Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 12
BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN
12 - DAGUR - Laugardagur 19. mars 1994
Viltu lifa heilbrigðara lífi?
Náttúrulækningafélag Akureyrar
boðar til námskeiða um holla
lífshætti, mataræði o. fl. í
Verkmenntaskólanum á Akureyri.
------22. mars------
Breyttur lífsstíll
Valgerður Magnúsdóttir.
Reynslusaga
Gunnar Níelsson.
Aðgangseyrir er kr. 400.
Te, kaffi og meðlæti innifalið.
Námskeiðið hefst kl. 20.00.
Allir velkomnir
"I
*
¥
*
¥
¥
¥
¥
K
¥
¥
K
K
*
*
K
K
*
K
V
*
*
*
¥
¥
¥
¥
¥
¥
|L^| FRAMSÓKNARMENN ||||
AKUREYRl
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánu-
daginn 21. mars kl. 20.30.
Rætt um dagskrá bæjarstjórnarfundar á þriójudag.
Þeir se.m sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Framsókn-
arflokksins eru eindregið hvattir til aó mæta og einnig varamenn
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Gleymið ekki
að gefa smáfuglunum.
FRAMHALDSSAÓA
Saga Natans og Skáld-Rósu
24. kafli:
Skilnaður Natans
og Rósu
Engar fara sögur af því, aö Rósa
tæki sér nærri, er Natan fór alfarinn
frá Vatnsenda. Mun hún hafa taliö
víst, aö hugur hans yrði óbreyttur
henni til handa þó hann færi aö
búa.
Er og eigi annaö aö sjá, en aö
svo hafi verið þaö ár út. Þess er
t.a.m. getiö, aö eitt sinn voru þau
samnátta aö Tjörn, sátu þau þá
saman um kvöldið og kváöu rímur.
Þaö er vottur um það sama, að
Natan tók Þórönnu-Rósu til fósturs,
er hann fór aö búa. Eigi er heldur
annars getiö, en hann gengi greiö-
lega viö Súsönnu, er Rósa kenndi
honum þá um sumariö. Þá mun
skilnaöur þeirra Ólafs og Rósu
hafa verið ráðinn, enda þó hann
gengi eigi fram til fullnaðar fyrr en
þrem árum síðar. Engar glöggar
sagnir eru um skilnaðinn, þó er að
sjá, aö hann hafi veriö stofnaður
meö samkomulagi beggja. Hefir
Rósa ef til vill gert sér von um aö
geta síðar oröið kona Natans? En
honum mun hafa sýnst heldur ólík-
legt, aö hann fengi leyfi til að eiga
Rósu, eftir því sem undan var fariö
um sambúö þeirra. Hefir hans fyrra
lauslyndi því aftur náö valdi yfir
honum og gjört hann henni afhuga.
Veturinn 1826-7 kom hann aö
Geitaskarði í læknisferö. Þá var þar
vinnukona sú er Agnes hét, Magn-
úsdóttir bónda á Búrfelli. Hún var
þá um þrítugt, gjörvuleg og
skemmtileg í viömóti, bráögáfuö og
einkar vel skáldmælt, sem kveöiö
var um hana:
Handar-vagna-Freyjum fljóö
flytur sagnir Ijóöa
kennd viö Magnús blessaö blóö
Búrfells-Agnes góöa.
Er af vísunni aö ráöa, aö Agnes
hafi haft gott orö framan af. En
skapsmunir hennar voru ákafir og
ástríðurnar sterkar. Er og sagt aö
hún hafi, jafnvel oftar en einu sinni,
oröið fyrir vonbrigöum, og er hætt
við aö útaf því hafi hún oröið geö-
verri. Þá er hér var komið, lá þaö
orö á henni, aö hún væri óstööug í
vistinni og eigi lagin viö aö koma
sér vel. Sögö var hún „nokkuð upp
á heiminn", en bar eigi gæfu til aö
halda hylli neins manns að staö-
aldri. Þau Natan uröu skjótt mál-
kunnug og þess fleira, sem þau
töluöust viö, þess fastar drógust
þau hvort aö ööru. Er þaö eigi aö
orðlengja um aö þá er þau skildu,
var hún vistráðin til hans eftirfar-
andi ár, sem bústýra. Er eigi að
efa, að hún hafi litiö svo á, aö þau
væru sama sem trúlofuð. Eru mðrg
dæmi til slíks og dregur oft til skap-
rauna. Þetta barst Rósu til eyrna,
og ritaöi hún þá Natani áminning-
ar- og aðlaöanarbréf. Er sagt aö
þaö hafi verið í Ijóöum og í því hafi
veriö vísan: „Seinna nafniö sonar
míns" sem til er færö í 14. kafla. Aö
öðru leyti er þaö bréf týnt. En nú
var Natan orðinn Rósu afhuga, og
haföi bréf hennar þau ein áhrif á
hann, að hann ásetti sér aö venja
hana af öllum ástarhug til hans.
Ritaði hann henni storkunarbréf til
að „bíta hana af sér“. Má nokkurn
veginn sjá, hvert innihald þess hef-
ir verið, af Ijóöabréfi Rósu, sem
enn er til, og er það svar til Natans
upp á storkunarbréfiö. Er aö skilja,
aö hann hafi sagt, aö hann vildi
gefa fé til þess, aö njóta þeirrar
ánægju, aö vita hana kveljast sem
mest af því, aö sakna ástar hans,
aö hann hefir brugöið henni um
ræktarleysi viö sig og aö hann hefir
hótað aö láta Þórönnu-Rósu frá sér
munaðarlausa. Þetta bréf hefir náö
tilgangi sínum aö því leyti, að úti
var með ástir Natans. En ástarhug
Rósu hefir það þó eigi getaö snúiö,
enda þótt henni gremdist bitur-
lega. Má sjá aö hún kennir Agnesi
um: segir hún í 12. erindi Ijóöa-
bréfsins, aö „rósin Kiðjaskarös"
hafi orðið Natani „eitruð". Natani
þakkar hún fyrir bréfiö: nú sá hún
fyrst glögglega missmíðin, er á ráði
hennar voru. Gremju lýsir hún sárri,
sem von er, en hitt dylst eigi, aö
þrátt fyrir hina þungu hugarkvöl
hennar sjálfrar, er þaö þó velferð
hans, sem henni er sárast um.
Loks geiur hún ekki aö sér gert aö
mýkja málin: tjáir sér skylt aö um-
bera þaö, aö hann bregöist sér og
eigi aöra, ef sú kona sé verðug vin-
áttu sinnar og vel sé meö þeim öll-
um.
Lióöabréfiö, sem er hvórki
meira né minna en 46 erindi fer-
skeytt, hefst svo:
1. Sælu biö ég hljóttu hér,
hryggöin nlöur falli' í strá:
Sjáöu miöann, sem aö þér
sendir iðu-ljósa-Gná.
2. Sjálfur veistu: ég þér ann;
eiða þarfei leggja viö.
Þér ég bestu þakkir kann
þitt fyrir síðasta tilskrifið.
5. Hvernig gastu, - er þaö eitt
undrum stærstu gegnandi,-
sjálfur mér þaö sáriö veitt
sem ei græöa' er megnandi?
Yfir höfuö lýsir bréfiö baráttu af-
brýöis og tryggöar, gremju og göf-
uglyndis hjá særöri sálu, sem er aö
vakna af draumi. Þá er Natan haföi
lesið bréfiö, kastaði hann fram
þessari vísu:
„Allt er þetta Amorslega kveöiö:
Þaö hefir ruglaö seljan seims
sárkvalin afgirndum heims."
Líklegt er samt, aö bréfiö hafi
vakið hjá honum meiri tilfinningar
en hann lét á bera. Aö minnsta
kosti lét hann ekki Þórönnu-Rósu
frá sér, enda mun honum aldrei
hafa verið alvara meö það og
naumast heldur með sumt annað,
er hann hefir sagt í sínu bréfi. Til-
gangur hans hefir veriö aö snúa
huga Rósu. Enda hefir bréf hans
opnað augu hennar og til þess
mun hún líta, er hún „kann honum
bestu þakkir" fyrir þaö. Hvergi er
getiö, að Natan hafi svaraö Ijóða-
bréfinu.
DAOSKRÁ FJÖLMIÐLA
SJÓNVARPIÐ
LAUGARDAGUR
19.MARS
09.00 Morgunsjónvarp
bamanna
Kynnir er Rannveig Jóhannsdótt-
ir. Stundin okkar. Endursýning
frá síðasta sunnudegi. Umsjón:
Helga Steffensen. Dagskrárgerð:
Jón Tryggvason. Felix og vinir
hans Lísa týnir gervinefinu sínu.
Þýðandi: Edda Kristjánsdóttir.
Sögumaður: Steinn Ármann
Magnússon. (Nordvision -
Sænska sjónvarpið) Norræn goða-
fræði Miðgarðsormur og Fenris-
úlfur Þýðandi: Kristín Mántylá.
Leikraddir: Þórarinn Eyfjörð og
Elva Ósk Ólafsdóttir. (Nordvision
- Finnska sjónvarpið) Sinbað sæ-
fari Er krákan Sheila prinsessa i
álögum. Þýðandi: Jóhanna Þrá-
insdóttir. Leikraddir: Aðalsteinn
Bergdal og Sigrún Waage.
Galdrakarlinn í Oz Tekst
Dórótheu og vinum hennar að
flýja úr landi dverganna? Þýð-
andi: Ýrr Bertelsdóttir. Leikradd-
ir: Aldís Baldvinsdóttir og Magn-
ús Jónsson. Bjarnaey. Tekst
bleika baróninum að koma Edda
og Matta til hjálpar? Þýðandi:
Kolbrún Þórisdóttir. Leikraddir:
Vigdís Gunnarsdóttir og Þórhall-
ur Gunnarsson. Tuskudúkkurnar.
Það er gaman á hjólabrettum.
Þýðandi: Eva Hallvarðsdóttir.
Leikraddir: Sigrún Edda Björns-
dóttir.
10.50 Hraðendursýning
12.00 Póstverslun - auglýsingar
12.15 Hlé
12.45 Staður og stund
Heimsókn. í þessum þætti er lit-
ast um í Sandgerði. Dagskrár-
gerð: Steinþór Birgisson. Endur-
sýndur þáttur frá mánudegi.
13.00 í sannleika sagt
Umsjónarmenn eru Ingólfur
Margeirsson og Valgerður Matt-
híasdóttir. Útsendingu stjómar
Bjöm Emilsson. Áður á dagskrá á
miðvikudag.
14.15 Syrpan
Umsjón: Ingólfur Hannesson.
Stjóm upptöku: Gunnlaugur Þór
Pálsson. Áður á dagskrá á
fimmtudag.
14.40 Einn-x-tveir
Áður á dagskrá á miðvikudag.
14.55 Enska knattspyman
Bein útsending frá leik Manc-
hester City og Sheffield United.
Bjarni Felixson lýsir leiknum.
16.50 Íþróttaþátturinn
Umsjón: Arnar Björnsson.
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Draumasteinninn
(Dreamstone) Breskur teikni-
myndaflokkur um baráttu illra
afla og góðra um yfirráð yfir hin-
um kraftmikla draumasteini. Þýð-
andi: Þorsteinn Þórhallsson. Leik-
raddir: Örn Árnason.
18.25 Vemleikinn
18.40 Eldhúsið
18.55 Fréttaskeyti
19.00 Strandverðir
20.00 Fréttir
20.30 Veður
20.35 Lottó
20.45 Simpson-fjölskyldan
(The Simpsons)
21.15 Tengdamömmu tæmist
arfur II
(Le secret du petit milliard)
Frönsk gamanmynd og framhald
myndar sem sýnd var fyrir tæpu
ári. Hér segir frá fjölskyldu sem
ræður leikkonu til að hjálpa sér
að svíkja út arf en upp úr því fara
undarlegir atburðir að gerast.
Aðalhlutverk: Michel Serrault,
Michel Galabru, Odette Laure og
George Corraface. Þýðandi: Ólöf
Pétursdóttir.
22.55 Lygavefur
(Lies Before Kisses) Bandarísk
spennumynd frá 1991. Hér segir
frá eiginkonu auðugs útgefenda
sem kemst að því að maður
hennar er beittur fjárkúgun og
sakaður um að hafa myrt vændis-
konu. Leikstjóri: Lou Antonio.
Aðalhlutverk: Jaclyn Smith, Ben
Gazzara, Nick Mancuso og Greg
Evigan. Þýðandi: Þorsteinn Þór-
hallsson.
00.30 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
SJÓNVARPIÐ
SUNNUDAGUR
20.MARS
09.00 Morgunsjónvarp
baraanna
10.45 Hraðenduraýning
13.00 Ljósbrot
13.45 Síðdegisumræðan
15.00 Olsen-liðið fer í stríð
16.45 Rokkarair gátu ekki
þagnað
Árið 1986 tók Sjónvarpið upp
stutta þætti með ýmsum rokk-
hljómsveitum, sem þá voru
starfandi, undir heitinu Rokkarnir
geta ekki þagnað. Meðal þeirra
voru Grafík, Rickshaw og Dúkku-
lísumar. Upptökurnar meö þess-
um þremur sveitum verða nú
sýndar í heild.
17.50 Tákmnálsfréttir
18.00 Stundin okkar
Jóhann Sigurðarson syngur vísur
um vikudagana, Mosi les sögu,
nemendur úr Ballettskóla Guð-
bjargar Björgvinsdóttur sýna
dans og Anna Mjöll Ólafsdóttir
syngur með Þvottabandinu.
Umsjón: Helga Steffensen. Dag-
skrárgerð: Jón Tryggvason.
18.30 SPK
18.55 Fréttaskeyti
19.00 Boltabullur
19.30 Fréttakrónikan
20.00 Fréttir
20.35 Veður
20.40 Draumalandið
(Harts of the West) Bandarískur
framhaldsmyndaflokkur um fjöl-
skyldu sem breytir um lífsstíl og
heldur á vit ævintýranna. Aðal-
hlutverk: Beau Bridges, Harley
Jane Kozak og Lloyd Bridges.
Þýðandi: Óskar Ingimarsson.
21.30 Að fleyta rjómann
Mjólkursamsalan - skipulag og
samkeppni í mjólkuriðnaði. Þátt-
ur um Mjólkursamsöluna í
Reykjavöí og samkeppnisstöðu
hennar. Rætt er við forsvarsmenn
fyrirtækisins og helstu keppi-
nauta þess. í þættinum er meðal
annars varpað fram spumingum
um eignarhald Mjólkursamsöl-
unnar, einkaheimild til mjólkur-
sölu, hliðarfyrirtæki og viðskipta-
hætti. Á þriðjudagskvöld verður á
dagskrá umræðuþáttur um efni
myndarinnar.
22.20 Kontrapunktur
Noregur - Danmörk. Áttundi
þáttur af tólf þar sem Norður-
landaþjóðimar eigast við í spurn-
ingakeppni um sígilda tónlist.
Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. (Nord-
vision)
23.20 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
SJÓNVARPIÐ
MÁNUDAGUR
21.MARS
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Töfraglugginn
18.25 íþróttahoraið
18.55 Fréttaskeyti
19.00 Staður og stund
Heimsókn í þessum þætti er lit-
ast um á Flúðum.
19.15 Dagsljós
20.00 Fréttir
20.30 Veður
20.35 Gangur bfsins
(Life Goes On n) Bandarískur
myndaflokkur um hjón og þrjú
börn þeirra sem styðja hvert ann-
aö í blíðu og stríðu.
21.25 Já, foraætisráðherra
22.00 ísland og EES
Fyrri fræðsluþáttur af tveimur um
ísland og Evrópska efnahags-
svæðið. í þáttunum er greint frá
því hvaða möguleika og tækifæri
EES-samningurinn veitir íslend-
ingum og hver áhrif hann hefur á
íslenskt samfélag og athafnalif.
Þótt aðrar EFTA-þjóðir undirbúi
inngöngu í Evrópusambandið
veröur sá ávinningur óbreyttur
sem íslendingum hlotnaðist við
gildistöku EES-samningsins. Um-
sjónarmaður er Bjarni Sigtryggs-
son og Saga film framleiddi þætt-
ina. Seinni þátturinn veröur
sýndur á miðvikudagskvöld og á
sunnudag verða þeir báðir endur-
sýndir.
22.25 Pinetop Perkins
Tónlistarþáttur með bandaríska
blúsaranum Pinetop Perkins sem
kom hingað til lands og hélt tón-
leika með Vinum Dóra.
23.00 Ellefufréttir og dagskrár-
lok
STÖÐ2
LAUGARDAGUR
19. MARS
09:00 Með Afa
10:30 Skot og mark
10:55 Hvíti úlfur
11:20 Brakúla greifi
11:40 Ferð án fyrirheits
12:05 Líkamsrækt
12:20 NBA tílþrif
Endurtekinn þáttur.
12:45 Evrópski vinsældalistlnn
13:40 Heimsmeistarabridge
Landsbréfa
13:50 Prakkarinn
(Problem Child) Lilli prakkari, að-
alsöguhetja þessarar skemmti-
legu gamanmyndar, hefur verið
ættleiddur þrjátíu sinnum en er
alltaf skilað aftur á munaðarleys-
ingjahælið. Honum er prangað
inn á Ben og Flo, ung og barn-
laus hjón, sem vita ekki á hverju
þau eiga von. Þau geta ekki átt
barn sjálf og ættleiðing virðist
vera hin fullkomna lausn, fyrir ut-
an einn galla - Lilla. Aöalhlut-
verk: Michael Richards, Gilbert
Gottfried og Jack Warden. Leik-
stjóri: Dennis Dugan. 1990.
15:05 3-Bíó
16:15 Framlag tii framfara
í þættinum í dag verður fjallað
um ný tækifæri í ferðamálum og
markaðssetningu íslands sem
heilsuparadis. Þriðji þáttur af sjö.
Umsjón: Karl Garðarsson og
Kristján Már Unnarsson. Stöö 2
1993.
17:00 Hótel Marlin Bay
(Marlin Bay II)
18:00 Popp og kók
19:00 Falleg húð og frískleg
19:1919:19
20:00 Falin myndavél
(Candid Camera n)
20:30 Imbakassinn
21:00 Á norðuralóðum
(Northern Exposure m)
21:50 Lygakvendið
(Housesitter) Arkitektinn New-
ton Davis hefur reist draumahús
handa draumadísinni sinni og
væntir þess aö búa hamingju-
samur með henni til æviloka.
Gallinn er bara sá að draumadís-
in afþakkar boðið. Newton kynn-
ist gengilbeinunni Gwen og hún
er ekkert að tvínóna við hlutina.
Fyrr en varir hefur Gwen náð
heljartökum á arkitektinum og
spunnið þéttriðinn lygavef ut-
an um húsiö hans fína. Hressandi
gamanmynd með úrvalsleikur-
um. Aðalhlutverk: Steve Martin,
Goldie Hawn, Dana Delany,
Julie Harris og Donald Mof-
fat. Leikstjóri: Frank Oz. 1992.
23:30 Náttfarar
(Sleepwalkers) Mæðginin Charles
og Mary eru einu eftirlifandi ein-
staklingar deyjandi tegund-
ar. Þau eru svefngenglar sem
þurfa að sjúga lífskraftinn úr
dyggðugum stúlkum til að
halda lífi. Leitin að fórnarlömbum
ber þau til friðsæls smábæjar og
þar finna þau saklausa stúlku-
kind sem er gjörsamlega grun-
laus um hvaö er í vændum.
Spennumynd sem er gerð eftir
sögu hrollvekjumeistarans Steph-
ens King. Aðalhlutverk: Brian
Krause, Mádchen Amick og Alice
Krige. Leikstjóri: Mick Garris.
1992. Stranglega bönnuð börn-
um.
01:00 Sérfræðingasveitin
Kjarnorkuver, sem er í eigu iðn-
jöfursins Fredericks Winter, hef-
ur orðið fyrir árás skæruliða og
það er hætta á stórkostlegri
geislavirkni með tilheyrandi
dauöa og eyðileggingu. Meö
hjálp aðstoðarmanns síns, Díönu
Randall, ræður Frederick til sín
hóp manna sem allir hafa sér-
staka hæfileika og kunnáttu. Að-
alhlutverk: Gil Gerard, Clayton
Rohner, Robert Knepper og Tiff-
any Lamb. Leikstjóri: Bill Corcor-
>an. 1990. Lokasýning.
Bönnuð böraum.
02:35 Hryllingsbókin
Dag einn finnur Virginía bók eftir
höfund sem aðeins skrifaði tvær
bækur en sturlaðist síðan. Hún
fer að lesa bókina og óafvitandi
vekur hún upp ómennska skepnu
sem losnar úr viðjum hins ímynd-
aða heims á síðum bókarinnar
og sleppur inn í raunveruleikann.
Aðalhlutverk: Jenny Wright og
Clayton Rohner. Leikstjóri: Tibor
Takacs. 1989. Lokasýning.
Stranglega bönnuð böraum.
04:00 Dagskrárlok
STÖÐ2
SUNNUDAGUR
20. MARS
09:00 Glaðværa gengið
09:10 Dynkur
09:20 í vinaskógi
09:45 Undrabæjarævintýr
Nýr teiknimyndaflokkur með ís-
lensku tali sem fjallar um 10 ára
grallara og sextugan vin hans
sem búa í Undrabæ og lenda í
spennandi ævintýrum. Þetta er
fyrsti þáttur en þættirn-
ir eru sex talsins.
10:10 Sesam opnist þú
10:40 Súper Maríó bræður
11:00 Artúr konungur og ridd-
ararair
11:30 Chriss og Cross
Leikinn myndaflokkur.
12:00 Á slaginu
íþróttir á sunnudegi
13:00 NBA körfuboltínn
13:55 ítalski boltinn
15:50 NISSAN deildin
16:10 Keila
16:20 Golfskóli Samvinnuferða-
Landsýnar
16:35 Imbakassinn
Endurtekinn spéþáttur.
17:00 Húsið á sléttunni
(Little House on the Prairie)
18:00 í sviðsljósinu
(Entertainment This Week)
18:45 Mörk dagsins
19:19 19:19
20:00 Óskarinn undirbúinn
(1994 Academy Aw-
ards Preview) í þessum þætti er
fjallað um hvernig staðið er að
útnefningum til þessara eftir-
sóttu verðlauna. Þann 26.
þessa mánaðar sýnir Stöð 2 sér-
stakan þátt frá Óskarsverðlauna-
afhendingunni sjálfri.
20:55 Sporðaköst
í þessum fyrsta þætti nýrrar
syrpu af Sporðaköstum heim-
sækjum við perlu Borgarfjarðar,
Norðurá, sem hefur verið ein afla-
hæsta laxveiðiá landsins á undan
förnum árum. Við fylgjumst með
feðgunum Ásgeiri Ingólfssyni og
Ingólfi Ásgeirssyni leggja flug-
una fyrir laxinn en þeir
þekkja ána eins og handarbakið á
sér. Umsjón: Eggert Skúlason.
Dagskrárgerð: Börkur Baldvins-
son.
21:35 Heimkynni drekanna
(The Habitation of Dragons)
Bresk mynd byggð á leikriti Hort-
ons Foote sem skrifaði handrit að
svo ólikum myndum sem To Kill
a Mockingbird og Tender Merci-
es og hlaut Óskarsverðlaun í
bæði skiptin. Hér er á ferðinni
áleitin fjölskyldusaga um tvo
bræður, sem berjst um eign-
ir og völd, en verða að snúa bök-
um saman þegar til kastanna
kemur. Brad Davis, sem lést úr
alnæmi árið 1991, er hér í síðasta
hlutverki sínu. Aðalhlutverk: Fre-
derick Forrest, Brad Davis og Je-
an Stapleton. Leikstjóri: Michael
Lindsay-Hogg. 1992.
23:10 60 mínútur
00:00 Pulitzer hneykslið