Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 20
Á annað hundrað umsóknir um skipspláss á Sigli:
Um 200 milljóna króna aflaverð-
mæti stendur unclir rekstrinum
Stefnt er að því að Siglir, togari
Siglfirðings hf., sem nýlega var
keyptur í Kanada haldi til veiða
á úthafskarfa á Reykjaneshrygg
16. apríl nk. Að loknum úthafs-
karfaveiðuin er fyrirhugað að
senda skipið til veiða í Smug-
una. Verið er að setja nýja
vinnslulínu fyrir flakafrystingu
og heilfrystingu um borð í skip-
ið hjá Slippstöðinni Odda hf. á
Akureyri.
Siglir er skráður í Belize vegna
ákvæða laga um skráningu skipa
sem keypt eru erlendis, en þau
mega ekki vera eldri en 12 ára.
Ragnar Olafsson, annar eigenda
skipsins og skipstjóri þess, segir
að ef stjórnvöld ætli ekki að láta
af þeirri stefnu að banna skrán-
ingu skipa eins og Siglis hérlendis
og þar með banna löndun úr þeim
hér, þá sé verið að afsala sér þeim
veiðirétti sem þessi skip muni í
nánustu framtíð skapa á miðunum
utan landhelginnar. I öðru lagi er
verið að hafna tekjum sem skapast
af löndun skipanna og þjónustu
við þau og þessi hugsunarháttur sé
bæði rangur og valdi málstað Is-
lendinga tjóni í baráttunni um
veiðirétt á fjarlægum miðum.
Mikil aðsókn hefur verið í
skipspláss á Sigli þótt ekkert hafi
verið auglýst, og hafa borist hátt á
annað hundrað umsóknir, víðs
vegar af landinu, og berast enn.
Ragnar segir að gengið verði frá
ráðningum á skipið í næstu viku.
Til þess að rekstur skipsins
standi undir sér þarf aflaverðmæti
skipsins að vera um 200 milljónir
á ári og er Ragnar bjartsýnn á að
það náist. Til samanburðar má
geta þess að aflaverðmæti norð-
lenskra frystitogara var á sl. ári frá
ca. 250 milljónum króna og upp í
582 milljónir króna hjá Baldvini
Þorsteinssyni EA, en hann var
jafnframt með mesta aflaverðmæti
allra hérlendra frystitogara. GG
Z-brautir
Gluggakappar
Rúllugardínur
Komið með gömlu keflin
og fáið nýjan dúk settan á
Plast- og
álrimlagardínur
eftir máli
aKAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565
4.-20.
mars
■ ■
Akureyrarbær:
Mikil ásókn skóla-
fólks í sumarviimu
Um næstu mánaðamót mun Ak-
ureyrarbær fara að auglýsa
sumarstörf fyrir skólafólk laus
til umsóknar, en miðað við at-
vinnuástandið í bænum er Ijóst
að erfitt getur reynst fyrir
marga að fá eitthvað að gera í
sumar. Byrjað er að auglýsa eft-
ir flokkstjórum í unglingavinn-
una.
Karl Jörundsson, starfsmanna-
stjóri Akureyrarbæjar, sagði að
mjög mikið hefði verið hringt og
leitað eftir upplýsingum um sum-
arvinnu fyrir unglinga og ráðning-
ar almennt í sumar. Fólk hefði
greinilega áhyggjur og byrjaði
snemma að leita fyrir sér með
sumarstörf.
Hann sagði að stefnt væri að
því að ráða alla 16 ára unglinga til
starfa hjá bænum eins og gert var
síðastliðið sumar, en annars væri
ekki ljóst á þessari stundu hvaða
háttur yrði hafður á. Bæjarráð fól
Karli og bæjarráðsmönnunum
Bimi Jósef Arnviðarsyni og Jakob
Bjömssyni að gera tillögur um
hvernig standa skuli að ráðningu í
sumarvinnu skólafólks hjá Akur-
eyrarbæ og sagði Karl að tillög-
urnar myndu væntanlega liggja
fyrir þegar byrjað yrði að auglýsa
um mánaðamótin.
„Það verða ábyggilega alveg
ofboðslega margar umsóknir,
þannig að það á að reyna að vinna
faglega að málunum, ef það er á
annað borð hægt. Þeir sem fá ekki
vinnu verða náttúrlega óánægðir,“
sagði Karl. SS
Mánaberg ÓF á ýsuveiðum:
Sólberg ÓF seldi karfa
og grálúðu erlendis
Einn togara Sæbergs hf. í Ólafs-
firði, ísfisktogarinn Sólberg ÓF-
12, seldi á fimmtudag 130 tonn í
Bremerhaven og var aflinn mest-
megnis karfi og grálúða sem fór
á markað í Frakklandi en eitt-
hvað virðist vera að losna um
innflutningshöft Frakka á fiski,
sérstaklega ef fiskurinn kemur
O HELGARVEÐRIÐ
í dag er gert ráð fyrir
áframhaldandi éljagangi og
frosti á Norðurlandi en á
sunnudag og mánudag spáir
Veðurstofan austlægri átt og
hlýnandi veðri. Él eða
slydduél verða um austanvert
landið. Á þriðjudag herðir vet-
urinn tök sín á ný. Þá verður
allhvöss eða hvöss norðan
eða norðaustan átt með snjó-
komu á Norðurlandi. Veður
fer kólnandi.
um Þýskaland. Heildaraflaverð-
mæti var rúmar 17 milljónir
króna og meðalverð pr/kg því
um 130 krónur og hefur því hið
góða verð sem hefur verið á
karfa í Þýskalandi lækkað nokk-
uð, en er þó ásættanlegt. Aflann
fékk togarinn fyrir suðvestan
land, í Rósagarðinum.
Næsta sala hjá útgerðinni er
ekki fyrr en í lok maímánaðar, en
þá á ísfisktogarinn Múlaberg ÓF-
32 söludag erlendis. Múlabergið
er nýkomið úr togararallinu og fór
í gær á veiðar á miðunum suðvest-
ur af landinu.
Frystitogarinn Mánaberg ÓF-
42 landaði í Hafnarfirði á fimmtu-
dag 150 tonnum, aflaverðmæti 37
milljónir króna, og var aflinn mest
ýsa en einnig ýmislegt aukfiski.
Reynt hefur verið að forðast
þorskveiðar af fremsta megni eins
og hjá fleiri togurum um þessar
mundir. Mikið er nú af ýsu suður
af Reykjanesi, en hún er nokkuð
smá. GG
LÓNSBAKKA•601 AKUREYRI
-zs- 96-30321, 96-30326, 96-30323
HY6
innimálning
20% afsláttur
Gljástig 5, 7, 15,40 og 80
Otrúlegir möguleikar í
fullkominni tölvublöndunarvél
Þú getur valið litasamsetninguna þína á tölvuskjánum
BYGGINGAVÖRUR
BáWUUUMIBMn'Vg-Ótft/TKI—BH—I
- líf í lit