Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 29. desember 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Meiri eða minni skattheimta? Áramót eru tími breytinga, en æskilegast er að þær séu til bóta en ekki aðeins breytinganna vegna og markmiðin verða að vera skýr. Svo er ekki um hin nýju tekjustofnalög. Ferlið sem hófst með afnámi aðstöðugjaldsins er farið að taka á sig óræða mynd. Það er mat Sigríðar Stefánsdóttur, formanns bæjar- ráðs Akureyrar, og Garðars Jónssonar, viðskipta- fræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að með breytingum á tekjustofnalögunum hafi ríkis- valdið ekki farið að kröfu sveitarstjórnarmanna um að heildarskattbyrði landsmanna aukist ekki. Skatt- heimta ríkisins lækkar ekki til jafns við útsvars- hækkun sveitarfélaganna og útkoman sé því óum- deilanlega aukin skattheimta á þegna landsins. Fjármálaráðuneytið metur það svo að með breyt- ingunum lækki skattar um rúman milljarð á næsta ári og ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 0,5%. Þar vegur lækkun virðisaukaskatts á matvæl- um niður í 14% þyngst. Hins vegar hækkar ríkis- valdið tekjuskattsprósentuna um 0,5% til að vega upp á móti matarskattslækkuninni og nettótekju- skattslækkunin verður því aðeins 1,15% meðan út- svar hækkar að líkindum um 1,7% að jafnaði. Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir í frétt Dags í gær að miðað við niðurfellingu aðstöðugjaldsins verði skattheimta sveitarfélaganna sú sama en skattheimta ríkissjóðs aukist, þannig að niðurstaðan er þyngri skattbyrði en áður. Staðgreiðsluhlutfalhð fer að öllum líkindum upp í tæp 42% en sveitarfélögin hafa reyndar ekki ákveðið útsvarsprósentuna þar sem tekjustofnalög- in voru afgreidd mjög seint á Alþingi. Erfitt er að sjá á þessu stigi hvort meint skatta- lækkun ríkisvaldsins sé aðeins blekkingarvefur en margt bendir til þess að svo sé, m.a. í ljósi mis- ræmis milli lækkunar á tekjuskatti og hækkunar á útsvari. Persónuafsláttur verður nær óbreyttur og vaxtabætur lækka í heild. Þá er ekkert hægt að full- yrða um hvort lækkun virðisaukaskatts á matvæli muni skila sér að fullu til neytenda. Og í þessu sam- bandi má heldur ekki gleyma stórauknum álögum á bifreiðaeigendur. Bifreiðagjaldið hækkar um 35% þótt slysatrygg- ing ökumanns verði tekin út úr gjaldinu og færð til tryggingafélaganna. Þar með verða tryggingafélög- in að hækka sína slysatryggingu. Að auki hækka þungaskattur og sérstakt bensíngjald um 5% um áramótin og því ljóst að rekstrarkostnaður fjöl- skyldubílsins mun aukast verulega og var hann þó ærinn fyrir. Spurningunni um hvort skattbyrði landsmanna mun þyngjast eða léttast á nýju ári er í rauninni enn ósvarað. Það er sjálfsögð krafa almennings að skýr svör hggi fyrir um áramót og ótti fólks um enn frekari kaupmáttarskerðingu er skiljanlegur. Gleðin yfir lækkun matarskatts verður skammvinn ef út- koman úr öhu þessu talnaflóði reynist sú að heildar- skattbyrðin þyngist. Nóg er búið að leggja á laun- þega þessa lands. SS Góðverkín kalla Góðverkín kalla er gamanleikur, sem einnig segír frá átökum manna á milli í þorpinu Gjaldeyri á Ystunöf. Leikurinn drepur á ýmislegt það, sem gerst hefur eða jafnvel er aö gerast í samtíð okkar. Hann má því með nokkrum rétti kallast tilraun til nokkurrar ádeilu á það nútíma ísland, sem við byggjum, svo Iangt sem hún nær. Höfundar leikritsins Góðverkin kalla eru þrír: Þorgeír Tryggvason, Ármann Guðmundsson og Sævar Sigurgeirsson. Þeir hafa haft samvinnu um gerð ýmissa gamanmála allt frá því að þeir vom í námi við Menntaskólann á Akureyri. Mest hafa þeir í seinni tíð unn- ið innan áhugaleíkhóps- íns Hugleiks í Reykjavík, en fyrir hann rituðu þre- menningamir í sam- vinnu við fleiri Ferming- arbarnamótið (1991) og Stútungasögu (1992). Leikritið Góðverkin kalla var frumsýnt í Sam- komuhúsinu á Akureyri mánudaginn 27. desem- ber. Leíkstjóri er Hlín Agnarsdóttir, leikmynd og búninga hannaði Stígur Steindórsson, en lýsing er verk Ingvars Björnssonar. Leikstjórinn gerir ýmislegt vel í uppsetningu verksíns. Leikurinn gengur að jafnaði hratt og Iip- urlega. Þá ganga sviðshreyfmgar og fas almennt vel upp, þó að megi finna að á nokkmm stöðum svo sem í senu Jökuls Heiðars bankastjóra (Skúli Gautason) og Ástu (Ingibjörg Gréta Gísladóttir) framarlega í verkinu, sem er heldur daufleg. í nokkmm tilfellum hefði mátt halda betur að fasi einstakra leikara. Fyrir kemur, að það verður svo brussulegt að umfram skopmörk er. Þetta á tíl dæmis við að hluta um Drífu (Rósa Guðný Þórs- dóttir). Einnig má nefna heldur einhæf skoptök í nokkmm tilfellum, svo sem hjá Lúðvíki (Sigurþór Albert Heimisson) og Nonna (Dofri Hermanns- son). Leikmynd Stígs Steínþórssonar er vel gerð. Hún er tvö hús sitt hvom megin á svíðinu. Þau mynda góða umgjörö um verkið og em í sjálfum sér skopleg smíð, en þó með raunsönnum þorpsblæ. Eíns em búningar að flestu skemmtí- lega valdír og falla vel að þeim persónum, sem bera þá. Lýsing Ingvars Björnssonar er einnig góð. Ljósum er beitt til þess að skapa anda og tekst það vel. Víða koma fram fallegar lýsingamyndir t.d. þegar sviðið er að mestu myrkvað, en ljóst skín úr gluggum. Björn, lækní, leikur Sigurður Hallmarsson og gerir að jafnaði vel. Hlutverkið er hógværlega skoplegt og sæmilega samfellt frá hendi höfunda og Sígurður virðist ná því út úr því, sem í því felst. Gerví Sigurðar er, eíns og annarra, gott, en verður heldur fálkalegt í lokaatriðinu, þegar hann kemur inn klæddur nánast sem eitthvert afbrigðí Tyrólbúa. Saga Jónsdóttír fer með hlutverk Dagbjartar, heldur hlédrægrar og nokkuð þrúgaðrar eigin- konu Jónasar, formanns annars karlaklúbbanna tveggja í plássinu, sem leikinn er af Aðalsteini Bergdal. Saga kemst vel frá hlutverkí sínu og skapar eina heildstæðustu persónuna í verkinu. Hún er skemmtilega vandræðaleg og óframfærin. Klaufaskapur hennar er gjarnan hrífandí og jafn- framt skoplegur, svo sem í einræðu hennar. Aöalsteinn Bergdal á einnig víða góðan leik í hinu sjálfumglaða góðmenni, sem telur sig alla sína ævi hafa fórnað sér fýrir byggð sína og hennar heill. Fas Aðalsteins fer afar sjaldan yfir mörk og er víða vel skoplegt. Lúðvík, hinn kokkálaða og starblinda eígín- mann Drífu og formann samkeppniskarlaklúbbs- ins, leíkur Sigurþór Albert Heimisson. Hann gerir víða talsvert vel og nær að draga ýmislegt skop- legt fram úr lítlu, til dæmís útíhurðinni á íbúð sinni. Hins vegar verður hann á stundum nokk- uð einhæfur, svo sem undir lok leiksins, þegar hann er sífellt að fitla í buxnaklauf sinni. Rósa Guðný Þórsdóttir er Drffa, hin Iausláta tildurdrós plássins, sem veitír smiðnum, Jóni hefli, blíðu sína. Rósa Guðný á góð tílþríf í verkínu, svo sem í upp- hafsatriðinu, sem er dans að bandarískum söngleikjastíl og í kring- um söluborö kvenna- klúbbsins, svo að nokk- uð sé nefnt. Hins vegar er fyrirgangur á stundum heldur meiri en efni gefast tÚ. Nonna, smiðínn, Ieikur Dofri Hermannsson. Hann gerir vel framan af fyrra hluta verksins, svo sem í upphafsdansatriðinu og því, sem fylgir. Er á líður verða taktar hans nokkuð einhæfir. Einnig kemur fyrir, að „brandarar", sem honum eru ætlaðír, eru verulega neðan þess, sem ástæða er til, svo sem í nuddatriði Nonna og Ástu hjúkrun- arkonu. Ingibjörg Gréta Gísladóttir leikur Ástu. Hún gerír víöa talsvert vel. Alloft er þó svo, að henni tekst ekkí að vera skopleg, heldur verður allt að því vandræðaleg. Hlutverkið býður ef til vill ekki upp á annað. Það er ekki verulega skondið, heldur á stundum allt að því væmið. Bína, móðir þeirra Drífu og Jökuls Heíðars, bankastjóra, leikur Sigurveig Jónsdóttir. Hún kemst talsvert vel frá því að túlka þessa sögu- smettu og ná því út úr persónunni, sem í henni felst. Skúli Gautason fer með hlutverk Jökuls Heíð- ars. Þessi persóna á að vera haldin einhvers konar geðklofa. Skúli nær allvel að túlka hann, en híns vegar verður ekkí séð hvaða skophlut- verki þeir „dr. Jekyll og Mr. Hyde komplexar", sem bankastjórinn er haldinn, eiga að þjóna. Oddur Bjarni Þorkelsson kemur fram í nokkr- um persónum og gerir Iipurlega og hóglega en tekst vel að vekja bros. Talsverð tónlist er í verkínu. Laglínur eru eftir höfunda talaðs og sungins texta, en útsetningar eru eftir Míchael Jón Clarke. Þær em flestar skemmtílega unnar og Iyfta lögunum, sem mörg hver eru heldur smá, vemlega. Flutningur Iag- anna er almennt vel við hæfi og skemmtílega skoplegur, svo sem í söngnum Gjaldeyri, sem einnig er eítthvert besta Iagið í verkinu. Ef til vill má segja, að skopi leíkrítsins Góð- verkin kalla sé best lýst með þeim staðarheitum, sem fylgja því. Það gerist á Gjaldeyri, sem er sjávarpláss á Ystunöf. Á orðaleikjum svipuðum þessum byggist mikið af skopi verksins og verð- ur á stundum talsvert þunnt og langdregið án þess að ná tilgangi sínum, svo sem í tilraunum með forskeytið „var“ í orðínu „varmenni". Þrátt fyrir það, að ýmíslegt megi að þessu verki finna jafnt frá hendi höfunda sem Ieikara og leikstjóra, eru vissulega í því margir kímilegír kaflar, sem vekja verulegan hlátur áhorfenda. Það er tilgangurinn og hann næst að stómm hluta. LEIKLIST Haukur Ágústsson sbrífar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.