Dagur - 04.01.1994, Blaðsíða 5
FRETTIR
Þriðjudagur 4. janúar 1994 - DAGUR - 5
^ Áramótaávarp forseta íslands:
Engíim Islendingur getur unað því að horfa
á meðbræður og systur líða fyrir atvinnuleysi
- sagði frú Vigdís Finnbogadóttir í ávarpi sínu
„Okkur sem enn njótuni fullrar
atvinnu hlýtur öllum að vera
ljóst að atvinnuleysi og sár fá-
tækt, sem við vitum af eru blett-
ir á samfélagi okkar, blettir sem
okkur ber siðferðileg skylda til
að beita öllum ráðum til að af-
má. Enginn íslendingur getur
unað því að horfa á meðbræður
og systur iíða fyrir atvinnuleysi.
Til þess erum við of fá, fjöi-
skyidubönd okkar of sterk,
ábyrgð okkar hvers á öðru of
augijós,“ sagði frú Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti ísiands, m.a.
í áramótaávarpi sínu á nýárs-
dag.
Þrjú efstu pör á Islandsbankamótinu í bridds á Akureyri á sunnudag. F.v. Sveinbjörn Sigurðsson og Karl Stein-
grímsson, sem urðu í 3. sæti, Haukur Jónsson og Haukur Harðarson, sigurvegarar mótsins og Þórarinn B. Jónsson
og Páll Pálsson sem urðu í 2. sæti. Fyrir aftan þá stendur Guðjón Steindórsson, útibússtjóri Islandsbanka á Akur-
eyri, en bankinn gaf verðlaunin í mótinu. Mynd: Robyn.
íslandsbankamótið í bridds:
Haukur og Haukur sigruðu
Nafnarnir Haukur Jónsson og
Harðarson, sigruðu á íslands-
bankamótinu í tvímcnningi í
bridds, sem frani fór á Akureyri
si. sunnudag. Mótið var haldið í
samvinnu Islandsbanka og
Bridgefélags Akureyrar og
mættu 26 pör til leiks.
Haukur og Haukur hlutu sam-
tals 740 stig en þeir Páll Pálsson
og Þórarinn B. Jónsson uröu að
gera sér annað sætið að góðu,
þrátt fyrir að hafa náð algerandi
forystu í upphafi mótsins. Páll og
Þórarinn hlutu 731 stig.
Svcinbjörn Sigurðsson og Karl
Stcingrímsson urðu í 3. sæti mcð
716 stig, Anton Haraldsson og
Pctur Guðjónsson í 4. sæti með
714 stig og Rcynir Helgason og
Sigurbjörn Haraldsson í 5. sæti
mcó 701 stig. KK
Rannsóknarlögreglan á Akureyri:
Nokkur fjölgim landamála
í skýrslum rannsóknarlögregl-
unnar á Akureyri er getið um
ein sjö mál á sl. ári sem tcngjast
bruggun og eintingu eða sölu á
landa, þ.e. heimagerðu áfengi.
Að sögn Danícls Snorrasonar,
fulltrúa hjá rannsóknarlögregl-
unni, er þetta nokkur fjölgun
frá síðasta ári en þó segist hann
ekki hafa orðið svo nijög var við
landa í umferð á Akureyri.
Sem kunnugt er hefur sala á
landa til unglinga vcrið niikió
vandamál í Reykjavík á sl. ári og
hcilu bruggverksmiójurnar hafa
verið upprættar. Þar eru stórir og
skipulagóir söluhringir starfræktir
sem minna um margt á eiturlyt'ja-
hringi. Danícl sagði ólíklcgt að
slíkir hringir gætu þrifist í fá-
mcnninu á Akurcyri og yfirlcitt
væru þessi mál smá í sniðum.
I könnun Barnaheilla á Norður-
landi sem kynnt var á Akurcyri
seint í nóvembcr kom l'ram að svo
virðist sem börn og unglingar á
Akureyri cigi tiltölulega auðvelt
aö útvega sér landa og þctta hefur
cinnig komið fram í samtölum við
unglinga. Daníel sagði aó vissu-
lcga gæti vcl verið að lögreglan
l'rétti síóust allra af slíkuni málum
en hann taldi að þessi starfsemi
væri ekki umfangsntikil í bænum.
Þegar litið er á landamál sl. árs
hjá lögreglunni má sjá að lítið cr
um stórar bruggvcrksmiðjur. í
febrúar: Bruggun áfcngis í hcima-
húsi. Mars: Bruggun áfengis og
eirning. Maí: Lagt hald á landa í
mióbæ Akureyrar. Septembcr:
Bruggmál; einnig lagt hald á öfiug
eimingartæki og framleiðslu á
Dalvík. Nóvcmbcr: Töluvert
magn af landa tckió og eimingar-
tæki rétt norðan Akureyrar; cinnig
sala á eimuðu áfengi. SS
1929 á Akureyri:
Tapaði jökkum og
tösku á nýársnótt
Ragnheiður Pálsdóttir varð fyr-
ir því á skemmtistaðnuni 1929 á
Akureyri á nýársnótt að einhver
tók leðurjakka hennar, dragtar-
jakka og tösku úr fatahengi
skemmtistaðarins.
Ragnheiður sagðist hafa komið
í 1929 um kl. 02.30 og þegar hún
ætlaði að taka yllrhafnir sínar og
tösku úr fatahenginu urn kl. 03.45,
þá kom í ljós að einhvcr hafði tck-
ið eigur hennar. Ragnhciður cfast
um að viðkomandi hafi tckiö
þessa hluti í misgripum, líklcga
væri um hreinan þjófnað að ræöa.
Um er að ræða svartan mittis-
jakka úr leðri og inni í honurn var
dragtarjakkinn. Taskan er brún
mynstruð og í henni voru öll skil-
ríki Ragnheiðar, þ.m.t. ökuskír-
teini, peningar o.fi. Einnig var
skófatnaður í töskunni.
Ef cinhver kynni að geta gefið
upplýsingar unt jakka- og tösku-
hvarfið í 1929 í nýársnótt eru hlut-
aðeigandi beðnir að hafa samband
við Ragnheiði eöa Þórunni í síma
96-23947. óþh
í ávarpinu beindi frú Vigdís
kastljósinu að ógnvænlegri fjölg-
un ofbeldisverka og uppcldismál-
um og sagði að hræringar síðustu
ára, tæknibylting nútímans og
hömlulaust lífsgæðakapp virðist
hafa lcitt til þess aó kjölfesta fjöl-
skyldunnar, þ.e. fjölskylda og
heimili, hafi raskast.
„Hcr cr brýnt að hyggja í eigin
barm," sagði frú Vigdís, „og
skoða þá ræktun tilfinninga og
gilda scm hefur meó einhvcrjum
hætti mistekist. Okkur má öllurn
ljóst vcra að heimilið cr það til-
finningalega atvharf scm allir
menn vilja og þurl'a að eiga. En
við getum líka spurt okkur hvort
ekki væri æskilegt að skólar okkar
væru bctur í stakk búnir til að
miðla því scm hcimilin kenndu
áður. Við hljótum að spyrja hvort
það geti verió börnunt okkar og
barnabörnum til velferðar ef við
vanrækjum að tryggja þeim hvort
tveggja í senn, menntun og sið-
mcnntun, ef við svíkjumst um að
veita þeim þá siðferóilegu þjálfun
scm felst í því að aga dómgreind
sína. Engum getur dulist að við
höfum í þjóðfélagsumrótinu þok-
að uppeldisskyldum okkar yfir á
skólana. Hversu sem að okkur
kann aö þrengja í efnahagslegu til-
liti getum við aldrei varið fyrir
samvisku okkar að skera framlög
til þessara uppeldisstofna svo vió
nögl að það komi niður á menntun
og um leió framtíó næstu kyn-
slóða. Þá höfum við keypt eigin
stundarsælu of dýru verói."
JÓH
Sjávaraflinn 1993:
Jókst um 8% milli ára
- en verðmæti minnkaði um 1,5%
Samkvæmt bráðabirgðatölum
unt ntagn og verðmæti fiskafla
landsmanna árið 1993 var hann
1.680.000 tonn og verðinæti
hans 47,6 milljarðar króna,
miðað við óslægðan fisk upp úr
sjó. A árinu 1992 var heildarafl-
inn 1.569.000 tonn og verðmæt-
ið 48,3 milljarðar króna. Á ár-
inu 1988 komst heildaraflinn í
1.752.000 tonn. Aflamagn hefur
því aukist unt 8% milli ára en
verðmæti minnkaö um 1,5%.
Talið í dollurunt hefur verð-
niætið minnkaö mun meira. Það
var 845 milljónir 1992 en er
áætlað 705 milljónir 1993.
Þorskafiinn er áætlaður 248
þúsund tonn; var 267 þúsund tonn
1992 en 390 þúsund tonn 1987.
Ýsuallinn cr 36 þúsund tonn eða
sarna magn og árið 1992 en 66
þúsund tonn 1990. 70 þúsund tonn
vciddust af ufsa; 78 þúsund tonn
1992 cn 99 þúsund tonn 1991.
Karfaafiinn verður 113 þúsund
tonn og hcl'ur ekki oröið meiri sl.
10 ár; var 108 þúsund tonn 1992
en inni í tölum um karfaveiði
1993 eru einnig úthafskarfaveiðar,
sem stöðugt hafa verið að færast í
aukana með minnkandi þorsk-
kvóta.
Rækjuafiinn er áætlaður 52
þúsund tonn, sem er 5 þúsund
tonnum nteiri afii en 1992 og
bcsta afiaár rækju til þessa. Stíg-
andi hcfur verið í afiamagni rækju
undanlarin ár.
Fiskifélag Islands áætlar að
andvirói útllutnings sjávarafuróa
vcrði urn 77 ntilljarðar króna á ár-
inu 1993 en á árinu 1992 nam
verðmætið 71,3 milljörðum króna.
Þaó hefur því aukist um liólega
8% og hclur aldrei verið hærra í
krónunt talið.
Á sl. ári vciddu íslensk skip
tæplcga 8 þúsund tonn af fiski í
Smugunni í Barentshafi, og var
um 98% afians þorskur, nánast
ckkert undirmál. Verðmæti þess
afia er áætlað 490 milljónir króna.
GG
Sjaldan meiri kirkjusókn
Kirkjusókn á Akureyri og ná-
grannabyggðum hefur sjaldan
verið meiri en um nýliðin jól
og áramót. Hvarvetna þar sem
guðsþjónustur fóru fram kom
fjöldi fólks í kirkju og virðist
sem fólk sæki kirkju orðið að
jöfnu alla jólahátíðina þótt aft-
ansöngur og miðnæturmessa á
aðfangadagskvöld höfði til
mjög ntargra.
Sr. Birgir Snæbjörnsson, pró-
fastur Eyjaíjarðarprófastsdæmis,
sagði að kirkjusókn hafi sjaldan
vcrió mciri en um nýlióin jól og
áramót. Aldrei hafi veriö fieira
fólk viö miðnæturmessu í Akur-
eyrarkirkju en nú og ánægjulegt
hvað margt ungt fólk hafi komió
í kirkju. Svo virðist scm yngra
fólki hcnti þessi messutími á
jólanótt ekki síður en aftansöng-
urinn. Sr. Birgir sagöi að messu-
sókn hafi einnig veriö góð á jóla-
dag og ekki síður á annan dag
jóla, þar sem Akureyrarkirkja
liafi verið troðfull þann dag. Þá
hafi kirkjusókn einnig verið góð
um áramótin í Akureyrarkirkju.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson,
sóknarprestur í Glerárprestakalli,
kvað kirkjusókn hafa verið góða
urn jólin. í Glerárkirkju var ekki
miónæturmessa en rnjög mikil
aðsókn var aö aftansöng á að-
fangadagskvöld og einnig vió
aörar guósþjónustur um jólin. Þá
hafi íbúar Glcrárhverfis einnig
sótt kirkju sína vel um áramótin.
Sr. Svavar Alfreð Jónsson,
sóknarprestur í Olafsfirði, kvaðst
ekki minnast jafn mikillar
kirkjusóknar og nú um jól og
áramót en hann þjónar nú cinnig
Dalvíkurprestakalli í leyfi sr.
Helga Jóns Þórarinssonar. Hann
kvaðst raunar ekki hal'a tiltækan
samanburð milli ára hvaó Dalvík
varðar en Olafsfirðingar hafi
fjölmennt í kirkju um hátíðamar.
Einnig hafi verið áberandi mikil
kirkjusókn í Svarfaðardal. Þeir
prestar sem rætt var vió voru
sammála urn aó sjaldan hafi fólk
fjölmennt meira til kirkju en nú.
Ef til vill hafi fallegt jólaveður
átt þar einhvem hlut að ntáli cn
staðreyndin væri að kirkjusókn
færi vaxandi um jól og áramót
og yngra fólk tæki nteiri þátt í
helgihaldi en áóur. ÞI