Dagur - 03.03.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 3. mars 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREVRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, (ax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: -
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Óæðri þjóðfélagsþegnar?
Atvinnuleysi er vaxandi vandamál hér á landi og sú
spurning er áleitin hvort við séum að sigla inn í sama far-
ið í atvinnumálunum og lönd Evrópubandalagsins. Margt
bendir því miður til þess að svo sé. í fyrsta sinn í sögunni
hafa fjölmargir íslendingar fengið að kynnast því af eigin
raun hvað það er að vera án atvinnu mánuðum saman.
Sumir hafa jafnvel verið án atvinnu í allt að tvö ár. Þetta
er hrikalegt ástand, sem enginn getur þó skynjað fylli-
lega nema þeir sem reynt hafa.
í fyrradag birtist hér í blaðinu grein eftir Hildigunni
Ólafsdóttur, atvinnulausa konu á Akureyri. Grein hennar
hefur vakið verðskuldaða athygli enda er þar fjallað tæpi-
tungulaust um ýmsa fylgikvilla þess að vera atvinnulaus
og viðhorf almennings til þeirra sem svo er ástatt fyrir.
Hildigunnur segir í grein sinni að atvinnulausir þurfi
að þola mikla niðurlægingu. Þeir séu fangar laga og
reglna og fordómafullra viðhorfa og í raun sé búið að
svipta þá frelsinu. Hún bendir á að sá sem missir atvinn-
una, missi um leið þær tekjur sem afkoma hans byggðist
á. „Atvinnuleysisbætur eru ekki laun, heldur trygginga-
greiðslur, sem þú átt rétt á að fá af því að þú hefur greitt
iðgjöldin! Upphæð bótanna er að sjálfsögðu til skamm-
ar,“ segir hún og telur réttlætismál að bæturnar séu
tekjutengdar, þannig að von sé til þess að fólk, sem
skyndilega missir atvinnuna, geti staðið við skuldbind-
ingar sínar.
í annan stað fjallar Hildigunnur um þær reglur sem
gilda um atvinnuleysisskráningu. Um þær segir hún m.a.
„Nú, og hver er réttur þinn, fyrir utan það að fá þessar
tryggingagreiðslur sem þú hefur keypt þér rétt til að fá?
Hann er enginn. Það eina sem fylgir þessum peningum
eru kvaðir. Fullt af reglum sem þú mátt ekki brjóta. Þú
verður að mæta til skráningar einu sinni í viku og alltaf á
sama degi. Ef þér verður það á að gleyma þér, þá miss-
irðu viku laun! Ér svona refsingu að finna einhvers stað-
ar á vinnumarkaðinum?11 Hún bendir einnig á að enginn
geti notið atvinnuleysisbóta lengur en í níu mánuði sam-
fellt. Sá sem er án atvinnu í heilt ár eða lengur sé því
skikkaður í launalaust „orlof" í þrjá mánuði!
í grein sinni fjallar Hildigunnur einnig um það sem
hún kallar „ánauð atvinnuátaksins". Hún fullyrðir að
tímabundið atvinnuátak sveitarfélaga sé engin lausn á
vanda atvinnulausra og hafi fjölmarga galla. Fólk sé
skikkað í vinnu sem það hefur aldrei sinnt og sé síðan
„kastað út í kuldann aftur" þegar það sé rétt að ná tök-
um á henni. Launin séu auk þess litlu hærri en atvinnu-
leysisbæturnar og mismunurinn nægi ekki til að mæta
kostnaðarauka á borð við barnagæslu og fleira. Hún full-
yrðir einnig að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að not-
færa sér ástandið með því að ráða til sín fólk af atvinnu-
leysisskrá, tímabundið, borga því lágmarkslaun og fá at-
vinnuátaksstyrk frá ríkinu á móti.
Meginboðskapurinn í grein Hildigunnar Ólafsdóttur er
sá að stjórnvöld hafa ekkert gert til að laga lög um rétt
atvinnulausra að núverandi ástandi. Gildandi lög geri
einfaldlega ekki ráð fyrir langtímaatvinnuleysi.
í lok greinar sinnar varpar Hildigunnur fram nokkrum
áleitnum spurningum: Hún spyr hvort bætur eigi að vera
hærri; hvort forsvaranlegt sé að gefa atvinnulausum
„sumarfrí" frá vikulegri skráningarskyldu; hvort átaks-
vinna eigi rétt á sér og hvort réttlátt sé að fyrirtæki geti
keypt kunnáttu okkar atvinnulausra á útsöluverði. Þess-
um spurningum m.a. þurfa forsvarsmenn ríkis og sveitar-
félaga að svara. Sannleikurinn er sá að það er löngu
tímabært að taka lög um réttindi atvinnulausra til gagn-
gerrar endurskoðunar. Eins og málum er nú háttað eru
atvinnulausir annars flokks þjóðfélagsþegnar, í það
minnsta í augum hins opinbera. BB.
FRÍMERKI
SlóURÐUR H. ÞORSTEINSSON
Reynsluprentanir
Það fara alltaf fram reynsluprent-
anir af öllum nýjum frímerkjum,
sem gefin eru út, hvort sem þau eru
fyrir Island eða einhver önnur
lönd. Við Islendingar höfum hins-
vegar verió einstaklega heppnir
hvaö þaó varóar, að allar svona
reynsluprentanir hafa verið eyði-
lagðar, að lokinni prentun frí-
merkjanna og því ekki komist í
umferð á almennan markað.
Þekktastar reynsluprentanir ís-
lenskra frímerkja eru ótökkuóu frí-
merkin með verðgildi skildinga og
aura, sem komu út fyrir aldamót og
voru prentuð hjá Thiele prent-
smiójunni. Þessar reynsluprentanir
eru bæði til í réttum og endanleg-
unr litum frímerkjanna, sem og öll
verógildin í einum og sama lit.
Sama máli gildir um Geysisfrí-
merkin, sem prentuð voru hjá
Thomas de la Rue & Co. Ltd.
Þá hafa alltaf öðru hvoru verið á
ferðinni reynsluprentanir frímerkja
sem aldrei komu út, eða sem voru
svo endanlega gefin út allt öóru
vísi en þessar reynsluprentanir gefa
hugmyndir um. Þessar reynslu-
prentanir virðast hafa farió út í
nokkru upplagi frá Prentsmiðju
Thomas de la Rue. Það eru nokkur
ár síðan mér bárust þessi merki í
reynsluprentun frá Englandi. Það
voru 10 aurar, slate carmine, eins
og segir í lýsingu. 20 aurar dark-
brown, slate. 35 aurar darkbrown,
violet. Loks var svo 1 króna, gray,
carmine.
Nýlega hafa svo enn eintök af
þessum merkjum borist til landsins
frá Suður-Þýskalandi. Þar er um að
ræöa öll þessi sömu merki, nema
hvað þau nú eru í tveim litum.
Rauð-bleikum lit og fjólubláum.
Þá er gröftur merkjanna tvenns-
konar. Annars vegar eru öll orð og
tölustafir mjög grannir og hins
vegar eru stafimir feitari. Þá er
annars vegar öll samstæöa þessara
fjögurra merkja í rauð-bleika litn-
um og hins vegar í fjólubláa litn-
um.
Auk þessa er svo sá munur á
þessum tveim útgáfum reynslu-
merkjanna, að í fyrra tilfellinu voru
þau tökkuö hvert fyrir sig, en í
seinna tilfellinu eru þau ótökkuð.
Snúum okkur næst að myndefni
þessara reynsluprentana, ef þær þá
eru yfirleitt reynsluprentanir, en
ekki aðeins hreinn tilbúningur.
Merkið sem ber verðgildið 10,
Sömu mcrki, tökkuð.
er með mynd af styttu Leifs Eiríks-
sonar hins heppna á Skólavörðu-
holti. Sama myndefni er notað á
einu frímerkjanna í Leifsblokkinni.
Þar er frímerkið með tölunni 30 og
er þaö eina myndefni þessara
reynsluprentana sem náð hefir aö
komast á frímerki lítið breytt.
Næst komum við svo að merki
með myndefninu Geysir og er þar
um að ræða margfræga mynd af
Geysisgosi, en aðra en síðar var
notuð á frímerkjum og þá með
fjölda áhorfenda. Það voru raunar
einmitt 20 aurar Geysisfrímerkj-
anna, sem voru gefnir út sem
„prufa“ í öllum litunum sem frí-
merkin voru síðan prentuð í.
Ingólfur Arnarson er svo mynd-
efni merkisins með tölunni 35.
Hann var þekktur sem myndefni á
krónu frímerkinu úr flugsamstæðu
Alþingishátíöarinnar, en þar með
flugvél í baksýn. Að öóru leyti hef-
ir frímerki þessu líkt, aldrei verið
gefiö út hér.
Loks komum við svo að merk-
inu meó tölunni einn, sem gæti átt
að þýða 1 króna. Myndefni þcss er
Þjóðlcikhúsið, sem aldrei hefir ver-
iö myndefni íslensks frímerkis.
Þess heióurs hafa hins vegar,
Landsbankinn, Landspítalinn,
Iþróttahús og mannvirki í Laugar-
dal, Viðeyjarstofa, Norræna húsió
og fjöldi annarra og nýrri bygginga
notið, meðal annars mörg hús í
innbæ Akureyrar.
Þá hafa margir spurt mig hvert
sé álit mitt á reynsluprentunum af
Alþingishátíðarfrímerkjunum. Það
er einfalt, aó þar eru engar opin-
berar reynsluprentanir til. Því
nefna til dæmis Bandaríkjamenn
þær veggloður. Rúllumar séu hins-
vegar svo litlar aó það borgi sig
ekki að nota þetta veggfóður. Að
vísu hafa minnabækur, sem meðal
annars voru sendar alþingismönn-
um þess tíma fengið á sig þaó álit
að vcra opinberar reynsluprentanir,
en eru það aldeilis ekki. Póstur og
sími heimilaði aldrci útgáfu þeirra
og öll framleiðsla merkjanna um-
fram opinbera beiðni er í raun föls-
un, en ekki reynsluprentun einu
sinni. Það að alþingismenn og ráð-
herrar þáðu þessar bækur, gefur
þeim engan löglegan staðal sem
frímerkjum.
Gaman væri að heyra nú frá les-
endum um álit þeirra á svona
merkjum. Því það er víst, aö safn-
arar láta aldrei segja sér fyrir um
það hverju þeir safna. Vissulega er
líka hverjum og einum frjálst að
safna hverju sem þeir vilja og
borga fyrir það eins hátt veró og
þeir hafa efni á. En nefnum hlutina
réttum nöfnum.
Mcrkin scm nú eru að koma á markaðinn frá S.-Þýskalandi í nýjum litum, sem svokallaðar reynsluprentanir frí-
mcrkja, scm aldrci komu út.