Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 19
ÆSKU B LÓMI
SÓLEY RANNVEIG HALLCRÍMSDÓTTIR
Gott að vera sextán
Manstu eftir árinu þegar þú varst
sextán? Spennunni að bíóa eftir
helginni, þegar vinirnir og vinkon-
urnar skiptu öllu máli. Fyrsta sveita-
ballið. Allir stolnu kossarnir. Foreldr-
ar, til hvers? Þeir geta aldrei skiliö
hvað við erum að hugsa. Margir
hafa eflaust upplifaö sína fyrstu
kynlífsreynslu á þessum árum. En
hvernig er þetta í dag? Mig langaði
til aö forvitnast og þau eru sextán í
dag; Jóhanna Þorkelsdóttir, Baldvin
Zophoníasson og Brynjar Gunnars-
son, nemendur í Glerárskóla.
- Hvernig finnst ykkur að vera
sextán í dag?
JÞ: „Það er ágætt.“
BZ: „Það er mjög gott.“
BG: „Þaó er fínt.“
- Hvað með foreldra ykk-
ar? Finnið þió fyrir skilningi
eóa finnst ykkur þeir skipta
sér mikið af ykkar málum?
BG: „Ég held aó þau skilji
mig alveg, en þau tuða stund-
um í svona hálftíma á dag. Ég
reyni að fara milliveginn."
JÞ: „Þau vilja stundum
skipta sér af.“
BZ: „Þaó er fínt hjá mér.“
- Skólinn, er eitthvað
ábótavant t.d. í félagsmálum?
JÞ: „Þaó mætti vera meira
opió. Við höfum opið hús
tvisvar í viku, svo eru böll eða
diskó um helgar."
BZ: „Vió getum spilaó þar
og talað sarnan."
BG: „Þaó mætti vera meira
fyrir unglinga á Akureyri. En
ég er aðallega aó hugsa um
samræmdu prófin þessa dag-
ana og er kominn meó stóran
hnút í magann." c
- Er mikið um þaó að ung- ro
lingar hætti í skóla núna?
JÞ: „Nei, ekki rnikið." “D
BZ: „Vióhorfin eru búin aö
breytast mikið."
„Hver vill fara heim
klukkan eitt?“
- Hvað með framtíðina?
Hvaó langar
ykkur að
gera?
JÞ: „Mig langar aó verða
líffræðingur, flytja til Ástralíu
og vera happy.“
BZ: „Ég stefni á meiri lær-
dóm, fá góóa vinnu og lifa
ágætis lífi hér á Fróninu."
BG: „Mig langar mest á U2
tónleika. Þeir eru rosalega
góðir.“
- Snýst lífið hjá ykkur um
aó djamma, kaupa föt og bíða
eftir helginni?
JÞ: „Nei, þaö er nú í tísku í
dag aó vera ekki tísku; aó
vera hallærislegur."
BZ: „Ég umgengst ekki
mikið krakka sem drekka, en
þaó er samt svolítió um þaó.
Þaó þyrfti að vera lengur opið
um helgar í Dynheimum svo
viö þyrftum ekki aó hanga í
kuldanum úti í bæ. Hver vill
fara heim klukkan eitt?"
BG: „Það þyrfti að gera eitt-
hvað annað fyrir þá unglinga
sem leiðast út í mikla óreglu
en aó refsa þeim. Það hlýtur
aö vera eitthvað mikið aó
heima fyrir.“
„Getum haldið fyrirlestur
um eyðni“
- Hvað með fyrsta alvöru-
kossinn? Munið þió hvenær
það var?
JÞ: „Já, já. Þaó var í fyrra.“
BZ: „Mig minnir að það séu
svona tvö ár síðan.“
BG: „Þaó eru um þaó bil
þrjú ár.“
- Nú veit ég aó unglingar
byrja að fikta við kynlíf á
þessum árum. Finnst ykkur
vera nóg fræðsla til staóar í
skólanum?
JÞ: „Það voru tímar fyrir
áramót, en það var aóallega
talaó um kynsjúkdóma.'1
BZ: „Og getnaðarvarnir."
BG: „Við getum haldið fyrir-
lestur um eyðni, en þaó vant-
ar svona frjálsari tíma þar
sem vió getum spurt og spjall-
aó.“
- Hvaó heitir svo besti
kennarinn í Glerárskóla, að
ykkar áliti?
JÞ: „Sverrir, engin spurn-
ing.“
BZ: „Hann er alltaf svo
easy á því.“
BG: „Uppfullur af þolin-
mæði.“
Já, það er
gott aö vera
sextán. Takk
fyrir.
Laugardagur 19. mars 1994 - DAGUR - 19
I _ I
I
I
íí
föstudag til sunnudags
Suiiiiiidagur
§
I
7 upp 2 lítrar 88 kr.
í
rb
'fj
( Kjötveisla I
I
I
sprengitilboð
| Kornasamlokubrauð 99 kr. |
^ heill Ananas 59 kr. stk. ^
Fjallafarar
Vélsleðamenn
Jeppafólk
Plöstuð lóranstikuð landakort 50 km landsvæði á
hverju blaði.
Vatnsþéttir farangurspokar þrjár stærðir, sterkir
brúsar, áttavitar, kortamöppur og hólkar.
Úrvalið aldrei tneira.
Tryggvabraut,
Leirustöð.
1mI«u»hb«3^J
Siglingamálastofnun
ríkisins
tilkynnir flutning umdæmisskrifstofunnar að
Furuvöllum 3.
Sími 96-24433, Fax 96-12414.
Umdæmisstjóri.
Eiginmaóur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN SIGURBJÖRNSSON,
Norðurgötu 44, Akureyri,
er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 15.
mars verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22.
mars kl. 13.30.
Sigríður Guðnadóttir,
Agnar Þorsteinsson, Elín Inga Þórisdóttir,
Ásta Björg Þorsteinsdóttir, Jón Dalmann Ármannsson,
Guðbjörn Þorsteinsson, Elfn Anna Kröyer,
barnabörn og barnabarnabörn.
Systir okkar,
SVAVA ÞÓHALLSDÓTTIR,
frá Brettingsstöðum, Flateyjardal,
lést 12. mars í Landspítalanum.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 21. mars
kl. 15.
Fyrir hönd vina hennar og ættingja,
Páll og Ásgeir Þórhallssynir.