Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 7
Mióvikudagur 29. desember 1993 - DAGUR - 7 I>órhallur Arnórsson, eigandi Lisfhússins Þings, og Kristinn G. Jóhannsson, Zion breyttist í Þing Kristniboóshúsió Zion á Akureyri breyttist í Listhúsiö Þing eftir aö Þór- hallur Arnórsson festi kaup á húsinu og réöist í endurbætur á því. Fyrstur til aö sýna í nýja galleríinu var Kristinn G. Jóhannsson, cn hann opnaöi sýningu á 30 olíumálverkum 3. apríl. Fleiri uröu til þess aö notfæra sér sýningaraðstöðuna á árinu og töldu menn Listhúsið Þing gott innlegg í heim myndlistarinnar á Akureyri. Plógur og stjömur Leikfélagið Búkolla í Aðaldal frumsýndi leikritið Plóg og stjörnur eftir Sean O’Casey aö Ydölum 12. febrúar. Þýöinguna gerði Sverrir Hólmars- son en lcikstjóri var Siguröur Hallmarsson. Sýningin fékk góöa dóma og aösókn. Verkið er margslungiö og uppsctningin metnaöarfull. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson og einlcikarar taka við þökkum áhcyrenda að loknum fyrstu tónlcikuni hljómsvcitarinnar. Tímamótatónleikar Hin nýstofnaöa Sinfóníuhljómsvcit Noröurlands hélt sína fyrstu tónleika í Akurcyrarkirkju sunnudaginn 24. október undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Flutt voru verk eftir Mozart og Beethoven og var kirkjan troðfulll af þakklátum tónlistarunnendum. Lestrarkeppnin mikla Dagana 8.-18. mars slitu grunnskólabörnin sig frá myndbandstækjunum og tölvuspilunum og tóku aö lesa bækur án afláts. Tilefniö var Lestrar- keppnin mikla og mörg börn lásu tugi bóka á þessum tíma. Útlán barna- bóka á söfnum margfölduðust og víst er að einhverjir uppgötvuóu nýjan ævintýraheim. Stálblóm á Skagaströnd „í heild skoóað er uppsetning Leikklúbbsins á Skagaströnd á Stál- blómum eitt best unna vcrkcfni, sem undirritaöur hcfur séö á fjölum félagsheimilisins á Skagaströnd. Þaö er metnaöarfullt að ráóast í verk sem þetta og ánægjulegt aö geta sagt, að vel hefur tekist til,“ skrifar Haukur Agústsson. Leikstjóri var Jónas Jónasson. Myndhópurinn Myndhópurinn á Akureyri kom saman á ný og hélt myndlistarsýningu í Gamla Lundi 8. apríl. Þar sýndu Aðalsteinn Vestmann, Alice Sigurðs- son, Bernharð Steingrímsson, Guörún Lóa Leonardsdóttir, Höröur Jör- undsson og Iðunn Agústsdóttir verk sín. Listasumar áAkureyri Listagiliö svokallaða vaknaöi sannarlega til lífsins síóastlióiö sumar og raunar hcfur listalífió sjálfsagt aldrei verió eins blómlegt á Akureyri yfir sumarmánuöina. Þar átti stærstan hlut aö máli há- tíðin Listasumar-Festival ’93 sem stóö frá 10. júlí til 31. ágúst. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar var Eggert Kaaber og var tilgang- urinn meö þessu framtaki m.a. sá að sameina listir og ferðaþjónustu. Arangurinn þótti glæsilegur. Alls komu 300 listamenn fram á 55 uppákomum og gestir uröu um 5000. Leiðinlcgt veöur setti þó nokkurt strik í reikninginn. Norðlensk list flutt út Norðanpiltarnir Jón Laxdal, bæjarlistamaóur Akureyrar, Guóbrandur Siglaugsson og Kristján Pétur, svo og fleiri norðlenskir listamenn, tóku þátt í tveimur listahátíðum á Bretlandseyjum í nóvember og desember. Þessi útllutningur á norólenskri list mæltist vel fyrir og stefnt er að áframhaldi. Sunna Borg og Sigurður Kurlsson í Afturgöngum Ibscns. Afinæli atvmnuleikhúss I septembcrmánuði fagnaði Leiklelag Akureyrar þcim tímamótum aó 20 ár voru lióin frá því félagió varð atvinnulcikhús. Fyrsta frumsýn- ing leikársins var barnaleikritið Feröin til Panama sem sýnd var víða um Noróurland vió ágætar viðtökur og í október frumsýndi Leikfélag Akureyrar Afturgöngur Ibsens í leikstjórn Sveins Einarssonar. Nýr gamanleikur, Góðvcrkin kalla - átakasaga, eftir þrjá unga Þingeyinga var síöan frumsýndur nú um jólin. Freyvangsleikhúsið sctti upp Ljón í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson og þá var haldin mikil mcnningar- hátíð í Eyjafjarðarsvcit. Gítarhátíð Gítarhátíð var haldin í Akur- eyrarkirkju 20.-24. júlí og komu þar fram fjölmargir gít- arncmcndur á cinlcikstónlcik- um og mcð öðrum hljóðfæra- leikurum. Hátíóinni lauk með nemendatónleikum. Gömlu meistararnir I nóvember var í Listasaf'ninu á Akureyri sctt upp sýning á verk- um úr safni Markúsar Ivarssonar, járnsmiðs. Þar voru verk eftir marga af gömlu meisturunum okkar og má þar t.d. nefna Jó- hannes Kjarval, Asgrím Jónsson, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Scheving o.íl. Þctta var afar „verðmæt" sýning og gaf góða innsýn í verk meistaranna. Menning í Eyjafjarðarsveit Laugardaginn 17. apríl var Menn- ingarhátíð í Eyjafjarðarsveit form- lcga sctt. Þá hafði Frcyvangsleik- húsið reyndar þegar byrjað aö sýna Ljón í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson í lcikstjórn Maríu Sigurðardóttur, cn menningarhá- tíöin var rnjög fjölbreytt og tók til llestra listgreina. Hátíðin stóð til 25. apríl og þótti vel heppnuð. Kirkjukór Húsa- víkur 50 ára Kirkjukór Húsavíkur fagnaði hálfrar aldar al'mæli sínu með tón- leikum í Húsavíkurkirkju 28. októbcr. Stjórnandi var Robcrt Faulkncr og undirleikari Juliet Faulkner. A efnisskrá voru lög cftir íslensk tónskáld, negrasálmar og mcssa eftir Schubert. Laufey Vigfúsdóttir var heiðruð að lokn- um tónleikunum, en hún hclur starfað mcö kórnum frá því 12 ár- um fyrir lbrmlega stofnun hans. Líflegurdesember Desembcrmánuður einkenndist af tónlcikahaldi, bókmennta- kvöldum og fleiri listviðburð- um scm of langt mál væri að tclja upp hér. Menningarsam- tök Norðlendinga birta yfirlit yfir listviðburði tvisvar í livcrjum mánuói hér í Degi og er fólk hvatt til að fylgjast með og hafa samband við tengiliði MENOR. Jóndi á Húsavík Jón Kristinsson, Jóndi, hélt sýn- ingu á myndum sínum í Safnahús- inu á Húsavík um og fyrir páska. Hann er bóndi í Lambey í Fljóts- hlíð en fæddur og uppalinn á Húsavík. Þetta var fyrsta sýning hans í fæóingarbænum og var hún vcl sótt. Minnisvarði Minnisvarði um landpósta var af- hjúpaður að Staó í Hrútafirði 13. maí. Grímur Marinó Steindórsson, myndhöggvari, vann verkið sem er 3,5 m há stálsúla meó lágmynd af manni á hesti sem teymir tösku- hest. Sönghátíð áDalvík Hinn 21. maí var haldin mikil sönghátíð í Dalvíkurkirkju. Fjórir kórar koniu fram, Kór Dalvíkur- kirkju, Kirkjukór Svarfdæla, Karlakór Dalvíkur og kvennakór, svo og Oskar Pétursson, tenór- söngvari, og Guðrún A. Kristins- dóttir, píanóleikari. Þótti þessi tónlistarviðburður eftirtektarverð- ur. Vorkliður Tónleikarnir Vorkliður voru haldnir í tvennu lagi í íþrótta- skcmmunni á Akureyri í júnímán- uði. Þar komu fjölmargir þckktir tónlistarmenn fram. Haukur Agústsson skrifar eftir seinni tón- leikana: „Með þessum tónleikum hafa aðstandendur þeirra unnió umtalsvert afrek. Þar er ekki síst að nefna Roar Kvarn, sem hefur greinilega náð góóum og lofsverð- um árangri með hina ungu hljóð- færaleikara, sem skipa Blásara- sveit æskunnar á Akureyri.” Helgi magri ástall Stytta Jónasar S. Jakobssonar, myndhöggvara, af landnáms- mönnum Eyjafjarðar, Helga magra og Þórunni hyrnu, komst loks á stall á haustmánuðum eftir sex ára fjarveru og miklar hrakn- ingar. Landnemarnir eru nú komn- ir í bronsklæöi og ættu að þola veður og vind á klöppunum norð- an Brckkugötu. Merkar bækur Tvö merk rit er tengjast sögu Ak- ureyrar og Eyjafjarðar litu dagsins ljós á vetrarmánuðum. Annars vegar Byggðir Eyjafjaróar, sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar gaf út, og hins vegar Akureyri - höf- uðborg hins bjarta norðurs, eftir Steindór Steindórsson. Þá má nefna bók um Nonna og Nonna- hús eftir Jón Hjaltason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.