Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 19. mars 1994
POPP_________ MA0NÚ5 OEIR OUÐMUNDSSON
Kvennakúnst
- Uppsveifla hjá konum í rokkinu
Konur hafa ekki í rokkinu frekar
en í svo mörgu öðru hingað til
staðið körlum jafnfætis, eða
öllu heldur ekki verió áberandi
til jafns við þá. (Þær gefa þeim
vissulega ekkert eftir þegar svo
ber undir.) Þó má segja aó
jafnrétti sé þar ekki svo fjar-
lægt, í það minnsta sýnist
manni stelpurnar verða sífellt
meira áberandi, ýmist með
karlmönnum eóa einar sér. Á
þetta ekki hvað síst við í fram-
sækna „neðanjarðarrokkinu",
sem nú eins og þeir sem
grannt fylgjast með vita, kemur
æ meir upp á yfirborðið. Var
síðasta ár t.a.m. mikió sigurár
fyrir konur í rokkinu og viróist
sú þróun ætla að halda áfram
á þessu ári sem er vel. Örfá en
góó dæmi um þetta eru L7
með plötuna Bricks are heavy,
PJ Harvey með Rid of me,
4 non blondes meö Bigger,
better, faster, more, Breeders
meó plötuna Last splash, en í
henni eru þær tvíburasystur
Kim (úr Pixies) og Kelly Deal í
aðalhlutverkum og Belly, þar
sem hún Tanja Donelly er í
broddi fylkingar með plötuna
Staa. Allt hljómsveitir meö kon-
um meira og minna í aðalhlut-
verkum sem eru á uppleið. í
poppinu eru svo kvenlista-
menn, nýir sem eldri, engu
minna í sviðsljósinu nú um
stundir en karlarnir. Er hún
Björk okkar að sjálfsögðu nær-
tækasta dæmið um „nýstirni" í
þeim efnum, en síðan eru nöfn
eins og Mariah Carey og fleiri
af reyndari kventónlistarmönn-
um sem skína skært sem
aldrei fyrr. Plata Carey, Music
box, hefur t.d. enn og aftur ver-
ið á toppnum yfir söluhæstu
plöturnar í Bandaríkjunum að
undanförnu, en hún kom út fyr-
ir rúmlega hálfu ári.
Glæst byrjun á nýju ári
Sem fyrr segir virðist svo þessi
kvennauppsveifla í rokkinu
ætla aó halda áfram á þessu
ári, því nú í janúarlok sendi 26
ára bandarísk stúlka, Kristin
Hersh, frá sér sína fyrstu ein-
herjaplötu, sem margir gagn-
rýnendur telja aó muni tví-
mælalaust veróa ein af bestu
plötum ársins þegar upp verður
staóið. Nafnið Kristin Hersh
(fornafnað er réttilega skrifað á
þennan „íslenska" máta, hvað
sem það svo þýðir) þekkja lík-
lega ekki margir, en hún hefur
samt verið að í rúm níu ár sem
söngkona og einn helsti leið-
togi rokksveitarinnar fram-
sæknu Throwing muses. Nefn-
„Ekki strax
Kurt“
- Forsprakki Nirvana sleppur
með skrekkinn
Það er ekki ofsögum sagt að
rokkheimurinn hafi skekist
heldur betur hressilega við þær
fregnir sem bárust frá Róm á
Ítalíu í byrjun þessa mánaðar,
aó söngvari og gítarleikari
rokkrisanna Nirvana, Kurt
Cobain, hefói þar nær týnt lífi
sínu. Var þaó nánar tiltekió að
morgni fjórða mars sem sjúkra-
lið var kallaó aó Excelsiorhótel-
inu í Róm þar sem Cobain var
gestkomandi og var hann flutt-
ur þaðan meðvitundarlaus á
næsta sjúkrahús. Af ummerkj-
um í svítunni sem hann gisti í,
var Ijóst aó hann hefði neytt
bæði áfengis (kampavíns) og
róandi/svefnlyfja, sem ollu því
að hann væri fallinn í dá. Hafði
eiginkona Cobains, söngkonan
Courtney Love, kallaó til að-
stoóina eftir að hafa sjálf reynt
ítrekað aó vekja hann án ár-
angurs. Þegar komið var meó
Cobain á sjúkrahúsió var strax
dælt upp úr honum, en um
tíma var haldið að það dyggði
ekki til.
Um hádegisbilió á föstudeg-
inum fór hann hins vegar aó-
eins aó ranka við sér og hefur
síðan eftir fregnum aó dæma
smám saman verið að jafna
sig. Strax í kjölfar fregnarinnar
spunnust upp ýmsar sögur t.d.
að um sjálfsmorðstilraun hefði
verið að ræða og fleira í þeim
dúr. Hvort svo hefur verið um
að ræða hefur hins vegar ekk-
ert verið upplýst.
Aðdragandi
Það er þó aftur á móti Ijóst að
um nokkurn aðdraganda var að
ræða í formi mikils álags, sem
hafði þessar afleióingar. Nokkr-
um dögum áóur treysti Cobain
sér nefnilega ekki til að koma
fram á tvennum tónleikum í
Þýskalandi og var þeim því
frestað og á síðustu tónleikun-
um þar á undan, sem einmitt
voru á Ítalíu, þótti Cobain væg-
ast sagt illa fyrir kallaður. Hann
var því aftur kominn þangað í
frí ásamt Courtney og dóttur
þeirra til að safna kröftum fyrir
næstu fyrirhuguðu tónleika Nir-
vana. Sú fyrirætlun bar sem
sagt svo sannarlega ekki ár-
angur. Ekki er vitaó hverju
þetta kemur til með að breyta
fyrir Nirvana á næstunni, en
læknar segja aó hann hafi
sloppið vel og geti hafið fyrri
störf eins og ekkert hafi í skor-
ist. Það gildi allavega um lík-
amlegt ástand hans, en þaó
muni líklega vera flestum Ijóst
að andlega hlióin þurfi frekari
ummönnunar við hjá honum. í
stóran hóp áður fallinna rokk-
stjarna af annarlegum orsökum
bætist því ekki í þetta skiptið,
enda meira en nóg komið. Tími
er því ekki ennþá kominn á
„Seattlesveininn" Kurt Cobain.
Kristin Hersh þykir hafa gert frá-
bæra plötu með Hips and makers.
ist þessi glæsigripur söngkon-
unnar Hips and makers og hef-
ur til að mynda náð þeim
ágæta árangri aó komast í ell-
Polly Harvey á vaxandi fylgi að
fagna með hljómsveit sinni PJ
Harvey. Það var einmitt hún sem
söng tvísöng með Björk á Brit
verðiaunahátíðinni.
efta sæti sölulistans í Bretlandi.
Þar í landi er platan líka aó
upplagi gefin út, hjá óháóa fyr-
irtækinu þekkta 4AD. Þar hefur
Throwing muses líka verió á
mála frá upphafi, eóa síðan
1986, þegar fyrsta samnefnda
plata hljómsveitarinnar kom út.
Hjá 4AD eru einmitt einnig
Belly og Breeders, kvenna-
rokksveitirnar sem áóur var
minnst á. Hefur 4AD líka haft á
sinni könnu útgáfu á plötum
frægra sveita á borö við Pixies,
Cocteau twins og Birthday
Party.
Á Ijúfum nótum
Plata Kristinar Hersh, Hips and
makers, er þó ekki svo mjög
rokkuð í hreinasta skilningi,
ekki full af rafgítar-, trommu-
og bassaspili með meiru, held-
ur er hún á Ijúfari nótunum, þar
sem kassagítarinn og einföld
röddin ráða að mestu ríkjum.
En rokkplata telst hún nú samt,
enda rokkhugtakið vítt nú til
dags. Að platan skuli vera á
hugljúfum en jafnframt trega-
blöndnum nótum á köflum seg-
ir Kristin aðspurð í viótali fyrir
skömmmu skýringuna vera þá
aó hún sé aó tjá sínar eigin til-
finningar á henni, bæði ást og
ástmissi, fyrr og nú. Þar af leió-
andi hefði ekki verið um þaó aó
ræða aö nota einhver þessara
laga á nýja plötu Throwing
muses, sem sveitin vinnur nú
einmitt að um þessar mundir
undir stjórn hins þekkta Daniel
Lanois (m.a. unnið meó U2) og
koma á út seinna á þessu ári.
Upptökustjóri Hips and makers
er hins vegar annar þekktur
kappi, Lenny Kaye, sem ein-
mitt varó frægur fyrir gítarleik
sinn með frægri rokksöngkonu
á árum áóur, Patti Smith. I einu
laga plötunnar Your ghost, nýt-
ur svo Kristin aóstoóar Michael
Stipe söngvara REM og var
það lag gefió út á smáskífu.
Hér aó lokum í umfjöllun um
Kristinu Hersh og aðrar konur
á uppleió í rokkinu, er tilhlýói-
legt að minnast á þaó aó „ís-
landsvinurinn" góói hún Tori
Amos ætlar svo sannarlega aó
standa undir væntingum sem
geróar voru til hennar eftir út-
komu fyrstu plötunnar Little
earthquakes. Hefur nýja platan
hennar, Under the pink, fengið
mjög góðar viðtökur og lög
eins og Cornflake girl notió vin-
sælda. Áfram stelpur.
Kurt Cobain ekki kominn ígröfina ennþá.
Rappsveitin Cypress hill,
sem svo eftirminnilega sló í
gegn á síðasta ári með
plötunni Black sunday, virð-
ist ekki frekar en aðrir í þeirri
deildinni geta haldið sig frá
vitleysu og vandræðagangi.
Er nú svo komið að fólk set-
ur nánast ósjálfrátt sama-
semmerki milli rappsins og
ofbeidis, svo slæmt er það
nú orðið. Fór allt í bál og
brand á dögunum þegar Cy-
press hill hélt sína fyrstu tón-
leika á ferð sinni um Bret-
land í Liverpool. Bæði brut-
ust út blóðug slagsmál í tón-
leikahöllinni sjálfri og utan
hennar. Þá reyndu margir
tugir aðdáenda sem ekki
höfðu náð í aógöngumiða að
brjótast inn og urðu miklar
stimpingar vegna þess. Ekki
bætti svo úr að talið var að
hleypt hafi verið af tveimur
byssuskotum inni í tónleika-
salnum, en lögreglu sem
kvödd var á staöinn tókst
ekki að komast til botns í
hvort svo hafi verið. Þykja
þetta ekki beint góð með-
mæli með rapptónleikum og
var þó ekki á bætandi. Hins
vegar virðast hlutirnir hafa
gengið betur fyrir sig (fram-
haldinu hjá Cypress hill (
Bretlandi, þv( ekkert hefur
heyrst af viðlíka vandræðum.