Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 19. mars 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, lax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Þörf fyrir hlutlausa sérfræðiþekkingu Enn bólar ekkert á markaðsskrifstofu ferðamála sem fyrirhugað var að stofna á Akureyri í samvinnu sveit- arfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Mönnum má þó ljóst vera að ef ferðaþjónustan á að verða lyftistöng í at- vinnulífinu og sú framtíðarlausn sem rætt er um, þá er nauðsynlegt að til staðar sé markaðsskrifstofa þar sem hægt er að ganga að hlutlausri sérfræðiþekkingu. Slík markaðsskrifstofa myndi einnig sjá um að kynna og markaðssetja Eyjafjarðarsvæðið sem vænlegan kost fyrir ferðamenn. í þessari atvinnugrein sem og mörgum öðrum hafa heildarhagsmunir oftlega þurft að víkja fyrir hagsmun- um einstaklinganna og viðleitni þeirra til að skara eld að sinni köku. Þó má nefna framtakið Vetrarhátíð '94 sem nú stendur yfir á Akureyri sem dæmi um að sam- keppnisaðilar geta tekið höndum saman og borið hag samfélagsins fyrir brjósti. Það sama gilti um Listasum- arið '93, sem var tilraun til listahátíðar á Akureyri. Þarna eru jákvæð teikn á lofti og vonandi að framtíðar- sjónarmiðin verði stundarhagsmunum yfirsterkari þegar á reynir. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan menn fóru að líta á ferðaþjónustuna sem sjálfstæða atvinnugrein með mikla vaxtarmöguleika. Þetta er því tiltölulega ung at- vinnugrein, en samt sem áður hefur hún þegar ratað í mikla erfiðleika. Þar hafa menn, líkt og í öðrum grein- um sem vonir hafa verið bundnar við, fljótlega lent í hyldýpi offjárfestinga. Framboðið er orðið mun meira en eftirspurnin. Er þetta ekki einkennandi fyrir íslend- inga? Þeir framkvæma fyrst en hugsa svo. Lánastofnanir stjórna að mestu leyti fjárfestingum og framboði í ferðaþjónustunni og nægir að líta á of- framboðið á gistirými til að sjá hvernig til hefur tekist. Offramboðinu er viðhaldið, verðlag fellur, eignir lækka í verði, veð rýrna, hótel og gistiheimili sökkva í skulda- fen. Hugsanlega er útlánastefna banka og annarra lánastofnana ekki nógu ábyrg einmitt vegna þess að ekki er til staðar greiður aðgangur að hlutlausum upp- lýsingum í faginu. Einnig kemur þarna inn í gamla sagan um stundarhagsmuni umfram heildarhag at- vinnugreinar, samfélags eða þjóðfélags. Þessu þarf að breyta. SS I UPPAHALDI lfar Hauksson, framkvæmda- stjóri Kaffi- brennslu Akur- eyrar, gaf sér tírna frá önnum dagsins til þess að svara nokkrum spumingum. Úlfar er hag- fræðingur að mennt og hefur til fjölda ára kennt nemend- um á félagsfræóibraut Menntaskólans á Akureyri hagfræði. Hann var í nokkur ár hagsýslustjóri Akureyrar- bæjar en einbeitir sér nú aó því aó selja landsmönnum kaffi. Ekki má gleyma því aó Úlfar er frekar illa haldinn af bíladellu og annað slagió skrifar hann fróólega pistla 1 Dag um allt þaó nýjasta í bílaheiminum. Hvað gerirðu helst ífrístundum? „Það er sitt lítið af hverju. Ég reyni að stunda útiveru eins og ég get og ég les talsvert." Hvaða matur er l mestu uppálialdi hjá þér? „Nú vandast máliö. Ég held aó ég myndi velja mér kjöt, ;mnað hvort góða nautasteik eða hrein- dýrasteik." Vfjpáhaldsdrykkur? „Eg get nú ekki sagt neitt annað cn kaffi - það er alveg gjörsam- lega vonlaust.“ Ertu hamhleypa til ullra verka á heimilinu? „Nei.“ Úlfar Hauksson. Er heilsusamlegt líferni ofaríega á baugi lijá þér? „Já, það held ég megi segja.“ Hvaða blöð og tímarít kaupir þú? „Ég kaupi Dag og Moggann. Einnig kaupi ég The Economist, National Geographic og Auto, Motor und Sport.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Þær eru reyndar nokkrar. En þessa dagana er ég að skoða Byggðir Eyjafjarðar." Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Þegar ég var ungur hélt ég mik- ið upp á hljómsveitina Yes. í dag er Bcrlínarsinfónían hins vegar í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hún vera heimsins besta hljómsvcit “ JJppáhaldsíþróttamaður? „Það cr crfitt að taka einn út úr. En rnér dettur í hug breski For- mula 1 ökumaðurinn Damon Hill.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Fréttir og veöur." Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Ég held aö Gro Harlem Brundt- landt, forsætisráóherra Noregs, sé mögnuð kona og trúlcga eru ckki margir stjórnmálamenn sem er betur treystandi cn henni.“ Hvar á iandinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir að Jlytja búferlum nú? „Ef ég þyrfti á annað borð aó fiytjast frá Akureyri þá held ég að mér væri alveg sama hvert ég færi.“ Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund■ ir? „Eg var spurður þessarar sömu spumingar um daginn og ég svaraði að bragði að ég gæti hugsað mér að cignast nokkra bíla, reyndar kosta þeir allir um eða yfir 10 milljönir króna. Ég gæti til dæmis hugsaó mér að eignast Porsche 911.“ Hvernig myndirþú verja þríggja vikna vetrarleyfi? „Ég kysi að vera í rólegheitunum hcima mcð fjölskyldunni og lcsa góóar bækur.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Ætli ég taki því ekki bara rólcga heima." óþh HRÆRINOUR STEFAN ÞOR SÆMUNDSSON Etið, dnddáð og ferðast í kreppunni Mitt í ógnarkreppunni er aðeins eitt til ráða: Að eta, drekka og vera glaður. Þetta vita Akureyr- ingar betur en margir aörir, enda skynsamir að upplagi. í þessum blómlega höfustað Noróurlands hafa síóustu misseri sprottið upp veitingastaðir, kaffihús, barir, flatbökuhús og hvað maður á aó nefna öll þessi fyrirbæri. Sum eru blómum prýdd, önnur gætu hæg- lega á sig blómum bætt, a.m.k. rekstrarlega séó. Auðvitað er engin von til þess að of mörg veitingahús gangi á of fámennum markaði. Þetta er og verður viðskiptastríð uns yfir lýk- ur. Pizzustríóió skilaói neytend- um hagstæóara verói og þeir hafa sennilega borðað meira fyrir vik- ið. Margar fjölskyldur panta sér pizzur á hverjum föstudegi eöa laugardegi. Þaó cr náttúrlega hió besta mál ef fólk hefur efni á þessu og vissulega gaman að fá meira úrval og fjölbreytni í fæðu- hringinn. Ég smakkaði t.d. pizzu á Pizza 67 í fyrsta sinn nú vik- unni og hún var einstaklega góð, því miður. Maginn heimtar meira en baðvigtin og peningaveskið segja stopp. Og þau eru orðin all- mörg skiptin sem maóur hefur freistast til að láta Greifann þjóna sér til borós. Spennuþörfin greidd með korti Jæja, ef fólk hcfur efni á því að fara út að borða einu sinni í viku og skella sér í sólarlandaferð þá er kreppuvælið orðið ansi hjá- róma. Það ku allt vera brjálaö í utanlandsferóum núna og spurn- ing hvort almenningur er svona efnaður eöa hvort þetta sé óábyrg hegðun, flótti frá hversdagsleik- anurn greiddur meó krítarkorti. Ef til vill er spennuþörfin orðin svo rík hjá fólki aó þaó sækir alltaf í sama vítahringinn. Eftir grcióslu- kortareikningana í febrúar, jóla- sjokkið svokallaóa, er fjárhags- staóan keyrð niöur á nýjan leik með því að skondra með kortið á næstu ferðaskrifstofu. Ég efast stórlega um að þeir 700 Akureyringar sem ganga um atvinnulausir eða hafa verið skikkaðir í atvinnuátak (sem er víst ekkert skárri kostur fyrir suma) séu áberandi á vcitinga- stöóunum og ferðaskrifstofunum og ekki heldur verkafólk, af- grciöslufólk og aörir láglauna- hópar. Þau eru nefnilega hreint ótrúlega lág, lægstu launin sem menn voga sér aó bjóóa upp á og bundin eru í kjarasamningum. Þetta er smánarblettur sem enn hcfur ekki tekist að þvo af. Kannski væri ráð að prófa Ariel Ultra? Eða eru Sjafnarmenn búnir að cyðileggja töframátt þvotta- cfnisins? Afþreyingin nauðsynieg til að lifa af Æ, stundum cr gott að komast frá öllu baslinu. Þá kemur til kasta afþreyingarinnar. Fólk vcrður aó hafa einhverja afþrcyingu til að bugast hreinlega ekki í amstri hversdagsleikans. Ég held að það sé ckki cndilega nauósynlcgt að fiýja til sólarlanda, cn ég hcf reyndar aldrei prófað það og veit ekki um hvað ég er að tala. Það næsta scm ég hef komist sólar- strönd var cinhver strandlcngja á Jótlandi þar sem vcl var hægt að synda í sjónum. Sólarlandaferðir eru í mínum huga óbærilegur hiti, matareitrun, sólbruni, fyllerí, óhreinindi, sviti, ógleði og blank- heit. Sannarlcga ekki kræsilegur kostur. A hinn bóginn eru hvcrs kyns tómstundir, bóklestur, bíóferóir, íþróttir, útivera og annað slíkt kjörin lcið til að brjóta upp dag- legt mynstur, fá útrás, láta sig dreyma, cndurnæra sig. Þctta cr fólki lífsnauðsynlcgt og þaö vita þeir vcl sem dæla frá sér sápu- ópcrum, rcyfurum og öóru af- þreyingarefni. Fólk sækir í þctta, verður jafnvcl háð því. Ég hcld að það sé engin synd, svo l'ramar- lega scm maður cr cnn vió stjórn- völinn. Tilvcran snýst jú að mörgu leyti um að hafa stjórn á eigin lífi, taka sjálfstæðar ákvarð- anir cn ckki láta markaðsöfiin hugsa lyrir sig (segir sá scm hljóp eins og óður maður á eftir cinhvcrjum fcrmingartilboðum á dögunum!). Helgin er gengin í garð. Tákn upplyftingar, hvíldar, afþrcying- ar. Heilbrigt fjölskyldulíf. Enska knattspyrnan. Svefn. Ltkamsrækt. Sunnudagslærið. Samræður. Og svo kemur mánudagur...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.