Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 14

Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 29. desember 1993 SSjálfsbjargarfélagar og velunnarar Jólatrésfagnaður verður í félagssalnum Bugöusíðu 1 og hefst kl. 14.30. Allir velkomnir! Nefndin. .............................................. Innilegt þakklæti sendi ég bömum, tengdabömum, bamabömum og fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum fyrir heimsóknir og gjafir á 90 ára afmæli mínu þann 23. desember. ! ✓ Oska ykkur öllum blessunar á nýju ári og þakka liðin ár. 11 ÓLÍNA J. AUSTFJÖRÐ. Tilkynning Fimmtudaginn 30. desember frá kl. 12.00 verður lokað hjá oss vegna jarðarfarar VILHELMS V. ÞORSTEINSSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, VILHELM ÞORSTEINSSON, Ránargötu 23, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 30. des- ember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjarta- og æðavernd- arfélag Akureyrar og nágrennis eða Slysavarnafélag (slands. Anna Kristjánsdóttlr, Þorsteinn Vilhelmsson, Þóra Hildur Jónsdóttir, Kristján Vilhelmsson, Kolbrún Ingólfsdóttir, Margrét Vilhelmsdóttir, Wolfgang Burkert, Sigurlaug Vilhelmsdóttir, Guðjón Jónsson, Valgerður Vilhelmsdóttir, Ormarr Örlygsson, barnabörn og barnabarnabarn. Vinur minn og bróðir okkar, EGILL JÚLÍUSSON, fyrrverandi útgerðarmaður, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. des- ember kl. 13.30. Þuríður Halldórsdóttir, Kristín Júlíusdóttir, Baldur Júlíusson, Hjálmar Júlíusson, Ragnheiður Júlfusdóttir, Gunnar Skjöldur Júlíusson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS BÖÐVARSSONAR, Þórunnarstræti 97, Akureyrl. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Ingibjörg Steingrímsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir, Gylfi Jónasson og barnabörn. Kristján Jóhannsson heiðursborgari Desenzano Grein Björns B. Sveinssonar, sem hér birtist, barst ritstjórn Dags á dögunum með ósk um birtingu. Greinin hafði verið boðin Morgunblaðinu til birtingar fyrr á þessu ári, en það sá ekki ástceðu til að þiggja gott boð. Þegar Birni barst til eyrna að Kristjáni Jóhannssyni hefði verið afhentur bœjarlykill Akureyrar, hafði hann samband við Dag og óskaði eftir að greinin birtist á síðum blaðsins. Við því verður blaðið að sjálfsögðu, enda greinin vel við hœfi af þessu tilefni. Ritstj. í dag er mánudagurinn 5. júlí, 1993. Við hjónin höfum lifað dýrðar dag með góðum vinum, stórsöngvaranum Kristjáni Jó- hannssyni og konu hans, Sigur- jónu, í litlum og vinalegum 25 þúsund manna bæ, sem nefnist Desenzano. Þessi bær er nokkra kílómetra vestan við hinn fræga óperubæ, Verona, á Norður-Italíu. Glæsilegir tónleikar Tilefni þessarar dvalar okkar þar var auðvitað að sjá og heyra Krist- ján syngja aðal tenórhlutverkið, „Turiddu", í óperunni „Cavelleria Rusticana" eftir Mascagni, sem Kristján söng meðal annars kvöld- ið áður í „Arena Di Verona“, því fræga útileikhúsi, sem rekur daga sína aftur í aldir. Svo erfitt var að fá miða á sýn- inguna, að við létum okkur hafa það að kaupa þá á „svörtum mark- aói“, og var það svo sannarlega þess virði. Kristján fór þar á kost- um og var sem hann hefði lítið fyrir því að heilla áhorfendur með sinni miklu og þjálfuðu rödd, enda sýndu fagnaðarlætin í lokin hver áhrifin voru. Það er þó ekki á allra færii að heilla ítalska áhorfendur. A eftir þessari sýningu var einnig flutt óperettan „Ipagliacci" eftir R. Leoncavallo, þar sem Placido Domingo var í hlutverki Canio. Anægjulegt var að heyra þennan gamalreynda söngvara syngja þama en ósjálfrátt varö manni á að gera þama samanburð á þeim tveim, og fór Kristján þar ekki með lægri hlut, að mínu áliti. Var þar áberandi hvað hann átti auðvelt með að „túlka“ hlutverkiö með beitingu raddarinnar. Heiðursborgarinn Kristján Tilefni þessara skrifa er þó af öðr- um toga spunnið, því þennan dag átti aó heiðra Kristján og gera hann að heiðursborgara þess bæjar sem hann hefur átt sitt heimili til langs tíma, Desenzano. Ekki vissi ég af þessu fyrr en ég kom nióur eftir og þau hjónin buóu okkur meó sér til þessarar athafnar um kvöldió. Ég var svo heppinn að vera með „vídeómyndavél“ og gat því fest þennan minnisstæða at- buró á filmu mér til minningar. Þegar við komum til samkomu þessarar hafði um 300 stólum ver- ið komið fyrir í garöi bæjarbóka- safnsins undir berum himni, þar sem svölur flögruðu um í kvöld- kyrrðinni. Stórt skilti hafði verið sett fyrir framan innganginn og á Flugelda- salan í Hamri er hafin Mikiö úrval Hagstætt verð því var tilhögun samkonunnar lýst og voru þar kynntir fjórir söngvar- ar sem áttu að skemmta gestum á undan sjálfri heióursborgara at- höfninni. Nafn Kristjáns var þar skrifað með stórum og áberandi stöfum til auðkenningar. Gaman var að sjá hvaó honum var vinsamlega tekið og var hann heilsandi fólki á báða bóga og, að hans venju, klappandi mönnum á öxlina eða, á ítalska vísu, með þéttu faðmlagi. Þetta var þó ekki eingöngu tiginborinn aóall. Það er eitt af aðalsmerkjum Kristjáns hvað hann er alþýðlegur og gefur öllum jafnt sitt milda og hjartan- lega bros. Ekki var þar að sjá neitt af því „grobbi" og þeim „hroka“ sem sumir vilja brennimerkja hann meó. Þegar samkoman var sett var Kristján látinn standa upp og hann kynntur fyrir gestum og honum klappað lof í lófa. Síóan komu söngvararnir tjórir fram nokkrum sinnum og sungu stuttar aríur úr nokkrum þekktum óperum, Krist- jáni til heiðurs. Aó því loknu kom aö hápunkti þessarar samkomu. Kristján var beðinn að stíga á senu, þar sem honum var aftur ákaft fagnað. Síó- an steig bæjarstjóri Desenzano upp á senuna, kvað sér hljóðs og baö menn fyrst rísa úr sætum og minnast þriggja ítalskra hermanna úr gæsluliði Sameinuóu þjóðanna í Sómalíu, sem höfðu verið skotn- ir til bana þar við friðarstörf. Eftir hljóða stund tóku menn gleði sína á ný og hélt bæjarstjórinn þá stutta ræðu og afhenti síðan Kristjáni innrammaó skjal sem staðfesti hann sem heiðursborgara Desen- zanobæjar. Var stórkostlegt til aö hugsa hvað Kristján er mikils virtur í þessum vinalega bæ, þótt hann sé ekki innfæddur Itali. Kristján hélt svo þakkarræðu, og kvaðst svo mundi gleðja sam- komugesti meö „smá“ söng við undirleik vinar síns, „Meistara“ Geovanni Andreoli. Heyrðist þá „bravo“ um allan garðinn og ekki var óvíst að einhver hafi kallaó: „Lengi lifi Konninn". Það sem Kristján valdi til aó syngja var ekki af verri endanum, arían „Vesti la Giubba“ úr óperett- unni „Ipagliacci“, sem Placido Domingo hafði einmitt sungið kvöldið áóur í „Arina di Verona“. Þeir sem þarna voru staddir eiga eftir aö minnast þessa lengi, og þar lét Kristján alla heyra hvernig á aó syngja þessa aríu. Áhrifin lifa enn í huga mínum, og verð ég að játa, að ég átti í dálitlum erfiðleik- um að halda myndavélinni stöð- ugri og sjónin varö dálítið móðu- kennd af votum augum. Eftir langt klapp og bravo-hróp söng Kristján aóra fallega aríu, og endaði svo auðvitað samkomu þessa með því að syngja „O Sole Mio“. Síóan var hóp gesta boðió til kvöldverðar að „Hotel Villa Maria“, þar sem menn lyftu glös- um, milli rétta, og skáluðu fyrir stórsöngvaranum og heiðursborg- aranum og, að ítalskri venju, fyrir lífinu í heild. Af öllu þessu gat ég varla tyllt í tærnar af sannri ætt- jarðarást og stolti af Kristjáni og að geta líka kallaó mig Akureyr- ing. Viðurkenning við hæfi Eftirá verður mér hugsað: Nú hef- ur íslenska þjóðarforystan sýnt „syni sínum" þá virðingu sem honum sæmir, með veitingu fálka- orðunnar og nú síðast heimabær hans, Akureyri, meó bæjarlyklin- um, sem er vert aó virða. Nú hafa einnig þeir sem álengdar stóðu loksins tekið undir með bergmáli alheims og gleðjast yfir velgengni hans sem óperu- söngvari og þar með því hve Kristján hefur reynst okkar litla landi til mikils sóma og virðingar. Með virðingu í garð allra Is- lendinga og hugheilum framtíðar- óskum til handa Kristjáni Jó- hannssyni og hans hlýlegu fjöl- skyldu. B.B. Sveinsson, íslendingur No. 2569 í „útlegó" í Luxembourg. Björn B. Sveinsson. Höfundur er Akureyringur en flutti af landi brott árió 1970. Hann er flugvélstjóri og starfar hjá Cargolux í Luxemborg, eóa, eins og hann oróar þaó sjálfur „íslendingur nr. 2569 í „út- legö“ í Luxemborg“. Því miöur gat Dagur ekki aflað sér myndar úr því ágæta samkvæmi sem Björn B. Sveinsson lýsir hér að ofan. Þessi mynd var hins vegar tekin af Kristjáni Jóhannssyni og ciginkonu hans, Sigurjónu Sverrisdóttur, með „bæjarlykilinn44 sem Kristján fékk að gjöf frá Akureyrarbæ á dögunum. Mynd: Robyn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.