Dagur - 04.01.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 4. janúar 1994
Jólatrés-
skemmtun
verður fimmtudaginn 6. janúar kl. 17.00 í
Skeifunni.
Jólasveinar koma í heimsókn og fleira verður til
skemmtunnar.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kvennadeild Léttis.
Pétur Jósefsson:
Fyrirspum varðandi Drekagil 28
Rétt væri að fá upplýst frá hús-
næðisnefnd Akureyrar hvort
um sé að ræða verðmun á íbúð-
um samkvæmt teikningum A og
B í grein minni frá 28. desember
sl.
íbúóirnar eru nákvæmlega jafn-
stórar og undirritaður fær ekki séð
að framleiðslukostnaður 4 her-
bergja íbúóarinnar verði hærri en
3ja herbergja íbúöarinnar. Hins
vegar er sjálfsagt að lesendur sjái
það svart á hvítu hvort um verð-
mun er aó ræða.
Ennfremur: Er það ekki rétt að
byggingarnefnd Akureyrar hafi
fjallað um teikningu B og sam-
þykkt hana sem 4 herbergja íbúó?
Akureyri 3. janúar 1994,
Pétur Jósefsson.
Höfundur er sölustjóri Fasteigna- og skipasölu
Noröurlands.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
Sjúklingar með mikinn
læknis- og lyfjakostnað
Umsóknarfrestur vegna endurgreiðslu er til
1. mars nk.
Sjúklingar, sem orðið hafa fyrir umtalsverðum útgjöld-
um seinni sex mánuði ársins 1993 er bent á að snúa
sér til Tryggingarstofnunar ríkisins eða umboða hennar
og sækja um endurgreiðslu á þar til gerðum eyöublöð-
um. Umsókn þurfa að fylgja kvittanir vegna útgjalda
fyrir læknishjálp og lyf. Kvittanir þurfa aó bera meó sér
nafn útgefanda, tegund þjónustu, fjárhæö greióslu
sjúklings, greiðsludag, nafn og kennitölu sjúklings.
Viö mat á rétti á endurgreiðslu er tekió tillit til heildarút-
gjalda vegna læknishjálpar og lyfja auk tekna hlutað-
eigandi, sbr. eftirfarandi:
Séu árstekjur undir ein milljón endurgreiðist 90%
kostnaöar umfram 18 þúsund krónur, séu árstekjur
milli ein milljón og tvær milljónir endurgreiðist 75%
kostnaðar umfram 30 þúsund krónur og 60% kostnað-
ar umfram 42 þúsund krónur ef árstekjur eru milli tvær
og þrjár milljónir. Ekki er um endurgreióslur aó ræða ef
árstekjur eru hærri en þrjár milljónir.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.
Tónmenntaskólinn á Akureyri:
Innrítun á vorönn
stendur yfir í Lóni
Tónmenntaskólinn á Akureyri
er nú að hefja störf á vorönn og
stendur innritun nýrra nem-
enda auk staðfestingar eldri
nemenda á áframhaldandi námi
yfír í Lóni við Hrísalund dagana
3. til 7. janúar frá klukkan 13.00
til 19.00.
I Tónmenntaskólanum er kennt
á flest hljóðfæri auk fomáms, sent
getur hafist við þriggja til fimm
ára aldur með tónföndri, eða und-
irbúningi fyrir hljóðfæranám er
hafíst getur við sex til átta ára ald-
ur.
Á haustönn var stofnuð bjöllu-
sveit við Tónmenntaskólann, en
þaó er algjör nýjung á Akureyri,
en hefur verið aó ryöja sér til rúms
hér á Iandi á síðustu árum. Þetta er
hljóðfæranám sem eingöngu
byggist á samspili og hæfir öllum
aldurshópum eftir átta ára aldur.
Þá höfðar þessi tegund tónlistar
einnig og ekki síður til fullorð-
inna, er stunda vilja tónlist og
samspil sér til ánægju.
Aðsókn hefur veriö góð að
skólanum í vetur og stunduðu á
annað hundraö nemendur nám á
haustönn. Þá er enn hægt að bæta
vió nokkrum nýjum nemendum á
vorönn á flest hljóðfæri og vilja
forráðamenn skólans sérstaklega
benda á mjög vinsælt nám í rafgít-
arleik og bjöllusveit.
Tónmenntaskólinn á Akureyri
starfar víðsvegar urn bæinn; bæði
á Brekkunni, í Lundahverfi og í
Glerárhverfi nánar tiltekið í Síðu-
hvcrfi. Þá hclur rnikil áhersla ver-
ið lögð á aó halda námskeiðsgjaldi
í algjöru lágmarki, eða kr. 5000, -
fyrir vorönn. Kennsla hefst við
Tónmenntaskólann á Akurcyri
samkvæmt stundaskrá mánudag-
inn 10. janúar 1994. ÞI
Þrettándaakademía
í Skálholti
Dagana 4. til 6. janúar er boðað
til Þrettándaakademíu í Skál-
holti og er þetta í sjötta sinn sem
slík ráðstefna er haldin. Fjallað
verður um efnið „Guðfræði og
prestsstörfþ.e. - prestinn sem
guðfræðing og guðfræðinginn
sem prest og það að stunda guð-
fræði samhliða prestsstörfum.
Dagskrá akademíunnar hefst
kl. 18 í dag, þriðjudaginn 4. janú-
ar, með aftansöng í Skálholtsdóm-
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMBA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FL.B1985
Hinn 10. janúar 1994 er átjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 18 verðurfrá og með 10. janúar n.k. greitt sem hérsegir:
Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 548,30
» » 10.000 kr. skírteini = kr. 1.096,60
» » 100.000 kr. skírteini = kr. 10.966,00
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1993 til 10. janúar 1994 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 3343 hinn 1. janúar 1994.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 18 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1994.
Reykjavík, 30. desember 1993.
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
kirkju og henni lýkur að loknum
hádegisverði ilmmtudaginn 6.
janúar. Dagskránni er skipt í um-
ræóulotur, þar sem hver lota tekur
fyrir ákveðnar spurningar tengdar
yfirskrift akademíunnar. Þessi aó-
ferð gerir ekki ráð fyrir löngum
inngangserindum eða fyrirlestrum
um efnið, heldur byggir hún á
stuttum (eóa lengri) athugasemd-
um þátttakenda. Markmið aka-
demíunnar er fyrst og frenist
greining á núverandi ástandi og
markar upphaf umræðunnar en
ekki lok hennar.
Klukkan 11.00 á fimmtudag er
messa á birtingarhátíð Drottins, en
að loknum hádegisverði verður
reynt að draga saman niðurstöóur
úr samræðum, gera áform um
framhald og um næstu akademíu.
í framhaldi al’ þrettándaaka-
demíunni verður haldið símennt-
unarnámskeið fyrir presta í radd-
þjálfun og tónsöng. Námskeiðið
stendur frá 6. jan. til 8. jan. Kenn-
ari er Margrét Bóasdóttir, söng-
kona og söngkennari. Kennt verð-
ur í hóptímum, einkatímum og
fyrirlestrum.
Myndband um
íslensk Mmerki
Nýtt myndband um íslensk frí-
merki, sögu þeirra og vinnuna á
bak við þau er komið út.
Myndin er gcró af Nýja bíói
með styrk frá Pósti og síma og
Frímerkja- og póstsögusjóði. I
hcnni er ly'st sögu íslenskrar frí-
mcrkjaútgáfu og reynt að gcfa
áhorfandanum hugmynd um hvers
vegna menn safna frímcrkjum.
Greint er frá niikilvægum áföng-
um í frímcrkjaútgáfu lrá því hún
hófst hér á landi 1873 og sagan er
rakin í máli og myndum.
í myndinni gelst sjaldgæft
tækifæri til að sjá hvernig frímerki
eru unnin en hönnun þeirra og
prentun er mikið nákvæmnisverk.
Ferillinn er rakinn frá því að hug-
mynd að nýju merki kviknar þar
til það er tekió í notkun. Einnig er
skyggnst inn í heim safnaranna og
fjallað um frímerkjaviðskipti.
Myndin er forvitnileg bæði fyrir
safnara og alla þá sem hafa áhuga
á að kynnast heimi frímerkjanna.
Þiðrik Emilsson og Finnbjörn Finn-
björnsson frá Nýja bíói afhenda 01-
afi Tómassyni, póst- og símamála-
stjóra, eintak af myndinni íslensk
frímerki.