeppni við Færeyinga í nóvember. Akureyringar stóu sig vel á ung- lingamóti í fimleikum í Reykjavík og sérstaklega var árangur Huldu Guðmundsdóttur glæsilegur. Þá náðu strákar frá Akureyri glæsi- legum árangri á Skrúfumóti í fim- leikurn í Laugardalshöllinni um rniðjan mars. Hæst bar árangur Bjarka Baldvinssonar, sem sigraði í sínum flokki. Á 39. aldursári bætti Flosi Jóns- son gullsmiður á Akureyri 15 ára íslandsmet í langstökki án at- rennu. Þetta gerði hann á Meist- aramóti Islands í atrennulausum stökkum. Á Norðurlandsmótinu, sem haldið var á Laugum, varð UMSE Norðurlandsmeistari og tveir Is- landsmeistaratitlar komu í hlut fó- lagsins á Meistaramóti Islands utanhúss. UMSE hélt meistaramót íslands 15-18 ára á Dalvík, stærsta frjálsíþróttamót sumarsins, og tókst það frábærlega þrátt fyrir leióinlegt veóur. í bikarkeppni FRÍ var lið UMSE í 1. deild en féll í 2. í 2. deild voru 4 lið af Norðurlandi, UMSS, USAH, HSÞ og UFA. UFA féll í 3. deild en UMSS vann sig upp í 1. Snjólaug Vilhelms- dóttir UMSE varó stigahæsta kona bikarkeppninnar og Sunna Gests- dóttir vann 6 gull fyrir USAH í 2. deild. Þá sigraði Sunna í Bikar- keppni FRI í fjölþrautum í kvennaflokki. Snjólaug Vilhelms- dóttir heldur til náms í Badaríkj- unum í upphafi næsta árs en henni bauðst skólavist í Georgíuháskóla vegna frábærrar framistöðu sinnar á frjálsíþróttavellinum. Akureyrarmaraþon fór fram 24. júlí á vegum UFA og þar féllu tvö Islandsmet. Olafsfirðingar héldu Islandsmót í þríþraut laugardaginn 7. nóvember. Blaklið KA í karlaflokki hcfur verið á upplcið það scm af er vctri og til alls líklcgt á nýju ári. Mynd: Robyn. Stökk ársins í torfærunni cr tvímælalaust eign Hclga Schiöth í annarri af torfærukcppnum Bílaklúbbs Akureyrar. Mynd: Haiidór. mótið góóa kynningu. Akureyringar héldu Unglinga- meistaramót Islands og þar áttu heimamenn marga fulltrúa í verð- launasætum. Húsvíkingar héldu Noróurlandsmótið að þessu sinni og þar sigraði Guðni Rúnar Helgason. Golfari ársins á Norðurlandi er tvímælalaust Akureyringurinn Sigurpáll Geir Sveinsson. Hann keppti á fjölda innlendra og er- lendra móta á árinu og stóð sig ætíð vel. Þar er svo sannarlega mikið efni á ferð, sem vonandi fær tækifæri til að nota hæfileika sína. Almennt má segja að þrátt fyrir erfitt tíðarfar hafi norólenskir golfarar hvergi slegió slöku vió. Handbolti SI. vetur voru tvö lið af Norður- landi í 1. deild, Þór og KA. Bæói liðin héldu sætum sínunr í deild- inni en hvorugt þcirra komst í úr- Vegur þjóðaríþróttarinnar hefur heldur farið vaxandi undanfarin ár. Mývetningar eru sem fyrr í far- arbroddi á því sviði noróanlands og eignuóust flesta Grunnskóla- meistara á 7. Grunnskólamóti GLÍ. HSÞ og HSK hlutu llest verðlaun í Landsflokkaglímunni, sem haldin var meó glæsibrag í Laugarbakkaskóla í Miðfirði 21. mars. Þá sigraði HSÞ í Sveitaglímu Islands, fjórtánda árió í röð, en keppt var á Laugum fyrstu helgina í apríl. Goíf Arctic Opcn Golfmótið á Jaðars- velli var fjölsótt að venju. Veórið var nokkuó gott og keppnin æsi- spennandi. Fjöldi erlendra blaða- manna var vióstaddur og fékk Valdimar Grímsson: HM og félagaskíptín „Heimsmeist- arakcppnin í Svíþjóó er auð- vitað mjög minnisstæð og síöan þessi fé- lagaskipti, en það er hlutur sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Valdi- mar Grímsson, handknattleiks- maður úr KA. „Einnig er gengi KA ofarlega í huga þessa dagana en liðió hefur verið í mikilli uppsveiilu. Það sem kemur mér mest á óvart er hvernig ég er búinn að standa mig pcr- sónulega en ég bjóst aldrei vió svona miklum rneðbyr. Þá fór ég í sumar á Olympíu- ráðstefnu í Grikklandi, þar sem fjallað var um Olympisma eða hugsjón Ólympíuleikanna. Það var mjög áhugavert námskeið þar sem fjallað var um Ólympíuleik- ana í mun víðara samhengi en hvað varðar íþróttir. Þar hitti maó- ur fólk víðsvegar að úr heiminum með mismunandi skoðanir og ólík viðhorf til hlutanna. Efst stendur kannski hvað allir tóku manni vel hér fyrir noröan. Maður er allsstaóar velkominn og finnur fyrir mikilli góðvild.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.