Dagur - 04.01.1994, Page 14

Dagur - 04.01.1994, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 4. janúar 1994 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Öldungadeild VMA Innritun á vorönn fer fram dagana 4., 5., og 6. janúar á skrifstofu skólans milli kl. 8 og 15. Á vorönn verður boðið upp á eftirfarandi áfanga:* Bókfærsla 203, danska 202, efnafræði 103, enska 102, 202, 323, 333, eðlisfræði 103, félagsfræði 103, ís- lenska 102, 202, 332, 352. landafræði 103, líffræði 103, markaðsfræði 103, stærðfræði 102, 122, 323, 463, sálfræði 203, tjáning 102, tölvufræði 102, þýska 103, 203, 403, verslunarréttur 102. *Einstakir áfangar geta fallið niður ef aðsókn er dræm. Vakin er athygli á að það er boðið upp á byrjunar- áfanga m.a. í ensku, stærðfræði og þýsku á vorönn. Viðtalstími kennslustjóra er milli 10 og 12 innritunar- dagana. Greiðsla gjalda, setning og byrjun kennslu verður mánudaginn 10. janúar kl. 18.10. Verð: kr. 6000 innritunargjald og síðan kr. 2000 á ein- ingu að kr 15.000 (hámark). Skólameistari. MINNINÖ 'jj* Einar Georg Petersen Fæddur 10. október 1910- Dáinn 8. desember 1993 Mitt í annríki jólamánaðarins barst mér sú frétt að látinn væri norður á Dalvík Einar Petersen frá Kleif. Eg átti þess ekki kost að vera viðstaddur útför hans sem fór fram frá Stærri-Arskógskirkju föstudaginn 17. desember sl., en vil minnast hans nokkrum orðum hér. Einar Petersen var á ýmsan hátt einn af sérstæðari og eftirminnan- legri félögum sem ég hef kynnst í gegnum mitt pólitíska starf. Einar var róttækur og staðfastur í skoóunum, vel lesinn og fróður, svo að af bar flestum mönnum. Mér er minnisstætt þegar ég sá Einar í fyrsta sinn á fundi á vegum okkar Alþýðubandalagsmanna inn á Akureyri og ég leitaói upplýs- inga hjá Stefáni Jónssyni hver hann væri þessi bóndi af Árskógs- strönd, sem mér hafði verið sagt að þar færi. Stóó ekki á því að Stefán fræddi mig fúslega um manninn og hafði greinilega á honum miklar mætur. Eg lagði mig jafnan eftir því að heyra þaö sem Einar hafði til málanna að AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. 1975-2.fl. 25.01.94 kr. 18.527,60 1976-1 .fl. 10.03.94 kr. 17.649,52 1976-2.fl. 25.01.94-25.01.95 kr. 13.187,87 1977-1 .fl. 25.03.94 - 25.03.95 kr. 12.308,67 1978-1 .fl. 25.03.94 - 25.03.95 kr. 8.345,67 1979-1 .fl. 25.02.94 - 25.02.95 kr. 5.518,57 INNLAUSNARVERÐ* FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1981-1 .fl. 25.01.94-25.01.95 kr. 223.483,40 1985-1.fl.A 10.01.94- 10.07.94 kr. 61.093,10 1985-1.fl.B 10.01.94- 10.07.94 kr. 33.230,60** 1986-1 .fl.A 3 ár 10.01.94- 10.07.94 kr. 42.110,70 1986-1.fl.A4 ár 10.01.94 - 10.07.94 kr. 47.071,70 1986-1 .fl A 6 ár 10.01.94- 10.07.94 kr. 48.835,30 1986-1 .fl.B 10.01.94 - 10.07.94 kr. 24.508,80** 1986-2.fl.A4 ár 01.01.94-01.07.94 kr. 39.305,70 1986-2.fl.A 6 ár 01.01.94-01.07.94 kr. 40.697,70 1987-1 .fl.A 2 ár 10.01.94- 10.07.94 kr. 33.194,80 1987-1.fl.A4 ár 10.01.94- 10.07.94 kr. 33.194,80 1989-1 .fl.A 2,5 ár 10.01.94-10.01.95 kr. 16.746,60 *) Innlausnarverð er höfuðstóli, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, desember 1993. SEÐLAB ANKIÍSLANDS leggja á fundum þar sem við vor- um saman og oftast var það sitt- hvað, þó að úr því drægi meó ár- unum eftir því sem heilsa og kraftar þurru. Fram á síóustu ár var Einar samt fastur gestur á stærri fundum og ráðstefnum á okkar vegum. Einar hafði eins og áður sagði fastmótaðar skoðanir og lét þær gjarnan í ljósi. Nokkuó mun það hafa háð honum að þurfa aó tjá sig á öðru tungumáli en sínu móður- máli og er ekki fjarri lagi aó hann hafi í reynd verið þannig settur í lífinu aó honum væri ekkert tungumál fullkomlega tamt, eftir því sem lengra leið frá því aó hann hafði notað að staðaldri sitt móórumál og íslenskan var hon- um alltaf nokkuó erfið. Það var þó enginn vandi fyrir þá sem það vildu og höfðu til þess áhuga að sitja með Einari, að skilja hann til fulls og eiga rökræður við hann. Það eina sent þurfti til þess var nægur tími og rósemi. Einar var róttækur í skoðunum og hefur þar sjálfsagt kennt bæói viðamikils lesturs og eins þess hlutskiptis sem hann ólst upp og bjó við lengst af ævinnar, þ.e.a.s. hlutverk erfiðisvinnu-mannsins, fyrst sem landbúnaóarverkamanns og síðan einyrkjans við búskap á Islandi. Hann hafði einnig til aö bera ríka sjálfstæóisvitund og metnað fyrir hönd lands og þjóðar og fannst mér hann í þeim efnum taka mörgum þeim fram, sem bor- inn var og barnfæddur Islending- ur. Hann barðist fyrir þeim sjónar- miðum aö þjóðin skyldi vera sjálfri sér næg í landinu eins og kostur væri, lifa af sinni fram- leiðslu og bændur af sinni heima- öflun og settu slík viðhorf sitt mark á alla hans umfjöllun um þjóðmál. Eg náði því að heimsækja Ein- ar á Kleif í nokkur skipti á þcini árum sem hann hafði þar sumar- dvöl og cru það með eftirminni- legri heimsóknum sem ég hef far- ió í. Húsakynnin voru að sönnu ekki mikil né háreist á nútíma- mælikvarða, en þcim mun hærra var til lofts og víðara til veggja á hinu andlega sviði. Það var merki- leg upplifun að ganga inn í torfbæ, sem þessvegna hefói getað dugað sem sviösmynd fyrir uppfærslu í þjóðlífsmyndum frá fyrstu áratug- um aldarinnar, setjast þar á rúm- stokk og ræða þar við hinn aldna mann um nýjustu hugmyndir í landmótunarfræðum, ísaldarjarð- fræði og loftslagsfræði eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sann- reyndi ég þar þaó sem ég hafði reyndar áður vitað, að Einar var ótrúlega vel heirna í þeim efnum, víðlesinn og stóð í ágætu sam- bandi við þekkta vísindamenn, bæði austan hafs og vestan. Til marks um það er auðvitað sú við- urkenning sem hann fékk m.a. frá háskólum víða að og síðast en ekki síst frá vísindaakademíu New York borgar nú nýlega. I fyrstu heimsókn minni geng- um við talsvert um iandið á Kleif, fórum upp í brekkurnar og skoð- uóum þar steina og veltum ýmsu fyrir okkur, en síðast þegar ég kom að Kleif og við áttum tal saman var Einar nokkuð þrotinn af kröftum og við þurftum að taka ferðina upp að brekkurótunum í nokkrum áföngum, hvíla okkur á milli. Þar settumst vió svo í berja- lyngið sitt á hvora þúfuna og spjölluðum um jarðfræöi og nátt- úruvísindi og pólitík í bland. Með Einari Petersen er horllnn af sjónarsviðinu merkilcgur og eftirminnilegur einstaklingur, sjálfmenntaður hcimspekingur og fræóimaður sem kaus sér hlut- skipti einyrkjabóndans upp á Is- landi. Undarleg eru örlög mann- anna og þaó hlýtur aó leita óvenjusterkt á mann þegar maður stendur frammi fyrir gáfum og hæfileikum af því tagi sem Einar Petersen bjó yfir. Samt get ég í raun ekki séð að hann hefði orðið hamingjusamari ef hann hefði eytt æfinni á annan hátt. Sú ást sem hann hafði á landinu og sú köllun sem það var honum að yrkja jörð- ina og rækta landió, jafnvel þó við erfiðar aðstæóur væri, held ég að hafi verið öllum öðrum hvötum yfirsterkari. Helst fannst mér ég verða var við viðkvæmni og cftir- sjá hjá honum þegar hann strauk yllr kollinn á barnungum syni mínum í einni heimsókninni til hans og hafói um það einhver orö aó helst sæi hann eftir því aó hafa aldrci eignast börn. Svo var ekki mcira rætt um það, en myndina af þcim saman á rúmstokknum á Kleif, Einari Petersen og syni mínurn geymi ég vel. Nú cr hann lagstur til hinstu hvíldar í Stærri- Árskógskirkjugarði, bóndasonur- inn danski, sem Stefán Jónsson hafði el'tir árciðanlegum heimild- um í Danmörku að ýmsir hefðu litið til sem vcrðandi ibringjaefnis danskra bænda meðan hann sat þar á skólabekk ungur maður. Góðleg og gáfuleg augu Einars Peterscn blika ekki meir en minn- ingin um hann lifir með okkur og dýrmæt þeim sem lögðu sig eftir að kynnast honum. Steingrímur J. Sigfússon. Birting aftnælis- og minningargreina Athygli lesenda cr vakin á því aó Dagur birtir afmælis- og minningargreinar án endurgjalds. Greinarnar þurfa að berast blaðinu minnst tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þannig þarf grein sem birtast á í þriðjudagsblaði að berast blaðinu fyrir hádegi föstudag, grcin í miðvikudagsblað fyrir hádegi mánudag, o.s.frv. Skilyrói er að handrit séu vélrituð. Dagur birtir einnig frumort afmælis- og minningarljóó og gilda sömu reglur um þau og greinarnar. Ritstj.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.